Þjóðólfur - 26.01.1912, Síða 1
Þ JOÐOLFUR,
64. árg.
Reykjavík, föstudaginn 26. Janúar 1912.
Jlf 3.
jKvenjólkið og bæjar-
stjérnarkosningarnar.
Á morgun á að kjósa 5 bæjar-
fulltrúa hjer i Reykjavík.
Það er mikið komið undir því
fyrir bæinn, að verk þetta takist
vel, því mörg stórmál eru fyrir
dyrum, svo sem hafnarmálið, sorp-
ræsagerð, götulagningar (púkka
þær) o. fl.
Það er áríðandi að svo verði,
og sjerhver kjósandi hefur þá
skyldu, að kjósa þá eina til þess,
er hann telur hæfasta og besta af
þeim sem fram eru boðnir. Með
því verða reyndir þroskahæfileikar
kjósandans. Það má ekki, og á
ekki að kjósa eftir kynferði eða
öðru slíku, þó það því sje barið
fram af einstöku æsingamönnum,
bæði konum og körlum. Sje ein-
hver kona sjerlega hæf eða álitleg
í þann starfa, er sjálfsagt að Ijá
henni fylgi sitt, en jafn rangt er
hitt, að kjósa gersamlega óhæfa
manneskju, aðeins fyrir það eitt
að hún er kona.
Fjelög bæjarins hafa setið fyrir-
farandi á rökstólum til að ræða
hverjum beri að stilla, og nú er
endirinn kominn, alls 12 listar.
Þessi listafjöldi er vitanlega skað-
legur, og kemur af því einu, hversu
lögin eru vitlaus, eins og þau eru
nú úr garði gjörð. Ef lögun-
um væri breytt á þá lund, er
alþingiskosningafrumvarp H. Haf-
steins var, að hver kjósandi er
lista kýs, geti jafnframt breitt röð-
inni á listunum eftir vild sinni,
þá yrðu listarnir miklu færri, sam-
vinnan milli fjelaganna meiri og
kosningarnar yrðu jafnframt meir
að vild kjósenda. Þessa breytingu
ættu Reykvíkingar að óska eftir á
þingmálafundum í vor, og fela
þingmönnum sínum að fá fram-
gengt.
Kvenfólkið hefur starfað að kosn-
ing þessari, eins og áður fyr, og
hefur sett á fót lista með tómu
kvenfólki, á það liklega að vera til
þess að sýna kvenfrelsisbaráttu
þeirra, en ekki það, að það telji
enga karlmenn hæfa til starfans,
eða varla skil jeg að svo sje.
Kosningablað hafa þær gefið út,
og eru þar í ritnefnd Bríet Bjarn-
hjeðinsdóttir bæjarfulltrúaefni og
þær Ingibjörg H. Bjarnason skóla-
stjóri og Laufey Vilhjálmsdóttir
kennari og mælir Bríet þar sterk-
lega með lista sínum og þar með
— Brietu (= sjálfri sjer).
í blaði þessu segja þær meðal
annars svo:
»Vjer höfum spurt karlmeunina,
hvort þeir vildu þiggja einlæga
samvinni frá vorri hendi. Þeir hafa
svarað: »Nei. Þið eruð svo óábyggi-
legar, að það er ekkert á ykkur
að græða««.
Þessi frásögn er gersamlega röng.
Nefnd sú, er fór með kosninga-
undirbúning af kvenna liálfu, rit-
aði báðum stjórnmálafjelögunum
hjer brjef með tilmælum um, að
taka konu á lista sinn; hvort brjefin
eru nákvæmlega samhljóða orði til
orðs, veit jeg ekki, en efnislega eru
þau eins.
Annað brjefið hljóðar svo:
»Vjer undirritaðar konur, sem
kosnar höfum verið í framkvæmda-
nefnd úr undirbúningsnefndum
kvenfjelaga bæjarins, leyfum oss
hjer með að gera fyrirspurn til
...........hvort hún vilji taka
höndum saman við oss til sam-
vinnu við væntanlegar bæjarstjórn-
arkosningar í vetur, og taka þá
konu inn á lista sem vjer eigum
völ á1), frú Bríeti Bjarnhjeðins-
dóttur, er viðurkennir sig milli
flokka í pólitík.
