Þjóðólfur - 26.01.1912, Síða 2

Þjóðólfur - 26.01.1912, Síða 2
IO ÞJÖÐOLFUR. tel jeg mjer því engan vansa, að hafa þegið umtalaðan styrk, þar hann var líka engu miður íenginn, en sumt, sem hrotið hefur að hreppstj. á Hafsteinsstöðum. Einn- ig segist honum svo frá, áð þegar jeg hafi verið orðinn stærsti hrossa- bóndinn hjer í hreppi, hafi jeg farið að láta bera á mjer, og boð- ist til að taka að mjer oddvita- störfin. Alt eru þetta ósannindi af lökustu tegund og bera vott um sárar þjáningar af þeim leiða kvilla, er maðurinn virðist altaf vera svo þungt haldinn af. — Það mun enginn geta með rjettu borið mjer á brýn, að jeg haldi mjer fram til að ná í opinber störf, enda mun jeg aldrei gera mig svo lítilmót- legan, að »agitera« fyrir verðleik- um mínum á svipaðan hátt og haft er fyrir satt að hreppstj. hafi gert fyrir síðustu kosningar á sýslu- nefndarstörfum hjer. — Á síðasta hreppsnefndarkosningarfundi hjer í hrepp samsinti hreppstjóri sjálfur, að best væri að jeg hjeldi áfram oddvitasíörfum. Eru og næg vitni að því. En hvort það hefur verið sannfæring hans, ræður að líkind- um eftir því sem fram er komið. Hvað borgun snertir fyrir umtöluð störf, voru hreppsmenn sjálíráðir, hvort þeir gengju að eða frá. Til þess að benda á, að ekki lætur hreppstj. reikningslistin öllu miður en annað, þá er dæmið, sem hann tók og fær út 10% annað árið 1330—97—100=7^3%, en hitt árið 1400—98—100=7%. Um leið á vel við að minnasf þess, að hrepp- stj. var fyrsti maður, er setti upp oddvitalaun í Staðarhreppi, og byrj- aði með því, að reikna sjer fyrir störfin milli 70 og 80 kr. af 900 kr. tekjum, og af þeirri upphæð rann beint í vasa hans 60 kr., eða um 7% af tekjum hreppsins. Hver er munurinn? Það fer þá hjer sem oftar, að þegar hreppstj. er að reyna að lítilsvirða aðra, á hann það til góða sjálfur á samskonar reikningi, og er því rjett að greiða honum þá inneign hans tafarlaust með fullum rentum. Þrátt fyrir það, þótt hreppstj. geti ekki farið rjett með lýsingu á hrossaeign minni, þykir mjer alls engin van- sæmd að þeim stofni. En líkur væri til að sú eign mín hefði orðið meiri, hefði jeg verið svo heppinn að geta prýtt hópinn meðjafnfögr- um fáki eins og brúna hestinum, sem hreppstj. eignaðist fyrir milli 10 og 20 kr. eitt sinn af óskila- JJenaði Staðarhrepps á uppboði hjá honum sjálfum. Ofurlítið er hreppstj. að reyna að narta í mig í sambandi við mjólkurbúið hjer, en óvíst hvort hann hleður sjer veglegan minnis- varða með þeirri tilraun, þvi sæmra hefði honum verið, sem fleirum í Staðarhreppi, að hagnýta sjer betur þá stofnun, þar óvíða munu vera betri skilyrði fýrir slikri starfsemi en hjer, og því einnig svo varið að hreppsmenn hefðu fulla þörf fyrir það, sem annarstaðar. En hreppstj. hefir máske ekki getað felt sig við að hafa þátttöku í því fjelagi fremur en öðrum, þar hann var ekki fyrirliðinn. Jafnframt er liklegt að hann hafi ekki kunnað því vel, að tillögu hans, um stað- inn fyrir