Þjóðólfur - 30.04.1918, Blaðsíða 2
22
ÞJÓÐÓLFUR
an árangur af atarfi íslendinga
sjálfra, þá er það gieðilegur vott-
ur þess, að þeir eru a. m. k. að
sumu leyti framar heldur en for-
feður þeirra, sem ekki létu neitt
slíkt eftir sig liggja. Því er eins
farið um þjóð og einstakan mann.
Yið mundum engan mann telja
meiri mann fyrir það, þó að hon-
um áskotnaðist nokkur þúsund
krónur af tilviljun án hans til-
verknaðar, slíkt væri engi framför
á honum og manngildi hans
eigi meira fyrir það; meira að
segja eru þess mörg dæmi, að
slík höpp hafa orðið hefndargjöf,
gert manninn minni, dregið
úr honum dug og þrótt til sjálf-
bjargar, og jafnvel komið honum
á vonarvöl; því að „margan hefir
auður apað“. Tið erum ekki í
vafa um að telja hinn auðinn
happasælli og betri til frambúðar,
að eiga vit og ráðdeild, vilja og
þrek til að sjá bæði sér og öðr-
um íarborða, þó að byrjað sé með
tómar hendur og í harðbakka slái.
Þessu er eins háttað um þjóðir.
Sagan sýnir þess mörg dæmi, að
þjóðarauðlegð, sem margar kyn-
slóðir hafa hjálpast að að draga
saman, hefir að lokum orðið niðj-
unum hefndargjöf, hún heflr dreg-
ið dug úr þeim, þjóðin lagzt í
ómensku, afturför og hnignun, og
tortíming orðið örlög hennar að
lyktum.
Mér dettur oft í hug það, sem
einn gamall og góður bóndi sagði,
og rennur til rifja, hve það var
fávíslegt: „Eg get nú rólegur
gefið frá mér“, sagði hann, „því
að nú á eg orðið jarðarskika handa
hverju barni eftir mig“. Eg hygg,
að allir fari nær um, hvaða trygg-
ing í því hafi verið fyrir velgengni
barnanna hans. Til samanburðar
má aftur taka viðkvæði úr þjóð-
söng fornþjóðar einnar. Þar sungu
fyrSt gamlir menn þessi orð: Vér
vorum einu sinni vaskir menn.
Þá kváðu miðaJdra menn: Vér er-
um ennþá vaskir menn, reyni hver
sem vill. En síðast kváðu ung-
lingarnir: Vér sJmlum verða vask■
ari menn. Þetta var hernaðarþjóð,
og hugsaði ekki um annað en
hreysti og harðfengi. Við hugs-
um nú um annað og fleira, en
viðkvæði þetta er samt sem áður
til fyrirmyndar. Unga kynslóðin á
ekki að gera sig ánægða með að
ganga í spor feðra sinna og mæðra,
heldur að stíga feti framar. Og
hverjir góðir foreldrar óska, að
börnin sín verði sér fremri, og
gera alt til þess, sem í þeirra
valdi - stendur. Eg þarf vonandi
ekki að taka það fram, að þegar
eg segi „fremri“, þá meina eg
ekki í fordild og fínlæti, heldur í
þekkingu, dáð og dugnaði og öðr-
um mannkostum. Þetta þarf að
standa ijóst fytir eldri kynslóðinni,
og þetta þarf að innræta þeirri
yngri. Undir því, hverníg þetta
tekst, er kominn framtíðarhagur
þjóðarinnar og barna, hennar.
Hvað getur þá eldri kynslóðin,
sem nú ræður Iögum og lofum í
landi hér, gert til þess, að næsta
kynslóð, börnin, sem nú eru að
alast upp, taki henni fram að viti,
dug og mannkostum? Hvað geta
foreldrar gert til þess, að börnin
þeirra verði þeim fremri, komist
lengra en þau sjálf í þessum efn-
um?
