Þjóðólfur - 16.12.1911, Síða 1
Þ JOÐOLFUR.
63. árg.
Reykjavík, laugardaginn 16. Des. 1911
M 49.
Skúli Magnússon
landfógeti,
12 des. 1711 — 12. des. 1911.
Vjer sjáum þig í sögu þinnar ljóma
sem soninn besta’, er land vort átti þá,
og tvennar aldir orð þín til vor hljóma,
sem eggjan þínum snörpu sennum frá.
Vjer finnum streyma styrk frá þínum boga,
hans stál í gegnum aldaskvaldrið hvín,
og sál þín hrein, sem Helda öll í loga,
í hverri vorri framsókn síðan skín.
Þú göfga, sanna, djarfa mikilmenni,
þin minning kveikir loga enn í dag,
og enn oss finst þín augu jafnan brenni
gegn öllu því, er níðir lands vors hag.
Þú studdir þá, sem hrjáðir voru’ og hraktir,
þú hnektir þeim, er áttu tje og völd.
Þitt fræga nafn sem fáni enn þá blaktir
og fangamark þitt prýðir Islands skjöld.
Og það er íslenskt eðli, sem þar drotnar,
með Egils skap og framsýn gamla Njáls;
það lægir ei, er löðursjórinn brotnar,
og leitar yls til fornra sagna báls.
Og þótt þig megi ætíð fremstan fmna,
á fleiri góða drengi minning skín.
Og á þann konung vel er vert að minna,
sem virti, Skúli, djörfu ráðin þín.
Já, Skúli sæll. Það er með hlýju hjarta
að heiðrum vér þinn tveggja alda dag.
Vjer vonum nú á íramtíð, fagra, bjarta,
og finnum mikla bót á vorum hag.
Þitt æfistarf oss aldrei framar glejmiist,
það á í vorum sálum djúpa rót,
og nafnið þitt í mætri minning geymist,
á meðan Viðey klýfur öldurót.
G. M.
Eldci er nú annað en pýða frumheitin
og taka síðan einliver íslensk forskeyti í
Tug'amálið.
Jeg fjekk brjef i gærkveldi um
háttatima og bið »Þjóðólf« að loTa
fleirum að sjá það:
»Kæri vinur!
Mjer er sagt að kennarar í barnaskól-
um sjeu nú að stritast við að troða
tugakerfinu inn í börnin og gangi hörmu-
lega. Er ekki að furða, þótt erfitt veiti
að kenna börnum þennan nýja fróðleik
á grisku og latínn. En þvi i ósköpun-
um má líka ekki keuna þeim þetta eins
og annað á íslensku.
»íslenskan er orða frjósöm móðir;
ekki er þörf að sníkja, bræður góðir!«
segir Bólu-Hjálmar. Honum varð aldrei
orðaskortur, karlinum þeim.
Jeg veit að vísu, að það verður rugl-
ingur úr því, að liafa islensk sjernefni
á hverri stærð i þessu tugakerfi. En
mjer hefur dottið einfalt ráð í hug:
stað þeirra grísku og lalnesku, sem ekk-
ert barnið skilur og allri alþýðn manna
er óþarft að kunna. Frumstærðirnar
meter, gram og liter mætti kalla stiku,
met og mœli, cins og lagt hefur verið til.
í staðinn fyrir deka-, hekto og kilo mætti
hafa tug-, há- og stór-, en tí-, lág- og
smá- í staðinn fyrir deci-, centi- og milli-.
Pá yrði útkoman þessi:
smástika (millimeter)
lágstika (centimeter)
tístika (decimeter)
stika (meter)
tugstika (dekameter)
hástíka (hektometer)
stórstika (kilometet).
smámet (milligram)
lágmet (centigram)
tímet (decigram)
met (gram)
tugmet (dekegram)
hámet (hektogram)
stórmet (kilogram) o. s. frv.
Væri ekki einhver munur fyrir íslensk
börn að læra þetta svona.
Allur þorri landsmanna lærir aldrei
annað mál en íslensku.
En eí menn vilja fara að ryðja inn í
móðurmálið útlendum orðum, til hægð-
arauka fyrir þá, sem læra önnur mál —
á því er einlægt klifað — þá er ekki einu
um vandara en öðru. Hvers vegna er
þá verið að kenna börnunum »faðir
vor« á islensku — því ekki á latínu líka,
svo að þau kannist við það, ef þau koma
í kaþólslca kirkju.
Það er ilt til þess að vita, að menta-
menn landsins, alþingi og stjórn, skuli
gangast fyrir þvi, að spilla móðurmál-
inu, í stað þess að fegra það og bæta.
Grískan er horfin úr mentaskólanum
og bráðum fer latínan lika, en islensku-
kenslan verður aukin, sem betur fer.
En svo á að fara að troða grísku og
latínu í saklaus börnin um land alt. Er
það ekki grátbroslegt?
Jeg hripa þjer þessar hugsanir minar
af því .... — og svo e|-tu fræðslumála-
stjórinn okkar.
Pinn einlægur
G. Björnssoim.
Landlæknirinn er flestum næm-
ari á fagurt og hreint íslenskt mál.