mjólkurskálann, var ekki sint. Hann lagði það sem sje til, að mjólkurskálinn yrði bygður á melnum fyrir sunnan Hafsteins- staði, þótt þar sje lítið annað vatn, en mýrarsitra, sem að sjálfsögðu þornar að mestu upp á sumrin. Tillögu þessari var auðvitað ekk- ert sint, heldur skoðuð sem hvert annað barnamas. Ekki gat jeg varist hlátri þegar jeg las það að hreppstj. á Haf- steinsstöðum hafði hvergi getað neitt fundið, milli himins og jarð- ar, sjer jafn göfugt, þar til hann leit morgunsólina I Þar loks fann hann samlíkingu sjer samboðna, að hreinleik og fegurð. Skyldu þá aðrar þjóðir vera svo heppnar, að eiga því lík ógnar mikilmenni, með svo háfleygum hugsjónum fyrir sig að bera! Samt er svo fyrir þakkandi, að hreppstj. á Haf- steinsstöðum er ekki eini maður- inn sem fram hefir komið með þjóð vorri, með slíkum afburðum. Nei. Sölvi heitinn Helgason heims- spekingurinn mikli, hefur vissulega staðið honum jafnfætis að sumu leyti, og langt um framar hvað alla listfengi snerti. Þessi tvö mikil- menni þjóðarinnar hafa því verið einkar lík hvort öðru á vissan hátt, eins og vísan bendir til sem Sölvi orti um sjálfan sig: Jeg er gull og gersemi, og gimsteinn elskuriku o. s. frv. Nú þykist jeg hafa unnið þarft verk að íta dálítið við sumu hrófa- tildrinu hreppstj. á Hafsteinsstöð- um og reka niður með gildum á- stæðum ósannindi hans, hjegóma- skap og sjálfsþóttaglamur og er því óvist að hann flangsi í menn að fyrrabragði aftur, síst með jafn ósæmilegum fúkyrðum, eins og hann byrjaði ritsmiðar sínar til mín. Hann hefir samt bæði með þessu frumhlaupi sínu, og ýmsu öðru, sem í letur er fært honum viðkomandi, i skjalasafni hrepps- ins,reistsjer hæfilegan minnisvarða, eftirkomendunum til athugunar, um þroskastig hreppstjórans á Haf- steinsstöðum í Staðarhreppi, á ofan- verðri tuttugustu öldinni. Pávastööum 18. nóv. 1911. A. Kristjánsson. Afmælisgjafir til Heilsuhælisins. Nú er verið að gera upp reikn- inga Heilsuhælisins fyrir árið 1911. Aðsóknin hefir verið svo mikil, að sjúklingarnir hafa oft orðið að bíða. Árangurinn er ágætur; mun það sannast, að hann er eins góður og í bestu hælum utanlands. Kostn- aðurinn hefir ekki orðið meiri en við var búist. Um alt þetta kem- ur bráðum nákvæm skýrsla. En við höfum orðið fyrir einum miklum vonbrigðum. Deildir Heilsuhælisíjelagsíns gera fremur að dofna en lifna. Tillög landsmanna eru of Iítil, svo lítil, að ekki er annað sýnna, en að því reki, að hækka verði meðgjöf sjúk- linganna, ef menn verða ekki greið- ugri við Heilsuhælið eftirleiðis. Einna mest hefur Hælinu áskotn- ast í minningargjöfum í Ártíða- skrána og öðrum gjöfum og áheit- um. Mörgum hefir farist höfðinglega við hælið, gefið því veglegar gjafir. Og margir hafa jafnan á ýmsan hátt sýnt þvi velvild bæði í orði og verki. Einn þeirra manna er Ólafur Björnsson, ritstjóri ísafoldar. Hann hefur nú fyrir skömmu vak- ið máls á því, að menn eigi að hugsa til Heilsuhælisins á afmælis- degi sínum, gefa því