Þjóðólfur - 13.01.1912, Síða 1

Þjóðólfur - 13.01.1912, Síða 1
64, árg. Reykjavík, laugardaginn 13. Janúar 1912. J M 2. Pilitiskar horjur við áramótin. g>Oft hefur íslendingum veittfrem- ur eríitt í hinni pólitisku baráttu sinni. Sjaldan munu þó horfurnar hafa verið öllu ískyggilegri en við þessi áramót. Síðasta alþingi gerði miklar breyt- ingar á stjórnarskránni. Leiðtogar vorir láta sjer ekki nægja neitt kák við slík tækifæri; þeim virðist vera það óbærileg tilhugsun, að nokkurt þing líði svo, að ekki sjeu gerðar meira eða minna stórfeldar lagabreytingar. Það eru menn, sem ekki una því vel, að standa í stað; ef þeir geta ekki komist á- fram, þá fara þeir aftur á bak, rjett til þess að láta það eitthvað heíta. Ef ekki vill betur til, þá gjörbreyta þeir lögum, sem þeir sjálfir haía sett á næsta þingi á undan. Fram- faralaust má landið ekki vera. Og öll breyting er framför, — það virðist nú vera orðin meginregla íslenskrar stjórnspeki. Breytingar þær á stjórnarskránni, sem síðasta alþingi samþykti, voru, eins og vænta mátti, býsna víðtæk- ar, bæði inn á við og út á við. Ut á við var gerð breyting á sam- bandi voru við Danmörku, með því að nema ríkisráðsákvæðið úr stjórnarskránni; því að ekki getur það hafa verið tijgangur þingsins, að nema aðeins ákvæði þetta á burt, en láta sjer síðan lynda, að málin væru eftir sem áður borin upp í ríkisráði. Tilgangurinn hlýt- ur að hafa verið sá, að leysa nú sjermálin úr ríkisráði fyrir fult og alt, — annars væri burtfelling á- kvæðisins ekki annað en hlægi- legur skollaleikur, sem væri þingi og þjóð til hinnar mestu mink- unar og háðungar. En nú er eftir að vita, hvort þetta tekst. Land- varnarmenn þeir, sem ennþá standa við hinar fyrri skoðanir sinan, hafa jafnan haft þungan grun um, að Islendingum mundi reynast torsótt að ná sjermálunum á sitt vald, eftir alt það sem gerst hefar í sam- bundsmálinu síðan' 1902. En hinir ílokkarnir hafa jafnan fullyrt, að þetta væri í'jarstæða ein, — íslend- ingar gætu upp á eigin eindæmi og hvenær sem vera skyldi gert hverja þá skipun á meðferð sjer- málanna, sem þeim þóknaðist. Ef satt skal segja virðast nú allar likur til, að Landvarnarmenn hafi verið lielst til sannspáir um þetta mál. Það virðist fara fjarri þvi, að danskir stjórnmálamenn ætli að láta málið afskiftalaust eða leiða það hjá sjer. Ný- lega var hjer í Þjóðólfi getið um- mæla J. C. Christensens um ríkis- ráðsákvæðið. Og nú hamast Knud Berlin, sem er orðinn lögfræðis- legur leiðtogi Dana í íslandsmál- um, og gerir alt sem hann getur til þess að eitra fyrir málstað ís- lendinga hjá þingi og þjóð í Dan- mörku. Hann skrifar nú hverja greinina annari illgirnislegri og ó- svífnari, heimtar að alþingi sje virt að vettugi í þessu máli, vill hlut- ast til um útnefningu konungkjör- inna þingmanna og skýrir málið svo fyrir Dönum, sem öllu sam- bandi milli landanna sje teflt i voða, ef konungur staðfesti stjórn- arskrárfrumvapið eins og það nú liggur fyrir. Hann vissi hvað hann söng, maðurinn sá, þegar hann hjer um árið var að klappa »Sjálf- stæðis«mönnum lof í lófa fyrir framgöngu þeirra á móti frum- varpinu! Þótt því verði þannig með engu móti neitað, að ekki blási