Þjóðólfur - 17.11.1911, Síða 3

Þjóðólfur - 17.11.1911, Síða 3
ÞJOÐOLKUR. 171 Argentina. Argentina er eitt af framtíðarlönd- um jarðarinnar. Ekkert annað ríki í Suður-Ameríku er í slíkum uppgangi, og er það meðal annars því að þakka, að stjórnafar þar t landi er miklum mun betra en annarstaðar þar syðra. Járnbrautir hafa verið lagðar víðsvegar um landið og fólksflutningurinn inn í landið eykst ár frá ári. Argentina er 3 milj. km. að stærð, — fimm sinnum stærri en Frakkland. í austurhiuta landsins eru beitilönd mikil, og er kvikfjárrækt þar stunduð í stórum stíl. í suðurhluta landsins er kornyrkja og vínrækt. í norður- hjeruðunum er loftslagið ágætt og landið frjótt, en vesturhjeruðin eru þurlend mjög. Þó er einnig þar mikil kvikfjarrækt, og er það að þakka stór- kostlegum vatnsveitumog öðrum mann- virkjum, sem þar hafa verið gerð. Aðalauðsuppspretta lýðveldisins er landbúnaðurinn, sjerstaklega kvikfjár- ræktin. Þaðan eru nú útfluttir árlega um 2 milj. sauðaskrokka, 260 þús. hesta og 2 milj. kg. af hrosshári. Þá er og útflutt mikið af hveiti og mais. 1870 var talið að verslunarvelta landsins væri um 400 milj. franka. 1888 voru fluttar inn vörur fyrir 642 milj., en útfluttar fyrir 500 milj. Nú er talið, að óll verslunarveltan fari fram úr 3 milljörðum franka. Fólksfjöldinn í Argentínu er nú um 5 milj., en mönnum telst svo til, að landið geti framfleytt um IOO milj. Dr. phil. Ágúst Bjarnason. Hinn 30. f. tn. varði prófessor Ágúst Bjernason doktorsritgerð sína við há- skólann í Khöfn. Ritgerðin er um hinn frakkneska heimspeking Jean Marie Guyau. Prófessor Fmnur Jóns- son stjórnaði athöfninni. Fyrsti and- mælandi var próf. Höfifding; hann gerði ýmsar athugasemdir við einstök atriði, en lauk annars lofsorði á bók- jna. Mintist hann á stúdentaár dokt- orsins, hvílíkur starfsmaður hann ætið hefði verið, Og gat þess að lokum, að hann hefði þá trú, að hann altaf mundi varði/eita „eldinn helga" í þeirri þýð- ingarmiklu embættisstarfsemi, sem hon- um nú hefði verið a hendui falin. Auk próf. Höfif.iings töluðu prófessór- arnir Bing og Wilkens, og höfdu þeir fátt eitt vid ritið að athuga. Ritdómar hafa birst um bókina f dönskum blöðum, og ljúka þeir allir lofsorði á hana. Hvað er að frétta? Fríí stríðinu eru frjettirnar einlægt fremur óglöggar, og er það kent því, að ítalir amist við frjettariturum og spilli því, að þeir komi fregnum sfnum til blaðanna. Halda máske að þ'eir beri sjer illa söguna að einhverju leyti og spiili samúð gegn sjer hjá Norðurálfuþjóðunum. Svo er og sagt, að Itölum sje farið að vegna ver upp á síðkastíð og þeir vilji sem minst láta af því frjettast, nema þeim væri þá sagan því betur borin. Þær fregnir sem menn vita llklegastar, cru þær, að við Tripolisborg hafa ekki verið neinar stótorustur haðar. ítalir hafa haft þar allmikið lið, en Tyrkir sótt að borginni utan úr eyðimörku, þar sem þeir hafa hafst við slðan þeir urðu að hverfa úr borginni. Hafa þeir haft kost allþröngan að sögn, en gengið samt vel fram og djarflega. Reynt hafa þeir að teppa vatnsleiðslu til borgarinnar, en ekki tekist. að sögn. Aftur hafði þeim gengið betur við borgina Bengasi, sem er bær litlu stærri en Reykjavik, austan við Stóru- Syrtuflóann. Þá borg höfðu Tyrkir á sínu valdi og vörðu gegn Itölum, sem sóttu á með 8000 manns. Orusta var háð þar 23. f. m., og biðu ítalir þar lægri hlut að sögn; mistu um 800 manns, glöt- uðu ýmsum herbúnaði í hendur Tyrkjum, en sneru sjálfir undan á flótta. Tyrkir höfðu aðeins mist um 200 manna. Svo hafði og barist verið við þorp nokkurt, sem Derna heitir, en ítalir ekki unnið þar á heldur. Mikið orð fer af þeirri grimd og villidýrsæði, sem gripið hefur báða aðila í þessu stríði. Tyrkir hafa nú reyndar aldrei þótt góðmenni er kristnir menn áttu í hlut, en Italir kvað llka reyna eftir megni að gerast ekki eftirbátar 1 níðingsskap og illmensku gegn varnarlausum börnum, konum og gamal- mennum. Af Múhameðsmönnum