afmœlisgjafir*. Hafa honum þegar borist þess konar gjafir; mun hann leggja alt kapp á, að þær verði sem flestar og mestar. Jeg kann honum bestu þakkir fyrir þetta ágæta nýmæli, og vona að það verði Heilsuhælinu til mik- ils stuðnings. Það er auðvitað, að stjórn Heilsu- hælisfjelagsins og allar deildir þess munu taka með þökkum við öll- um afmælisgjöfum. Sömuleiðis ber jeg það traust til ritstjóra allra íslenskra blaða, að þeir vilji veita afmælisgjöfum viðtöku og geta gefendanna í blöðum sínum. Og hver veit, hvað úr þessu get- ur orðið. Ef alt uppkomið fólk vildi muna Heilsuhælið á hyerjum afmœlisdegi sínum og gefa því nokkrar krónur, sem það geta, en hinir krónubrot, sem minna mega, þá mundu allir standa jafnrjettir í fjárhagnum, en Heilsuhælið komast úr miklum kröggum og ná því óskamarki, að geta veitt fátæklingum ókeypis vist og efnalitlum ódýra vist. Öll íslensk blöð eru vinsamlega beðin að flytja lesondum sínum þessa orðsending. Rv. 14/i 1912. G. Björnsson. Hvað er að frétta? Fisksala. »Skúli fógeti« fór nýskeð fyrstu för sína til útlanda meö afla sinn, og hefur selt hann fyrir 1008 pund sterl. Það er hæsta verð, er fengist liefur fyrir einn farm. »Mars« seldi farm í fyrri viku fyrir 1000 pund sterl. Pessu háa verði veldur mikill afli og hátt fiskverð. Þorvaldur Pálsson hjeraðslækn- ir er nýkominn heim úr utanför sinni; hefur dvalið í Kaupmannahöfn sjer til heilsubótar. Nýtt myndablað á að stofna hjer nú. Hlutafjelag kostar það. En aðal- ritstjóri þess mun verða Guðbrandur Jónsson (doktors Þorkelssonar). Pástafgreiðslumaður, hinn fjórði hjer í bæ, var skipaður 10. þ. m. Þorsteinn Jónsson frá Ríp. Þorlákshöfn. Hr. Þorleifur Guð- mundsson frá Háeyri hefur gert kaup- samning við frakkneska menn að selja þeim Þorlákshöfn fyrir 600,000 frnnka (1 fr. ~ 71 eyrir). Brillouin fyrv. ræðis- maður var umboðsmaður þeirra og einn af kaupendum? Ransókn hefur verið gerð á hafnarstæði þar og járnbrautar- lagningum upp Árnessýslu, er Frakkar hyggja að leggja til námureksturs þar. Búnaðarnámsskeið var haldið i Hjarðarholti í Dölum vikuna 8.—14. þ. m. Fóru tveir þangað vestur trá Búnaðarfjelagi íslands, þeir Einar Helga- son og Sigurður Sigurðsson. Auk þeirra hjeldu þar fyrirlestra að tilhlutun bún- aðarfjelagsins Torfi Bjarnason í Ólafsdal og Jón H. Þorbergsson fjárræktarmaður úr Þingeyjarsýslu. Jón er á leiðbein- ingaferð i vetur um Húnavatnssýslu, Dali, Snæfellsnes og Borgarfjörð. Auk þeirra, sem að ofan eru greindir, hjelt Ólafur prófastur Ófafsson 2 fyrirlestra, *) Það var, eftir því sem hr. Ó1 Björns- son ritstj. skýrir frá því í blaði sínu, hr. M. Stephensen verslunarmaður, sem fyrst- ur vakti máls á afmælisfjelagstoínuninni. sira Björn Stefánsson 1 og Páll Ólafsson kaupmaður 1. Fyrirlestrarnir byrjuðu kl. 11 f. h. og stóðu til kl. 4—5 e. h. Að klukkutima liðnum byrjuðu umræðufundir um ýms búnaðarmál o. fl. og stóðu þeir yfir fram undir kl. 10 á kvöldin. ' Námsskeiðið var vel