Þjóðólfur - 13.07.1917, Page 2
Þjoðolfur
50
fá strax í október 90 þús. kr. upp
í andvirði gæranna, þó ekki feng-
ist flutningsleyfi fyr en í desemi
ber. Margir seldu ódýrar en Sf.
Eg samgleðst því einlæglega, tf Sf,
Sl. fær svo alvitra framkv.n., að
hún viti allar verðbreytingar og
dutiunga ófriðarþjóðanna fyrirfram.
Geti þvi altaf dregið söluna nógu
lengi, og aldrei um of. Þó hægar
sé að styðja en reisa, verður þetta
kannske ekki alveg vandalaust,
svo öllum líki. Hitt er minni
vandi, að sjá á eftir, hvað betur
máttti gera.
Frh.
------------------
Aðalfundur
Búnaðarsambands Suðurlands fyrir
árið 1917, var haldinn að Þjórsár>
túni, mánudaginn 18. júní s. á.
Formaður Guðm. Þorbjarnarson,
Stórá-Hofi, sotti fundinn og var
fundarstjóri, skrifari var síra Ól.
V. Briem að Stóra-Núpi.
Fulltrúar mættu frá 17 Búnað>
arfélögum.
Auk þess mætti stjórnin öll og
sýslufulltrúar úr Rangárvallasýslu
og Árnessýslu.
Ennfremur æfifélagar: Ingi-
mundur Jónsson að Hala og Árni
Tómasson að Stóra-Hrauni.
Þetta var tekið fyrir á fundin-
um.
1. Formaður las upp reikning
yfir tekjur og gjöld félagsins
árið 1916, ásamt athugasemdi
um endurskoðenda. Formað-
ur svaraði þeim fulinægjandi.
Var reikningurinn sfðan sam-
þyktur í einu hljóði.
Lesin eignaskýrsla, og tald-
ist skuldlaus eign kr. 2222.00.
2. Las formaður upp skýrslu yfir
störí og framkvæmdir sam-
bandsins síðastl. ár. Enm
fremur skýrði hann frá, að
þrír æfifélagar hefðu gengið
í félagið síðastl. ár. Ennfrem
ur 2 sýslufélög Vestur Skafta-
fellssýslu og Rangárvallasýsla,
og að Framfarafélag Land-
mannahrjpps hefði tekið aftur
úrsögn sína úr sambandinu.
3. Formaður las upp fjárhags-
áætlun fyrir næsta ár, og var
hún samþykt.
4. Formaður las einnig starf>
ræksluáætlun fyrir næsta ár;
þar var þetta lagt til:
a. Jarðabóta- og leiðbeinga-
starfsemi haldið áfram eins
og að undanförnu. Samþ.
b. jarðyrkjunámsskeiði hald-
ið áfram eins og. að und-
anförnu, alt að 6 vikna
tíma, og ákveður stjórnin
síðan á hvaða stað, eftir
því sem umsóknir liggja
fyrir og aðrar kringum1
stæður mæla með. Verk-
þyggjandi borgi 25—30
kr. fyrir almenna dagsláttu
og leggi til kennara og
nemendum ókeypis uppi-
hald. Samþ.
c. Ráðnir séu menn sem fari
um sambandssvæðið með
hesta og áhöld og plægi
og herfi hjá búnaðaríélög-
um óg einstökum mönnum
og gjaldi verkþyggjandi
auk fæðis, 40—50 kr. fyr
' ir alunná dagsláttu. Samþ.
d. Verðlaunum fyrir áburðarx
^ hirðingu haldið áfram eins
og að undanförnu. Samþ.
e. Veittur* styrkur fátækum
leiguliðum til að byggja
safnforir og haughús. Sþ.
f. Að sambandið sæki um
. kr. 5000.00 með það fyrir
augum, að keypr.ur verði
mótorplógur, og starfrækt-
ur jafnframt venjulegri
starfrækslu. Samþ.
g. Að skora á Búnaðarþingið
að það beit.i sér fyrir þvi,
að búnaðarfélögum út um
landið verði veittur styrk-
ur framvegis ekki mifini
en við næst síðasta fjár-
hagstímabil. Og að fján
veitingin sé bundin því skil-
yrði, að jafnmikið fé komi
annarSstaðar að til jarða-
bótastarfsemi innan hvers
búnaðarfélags, Fyrri liður
tillögunnar samþyktur, en
síðari liðurinn feldur.