Tvent er það, sem gerir hvern
mann það, sem hann er á full-
orðins árunum og ræður mestu um
örlög hans. Það er af annari hálf-
unni meðfætt eðli hans og sköpu-
lag, upplagið, hæfileikarnir, alt sem
honum er lánað, en af hinni hálf-
unni uppeldið, uppeldið, sem hann
fær hjá öðrum í bernskunni, og
uppeldið, sem hann sjálfur veitir
sér, þegar hann kemur til vits og
ára. Hvernig upplag barnanna er
og hæfileikar frá skaparans hendi,
það er vitanlega ekki á mannanna
valdi, en uppeldi í bernzku er það
að miklu leyti, og hvernig mað-
urinn svo venur og uppelur sjálf-
an sig, þegar hann er kominn til
vits og ára, það er að vísu á
sjálfs hans valdi, en fer þó vafa-
laust oftast nær mjög mikið eftir
því, hvernig grundvöllur hefir ver-
ið lagður í uppvexti hans. En
mjög hefir hina mestu spekinga
greint á um það, hvort meira muni
mega sín, upplagið eða uppeldið.
Þó eru flestir sammála um, að
hjá öllum þorra manna muni upp-
eldi mega sín meira en upplagið;
svo að slæmt uppeldi geti eyði-
lagt bezta upplag og hæfileika, og
aftur á móti geti gott uppeldi gert
furðanlega mikið úr lélegu upplagi
og litlum hæfileikum. En að upp-
eldið sé hið mesta vandaverk, um
það ber öllum saman. Það sem
því foreldrar og eldri kynslóðin yfir
höfuð getur gert við börnin og
komandi kynslóð, til þess að gera
þau sér fremri, að sem mestum
og beztum mönnum, er í þessu
innifalið, að vanda uppeldið af
fremsta megni. Með öllum siðuð-
um þjóðum er það nú talin heilög
skylda þjóðfélágsins, að hjálpa for-
eldrunum og heimilunum í þessu
efni. Eru til þess reistir skólar
handa öllum almenningi. Tím-
arnir heimta sífelt meiri þekkingu,
og fæstir foreldrar eru færir um
að veita börnum sínum hana, a.
m. k. ekki meiri en þau hafa sjálf,
og svo er það hagur þjóðfélagsins,
eins og foreldranna, að úr börn-
unum verði sem mestir menn og
beztir.
Það er á síðustu árum orðið
kapphlaup í þessu efni meðal
mentaþjóðanna, Um miðja 19.
öld sagði þýzkur maður: „Sú þjóð,
sem á bezta skólana, er fremsta
þjóðin. Sé hún það ekki í dag,
þá verður hún það á morgun".
Enginn taldi þá þýzku þjóðina
fremsta. Frakkar voru herþjóð
meiri og Englendingar iðnaðarþjóð
og verzlunarþjóð meiri. Nokkrum
árum síðar sigruðu Þjóðverjar
Frakka gersamlega á */* ári. Þá
sagði æðsti herforingi Þjóðverja:
„Þenna sigur hafa skólarnir okk-
ar unnið“. Og enginn efar það
nú, að skólunum þeirra sé að
þakka frammistaðan þeirra í styrj-
öldinni miklu, sem allir undrast
nú á tímum, þar sem helzt lítur
út fyrir, að þeir ætli að ganga
sigrandi af hólmi eftir baráttu við
meira en hálfan heiminn. Eng-
lendingar hafa miklu miður sint
skólum sínum, og létu menn miklu
lengur sjálfráða um uppfræðslu
barna sinna heldur en Þjóðverjar.
En eftirtektarvert kann ykkur að
þykja það, að í aprílmánuði í fyrra
fór enska stjórnin fram á 70 mil-
jóna króna fjárveitingu á þinginu
til launahækkunar barnakennara
landsins og fylgdu ummæli á þessa
leið: „Nýliðarnir, sem teknir hafa
verið í her og á flotann, hafa sýnt,
hve ómetanlegt gagn er í ment-
uninni. Hinir siðferðislegu yfir-
burðir, sem við miklumst af með
réttu, eru mest að þakka barna-
skólum vorum og kennurum þeirra.
Þeir eiga gott skilið af þjóðinni.
