Þjóðólfur - 26.01.1912, Page 3

Þjóðólfur - 26.01.1912, Page 3
ÞJ OÐOLFUR. ir Ekknasjóður Reykjavíkur hjelt aðalfund sinn snemma í þ. m. í stjórn hans er nú Gunnar Gunnarsson kaupmaður, Sighvatur Bjarnason banka- stjóri, Asgeir Sigurðsson kaupmaður og síra Jóhann Þorkelsson. Sjóðurinn er nú orðinn um 17500 kr., og eru um 350 meðlimir í honum. Siðastliðið ár út- hlutaði sjóðurínn styrk til rúmra 50 ekkna, og nam styrkurinn alls um 650 krónum. Árstillag til sjóðsins er að eins 2 kr. og ætti sjerhver kvæntur maður að vera meðlimur hans, pví með pví móti trygg- ir hann ekkju sinni alt af nokkurn árs- styrk, þólítill sje. Þeir, ervilja ganga í sjóðinn, eiga að snúa sjer til Gunnars kaupm. Gunnarssonar, sem hefir verið og er enn aðalmaður hans. íslenskar sagnir. Páttnr ‘ af Fjalla-Eyvindi og fje- lögnm hans. (Eftir Gísla Konráðsson. Lbs. 1259. 4ot. 7. Eyvindur hrekkur af Hveravöllum. Það verður ekki með vissu talið, hvar Eyvindur og Halla hjeldust nú við fyrst um sinn. En alltíðlega var það í útilegu sinni, að Eyvindur bygði sjer hreysi norður á Hveravöllum, þar forðum voru Reykjavellir kallaðir, ekki alllangt frá Kjalvegi. Er talið að Eyvindur væri þar 3 misseri áður grasafólk, er þá lá 1 Þjófadölum, eður þar Hvinverjadalir hjetu, varð vart við Eyvind. Var þegar maður sendur norður til Skagafjarðar og sagt til þjófanna. Brugðu þá nokkrir bændur við og fóru suður á Hveravelli, fundu þeir hreysi Eyvindar, en brott var hann stokkinn með konu sína; fannst ekkert í hreysinu, nema Þórðarbæna- skræður, að sagt er. — En þá er talið að þau Eyvindur hefðust við um hríð á Arn- arvatnsheiði og legðust á fje Borgfirðinga. 8. Upphaf Arnesar. Maður hjet Arnes og var Pálsson, kynjaður af Kjalarnesi. Hann var þegar á ungum aldri hinn knálegasti maður og manna fóthvatastur, svo að fáir hestar mundu hann á hlaupum taka, þó fráir væru. Foreldrar hans unnu honum og sagt (er), að litt vönduðu þau um var- mensku hans, því að allskjótt lá ofarlega ójöfnuður hans; var hann og maður ó- þýður, grimmur í skapi og mjög fjegjarn. — Það var einhverju sinni þá Arnes var á tvítugsaldri, að bónda nokkrum var vant tveggja sauða, er hjeldu sigíKrýsu- vikurfjöllum; kvaðst bóndi skyldi gefa þeim annan sauðinn, er næði báðum. Bjóst þá Arnes að leita sauðanna; átti hann við þá langar eltingar sunnan af fjöllum og náði þeim loks á Mosfells- heiði; færði þá heim til sfn og slátraði báðum. — Fór bóndi þá að finna Arnes og krafðist borgunar fyrir annan sauðinn, en Arnes synjaði þess þverlega, kallaði sig vel kominn að þeim báðum; hefðu þeir mistir verið bónda með öllu, er hann hefði eigi haft þrek til eftir að leita. Ljetst bóndi þá mundu kæra hann um það seinna. — Eftir það fór Arnes af Kjalarnesi og hafðist við ( Fljótshíð | austur í kaupavinnu og varð þá ekki af ■ sauðamálinu og fjell það niður. — Nú var ráð Arnesar mjög á reiki, og lítt hafðist hann við á Kjalarnesi; og var í ýmsum stöðum laus í yfirhilmingu. Grædd- ist honum fje mikið, er hann varði mest í peninga, — því að aldrei hirti hann um með hverjum hætti hann aflaði þess. 9. Arnes grunaður um þjófnað. Það var nú á einu hausti, að Arnes var grunaður um þjófnað á mókollóttri á geldri, var það upptekið svo ekki varð hann skýr í því máli, en þó ekki full- sekur svo tekinn yrði. Stökk hann þá af Kjalarnesi og úr Mosfellssveit og dvald- ist í ýmsum stöðum ausíanlands. Stund- aði hann þá smlðar, því að hagur var hann á trje og reri þess á milli til fiskj- ar, oftast á Eyjafjallasandi; tók og að sjer fjárgeymslu um hríð og tókst það liðlega, er hann nenti við að fást. En síðan var það hann hvarf og vissi enginn hvað af honum varð. 10. Arnes eltur afReykvíkingum. Um þessar mundir var bóndi nokkur sælenskur er hafði