þykja nú mestir fantar Snússaflokkurinn, sem býr inni í eyðimörkinni á gróðurblettum þar og hafa veitt Tyrkjum liðsinni. Þeg- ar Italir rjeðust á Bengasi höfðu Snússar helst það starf á hendi, að slátra öllum kristnum roönnum og Norðurálfubúum þar í borginni, og var þar ráðist inn í kristniboðshús og barnahæli og engum grið gefin. Og ítalir hafa haft í frammi állka þrælmensku og drepið saklausar konur og börn svo hundruðum skiftir. Slðustu fregnir segja, að Tyrkir hafi sent þjóðhetju sína, Enver Bey, suður í Afriku til forustu liðs sfns og Araba, og Itölum veiti nú miklu miður. Sagt er að þeir hafi beiðst friðar, en fengið afsvar, þvf að Tyrkjasljórn vilji nú láta til skarar skríða. Italir mæla á móti þessu og gera alt til þess að láta menn halda, að þeim vegni betur. Vonandi heyrast brátt einhver áreiðanleg úrslij. Banatilræði var Sigurði Guðmundssyni hjáBrillouin fyrv. konsúl veitt á mánudagskvöldið var. Hann hafði verið á heimleið. En þegar hann kom að túnhliðinu, spruttu þar upp tveir menn og rjeðust að honum með hnífum, og fóru að krukka eitthvað í hann, eftir því sem honum segist frá. Ekki kveðst hann hafa þekt mennina, því að þeir hafi haft grímur. Sár fjekk Sig- urður tvö, annað í lærið, en hinn í háls- inn. Hafði hnífurinn þar farið í gegnum tvöfaldan flibba, og því verið beitt af talsverðum krafti. Það varð Sigurði til lífs, að vagn kom akandi eftir veginum, og fluðu þá mennirnir og ljetu Sigurð eftir með mein sln. Það barst út með þessari sögu, að tilræðið hefði verið ætl- að Brillouin sjálfum, og daginn eftir setti Brillouin upp stórar auglýsingar, þar sem hann lofaði 200 kr. verðlaunum þeim sem fyndi glæpamennina. I.ögreglan hef- ur auðvitað tekið mál þetta til rann- sóknar. Eltir að þetta er skrifað, hefur frjetst, að Sigurður hafi raeðgengið að hafa skáld- að söguna frá upphafi til enda. I hvaða tilgangi vita menn ekki, en áverkána geta menn sjer til að hann hafi ferigið í aflog- um, enda kvað þeir vera all-lítilfjörlegir. En Sigurður vinnur þó það, að verða þektur um land alt og suður í París. En einhvern skell fær hann sjálfsagt fyrir að gabba lögregluna. Ceres og Sterling komu hinguð á mámudagsmorgun. Hölðu þau kept um að verða fyrri hing- að hvort um sig. Fóru hjer um bil sam- tfmis frá Leith, en Geres varð fjórum tímum fyrri til Vestmanuaeyja. Sterling komst þó á stað þaðan laust á undan Ceres, en varð fjórðungi stundar seinni inn á höfnina hjer. Með skipunum komu Páll borgarstjóri og dr. Agúst Bjarnason, kanpmennirnir Guðm. Böðvarsson og Helgi Zoega, cand. Ólafur Þorsteinsson, frú Ellen kona Þórð- ar læknis á Kleppi o. fl. Páll Einarsson borgarstjóri æjlar bráðlega að gifta sig ungfrú Sig- ríði Siemsen, dóttur Frans Siemsens sýslumanns. Forsetaminni8varðinn var sem kunnugt er styrktur með rúm- um 10,000 krónum frá löndum vorum vestan hafs. Nú eiga þeir að fá Ilka samskonar eirsteypu af myndinni og hjer hefur verið reist, ásamt 2000 krónum til þess að koma henni upp. Er sagt, að um tvo staði sje að gera til að reisa á myndina: annaðhvort þinghússgarðinn eða háskólagarðinn í Winnipeg. Stúdentafjelagið hjelt aðalfund sinn á Þriðjudaginn var. I stjórn voru kosnir Björn Þórðarson (for- maður), Kristján Linnet, Matth. Þórðar- son og Einar Hjörleifsson. Varaform. Jón Isleifsson. Bjarni frá Vogi hjelt tölu á fundinum og innleiddi umræður um framtlðarhorfur fjelagsins. Voru allirsam- mála um að lífga fjelagið úr þeim timb- urmönnum, sem það hefur legið í, hvað sem úr þeirri fyrirætlun verður. Líklega ætti þó Stúdentafjelagið ekki að sálast hjer um leið og háskóli er stofnaður. Marokkódeilan milli Frakka og Þjóðverja er nú á enda kljáð með samningi. Frakkar fá að hafa umsjón í Marokkó, en verslun og öll við- skifti eiga að vera frjáls. Þjóðverjar hafa fengið í sinn hlut einhverjar lendur nærri Kongó, en una samt hið versta við sitt hlutskifti, að því er fregnir bera. Ný- lenduráðherrann þýski hefur og