Brjefið lýsir gremjunni yfir því, að
mentamenn landsins, alþingi og
stjórn skuli »gangast fyrir því að
spilla móðurmálinu í stað þess að
fegra það og bæta«.
Það er nú einmitt ógæfan, að
þessum góðu mönnum getur ekki
komið saman um það, hvað sje
spilling á móðurmálinu okkar.
Sumir kalla það engin lýti og enga
spilling þó að tekin séu upp út-
lend orð, ef ekki er að öðru leyti
brotið í bág við íslenzk mállög og
venjur; aðrir telja hvert útlent orð
að minsta kosti óprýði á málinu
Yjer þoldum ekki »telegraf«, »tele-.
fón« og »telegram«, og eru þetta
þó óneitanlega handhæg orð, og
allra þjóða kvikindi eru þau. Rit-
sími, talsími og símskeyti ruddu
sjer á augabragði til rúms af því
að í þeim orðum er íslenskt blóð.
Einhver takmörk verða að vera
fyrir þvi, hve miklu má hrúga inn
í málið af útlendum orðum. Aldrei
ætti að gera það að óþörfu. Meiri
þörf á að hreinsa eitthvað til en
að bæta við óþverrann.
H/F Völundur auglýsir í gær til
sölu: Buffet, Servanta, kontrakildar
hurðir, Gerikti, Kilstöð og ýmsar
aðrar tegundir af listum, o. s. frv.
Er ekki prýði að öðru eins og
þessu í íslenskri tungu? En svona
er talað og skrifað. Ekki er eld-
húsmálið betra. Og alt mætti
segja á íslensku.
Vilja ekki þeir kennarar, sem
kann að ganga erfiðlega að kenna
börnunum tugakerfið á latínu og
grísku, reyna að kenna það með
)essum íslensku heitum, sem land-
æknirinn leggur til að notuð verði?
iJeynslan sker úr því, hvort þau
’estast, Ef þau gera það, eru
þau góð.
Jón Pórarinsson.
Millilandaferöirnar.
Það kvað, eftir því sem sjeð verð-
ur af blöðunum, ekkert verða af
hinni fyrirhuguðu skipsbygging, sem
ákveðið var í sumar að hið Sam-
einaða gufuskipafjelag vildi byggja
til íslandsferða. Þegar frjettin um
skipsbygginguna kom glöddust menn
mjög alment yfir henni og vonuðust
til að fá bæði þægilegri, hagkvæmari
og ódýrari ferðir, en menn hafa haft
að venjast. Ekki ódýrari vegna þess,
að fargjaldið í sjálfu sjer með skip-
um þeim, er vjer nú höfum, sje svo
hátt, heldur vegna tímalengdar þeirr-
ar, er þau taka á ferðum sínum, og
um leið mundi það gera ferðalagið
þægilegra, því þægindi þau, er skip
þau bjóða farþegum — skip þau er
vjer nú höfum — eru mjög af skorn-
um skamti, þegar tekið er tillit til
hinnar miklu vegalengdar og hins
langa tíma, sem ferðin með þeim
tekur til Khafnar.
Nú sjer maður aftur á hinum
dönsku og íslensku blöðum, að sú
von, sem frjettin um nýja skips-
byggingu til ferða hingað vakti, er
orðin tálvon, og ekkert eigi að verða
af henni, og hefur mjer sýnst á
dönskum blöðum að þau vilji — og
þá náttúrlega hið Sam. gufuskipa-
fjel. — gefa sem ástæðu það, að
hið íslenska stjórnarráð ekki hafl
viljað gefa fjelaginu leyfi til að hækka
fargjaldið upp úr því sem nú er.
Þetta virðist nokkuð einkennileg á-
stæða og einkennilegt, að vilja skella
skuldinni á hið íslenska stjórnarráð,
sem vitanlega hafði enga heimild
til að leyfa eða banna slíkt, og það
engu síðnr einkennileg fljótfærni aí
fjelaginu, að fara að ákveða skips-
byggingu áður en það var búið að
fá fullvissu um, hvort það fengi
leyfi til fargjaldshækkunar, þegar
það reið á svo miklu fyrir það.
Það hefur verið sagt við mig —
af Dana — að þetta væri mjög leið-
inlegt fyrir okkur, að hin íslenska
stjórn ekki hefði viljað leyfa þessa
fargjaldshækkun, því þetta skip hefði
átt að verða til þess, að auka út-
lendan ferðamannastraum til lands-
ins. sem landið hefði svo óendan-
lega gott af, því þeir færðu peninga
til landsins. Þetta er mikil spurning
hversu mikla þj'ðingu slíkt hefur í
peningalegu tilliti fyrir landið, að
minsta kosti á meðan mögulegleikar
ferðalags eru eins örðugir innanlands
eins og þeir enn eru, og þó að ferða-
menn komi hjer upp með skipum
til að sigla með þeim hringinn í
kringum landið, þá cr það meira til
hagsmuna fyxir skip þau, er þeir
sigla með, heldur en landið sjálft,
því þeir skilja ekki eftir þá peninga
í landinu, sem nokkru nemur fyrir
landsmenn, því sú verslun, sem þeir
gera í slíkum hringferðum, er ekki
margra peninga virði. Á hinn bóg-
inn þeir, sem yfir land ferðast, skilja
eftir talsverða peninga, en hvort þeir