á hendi gæslu þófara- mylnunar í Hellisánum (Elliðaánum). Ein- hverju sinni var það, að bóndi var árla á ferli og gekk til mylnunar og sá einn glugga hennar úr fallinn. Litast hann þá um og sjer hvar maður liggur á gólfinu Björnsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Bagn- heiður Bjarnadóttir — frúr. G-listi: Jóhannes Jósefsson trjesmiður, Sveinn Björnsson, Pjetur Hjaltesteð, Sam. Olafsson, H-listi: Hannes Þorsteinsson skjala- vörður, Pálmi Pálsson adjunkl, Gísli Finnsson járnsmiður, Einar Helgason garðyrkjum., Guðm. Guðmundss. Gr.g. 2. I-listi: Guðm. Hannesson prófessor, Guðjón Sigurðsson úrsm., Jón Brynj- ólfsson kaupm., Ragnhildur Pjetursdóttir frú, Jón Gunnarsson samábyrgðarstjóri. J-listi: Sigurður Jónsson barnakennari, Pjetur Hjaltesteð úrsmiður, Jón Brynj- ólfsson kaupmaður. K-listi: Porvarður Porvarðsson, Jó- hann Jóhannesson kaupm., Jón Olafsson skipstjóri. L-listi Pjetur Hjaltested, Knud Zim- sen, Sveinn Björ'nsson, Jóhann Jóhann- esson, Sæmundur Bjarnhjeðinsson. Islenskir íþróttamenn hafa sótt um það til forstöðunefndar Olym- pisku leikanna að mega taka þátt í þeim sem Islendingar. Leikarnir verða haldnir að sumri i Stokkhólmi. Ekki líst Svíanum á það, að við getum talist sjerstök þjóð, en hver þjóð kemur fram við þessa leika í hóp sjer. Pó er ekki fullnaðarúrskurður um þetta fallinn enn. Uimlieiiiisstúkan. Framkvæmd- arnefnd hennar samþykti í einu hljóði i gærkvöldi, að skora á alla góðtemplara, að ljá Dagsbrúnarlistanum fylgi sitt við bæjarstjórnarkosningarnar. Brj eí abu rðurinn 11111 bæinn. í tilefni af smáfrjett um hann í síðasta blaði hefir Póroddur Bjarnason póstberi beðið þess getið, að brjefspjöld þau er sett voru á pósthúsið 7. þ. m. hafi í hans bæjarhluta verið komin til viðtakenda næsta dag fyrir kl. 11 árd., að einu und- anteknu, er Khnn haíi ekki orðið var fyr en næsta dag, og samkvæmt öðrum upplýsingum er þetta rjett, enda voru önnur dæmi úr hinum bæjarhlutanum. Annars biður P. Bj. þess getið, að biðja fjelög um, að hafa greinilegar utaná- skriftir og heimilisfang, og láta þau sól- arhring áður, en fundur á að verða á pósthúsið, teiur hann víst, ef svo verður, að þau komi ávalt til skila í tæka tíð. Hálka var mikil hjer á götunum á Þrettándanum, var þá borið á göturnar, þar á meðal á Frakkastíg og lengra inn Laugaveg en vant er. Kunna margir borgarstjóra þökk fyrir, og vona að framhald verði á þvi, er þess er þörf. Jólapósturinn. í tilefni af frjett- 65 „Talaðu", sagði hún stuttlega. Hann sagði henni nú alla söguna. Hún hlustaði undrandi, og þegar sög- unni var lokið, sat hún í þungum hugsunum. Þessi ókunni mr. White var þá bróðir Alberts. Andlit hans stóð henni greinilega fyrir hugskotssjónum. Það var undarlegt, að hann skyldi láta sjer umhugað um hana og elsk- huga hennar. Hún var ung og óreynd, en alls ekki laus við tortrygni. Hún þóttist sjá, að Albert hefði ekki sagt allan sannleikann. Fortíð bróður hans hlaut að vera undarleg, þar sem gamli mað- urinn vildi síst af öllu, að hann yrði erfingi sinn og eftirmaður; vildi jafn- vel heldur, að hún, óbreytta stúlkan, yrði barónsfrú á Trottenborg. Hún skildi, að það var mikið undir því komið, að hún sigraði! Ö já, það var ekki langt síðan hún varð vör við vald það, sem hún gat náð yfir mönn- unutn. En þessi gatnli stórbokki — honum varð hún að sýna, að hún unum um hann, höfum vjer verið frædd- ir um, að póstberarnir verða að 'kosta hann af árslaunum sínum — 1000 kr.