sótt; fyrstu dag- ana voru aðkomumenn um 30, en seinni hluta vikunnar um 50. Þar af voru 26 bændur. Samkomurnar voru haldnar í skóla- húsinu, er síra Ólafur hefur reist handa lýðskólanum. Á honum eru í vetur nær 20 unglingar, [’piltar og stúlkur, flest úr Dalasýslu. Umsóknir. Um Hof í Vopnafirði sækir sira Einar Jónsson alþm. Desjar- mýri, aðrir ekki. Um Tjörn á Vatiisnesi sækir síra Sigurður Jónsson settur prest- ur að Hofi í Vopnafirði. Veðrátta. Tíðin er stöðugt góð. Tjörnin hjer er alauð nú í þorrabyrjun. Fyrir jól voru öll vötn alauð á Sljettu — sama var annarsstaðar á Norðurlandi. Lík tíð um land alt. Mannalát. Dáin er hjer í bænum 22. þ. m. ungfrú Solveig Thorgrímsen, fædd 23. febr. 1848, dóttir Guðm. Thor- grimssen verslunarstj. á Eyrarbakka og systir frú Sveinbjörnsson ekkju Lárusar háyflrdómara og þeirra systkina. Ungfrú S. Th. dvaldi hjer um 25 ár. Hún var greind kona og sjerlega vel látin. Jarð- arför hennar fer fram á þriðjudaginn frá Templarasundi 3. Húskveðja kl. 12 á hád. Samband fyrir öll íþróttafjelög landsins er i ráði að stofna hjer á sunnu- daginn. Það er Sigurjón Pétursson glímukappi er berst fyrir því þarfa- fyrirtæki. Styrkvelting. Minningarsjóður Sigríðar Thoroddsen veitir fátækum stúlkubörnum í Reykjavík styrk. Um- sóknir um styrkinn ber að senda til stjórnar Thorvaldsensfjelagsins fyrir 10. n. m., og á læknisvottorð að fylgja styrk- beiðninni. Bæjarstjórnarkosningarn- ar eiga að fara hjer fram á morgun, og má búast við að menn fjölmenni, ef dæma skal af listamergðinni. Verður þá enn óskiljanlegri en áður var sú ráðstöfun bæjarsljórnarinnar, að láta að eins kjósa í 5 deildum — yfir 800 kjós- endur á deild — þar sem alþingiskosn- ing stóð hjer í haust í 7 stundir og voru þar þó ekki nema rúmt 400 kjósendur á deild hvora. Það er mikil ónærgætni við kjósendur, að hafa deildirnar svo fáar, því varla getur hjá þvi farið, að af því stafi þrengsli, troðningur og mikil bið — tímatöf. Vonandi, að svo verði ekki oftar gert. Annars eru listarnir nú þessir: A-listi: Sveinn Björnsson yfirdóms- lögmaður, Hannes Hafliðason skipstjóri, Pjetur Hjaltesteð úrsmiður, Sæmundur Bjarnhjeðinsson læknir, Samúel Ólafs- son söðlasmiður. B-listi: Þorvarður Þorvarðsson prent- smiðjustjóri, Jóhannes Hjartarson versl- unarmaður, Magnús Helgason skólastjóri, Sigurður Sigurðsson búfræöingur, Sam- úel Ólafsson söðlasmiður. C-listi: Frúinar Guðrún Lárusdóttir, Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, Ragnhildur Pétursdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir. D-listi: Sveinn Björnsson yfirdóms- lögmaður, Páll Halldórsson skólastjóri, Pjetur Hjaltesteð, Sæm.^Bjarnhjeðinsson, Sam. Ólafsson. E-listi: Knud Zimsen verkfræðingur, Jón Ólafsson skipstjóri, Guðm. Ásbjörns- son trjesmiður, Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðjustjóri, Jóhann Jóhannesson kaupmaður. F-listi: Bríet Bjarnhjeðinsd., Guðrún

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.