Þjóðólfur - 26.10.1917, Side 1

Þjóðólfur - 26.10.1917, Side 1
ÞJOÐOLFUR LXIY. árg. Eyrarbakka 26. október 1917 Nr. 28 f5 j ó ð ó I f u r kemur venjulega út hvern föstudag. Argangurinn kostar innanlands 4 kr. til næstu ársloka en 5 kr. erlendis. Aigreiðslu oginnheimtu annast pó»t- afgreiðslumaður Sigurður Cfuðmunds- son en,; afgr. á Eyrarbakka annast verzlm. Jóhannes Kristjánsson og á Stokkseyri Guðm. Cfuðmundsson. Aug- 1/singar í blaðið verða að vera komnar til Jóh. Kristjánssonar, verzlm. áþriðju- dagskvöld. Héraðsmálin á Alþingi. A. Fátækramállð. Frh. Ef litið er á fátækramálið í heild sinni, er það fljótlegt að sjá, að þar fer flest í handaskolum þótt ekki sé vegna annars en þess, að þar ægir saman öllum flokk- um þurfalinga, ómagamönnum, heilsuleysingjum, börnum, gamal- mennum, letingjum og siðleysingj- um; það vantar alla flokkun á þurfalingunum sjálfum, og þarmeð líka þann mun, sem gera þarf á meðferð þeirra. Og það er víst ekki hægt að segja með réttu, að nokkrar ómannúðar gæti í með1 ferð þurfalinganna. Það er von- andi undantekningarlaust, að bæði börn og gamalmenni sem þiggja af sveit, sæti á hverju heimili jafn góðri meðferð í alla st.aði og heimilismennirnir sjálfir, og þess munu víst. ekki fá dæmi, að menn sem aldrei verða handbendi sveiti arinnar spari meira við sig á all - ar lundir, og lifl í alla staði óvist- legra og erfiðara lífl en þurfaling- arnir. Það er gleðilegt og ber vott um vaxandi menningu, að ekki heyr- ist lengur talað um illa meðferð á þurfalingum. Er þar sýnileg bæði meiri mannúð og betri efnahagur. En hitt er illa farið, ef mannúðin verður að einhverri meinleysis- hlifð við lata og siðlausa þurfa> linga — og þess eru víst ekki svo fá dæmi. Bæði börn og gamalmenni, heilsuleysingjar og aðrir þsir sem verða handbendi annara af ósjálfi ráðum oisökum, ef til vill oft eft- ir langt og heiðarlegt starf, eiga ah sjálfsögðu að framfærast þann- ígi að þeir ekki — eða eins lítið °g mögulegt er, finni til þess, að beir séu þurfamenn, og í öllu falli ætti meðferðin á þeim að vera þannig, að þeir engan kinnroða Þurfi að bera fyrir ólán sitt. En hinir, sem þiggja af sveit fyrir leti, ómensku og siðleysi — þeir ættu blátt áfram ekki að mega ganga lausir, heldur ætti mannfé- lagið að beita þá slíkri alvöru, að hæflleg viðvörun gæti orðið fyrir aðra. Menn, sem berjast heiðarlegri baráttu við að koma upp stórum barnahóp með litlum efnum — og slíkir monn eru ekki svo fáir — virðast eiga heimtingu á því, að löggjöfin sjái svo um, að þeim sé ekki íþyngt með því að framfæra þá menn, sem sannanlega hafa betri lífskjör en þeir sjálflr. Þessa er þó hvergi nærri gætt. Senni- lega má nefna til dæmi úr hverri sveit landsins, þar sem fátækir ómagamenn komast sæmilega af og aldrei leita til sveitarinnar, en aðrir, sem litla ómegð hafa og ef til vill sæmilega atvinnu og góða heilsu, leita árlega til sveitarinnar eftir framfærslustyrk. *Og svo ilt sem það er fyrir sveitirnar, að róa undir slíkum mönnum, þá gerir þó eftiidæmið hálfu meiri skaða. Bví að þegar aðrir sjá, að sumum mönnum með lítilli ómegð og sæmilegri atvinnu, er látið haldast uppi, að flýja á náðir sveitarinnar, jafnvel þó þeir ekki verði fyrir neinu áfáili, þá verður freistingin svo mikil fyrir þá, að hægja á sér í baráttunni fyrir tilverunni, láta eftir sér meira en efnahagur þeirra leyfir, og eiga eins góða daga og kostur er á; ef illa fer má þá leita til sveitari innar, það hafa aðrir gert fyrri, með engu verri ástæðum. Og þó kosningarétturiinn tapist, er það skaði, sem auðvelt veitir að bera. Það er bersýnilegt, og víst líka viðurkent af öllum, að mesti skaði inn við ómensku-þurfalingana er sá, að dæmi þeirra verður til þess að sljófga sóma- og sjálfstæðistil- finningu annara, og vinnur þannig að því að brjóta niður þann grund- völl, sem heill félagsheildarinnar verður að byggjast á. Bað er gamalt máltæki, að ekki þaríjnema einn gikkinn í hverri veiðistöð, og sannast það, að því er til sveitar- félaganna kemur. Ef eitthvert sveitarfélag heflr svo duglega og ötula forustumenn, að þeim tekst að brjóta á bak aftur tilraunir einstakra manna til að útvega sjálfum sér framfærslu af sveitinni að óþörfu, þá er þess meiri von, að slíkt komi ekki fyrir aftur í bráðina. Sé aftur sveitarstjórnin lin gagnvart slíkum þurfalingum og láti þeim haldast uppi óþarft kvabb, þá bregst varla, að þessum forgöngumönnum fylgi svo margir sporgöngumenn, að ómegðarforaðið vaxi þeim hrepp yfir höfuð, áður en við er litið. Einhver versta