h. Fundurinn skorar á Bún-
aðarþingið að beita sór fyn
ir því, að alþingi veiti fram
vegis til landbúnaðarins
ekki minni styrk, en veitt-
ur hefir verið til búnaðar-
félaganná á undanförnum
fjárhagstímabilum, með
þeirri breytingu, að hér
eftir verði hann veittur
búnaðarsamböndunum til
útbýtingar. Samböndin út>
býti svo styrknum eftir
ákvörðun aðalfundar. Feld.
5. Fundinum barst kveðja frá fyrv.
form., Ágúst Helgasyni, með ,
þeim ummælum, áð hann
væri forfallaður frá að mæta.
Svöruðu fundarmenn þeirri
kveðju með því að standa
upp.
6. Allmikið var rætt uín fram-
ræzlu á landi senj tekið er
ræktunar, svo og á kálgörð-
um. En frestað var að taka
ákvörðun í því efni.
7. Formaður skýrði frá aðgei'ð-
um sámbandsins viðvíkjandi
viðskiftafundi. Yar samþ. að
gjalda alt að 10 kr. kostnað
sem af því leiddi.
8. Minst var á verðlaun fyrir
góða fjárhirðingu, samkv. síð-
ustu aðalfundargjörð 11. En
fundurinn sá sér ekki fært að
gera neitt i því efni.
9. Samþ. að halda viðskiftafund
á næsta ári í þeirri von, að
betra skipulag verðí á slíkum
fundum, þegar menn komást
á lag ifieð þá. Vigfús Bórg-
ateinsson gaf til þess ,5 kr.
Kosnir til að koma því í
framkvæmd:
Guðm. Erlendsson, Skipholti,
Gestur Einarsson, Hæli,
Óskar Thorarensen,Móeiðarhv.,
Guðjón .Tónsson, Túngu.
10. Kosning stjórnar:
Formaður endurkosinn:
Guðmundur forbjarnarson.
Meðstjprnendur:
Magnús Finnbogason og Gest-
ur Einársson. Báðir enduri
kosnir.
Varamenn endurkosnir:
Lárus Helgason, Dagur Bryn-
jólfssón, 01. V. Briem.
Endurskoðendur endurk.:
Gunnlaugur Borsteinsson,
Kiðjabergi, Magnús Jónsson,
Klausturhólum.
Fundi slitið.
Guðm. Þorbjarnarson, ÓI. V. Briem.
----—------------
Alþingi
var sett 2. þ. m. Friðrik Friðriks>
son prédikaði.
Forsetar söífiU og í vetur: Krist.
Daníelss. í sam. þingi, Ólafur Briem
í n. deild og Guðm. Björnsson í e. d.
Stjórnarfrumvörp voru lögð íyr>
ir þingið. Auk fjárlaga og fjár-
aukalaga má nefna frv. um fyrir-
hleðslu fyrir Markarfljót og frv.
um einkasölu á steinolíu. Annars
voru stjórharfrumvörpin mjög veiga-
lítil og ómerkileg. Myndi Alþingi
vissulega vinna illa fyrir mat sín>
um, ef ekki væri annað gert en
afgreiða þau.
Merkilegt var það, að Flóaáveit-
an var ekki lögð fyrir þingið sem
stjórnarfrumvarp, enda þótt það
mál sýndist vera hið eina, sem
þingmönnum kom saman um 1915.
Er það fyrirtæki og þannig vaxið,
að það, a, m. k. fyrst um sinn,
getur unnist án þess að leita þurfi
til erlends markaðar á nokkrum
hlut, og tæplega gerandi ráð fyrir
að vinnulaun lækki, þótt óíriður*
urinn hætti. Dráttur á málum er
hins vegar stór hættulegur og
ósæmilegur.
Vonandi verður Flóa-áveitan
engu að siður samþykt á þinginu,
því að eins og sjálfsagt var, hafa
þingmenn Árnessýslu lagt hana
jyrir þingið.