Æskilegt væri að fá svar sem
íyrst.
Reykjavík 18. des. 1911.
Virðingarfylst.
Bríet Bjarnhjeðinsd. Hólrnfr. Árnadóttir.
Ingibj. H. Bjarnason. Laufey Vilhjálmsd.
María Jóhannsd. Ragnheiður Bjarnad.
Sigurbjörg Porláksdóttir«.
Eins og sjest á brjefi þessu, er
samvinnan því skilyrði bundin, að
frú Bríet sje tekin á listann, og
hvorugt stjórnmálafjelagið svaraði
eins og þær skýra !frá, heldur, að
þau gætu ekki boðið frúnni það
sæti, er hún óskaði, og þetta er rit-
nefndinni vel kunnugt.
Ritnefndin veit, að hún skýrir
hjer ekki rjett frá, en hún gerir
það bæði á þessum stað i kosn-
ingablaðinu og víðar þar, til þess
að reyna að afla sjer fylgis.
En hversvegna skýrir kosninga-
nefnd kvenfjelaganna báðum stjórn-
málaflokkunum rangt frá um það,
hvaða konur gefi kost á sjer?
Hvernig stendur á, að þær bjóða
nú 4—5 konur, en segjast aðeins
eiga völ á einni. og tóku það jafn-
framt skýrt fram munnlega, að
aðrar fengjust ekki?
Það er sýnilegt, að brjef þeirra
er ekki rjett í þessu efni; þær, er
það hafa ritað, hafa reynst, eins og
þær sjálfar komast að orði, ekki
sem »ábyggilegastar«.
Það er ennfremur víst, að frú
Guðrún Björnsdóttir neitaði ekki
að taka við kosningu, þótt ýmsar
konur hafi borið það út um bæ-
inn, og það hafi orðið til þess, að
fjelög hafa ekki tekið hana upp á
lista sína — trúað frásögn nefnd-
arinnar.
Hvernig stendur á þeirri mis-
sögn kvenkosninganefndarinnar?
1) Auðkent af mjer.
Ekki er hún karlmaður og þurfti
því ekki að verða fyrir röngum
sögum af þeirra hálfu.
Það má kvenþjóðinni ennfrem-
ur vera ljóst, að þótt stjórnmála-
fjelögin vildu eigi taka frú Brietu
á lista sína, þá var alls ekki þar
með sagt, að þau vildu eigi taka
aðrar konur. Þvi það er sitthvað,
að hafa þá konu á lista, er setið
hetur aðgerðarlaus og gagnslaus i
bæjarstjórn, eða þá, sem óreynd er
i þeim efnum.
Því, þó frú Bríet sje greind kona
og vel gefin, þá hefur hún sýnt
það, að í bæjarstjórn Reykjavikur
hefur hún ekkert að gera — ekk-
ert afrekað þar. Og það er ekki
sagt henni til lasts, það er marg-
ur karlmaðurinn, þótt greindur sje,
sem hefur verið gagnslítill liðljett-
ingur þar, eins og hún.
En slíka menn er vansi að end-
urkjósa, hvort sem það er karl
eða kona.
Það eiga allir að skilja; ogmenn
eiga ekki að láta pólltík eða kven-
trelsi eða annað blinda svo augu
sín, að þeir gleymi þeim sannleika.
Þetta hefur kvenþjóðin og fund-
ið, er hún setti frú Guðrúnu Lárus-
dóttir ofar á lista sinn. En það
er ekki nóg. Það verður að sýna
það, að skynsemin ráði hjá þvi, og
og að það vilji ekki reynda liðljett-
inga í bæjarstjórnina, hvort sem
það er karl eða kona.
Það væri hið besta fyrir kven-
frelsisbaráttuna. Því ef sú skoðun
verður almenn, að konur kjósi
eftir kynferði einu, er hætt við að
þeim veiti erfiðar með málefni sín.
Vatnar.
llrofatildlriÖ
lians Jóns íí Haísteins-
stöðum hrynur alt til
grnnna.