tegund ómenskux þurfalinganna eru þó siðleysisþurfa' lingarnir, og er í þeim flokki fjöldi manns, bæði karla og kvenna. Venjulega sleppa þessir þurtalingar án “þess að heimta styrk handa sér persónulega, en þess meir þarf aftur að leggja þeim til framfæris með börnum þeirra, sem þeir eign- ast út um hvippinn og hvappinn og senda síðan heim á sveitina, sem „allra undirgefnast" á að sjá fyrir uppeldi þeirra. Oftast nær eru þessir ómagar lausingjar, sem hvorki geta né vilja haldið börm unum hjá sér. í þessum ómaga- flokki er fjöldi stúlkna víðsvegar á landinu, sem fer til kaup- staðanna, helst Reykjavíkur og lifa þar í siðleysisdrabbi með ómenskustrákum, sem þær svo eignast börn með, venju- Iega sitt með hverjum. Og þess* um börnum eiga svo fæðingahrepp annir að framfleyta, einkum fæði ingarhreppur móðurinnar, þvi að ekki er altaf svo greitt um vik með að hafa uppi á föðurnum. Bað er enginn vafi á því, að í þessari siðleysisómensku er fólgið mikið mein, sem sorglegt er að þurfa um að tala. Og varast ættu menn, að láta ungar og óþroskaðar stúlkur fara til staða, þar sem slíkur ómenskusollur er fyrir, nema því aðeins, að þær geti verið á þeim heimilum, sem þær geta verið líkast því, sem þær væru í foreldrahúsum. En þetta er oft hægra sagt en gert; unglingarnir vilja ráða sér sjálflr og hvorki hægt nó heldur rétt, að taka af þeim ráðin, og auk þess er flöldi unglinga, sem ekki er undir umsjón foreldra né annara vandamanna, og verður að sigla sinn eigin sjó. Og það er ekki sízt vegna slíkra unglinga sjálfra, að nauðsyn ber til að það verði öllum ijóst, að þeir sem vilja ráða sér sjálflr, verða líka að ábyrgjast sig sjálfir, og ef þeir útaf ómensku eða siðleysi gefast upp á aðra, þá verður líka meðferðin á þeim eft- ir því. Það segir sig sjálft að enginn heldur því fram, að saklaus börn- in eigi að gjalda siðleysisómensku foreldranna. Vitanlega verður hið opinbera að sjá þeim fyrir eins góðu uppeldi og kostur er á, því að mikið má laga með góðu upp- eldi, þótt ekki sé það einhlitt, og mörg dæmi bendi í þá áttina, að einnig á þessum svæðum sé nátt- úran náminu ríkari. En foreldr- arnir, þau eiga vissulega ekki sér að vítalausu, að komast upp á það lag, að hafa fæðingarhreppa sína fyrir barnfóstrur, heldur ætti að láta þau vinna á sórstökum stofnunum undir um- sjón, þau verða að vita, að þau með siðleysi sínu og ómensku hafa afsalað sér réttinum til a8 lifa eins og írjálsir menn. Og hörmung er til þess að vita, að ekki skuli vera lög til þess að láta ómenni, sem tæla saklausar stúlkx ur sasta hörðustu hegningu, það munu þó flestir telja meiri glnp en t. d. að stela lambketlingi. Mannúðin gengur oflangt, ef væg meðferð á slíku fólki er skrifuð á hennar reikning. Og enn er eitt atriði, þar sem mannúðartilfinningin leiðir menn afvega, og er það afskifti sveitar- stjórnarinnar af börnum, sem al- ast upp á heimilum ómensku for> eldra. Á því er enginn vafi, að altof lítið er gert að því, að taka slík börn frá foreldrunum og koma þeim til uppfósturs á góð heimili, þar sem börnin geta vanist á hirðusemi og reglusemi og orðið að nýtum mönnum. Ómenskui uppeldi eyðileggur margan þann, sem að mörgu leyti gæti verið gott mannsefni. Engan veginn skal því neitað, að mörgum myndi þykja hart, ef börnin væru tekin af þeim, því að náttúrlega má ganga að því vísu, að foreldramir, þótt ómenni séu, hafi mannlegar tilflnningar og þyki sárt að sjá börnum sínum. En ekki dugir að horfa í slikt, því að ekki geti ur það orkað tvímælis, að meira verði að meta heill og framtið barnsins, en tilflnningar foreldr- anna. Meira að segja væri ákjós- anlegt, að svo mikið opinbert eft- irlit væri með barnauppeldinu, að að taka mætti börn fá foreldrum, þótt ekki væru styrkþegar, ef upp- eldi þeirra væri vanrækt að beztu manna yflrsýn. En sjálfsagt verð- ur langt að bíða þess, að svo langt verði náð, og sú vanræksla ætti ekki að draga úr áhuganum á því, að sjá svo um, að börn þurfalinga geti mannast svo vel, að þau ekki þurfi að feta í fót- spor foreldranna. Margir munu halda því fram, að þótt rétt sé í sjálfu sér að flokka þurfalingana, fara vel með suma, og láta þá ekkert líða und- ir þurfamensku sinni, en beita aðra fylstu alvöru og hörðum aga, þá muni þetta þó erfitt, þegar til framkvæmda komi. Hreppsnefnd- um myndi erfltt, að flokka þurfa- lingana rétt, og alimiki! hætta á þvi, að gjörræði yrði beitt. Til slíks ætti þó ekki að þurfa að korna. Engum ætii að vera bet-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.