Þjóðólfur - 16.12.1911, Síða 2
190
peningar eru þess virði, sem þjóðin
kostar til, til að taka á móti þeim,
það er að minni hyggju óvíst. Mest-
ur ferðamannastraumur er um hey-
skapartímann, og verða menn oftast
að taka fólk frá vinnu tilþessaðstanda
þeim fyrir beina, og þá tímatöf er
ekki hægt að meta til peninga. Af
hendi hinnar íslensku stjórnar er
því miður ekkert gert til þess að
auka ferðalög yfir landið, með því
að ljetta undir roeð ferðalögunum
og gera þau að verslun fyrir þjóð-
ina, sem mætti á margvíslegan hátt,
eins og gert er i öðrum löndum,
sem svipað hagar til með samgöng-
ur — járnbrautir vanta — og mundi
mega koma hjer á ferðamannastraum
og fá menn til að dvelja hjer að
vetrinum til, engu síður en að sumr-
inu, og er veturinn máske meira
aðlaðandi heldur enn nokkurn tíma
sumarið. Á hvern hátt slíkt mætti
gera, er of langt mál að fara út í
hjer, og sleppi jeg því, en sný mjer
að fargjaldslækkuninni.
Fargjöld þau, er vjer nú höfum
að borga, eru óneitanlega lág, en þó
verður oss alt ferðalag feikilega dýrt,
svo dýrt, að það er hvergi eins dýrt
að ferðast eins og hjer, og kemur
það til af því, hvað öll ferðalög
ganga afskaplega seint. Er það bæði
því að kenna, hvað skipin eru sein-
fara, en þó ekki eins og því, hve
öll stjórn og tilhögun á öllum sam-
göngum er í óreglu og molum. Væri
fyrirkomulagið með ferðir betra,
sem vel mætti gera án þess að fjölga
skipum fram yfir það, sem vjer nú
höfum, þó ætti ekkert að vera því
til fyrirstöðu, að fargjald fengist
hækkað, og ferðalagið að verða ódýr-
ara.
Auðvitað hafa ekki þau skip, sem
vjer nú höfum, þau skilyrði að
bjóða, að slík hækkun mætli muna
miklu, en eitt ætti sjerstaklega að
breytast, og það er hlutfall fargjalds
miðað við vegalengd, því það nær
engri átt, hvorki með fargjald nje
farmgjald og er hjer sjerstaklega
miðað til millilanda fars og farms.
Við erum látnir borga Kaupm.h.-
farmgjald og fargjald t. d. til Leith,
og álit jeg slíkt sje í hæsta máta
ósæmilegt, ósæmilegt bæði gagnvart
okkur sjálfum og eins á móti hinni
bresku þjóð, sem verið er með þvi
móti að bola frá frjálsum viðskifta-
samböndum, eins og okkur frá henni.
Ætti hinn breski konsúll hjer að
gera hinni bresku stjórn bendingu
um, hvaða ójafnaður í því felst
gagnvart henni, því það erum bæði
við og hún, sem eigum að njóta
þess, að vjer liggjum nær hvor ann-
ari, heldur en þjóðin suður við
Eyrarsund, og er þó langt frá mjer,
að vilja nokkuð spilla fyrir viðskift-
um við hana, en þau viðskifti eru
þannig best, að þau |sje á hvoruga
hlið þvinguð, en í þessu óréttlæti
felst óbeinlínis, ef ekki beinlínis,
þvingun.
Jeg fyrir mitt leyti vildi leggja
það til, að fargjaldshækkun sú, er
hið Sameinaða hefur farið fram á,
yrði veitt, en hún ætti að vera bundin
því skilyrði, að hlutfallið milli vega-
lengdar þeirrar, sem er af náttúr-
unni sett milli Íslands-Skotlands
annarsvegar og Íslands-Kaupmanna-
hafnar hins vegar, kæmi rjettlátlegar
fram í fargjöldum og farmgjöldum
en liingað til, og mundi þá láta
nærri, að ef 115 kr. fargjald yrði
leyft til Khafnar, að 65 kr. far-
gjald væri hlutfallslega hæfilegt tii
i
\
ÞJOÐOLFUR.
Kærkomnar Jólagjafir:
Mundi ekki einhver þessara bóka vera kærkomingjöf á jólunum?
Kristján Jónsson: Ljóönnseli ól). 4,00, ib. 5,50.
Sig. Júl. Jóhannesson: lívistir (kvæði og sögur) ib. 4,00, ób. 3,00.
Gestur Pálsson: Skáldrit ib. 3,00 örfá eintök efiir).
Matth. Jochumsson: L.jóömeeli I.—'V. ib. 15,00 (einstök bindi
3,00).
Steingr. Thorsleinsson: LjóÖmseli ib. 4,50.
Vallaee: Ben Hur ib. 4,00.
Ágúst Bjarnason: 3Vítján<la öldin ib. 4,00.
Sigfús Einarsson: -A-lþýöuLsöng-bóli: 1,25 (alveg ný bók).
Steph. G. Síephanssou: Andvökur I.—II. ib. 11,00.
Jón Jónsson: Skúli Magnússon landíógeti ib, 5,00,ób. 4,00
Björnsson: -A. guðs vegum ib. 4,50.
Múller: Alíri aöfeaö 1,75. Bændaförin lt>10 1,50.
Sálmabók á 2,50, 3,50, 4,50 og 7,00.
Formálabókin nýja ób. 4,00, ib. 5,50 og 6,00 o. 11. o. fl. o. fl.