sagt af sjer af óánægju með þennan samning. Stjórnarbyltingin í Kína hefði verið betur undirbúin en menn ætluðu. Núverandi konungsætt er upp- runnin frá Mantsjúrlu og hefur ekki náð rótfestu í hugum Klnverja. Einkum undu þeir illa einveldisfyrirkomulaginu, og fór þá svo, að smátt og smátt mögnuðust tveir flokkar gegn því, annar sem vill hafa þingbundna keisarastjórn, en hinn vill ekkert nema lýðveldi. Herinn tók að gerast ótryggur, svo að það varð árangurslítið, að etja honum á byltingar ipenn. Stjórnin sneri sjer þá til höfð- ingja eins að nafni Yuan-Shi-Kai, sem hún áður hafði varpað úr valdasessi, Og bað hann fulltingis. En hann ljet því aðeins falt sitt fulltingi, að umbótum yrði sint, og lagði kapp á að sætta umbótar- menn og lýðveldissinna. Endalok þessa hafa orðið sú, að þjóðfulltrúafundur, sem saman var kallaður, samdi stjórnarskrá sem keisari varð að ganga að, og er vald hans þar takmarkað og bundið að sið menningarþjóða, stjórnin bundin þing- ræði og menn af konungsættinni útilok- aðir frá sæti í ráðaneytinu. Menn halda, að Yuan-Shi-Kai verði fyrsti yfir- ráðherra, og verði svo, þurfa byltinga- menn ekki að vera hræddir um að þessi umbótaloforð verði svikin, svo sem áðnr hefur tíðkast. Halda menn því að bylt- ingunni sje lokið. Bók m entafj elagsd eildin í Höfn verður lögð niður og eignir hennar fluttar til Reykjavíkur. Var á- kvörðun tekin um þetta á sfðasta fundi deildarinnar 31. okt. síðastl. Dönsk blöð eru reið þessari ákvörðun og telja þar með brostið eitt af þeim böndum, sem Þjóðólfur er elsta og þjódkuimasta blad landsins. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Pálsson sag-nfrædingur. Afgreiðslu og innheimtumaður: Sigurður Jónsson bóksali. Lindargötu 1 B. Pósthólf 146. Talsiini 209. Reykjavík. Auglýsingar sendast afgreiðslu- manni eða í prentsmiðjuna. binda ísland við Danmörku. Eins og og kunnugt er, hefur deildin I Höfn haft 400 kr. styrk frá konungi og fengið hús- næði fyrir bókasafn sitt 1 einni af út- byggingum Amalíuborgar. Stúdentasjóðnrinn íslenski í Khöfn verður líka fluttur heim bráðlega og gert úr honum »ferða- legat« fyrir íslenska stúdenta við háskól- ann' hjer. Þessi sjóður var lánssjóður, sem stúdentar í Höfn rjeðu yfir. Er hann uð sögn 1500 kr. að upphæð. Hið nýja skip Sameinaða gufuskipafjelagsins, sem svo mikið er búið að tala um að ætti að smíða í vetur, er nú dottið úr sögunni. Hefur fjelagið hætt við þá fyrirætlun og afturkallað pöntun skipsins hjá Burmeister & Wain. Annars kvað fjelagið kenna ís- lensku stjórninni um þetta afturkall, og færa sem ástæðu, að það fengi ekki að setja upp fargjaldið á því skipi. Þetta mun þó vera fyrirsláttur, en aðalorsökin sú, að fjelagið hefur ráðist í að kaupa nýtt skip til \meríkuferða fyrir 4x/a mil- jón og lætur þá íslandsferðirnar mæta afgangi. Lanst prestakall. Hof í Vopnaflrði í Norður-Múla- prófastsdæmi, Hofs- og Vopnafjarð- sóknir. Veitist frá fardögum 1912, með launakjörum hinna nýju prestalauna- laga. Erfiðleikauppbót 150 kr. Á- kvæðisverð á heimatekjum: Prestssetrið Hof með Stein- varartungu og Mælifells- landi .................. 200 kr. Arður af æðarvarpi í 2 æð- arvarpshólmum fyrir Aust- ur-Skálaneslandi . . . 711 — Arður af hvala- og viðar- rekum....................5 — Ákvæðisverð heimatekna samtals .................916 kr. Þrjú lán hvíla á prestakallinu: Húsabyggingarlán, upphaflega 2800 kr., tekið úr landssjóði 1896 og end- urgreiðist og ávaxtast með 6°/o í 28 ár, 168 kr. á ári. Járnþakningarlán, upphaflega 356 kr.; tekið af innstæðufé prestakalls- ins 1901, og endurgreiðist á 24 ár- um; vextir 4°/o. Ræktunarsjóðslán til túngirðingar, upphaflega 300 kr., tekið 1906, og endurgreiðist samkvæmt 6. gr. end- urskoðaðrar reglugerðar fyrir Rækt- unarsjóðinn 31. júlí 1906. Umsóknarfresfur til 15. janúar 1912. Biskupinn yfir íslandi. Reykjavík, 13. nóv. 1911. Pórh. Bjarnarson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.