—, og von er að þeir vílji spara fjeð sem mest, og þvi verði útburðurinn lakur, Svo ætti þó ekki að vera, þar sem póst- sjóður fær um 700 kr. fyrir jóla- og nýárspóstinn hjer i bæ. Leilsfj ela.g'iö er nú að æfa Ræn- ingjana eftir Schiller. Árni Eiríksson leikur þar aðal-hlutverkið, og munu margir gleðjast af því, að sjá að hann er ekki dauður í öllum æðum. Söng’fjelagriö 17. júni ætlar að halda söngskemtun í Hafnarfirði á sunnu- daginn kl. 4. Póstskammstafanir eru mjög þægilegar fyrir þá, er mikið rita með póstum, og tímasparnaður að þeim. Á brjef er oft nauðsynlegt að setja þær sökum samnefna á bæjum, og sveitar- nöfn eru eigi eins góð, enda samnefni þar og til (Borgarfirðir tveir o. s. frv.). Vilji menn flýta fyrir sendingum sínum, eða greiða þeim veg, er því best að setja næstu póststöð um Vík o. s. frv. Skammstafanir póststjórnarinnar eru þessar: Akranes = An. Akureyri = A. Blönduós = Bl. Bolungarvík = Bol. Borgarnes = Bn. Bær Króksfirði = B. Djúpivogur = Dv. Egilstaðir = E. Eskifjörður = Ef. Eyrarbakki = Eb. Fáskrúðsfjörður = Ff. Grenjaðarstaður = G. Hafnarfjörður = Hf. Hjarðarholt = Hh. Hólar Skaftaf. = H. Hraungerði = Hrg. Húsavík = Hv. ísafjörður = ís. Keflavík = Kv. Oddi = O. Ólafsvík = Ól. Patreksfjörður = Pf. Reykjavík = Rv. Sauðárkrókur == Sk. Siglufjörður = Si. Staður = S. Stykkishólmur = Sth. Vestmannaeyjar = Ve. Víðimýri = V. Vopnafjörður = Vf. Pingeyri = P. Pórshöfn = Pór. 66 þyldi samanburð við hinar fegurstu konur af hans stjett. Hún leit til Al- berts, sem farinn var að tala ótt, en ekki rökrjett að sama skapi. „Hafði bróðir þinn drýgt nokkurn glæp áður en hann fór til Ameríku?« spurði hún alt í einu. Honum varð hverft við. Hann hafði viljað sneiða hjá þessu atriði, en hún hafði sjeð, hvað vantaði í útskýr- ingu hans. Hann var í vandræðum nokkur augnablik. „Vertu ekki of forvitin", sagði hann loksins. „Hann hefur áreiðanlega feng- ið harðari dóm en hann átti skilið. En við skulum ekki tala meira um þetta". „Nei, það er ekki nauðsynlegt", sagði Matthildur; „jeg skil aðalatrið- in. En hvenœr á jeg að heilsa upp á frænda þinn og hvernig á það að komast í framkvæmd?". Eftir nokkra umhugsun svaraði hann: „Við verðum að bíða eftir hentugu 67 tækifæri, en þú ættir að vera tilbúin hvenær sem væri. Þegar Hans kemur aftur, ætla jeg að ráðfæra mig við hann. Það er ef til vill nauðsynlegt, að hann verði kominn áður en við framkvæmum fyrirætlun okkar". „Hvers vegna?" spurði hún. „Hann þarf ef til vill að leggja smiðshöggið á“. „Auðvitað verður hann að gera það; hvert okkar hefur sitt hlutverk, Ó, Albert, mjer finst þetta alt svo lítil- mannlegt". Albert ýtti stólnum óþolinmæðis- lega frá sjer. „Nú, — þegar þú skil- ur það á þennan hátt —1“ hrópaði hann ofsalega. „Vertu rólegur, Albertl Þú hefur rjett að mæla. Við verðum að stýra skipi okkar gætilega. Jeg skal vinna mitt verk eins vel og mjer er unt. En þú verður einnig að vera skyldu- rækinn. Þurfirðu að segja mjer eitt- hvað fleira, verðurðu að skrifa mjer“. Hún gat nú ekki stilt sig lengur; fögur tár glitruðu í augum hennar. 68 Hann faðmaði hana að sjer og kysti burt tárin. „Matthildur, elskan mín, vertu hug- hraust. Jeg skal berjast til þín, þótt leið mín lagi gegn um helvítiseld 1“ Eitt auknablik hallaðist hún að barmi hans og leyfði honum að kyssa sig. Sfðan sleit hún sig lausa, og huldi andlit sitt .með blæju, hlustaði eitt augnablik við dyrnar og flýtti sjer síðan út í forstofuna. Hún var lýst með litlum lampa. Henni virtist einhver gægjast á eftir sjer úr einu horni forstofunnar, en hún var í svo æstu skapi, að henni gat hafa mis- sýnst. Albert kom á eftir henni. Hann hafði sjeð þetta greinilegar. Það var áreiðanlega andlit veitingakonunnar. „Helvítis kerlingin", tautaði hann, en gaf þessu ekki frekari gaum, og var- aðist að láta Matthildi vita, hvað hann hafði sjeð. Þegar Matthildur kom heim um kvöldið, sá móðir hennar þegar, hve trufluð hún var. En dóttirin svaraði

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.