Gefid bœkur í jólagfafir.
Kaupið þær ávalt í
Munið
hinn mikla afslátt í .A.nstu.rstrseti 1.
handa hverjum sem kaupir.
Veggalmanök
Góð bók
er besta jólagjöf!
K bókaverslun
Sig:. Jónssonar fæst meðal annars:
Sögur herlæknisins I—VI.
Minningar feðra vorra I.—II.
a Þúsund og eiu nótt I.-rII.
F'anney I.—V.
Friðþjófssaga eftir E. Teguer.
Úrvals Æfintýri, og mesta úrval
af öðrum sögu-, ljóða- og
barnabókum.
Hringið upp talsíma 200.
Leith. En jafnframt ætti að gera fje-
laginu að skyldu að setja sig í sam-
band við járnbrautarfjelög í Eng-
landi og á meginlandinu, þannig, að
farþegar gætu valið um, hvora leið-
ina þeir færu frá Leith, yfir Leith
eða áfram með skipinu, á áfram-
haldandi farseðil. Það álíta allar
stjórnir skyldu sína, að sjá einstak-
lingum þjóðarinnar fyrir sem fljót-
ustum, hagkvæmustum og ódýrust-
um ferðalögum, — hingað til hefir
verið lítið hugsað um slíkt, hvað
okkur íslendinga álirærir, þess vegna
gengur alt okkar ferðalag svo afar-
seint.
P. Stefánsson,
frá Pverá.
Hvað er að frétta?
Edvard Grey
utanríkisráðherra Englendinga hjelt
rjett fyrir mánaðamótin, ræðu í breska
þinginu, þar sem hann skýrði frá
Marokkómálinu og gangi þess. Kom
þar fram að þjóðverjar höfðu um nokk-
urn tíma í sumar farið algjörlega á
bak við Englendinga í samningum
sínum. Hafði breski flotinn þó verið
viðbúinn að stríð hæfist á hverju
augnabliki. Nú er öll ófriðarhætta út
af því máli úr sögunni bara að eitt-
hvert deiluefni komi þá ekki í þess
stað. Því að með því einu móti kveð-
ast Englendingar viija halda samúð
við Þjóðverja að það ekki skaði sam-
band þeirra við Frakka og Rússa.
Kínabyltingin
er sögð í sama þófinu. Þó kvað
líkur benda til að foringi lýðveldis-
manna verði að ganga að samning-
urh, með því að stjórnarherinn hafi
mátt betur upp á síðkastið og náð
Wutschang á sitt vald.
Lundstjórnin á Einnlandi
kvað vera að útbúa frumvarp um
það, að gera rússnesku að opinberri
ríkistungu á Finnlandi.
Loftskeytasambandi
er sagt að Svíar ætli að koma á
hjá sjer til almennrar notkunar í stað
ritsíma.
»Botnía«
kom frá útlöndum og austurlandi g.
þ. m. Hingað komu Ól. Johnsen og
Pjetur Ólafsson frá útlöndum, og að
austað Sig. Hjörleifsson, Jón í Múla,
síra Magnús frá Vallanesi, Sigurður
bóndi frá Brhnnesi, Hrólfur kaupmað-
ur Johansen, Jóhann Hanson vjela-
smiður, Sigurður Baldvinsson sýslu-
skrifari, Þór. B. Þórarinsson með fjöl-
skyldu, alfarinn hingað, 150 sjómenn
o. fl.
»Sterling«
kom 13. þ. m„ 2 dögum á undan
áætlun. Á skipínu voru Baldur Sveins-
son og Magnús Jónrson cand. theol. frá
Ameríku.
Páll Jónsson
frá Brunnhúsum hvarf í Viðey á
mánudag. Halda menn, að hann hafi
fallið út af bryggju og druknað.
Eiríknr Briem
hefur fengið prófessorsnafnbót og
Jensen vjelameistari á „Botnfu" er
orðinn riddari af Dannebrog.
Balkanríkin
kvað vera í einhverjum samnings-
tilbúning um varnar- eða vopna-sam-
band og gefa Tyrkir Kríteyingum
góðar vonir um sjálfstjórn ef Grikkir
hagi sjer rjettilega í þessu sambandi.
I Nýjar I
Kvöldvökur
IFást í bókaverslun
Sig. Jónssonar
J jjarvern minni,
á ferð til útlanda þangað til um
miðjan næsta mánuð, gegnir yfirrjett-
armálaflutnigsmaður Kr. Linnet störf-
um mínum.
Hann verður að hitta á skrifstofu
minni kl. n—2 og 4—7-
Reykjavík 12. des. 1911.
Eggcrt Claessen.
Þjóðólfur
er elsta og þjóðkuiinasta
I»Iað lamlsins.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Arni Páisson
sng’nfræðingrur.
Afgreiðslu og innheimtumaður:
Sigurðup Jónsson
bóksali.
Llndargötu 1 B.
Pósthólf 146. Talsimi 209. Reykjavík.
Auglýsingar sendast afgreiðslu-
manni eða í prentsmiðjuna.
Tóbaksbúðin
„VlKINGDR",
Laug aveg 5.
Vjer höfum stærst úrval!
Vjer seljuin ódýrast:
Vindla,
Vindlinga,
Munntóbak,
Neftóbak,
Reyktóbak.
Munið, að lang-bestu tó-
bakskaupin gerast á
Lau^aveg 5.
Carl fárusson.
Prentsraiöjan Gulenberg.