Þjóðólfur - 11.05.1917, Side 1
ÞJ OÐOLFUR
LXIV. ársr.
Eyrarbakka 11. mai 1917.
Nr. 9
.Þj óðólfur
kemur venjulega út livern fostudag.
Argangurinn kostar innanlands 4 kr.
til næstu ársloka en ð kr. erlendis.
Afgreiðslu annast póstafgrc'ðslu-
maður Sigurður Gruðmundsson en iun-
heimtu og afgr. á Stokkseyri og Eyrar'
bakka annast verzlra. Jóhannes Kristi
jánsson. Auglýsingar í blaðið verða að
vera komnar til Jóh. Kristjánssonar,
verzlm. á þriðjudagskvöld.
íslensku kolin.
Útlitið í iandinu or nú að verða
ískyggilegt. Ef stríðinu heldur
áfram, má búast við flutninga*
teppu á ýmsum þeim vörum, sem
maður síst getur án verið. Að
vísu eru nokkur skip, sem vom
andi fá að ganga lil landsins frá
Ameriku, en þessi skip anna
naumast meiru en matvöruflutn*
ingum, og farmgjöldin eru svo há
að firnum sætir, og þó ekki só
útilokað að ná einhveiju litlu af
kolum og salti frá Englandi, þá
verður þessi vara svo dýr, að frá-
gangssök má heita að kaupa hana,
og þó einkum kolin.
Það er því ekki að furða, þótt
menn spyiji óþreyjufullir, hvort
engar ráðstafanir verði gerðar í
sumar til að afia íslenzkra koia.
Að vísu munu lendingarskiiyrðin
við Stálfjall vera svo slæm, að
varla verður tækt að ná kolum
þaðan, en alt öðru máli gegriir
um Bolungarvík. Að vísu eru
menn mjög ófróðir um þau koi,
þvi að hór innanlands hefir yfir
höfuð að tala ríkt sú þögn um
íslenzk kol, að undrum sætir, og
helztu fréttir sem hingað til hafa
borist urn þau, eru teknar upp úr
dönskunr blöðum !! Menn þora
ekki heldur að gera sér mikiar
vonir um hin isienzku kol, eftir
dómi jarðfræðinga vorra og þeim
fregnum unr not þeirra, sem þegi
ar eru fengnar. En þær vonir
sýnast þó ekki loftkastalakendar,
að hin íslenzku kol séu að mirrsta
kost.i betii en b#zti rr ór, og ef
svo væri, þa væru menn áreíðani
iega góðu bajttir að fá þau á
markiðinu.
Hv ið ssm svo liður þrirri spum-
ingu, hvort hiu íslenzku kol geti
framvegis kopt við útlond kol, og j
hvort sem hér getur verið að tala
urrr kolanárnu í stórum 3tíl elleg-
ar ekkí, þa verður það að teljast
undraverð ómenska, ef ekki verð-
ur gerð gangskör að því, eins og
allar horfur eru nu, að rannsaka
þegar í stað, hvort þessi kol geti
notast innanlands, og ef svo er,
þá að byrja að vinna þau. Hér
er uin framkvæmdir að ræða, sem
ekki mega dragast.
Þetta kolarnál hefit orðið ennþá
rneiia knýjandi, er það fréttist, að
skipí H/F Kol og sait, er flutti
kolafarm, hefði verið sökt
á leið frá Bretlandi. Kolai
þurð er þegar orðin svo rnikil, að
barnaskólanum i Reykjavík hefir
verið lokað og prófi þar slept og
afráðið er\ að hætta Mentaskólan-
um 15. þ. m. Kvað það og vera
allvíða í Reykjavik, að einstakir
rnenn eru nreð öllu þrotnir að
kolum, og geta engin kol fengið
keypt.
Só ástandið iskyggilegt eins og
það er nú, þá er það auðsætt að
tnikið hlýtur það að versna, ef
stríðið ekki hættir. Og þótt menn
geri sér vonir um að það hætti í
sumar, þá verður að minriast þess
að slíkt er von *en engin vissa.
Það sem aftur á móti er öldungis
víst er hitt, að ef stríðið helst, þá
flytjast lítil eða engin kol til lands-
ins, og það lítið sem flytjast kann,
hlýtur að seijast svo háu verði,
að ókleyft verður að kaupal
Þessvegna verður það atriði, að
gera nú þegar ráðstafanir til að
afla íslenzkra kola, það meginat-
riði, sem flestu öðru fremur má
til að sinna. Og þá hljóta menn
fyrst að líta til landsstjómarinnar.
Hvort sem fyrirkomuiagið verður
það, að stjórnin beinlínis láti frarn-
kværna þetta verk, eða þá, að
einstakir menn eða félög gera það,
þá verður landssfjórnin endilega
að sjá um að verkið verði unnið
og kolirr komist á markaðinn.
Því að þótt það vafalaust só rétt,
að gera sér sem minstar gylling-
av um þossi kol, og gera ekki ráð
fyrir því, að þau séu. nothæf til
skipa, þá verður samt svo mikil
þörf tá þeim tii suðu og upphít-
iinar, að nauðsyn ber til að afla
þeina, þó ekki sé tii annars en
þess.