byrlega fyrir framgang málsins í Danmörku, þá er þó sist fyrír það að synja, að betur kunni að fara en áhorf- ist. íslendingar munu í lengstu lög treysta því, að konungur þeirra reynist þeim haukur i horni þeg- ar á herðir. Og því virðist mega treysta, að hjer á landi verði ekki skíftar skoðanir um þetta mál. Um það eitt virðast nú allir Is- lendingar orðnir sammála, að halda fast fram þeirri stefnu, að enginn eigi að hafa hið minsta vald yfir sjermálunum, nema þeir sjálflr og konungur. Enda kastaði þá fjrrst tólfunum, ef íslendingar færu nú ennþá einu sinni að hopa á hæl, eftír að alþingi i einu hljóði hefur tekið upp aftur hina gömlu ís- lensku stefnu í þessu máli.------- Breytingar þær,sem stjórnarskrár- frumvarpið gjörði á rjettarástand- inu inn á við voru miklar og marg- víslegar. [»Sjálfsfæðis«menn reyndu fyrir kosningarnar að saka Heima- stjórnarmenn um, að þeir hefðu samþykt sumar breytingar þessar aðeins með hangandi hendi, en ekki með slíkum brennandi sann- færingarkrafti sem »Sjálfstæðis«- menn; væru því Heimastjórnar- menn vísir til og enda alráðnir í, að breyta frumvarpinu enn á nýj- an leik eftir sínu |höfði, ef þeir kæmust í meiri hluta. »Sjálfst.«- menn áttu hjer einkum við þá miklu rýmkun kosningarrjettarins, sem helgar vinnuhjúum og konum atkvæðisrjett við kosningar til al- þingis. »Þjóðólfi« er með öllu ókunnugt um, að þessar sakargiftir sjeu á neinum rökum bygðar. En ef satt skal segja, þá væri ekki furða, þó að hjer og þar á landinu fyndist einstaka hugsandi maður, sem ekki væri öldungis sannfærður um, að það væri íslandi sjerstakt happa- ráð, að margfalda kjósendatöluna að nauðsynjalausu, eins og nú á stendur. Island hefur sjaldanver- ið í meiri vanda statt en nú; inn á við og út á við er nú við þá örðugleika að tefla, að enginn get- ur vitað, hvort þjóðin muni sigr- ast á þeim. Það mætti furðulegt heita, ef bætt verður úr þeim mein- um með því, að leiða heilan her- skara allsendis óþroskaði'a kjós- enda inn á stjórnmálasviðið. Samt sem áður mundi enginn fá sjer aðgjörðir síðasta þings í þessu máli til orðs, ef hjer hefði verið um pólitiska nauðsyn að ræða, — ef óánægja kvenna og vinnuhjúa með þá rjettarstöðu, sem þau nú hafa í þjóðfjelaginu, hefði að minsta kosti verið orðin svo megn og ákveðin, að eitthvað hefði til þeirra heyrst í þá átt, að þau vildu fá rjettindi sín rýmkuð. ! Menn munu nú svara sem svo, að kvenfólkið hafi þó látið til sín heyra, aðtil’sjeu (hjer á landi bæði kven- rjettindakonur og kvenrjettinda- hreyfing. Satt er það, að fáeinar kvenrjettindakonur finnast vor á meðal, en hitt er meira en lítið vafamál, hvort hreyfing sú, sem þær hafa verið að reyna að vekja, hefur fest nokkrar rætur í hugum íslenskra kvenna. Að minsta kosti er örðugt að sjá, að þær hafi mik- inn pólitiskan áhuga. Allir, sem satt vilja segja, hljóta að viður- kenna, að íslenskar konur eru frá- bærlega fáfróðar og áhugalausar um öll opinber mál. Ef kona læt- ur pólitík mjög mikið til sín taka, þá er það næstum því altaf segin saga, að einhver henni nákominn karlmaður, faðir eða maður eða bróðir eða unnusti, hefur miðlað henni þeim skoðunum, sem hún hefur. Og þeim skoðunum, sem þær á þennan