Annars hefir þingið lítið sem
ekkert gert, annað en að vísa mál-
um til nefnda. Þingmannafrum-r
Vörp eru þegar komin nokkur, svo
og þingsálýktunaitillögur. Hinar
helztu þoirra er tillaga um skipun
nefndar til íhugunar siálfstæðisx
málum landsins, fiutt í n. d. af
10 þingmönnum úr öllum flokk-
um. Má gera ráð fyrir, að sú
nefnd láti eitthvað það frá sór
fara, er tíðindum muni sæta.
•
Annars er þess ekki að vænta,
að þingið enn sé farið að hafast
nokkuð sérstakt að. Það er ekki
fyr en um og eftir miðjan þennan
mánuð, að nefndir fara að skila
frá sór málum og þau fara að
komast, til umræðu. Mun mega
vænta þess, að þingmenn hafi
margt „á samvizkunni11 eins og
að undanförnu, og serstaklega
mætti það merkilegt heita, ef eng-
um þeirra dytti í hug, að koma
fram með nokkrar umbótatillögru
á mentamálum landsins. Því væri
þó ekki vanþörf á.
cŒráíiir.
$
Samsöiig helt söngfólagið 17.
júní sjðastliðinn sunnudag (8. þ.
m-) á þrem stöðum austaiifjalls,
Kotströnd, Þjórsá og Eyrarbakka.
Var samsöngurihn, eins og að lík-
indum ræðúr, langbez’t sóktur á
Eýrarbakka, og' sögðu menn það
einum romi, e.t þar voru staddir,
að af honum hefðu þeir haft hina
meStu skemtun. Á söngskránni
voru bæði innlend og útlend lóg
og öll sungin af mestu list, enda
hefir félagið ágæta söngkrafta.
17. juní ætti aD gera oss þá
ánægju að heimsækja oss oftar, í
því væri mikil hressing.
r»úmiðaiþing var nýlega hald-
ið I Reýkjavilc.' Eru helztu ’ t.íð-
indin þaðan, að fofmaður Búnað-
arfólagsins, sk Guðmundur Helga-
son, baðst lausnar, en í hans stað
var kosinn formaður Eggert Briem
frá Viðey. Er hann ungur mað-
ur ög dugandi, og verður vonandi
áhugasamur um framfaramál land-
búnaðarins.,
Kæruleysi
er það, er bifreiðastjórar aka ofan
á húsdýr manna. Slikt er, að
minsta kosti, í allflestum atvikum
algerlegá þarflamf. Þó hundar oft
og tiðum þvælist. fyrir bifreiðum,
má, ef menn hafa vjlja og meði
aumkun ineð dýrinu, altaf komast
hjá þvi að þgð verði þvi aðr slysi,
að undanteknum örfáum atvikum.
Slíkt slys vildi hér þó til síðastl,
sunnudag. 3 eða 4 bifreiðar komu
hér akandi eftir, vegjnurn, miklu
hraðar en leyfiíégt ætti að vera
að aka eftir þröngiim þorpsgötum;
hvolpur, séih eg átti, skaust að
einni bifreiðinni, þájr tii, eftir
skamman þvæling, að bifreiðan
stjórinn ók yfir haiín, skreiddist
hvoípurinn ir\eð kvölum af vegin-
um inn í næsta hús, og dó þar
eftir svo sem fjórðungs stundar
dauðastríðs kvalir.
Ekki 'veit eg, hvort lagahegning
liggur við slíku, ef sannaðist að
af kæruleysi. væri, en hitt veit eg,
að siðferðisleg ’skylda a.llra sam,
vizkusamra og heiðvirðrá manhá
býður, að afsaka siíkt við eigend-
ur dýrsins, eða ’að minsta kosti,
reýna að stytta* kvalir þéss, og á
annan hátt láta því f té þá hjálp
sem unt er. - Likléga er þó eng-
inn nú á tímum sá andlegur þurfa-
lingur, að hann ekki viti, að dýr-
in ha.fi tilfinningu og jafn náttúru-
legan rétt á lífinu og við menn-
irnir.
Mer var mikið tjón að hvolp-
inum og kona mín saknaði hans
I