í fimta sinn hefur Hafsteinsstaða-
hreppstjórinn sent mjer tóninn, en
sýnilega er farið að draga af hon-
um til muna, enda er nú sá Mímis-
brunnur þornaður fyrir nokkru, er
hann hefur um alllangt skeið sötr-
að sinn fróðleik af. Hreppstjórinn
heldur því fram, að jeg hafi beint
þeim tveim greinum, er jeg hef
skrifað til hans, af hatri og öfund,
en getur þess ekki, að hann byrj-
aði að reyna að svivirða mig i
Norðra, einmitt af þeim ástæðum,
er hann ætlar mjer. En því fer
mjög Qarri, að jeg öfundi hann
eða hati, því hann er þess ekki
verður. Og jeg get fullvissað hann
um, að það geri enginn, því í sann-
leika er hann alls ekki öfunds-
verður. Eða ekki vildi jeg eiga þá
braut að baki, sem hreppstjórinn á
Hafsteinsstöðum hefur þrammað
um æfina. Miklu fremur eru það
margir, sem aumkva hann, því
hann er vissulega brjóstumkenn-
anlegur fyrir framkomu sína, óheil-
indi og ýmsa armæðu, er að hon-
um steðjar i hvivetna.
Hreppstjórinn telur það rakalaus
ósannindi, er jeg skýrði frá um af-
skifti hans af afrjettarkaupunum.
Furðu er maðurinn djarfur og ó-
skammfeilinn, að vogast til að mót-
mæla því, sem fram tór á mann-
talsþingi, og mótmælin gegn ítök-
unum í afrjettina bókuð í þing-
bókinni. Meira að segja, að hinir
hrepparnir i upprekstrarfjelaginu
hafa ekki tekið afsal fyrir sinum
hlutum i afrjettinni enn hjá Jóni
hreppstj., vegna þessarar ódrengi-
legu aðferðar hans. í skjalasafni
Staðarhrepps liggur fyrir útdráttur
úr gjörðabók hreppsins frá 28. júlí
1908, undirrituð af hreppsnefnd-
inni — og var þá hreppstj. einn í
nefndinni og er þvi undirritaður
ásamt hinum nefndarmönnunum—,
um að samþykt hafi verið á fundi
20. febr. s. á. með öllum þorra at-
kvæða, að kaupa skyldi af ekkju-
frú Jóhönnu Halldórsdóttur á Sauð-
árkrók Reynistaðarrjett ásamt
Gvendarstaðarlandi fyrir 2000 kr.
Er það því ómótmælanlegt, að
Staðarhreppur hefur keypt fyrir
hönd upprekstrarfjelagsins afrjett-
ina at ekkjufrú Jóhönnu sál., en
veitt einum hreppsnefndarmann-
inum, Jóni á Hafsteinsstöðum, að-
eins umboð til að afgreiða
þau kaup. Hafði hann því alls
enga heimild til að áskilja sjer
eftir á ný ítök í afrjettinni. Að
vísu líta flestir svo á, að þessi til-
raun hreppstj. verði algerlega árang-
urslaus. Afrjettin sje með þeirri
stærð, gögnum og gæðum, er netnd
ekkjufrú seldi hana, óskoruð eign
upprekstrarfjelagsins hjer, enda
hver eyrir af söluverði hennar
greiddur af hlutaðeigandi hreppum.
En eigi að síður dylst engum hvað
maðurinn hefur ætlað sjer með
framkomu sinni í þessu máli. Á-
minst sönnunargagn feykir því í
burtu þessu ósannindahrófatildri
hreppstj., en eftir verður stór,
ljótur blettur, sem eigi er auðgert
fyrir hann að afmá.
Á einum stað minnist hreppstj.
á, að ekki sje jeg á móti bitling-
um handa sjálfum mjer, og því til
sönnunar segir hann, að jeg hafi
sótt um styrk til skemtifarar suður
um land. Má vera, að honum
hafi þótt þar gengið ótilhlýðilega
fram hjá sjer; en varla mun það
friða mikið skapsmuni hans, þótt
jeg skýri rjett frá þeim tildrögum.
Hin háttvirta stjórn Ræktunarfjel.
Norðurl. bauð mjer með brjefi dags.
20. febr. 1910 þáttöku í kynnisför
suður um land og jafnframt þann
hæsta styrk, er veittur yrði til far-
arinnar. 1 mestu hreinskilni sagt,