Þjóðólfur - 13.01.1912, Side 4

Þjóðólfur - 13.01.1912, Side 4
8 ÞJOÐOLFUR. íslenskar sagnir. Páttnr af Fjalla-Eyvindi og íje- lögnra hans. (Eftir Gísla Konráðsson. I.bs. 1259. 4to). 4. Eyvindur fer á Vestfirð. og fær Höllu. Nú þótti Eyvindi ekki ráð að leita aft- ur til Þórisdals, ætla menn þat þá viss- ast, að hann hlypi á Vesfirði, því að sagt er, að vart yrði við mann ókendan í Haukadal með 3 hesta; síðan urðu menn varir við hann í Bitru og á Snartartungu- heiði og segja það gamlir menn, að hann settist að hjá ungri ekkju, er Halla hjet Jónsdóttir, er ættuð væri úr Súg- andafirði. Er sagt hún væri við húhok- ur í Grunnavíkursókn, — telja sumir það á Hrafnsfjarðareyri, kirkjukoti frá Stað í Grunnavík, 4 hundr. að dýrleika; væri það þá í eyði og bygði Eyvindur það upp og væri þar fyrst með Höllu. Er sagt hún væri lítt grandvör; telja menn son hennar allungan, er Olifer hjeti, eftir fyrri mann sinn, er hún átti allskamma hríð; og verður hans síðar lítið við get- ið. — Nú fjekk Stað í Grunnavík Jón prestur, son Jóns prófasts Pálssonar á Stað í Steingrímsfirði. Jón prestur Jóns- son var ungur maður og ókvæntur og ætla menn víst hann gæfi Eyvind saman við Höllu, þó að kynningarlaus væri hann með öllu, einkum er prestur vissi hann vera hinn besta vinnumann og hinn haghentasta í hvívetna, og þar við bætt- ist, ef hann hefur tekið kirkjukotið í eyði og bygt upp; skorti og Eyvind eigi þrifnað í búi. Má og vera að prestur vissi ekki til, að Eyvindi hefði lýst verið á alþingi ella, ef heyrt hefði, að það væri sá Eyvindur; því að ekki er þess getið, að hann lýgi þar til nafns síns, þó að logið muni hann hafa til, hvaðan úr sveitum hann væri að kominn. — Jón prestur fjekk Stað árið 1749, er því lík- legast að þau misseri fengi Eyvindur Höllu. En það segir í prestatali, að Jón prestur hjeldi Stað á þriðja ár og ljetist með þeim hætti, að landviðri rak á 1 fiskiróðri allhvast, er þá sagt að skip það fengi annað tveggja barið eður silgt und- ir land, en tíndust þar allir. Fannst prestur einn skriðinn upp úr flæðarmáli örendur þar í Víkinni. 5. Frá Eyvindi og Þorvarði í S k ó g u m. Maður hjet Þorvarður, er bjó að Skóg- um í Grunnavíkurþinghá, vel fjáreigandi. Honum hvarf sauður grákollóttur; urðu og víðar sauðhvörf þar í Víkinni og víð- ar, lagðist þegar grunur á, að Eyvindur mundi af valdur. Þótti og mörgum lík- legt, að Halla mundi heldur fýsa þess en letja, að því er orð lagðist á hana áður en Eyvindur tæki saman við hana ella íengi hennar; því að engin tvímæli geta á legið um það, (að) hún væri kona hans, að því er síðar segir. — Þorvarður í Skógum hafði pata fengið af því, að Eyvindur mundi stolið hafa Grákolli hans og það með, að svo væri hann mörvaður, að Eyvindur hemdi ekki mör- inn í trogi til samangerðar og yrði til þess hurð að hafa. Litlu síðar fundust þeir Þorvarður og Eyvindur, er þá talið að Þorvarður mælti: »Hversu skarst hann Grákollur minn Eyvindur minn? var nokkur matur í krofinu?« Ekki er þess getið að Eyvindur andæpti því, nje þrætti þá fyrir; en þóttist vita að bert mundi orðið Þorvarði um tökuna. Er þá sagt að Grunnvíkingar tæki að ráðgast um að ákæra Eyvind um þjófnaðinn fyrir sýslu- manni, ella grípa hann og færa honum, svo að refsað yrði honum að lögum. 