Um það skal engu spáð, hvað
því fylgir mikill kostnaður að afla
kola á Vestfjörðum t. d. í Bolungi
arvík. En mikill má sá kostnað,.
ur vera, ef hann fæst. ekki borg-
aður aftur í jkoiaverðinu, jafnvel
þó ekki sé gert ráð fyrir meiru
en að þessi kol hafi hálft hitagildi út-
lendra kola. Hitt aftur á móti er
bersýnilegt að leiddi til stórvand-
ræða, ef kolin ekki fengjust. Til
sveita geta menn að vísu sloppið
nokkurn veginn þolaniega, ef vel
tækist með þurkun á mó og öðr-
um eldiviði, en í kaupstöðum verði
ur ekki annað séð, en að menn
komist i algert ráðaleysi með að
sjóða ofan í sig matinn, ekki að
tala unr, að af nokkuru eldsneyti
yrði hægt að sjá til upphitunar.
Búast mætti við að flestar eða
allar opinberar stofnanir yrðu að
hætta starfsemi sinni; skólum öli-
um yrði að loka, og mentamál
landsins í heild sinni yrðu kyrsett.
Er auðsætt, hversu mikið tjón slikt
hefði í för með sér, bæði fyrir
þjóðfélagið i heild sinni og ein-
staklingana. Og þótt eitthvað lít-
ið flyttist af útlendum koium, sem
þó er engin trygging fyrir, yrði
ekki komist hjá þessum vandræð-
um, svo hátt myndi verð þeirra
vera.
Það er því engin furða, þótt
mönnum sé það mikið áhugamál,
að sem fyrst verði hafist handa í
því að afla íslenzkra kola. Og svo
mikið er víst, að eins og nú
stendur, verður ekki séð, að anm
að mál hafi meiri sameiginlegan
áhuga manna en þetta. Og verði
ekkert gert, er það áreiðanlegt, að
stjórnin bregst alveg hraparlega
þeim vonum, sem menn gera sér
um hana. Sú breyting, sem sein-
asta þing getði á landsstjórnar-
fyrirkomulaginu, kann í sjálfu sér
að orka tvímælis. En hitt skiija
menn, að það ástand, sem ófriðurí
jnn slcapar og breytist svo að
segja dagiega, krefst þess, að við
völdin sitji sterk stjórn, sem ekki
hikar við að beitast sjálf fyrir
þeim nýungum, sem ástandið í
heiminum alt í einu getur gert
knýjandi nauðsynlegar, þótt erfitt
sé eða ómögulsgt að sjá þær fyr-
ir. En þegar slík stjórn er fengin,
þá ætlast menn líka til mikilla að’
gerða, og það er ekki heldur nema
eðlilegt.
En í sambandi við þetta kemur
svo annað, sem enn meira rekur
á eftir verulegum og skjótum að>
gerðum, og það er atvinnuleysið,
sem búast má við, þegar sjávarút<
vegurinn lamast eins mikið og
vænta má að hann geri á þessu
sumri. þegar mestu vandkvæði
verður á að fá salt og steinolíu.
Afleiðingin af þessu hlýtur að
verða sú, að eftirspurn sjávarút-
vegsins eftir vinnukrafti að suman
lagi, verði miklu minni en áður
hefir verið, og að nauðsyn þess-
vegna beri til þess, að sjá því
fólki fyrir atvirrnu, sem missir at-
vinnuna við sjávarútveginn. Og
eitthvað af þessu fólki fengi þá
atvinnu við kolagröftinn. Ef at-
vinnuvegirnir brygðust, þá er það
sjálfsagður hlutur, að landsstjónv
in yrði að hlutast til um, að vinnu-
lýðurinn fengi engu að síður iífs-
nauðsynjar sínar, innlendar og út-
lendar, og er þá auðvitað mál, að
ef svo færi, væri engu fé við það
eytt, þó starfað væri að fyrirtækjr
um, bæði þessu og öðrum. Er
þetta út af fyrir sig mjög mikið
íhugunarefni, sem hér skal aðeins
drepið á í þessu sambandi.
Heftist aðflutningar mjög, er
það áuðvitað, að því myndu fylgja
afarmikil óþægindi. En hart væri
ef þrátt fyrir það yrði um húng'
ursneyð að tala í því landi, sem
svö að segja eingöngu framleiðir
mat.vöru. Virðist svo, sem vér
íslendingar hljótum í þessu efni
að verða betur settir, en aðrar
Norðurálfuþjóðir. ^Fyrir oss er
það aðalskilyrðið, að ekki verði
þurð á sjálfum framleiðslutækjun-
um, hvorki þeirra, sem nauðsyn-
leg eru til þess að afla matvört
unnar, né þeirra sem miða til þess,
að öll aðbúð manna geti orðrð
þolanleg. Það mætti líka vera
algerð teppa á aðfiutningum, ef
sú matarframleiðsla þyrfti að
stöðfíst, sem er nauðsynieg handa
landinu sjálfu, og maður verður
að vona, 1 ii,
meðan r
nokkuru s^ipi lauda ámiiii. úi .1
að segja: Þess verður að værrta,
að unt sé að ná steinolíu og ein-