hátt hafa komist yfir, halda þær venjulega fram á þann hátt, að margur maður mun óska, að þeim konum fari heldur fækkandi en fjölgandi, sem eru mjög afskiftasamar um pólitík. — Það er áreiðanlegt, að kvenfólkið hefur ekki dregið úr þeim geðofsa og ofstæki, sem hefur gjörspilt öll- um umræðum um opinber mál hjer á lanöi hin síðustu ár; með sinni einevgðu trú á rjett þeirra karlmanna.sem standaþeim næstir, hafa þær miklu fremur borið við að þeim eldi. Að því er til vinnuhjúanna kem- ur þá er það satt best að segja, að um atkvæðisrjett þeirra hafði ná- lega ekki heyrst talað fyr en á al- þingi i fyrra. Opinberlega hafði sú stjett að minsta kosti ekki svo menn viti, látið neina óánægju í ljósi. Og er minna heimfandi af þeim, sem öðlast vilja mikilsverð rjettindi, en að þeir að minsta kosti geri sjer það ónæði; að láta til sín heyra? Flestir verða þó að hafa fyrir því, að bera sig eftir björginni, ef þeir vilja fá sínu máli framgengt. Ef svo fer, sem allar horfur ó- neitanlega eru á, að stjórnarskrár- frumvarp síðasta þings verði sam- þykt óbreytt aftur á næsta þingi, þá er þar með alt pólitiskt vald tekið úr höndum bændastjettar- innar. Stjórnvitriugar vorir munu segja, að þar með hafi þeir viljað tryggja rjett lítilmagnans. En margur hygginn maður mun vera þeirrar skoðunar, að þar með hafi þeir verið að tryggja vald óvitans. Hvað er að frétta? Innra-Hólm í Akraneshreppi hef- ur Landsbankinn selt bóndanum par, Ingólfi Jónssyni, fyrir 12,500 kr. Hafnarfjörður. Bæjarstjórnar- kosning hefur farið þar fram, og voru peir endurkosnir Fórður læknir Edilons- son og Sigurgeir Gíslason vegavinnu- stjóri. Akureyri. Bráðkvaddur varð par á prettándadagskveld Árni Friðriksson frá Syðri-Bakka i Kélduhverfi; 25 ára gamall. Brjefaburðurinn í Rvik pykir ganga nú betur en verið hefur; samt er par nokkur óánægja með, og verður að fjölga brjefberunum, ef vel á að vera, enda trauðla von að 2 menn anni pví, er nokkuð er um að vera. Um jólin og nýárið voru borin hjer út um 24000 brjef og brjefspjöld (par af um 9000 á nýárinu) enda kom pað harla seint í mörg hús. Dæmi eru pess, að á Lauga- veg neðarlega kom jólapósfurinn ájóla- dag kl. 3, og eins var á Lindargötn inn- arlega, og petta mun vera mjög víða. 6. p. m. kl. 5y2 siðdegis voru brjefspjöld með fundarboðum látin á pósthúsið, og átti fundurinn að vera næsta dag kl. 1 síðd.; var pá svo til ætlast, að brjefin væru borín út aö morgninum kl. 9. En svo varð ekki; sumir fengu pau kl. 3 siðd., aðrir kl. 4 o. s. frv-, og nokkrir fengu pau ekki fyr en 9. p. m. eða prem dögum siðar. Sum fjelög, er liafa boðað fund með brjefspjöldum, eru og að hætta pví vegna pess, að meðlimir peirra kvarta undan, að fundarboðið komi oft að afloknum fundinum. Tekjur pósjsjóðs af jóla- og nýárspóst- inum hjer munu vera nálægt 700 krónur, svo pað virðist sem póstsjóður stæði sig við að kosta pá aukabrjefbera, en svo var pó ekki. Vonandi verður úr pessu bætt, enda skaðast póstsjóður mest á pvi, ef pað verður ekki. Norðurljóslö, skip Steinolíufje- lagsins, skemdist í ofviðri við Vestm,- eyjar 10. p. m. Björgunarskipið Geir fór pangað til aðgerða.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.