6. Eyvindur strýkur að vest- an með Höllu. Nú þóttist Eyvindur vita að sjer mundi þar ekki fritt vera, og hugðist nú á brott áð komast sum fyrst áður bændur tæki sig saman ella ákærðu sig. Er og mælt að Halla fýsti þess mjög, enda mundi honum ekki óljúft, er hann hafði útlagst áður. Það segja og sumir að lands- hornamenn flökkuðu hjer og þar um Vestfirði og Strandir, nefna nokkrir til Guðmund Jónsson, er síðan var kallaður Tukthúss-Gvendur; fyndi hann Eyvind og eggjaði hann að strjúka austur til Ódáða- hrauns, — mundi og Eyvindur sjálfur vita, hvar hraun það var, en ekki er þess getið, að Gvendur slæist í ferð með Eyvindi. Er sagt að Eyvindur byggist til farar snemma morguns með það er hann mátti á einum hesti bera af elds- og bús- Kunsten til Folket. i Uden Kunst — intet Hj etn. Et virkelig enestaaende Tilfælde, for en Ringe Sum at anskaffe sig flere værdifulde kunstværker af de mest fremragende Kunst- nere tilbydes herved af Svenska Konstförlaget, som ved fordelagtigt Indköb paa Konkursauktion har erhvervet fölgende Billeder: * „Hidsommardans", Maleri af Anders Zorn, „Hafsðrnar ', Maleri af Brnno Liljefors, „En lijöltes Död“, Maleri af Nils Forsberg, „Efter Snöstormen, Maleri af Johan Tirén (den nylig afdöde Kunstner). Alle disse Billeder iiudas ellers i Nationalmnseet i Stockholm. „Pansarfar- tyget Áran", Akvarel af Kaptajn Erik Högg, „ValborgsmSsso- afton“ af C. Schnbert, „KSrlek i skottkarra" af W. Strutt, „Namnsdagsbordot" af Fanny Brate, „Segeltur" af Carl Larsson, „Svenska kronprinsparet", fint udfört eftir Fotografi, samt S stk. kunstneriske Jul- og Nytaarskort. Zorns Billede er 670X460 mm. stort, de andre ere 470X3 5° mm. Den samlede Pris for alle disse kunstværker en meget höj, men vi vil for et kort Tidsrum sælge den til kun kr. 2,50, Fragt og Toldfrit imed Forudbetaling. Mod Efterkrav maa 1 Krone fölge med Ordren. Oba.I Opgiv tydelig Navn og Adresse. Frimærker modtages ogsaa. Forsöm ikke dette absolnt enestaaende Tilfælde til at pryde Deres Hjem, eller til at kobe en pragtfuld men alligevel billig JulegaveiSij Skriv i dag til Svenska Konstföplaget, Stockholm 7, Sverige. andi. Var það áður börn þeirra væri á fætur komin, en þrjú eru talin: Ólöf, Guðrún og Gísli, — að því er Torfi prestur Magnússon á Kirkjubóli í Langa- dal hefur frá sagt, er áður hjelt Stað í Grunnavík — og Olifer, son Höllu, er elstur var. Er þá sagt að Eyvindur færi inn i baðstofu að kveðja börnin, bað fyr- ir þeim og singdi þau með tárum; — en Halla hafi kallað til Eyvindar úr bað- stoíudyrunum og spurt hví Eyvindur væri að slíkri hjegilju! Hjelt hún honum væri nær að leggja eld í grenskömmina og brenna upp alt saman, svo að öðrum yrði það ekki að bráð, er eftir væri, — (Hefur Andrjes prestur Hjaltason heyrt gamlan mann frá þessu segja og má ætla að Olifer hafi frá sagt, er elstur var barnanna, neraa einhver annar væri nær, er til mátti heyra). Það má víst ætla, að sveitamenn æli síðan upp börn þessi og vitum vjer ekki frá að segja uppfóstri þeirra. Og ekkert verður fundið um ferð þeirra Eyvindar að vestan. Jíríiðkvaddur varö í Vestmanna- eyjum 11. þ. nr Porsteinn Sveinbjarnar- son smiður héðan úr bænum. Hann var g> gnum, því að sjálf voru þau Halla ríð-kvæntur og á uppkomin börn, sonur hans Sveinbjörn druknaði í fyrra. Þor- steinn heit. var sonur sr. Sveinbjarnar Guðmundssonar prests að Holti undir Eyjafjöllum. Porsteinn heit. var fjörmaður og vel greindur svo sem hann átti kyn til. cSF'unóur i „cFram“ rerður haldinn í Goodtemplara- húsinu næstk. laugardagskvöld (13. jan.) kl. 87« e. h. Bæjarstjórniirkosning. Áríðandi að sem flestir flokks- menn mæti. Alt fyrir hálft verð. Biðjið um vora stóru, eftirtektaverðu Verðskrá með c. 1000 myndum. Sendist ókeypfs án kaupskyldu. Mesta úrval á Norðurlöndum af úrum, hljóðfærum, gull- og silfurvörum, glysvarningi, veiðivopnum, hjólhestum o. fl. Nordisk Yareimport, Kobenhavn N. Ritstjóra „Þjódólfs“ er að hitta í Bergstaðastrœti 9 Hiltist venjulega heima kl. 6-7 e. h. Talsími 172. Prentsmiðjan Gutenberg. 6l innilega a'ð koma til viðtals við sig í skemtigarðinum. Mutthildur var hikandi. Heilbrigð skynsemi sagði henni, að nauðsyn bæri til, að takmarka þessi stefnumót, sem hlutu að enda með því, að skaða hið góða mannorð hennar. En í dag sagði hann henni svo skorinort, að hann hefði þýðingar- miklar frjettir að segja henni. Hún mátti til að vita, hvað það var. Því læddist hún hljóðlega út í skemti- garðinn. Þetta kvöld var hann ákafari en hann var vanur, Hún átti bágt með að skilja hann. Þessi nýfundni bróðir, erfðarjettur hans, áform hans að afsala sjer hon- um í hennar hendur, ef hún gæti sigrast á gamla óðalsherrannum; alt þetta var Ifkast æfintýri. Það hafði verið sárkalt allan dag- inn, golan næddi gegnum merg og bein. Það var orðið óverandi í skemti- garðinum vegna kulda. „Þú verður að þekkja ailar hliðar 62 málsins,“ sagði Albert, „en hjer get jeg ekki útskýrtþær fyrir þjer. Treystu mÍer. jeg hef sjeð fyrir því og útveg- að okkur herbergi, skamt hjeðan, og þar getum vjð talað saman í næði. Þú mátt ekki vera tepruleg og lítil- sigld þegar svona stendur á,“ hjelt hann áfram, þegar hann sá, hve bylt henni varð, þegar hún heyrði uppá- stungu hans; „öll lífshamingja okkar er komin undir næstu augnablikum." „Hvert ætlarðu að fara með mig?“ spurði hún skjálfandi; „veistu, að slíkt tiltæki getur eyðilagt mannorð mitt?“ „Hvaða vitleysa^ —, enginn þekkir okkur í húsinu. Jeg hef gætt þess. Veitingakonan hirðir ekki um annað en leiguna, og hana hef jeg borgað fyrirfram. ímyndar þú þjer, að jeg bæði konuefni mitt §að stíga þetta spor, ef það væri ekki nauðsynlegt?" Málrómur hans var breyttur; hún skildi, að það gat verið nauðsynlegt, að þau töluðu saman í næði, og var því á báðum áttum. „Albert, ef einhver fengi að vita 63 þetta. ef einhver þekti migl Mjer finst einhver innri rödd í sjálfri mjer segja, að jeg ætti ekki að gera þetta fyrir nokkra muni." „Þá er jeg ráðalaus, því hjer get jeg ekki útskýrt fyrirætlun okkar; án þín get jeg ekki undirbúið framkvæmd þess. Eftir nokkra daga er það ef til vill of seint.“ Hann hálfdró hana af stað. Hún náði varla andanum, og gat ekki hugsað skipulega — en hún mátti til að heyra það, sem hann hafði að segja. „Getur þú ekki sagt mjer þetta brjeflega?" spurði hún og skalf eins og hrísla. „Nei, elskan mín —, það get jeg ekki. Vertu ekki svona lítilsigld; þarna er húsið, herhergið er á neðsta lofti, lykilinn hef jeg í vasanum, og enginn getur sjeð okkur.“ Hún fylgdi honum viljalaus. Eftir litla stund stóðu þau við götudyrnar. Hann opnaði þær og eftir litla stund voru þau komin inn í herhergið. Hann 64 kveikti á litlum lampa. Húsgögnin voru óbrotin, en þokkaleg. Gluggun- um var lokað með hlerum. Hann læsti dyrunum á eftir sjer. Nú voi;u þau alein. Með hendurnar fyrir and- litinu ljet hún fallast niður á legu- bekkinn. Hann stóð hnugginn yfir henni. „Hertu upp hugann", sagði hann blíðlega. „Treystirðu mjer ekki?“ Hún var aðdáanlega fögur i geðs- hræringu sinni; hann kraup á knje við hlið hennar og kysti á hendur hennar. Hún losaði sig með snöggri hreyf- ingu og stökk upp. „Segðu fljótt, það sem þú þarft að segja! Nei, vertu kyr, þar sem þú ert. Guð veit, hve mikið jeg legg í sölurnar þín vegna.“ Hún var svo alvarleg, að Albert hörfaði frá. Það var þögn nokkur augnablik. Þá heyrðist veitingakonan kalla á mann sinn hvellum rómi. Matthildur fölnaði og hrökk saman. Albert hló hæðnislega. „Jeg ímynd- aði mjer, að þú værir hugaðri en þetta."

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.