Hingað til hefir þeim verið laun-
að svo illa, að hæfir menn hafa
löngum orðið nauðugir viljugir að
hætta starfi á bezta reki". Skrít-
in dýrtíðarráðstöfun hefði þetta
þótt hérna. Það fyrsta sem grip-
ið var til að spaia hjá okkur í
fyrra, voru útgjöldin til skólanna,
einkum alþýðuskólanna. Englend-
ingar virðast vera komnir á aðra
skoðun.
Þið segið ef til vill: Yið eigum
ekki í stríði! Jú, víst eigum við
í stríði. Ekki við menn, en við
náttúruna, við óblíðu lofts og láðs
og lagar. Og í samkepni við aðr-
ar þjóðir verðum við að taka þátt,
hvort sem við viljum eða ekki.
Þýzku börnin læra ekki í skólun-
um að drepa menn, en þau læra
þar að hlýða og stjórna og vinna
saman, elska land sitt og þjóð og
vera reiðubúin til að leggja með
hugprýði alt sitt í sölurnar fyrir
sameiginlega heill og góðan mál-
stað. Ykkur finst kanske ekki
heldur málstaðurinn góður og
þýzka þjóðin ekki eftirbreytnisverð.
Um það fer tvennum skoðunum.
En þar til er því að svara: Það
kemur undir því, hvað og hvernig
er kent í skólunum, hvað börn-
unum er þar innrætt. Hernaðar-
andinn þýzki er ekki eftirbreytn-
isverður, en hugprýðin þeirra og
samheldnin er það, og þeir hafa
fyrst og skýrast sagt og sýnt heim-
inum, hvað alþýðumentun megnar.
Þar megum við lítilmagnarnir hafa
þá til fyrirmyndar, þó að við vilj-
um ekki mannsblóð sjá. Eða mun
smáþjóð, eins og við, mega við
þvi að kasta frá sér þeirri verj-
unni, sem stórveldunum hefir orð-
ið drjúgust til sigurs?
Menningunni okkar fornu er það
að þakka, að þeir útlendingar,
sem þekkja okkur, kannast við, að
við séum sérstök þjóð. Menning
okkar nú á tímum verður að færa
þeim heim sanninn um það, að
við eigum enn skilið að lifa okk-
ar sérstaka þjóðlífi, vera sjálfstæð
þjóð. Við getum ekki borið fyrir
okkur fjölmennið. Þjóðmenning
okkar er eina vörnin, lífsskilyrði
íslenzku þjóðarinnar. Til þess að
halda henni uppi verða allir að
leggjast á eitt og duga hver sem
má. Vitanlega stöndum við að
ýmsu leyti ver að vígi en aðrar
þjóðir. Það er rétt að kannast
við það. En sú viðurkenning á
að vera okkur brýni og eggjun,
en ekki æðruorð og uppgjafar.
Það var einu sinni íslendingur
staddur að kirkju í Noregi með
höfðingja sínum og 3—4 liðsmönn-
um norskum. Þeir voru allir vopn-
lausir. Þeir vissu ekki fyrri til,
en vopnuð óvinasveit var rétt
komin að þeim óvörum, og var
þá ekki nein von griða höfðingja
þeirra. Liðsmenn hans æðruðust
allir, þar sem þeir voru allir vopn-
lausir. Þá mælti íslendingurinn
þessi orð: „Hér erum vér þá, og
fylgjum því betur jarli, að engin
eru vopnin"! Vopnleysið var hon-
um einungis hvöt til þess að duga
því betur. Enda lét hann ekki
lenda við orðin tóin. Hann barg
jarlinum og félögum sínum öllum,
en lét sjálfur lífið. Hvað mér
dettur oft í hug þessi íslendingur,
þegar verið er að fjasa um, hversu
við séum fáir, fátækir og smáir,
Og hvað eg vildi óska, að allir
hugsuðu þá eins og hann. Þvf
ver sem við stöndum að vígi, því
betur verðum við að duga. Því
færri sem við erum, því meiru
þarf hver einstakur að orka; því
fátækari sem við erum, því betur
þurfum við að halda til haga, því
sem okkur er lánað; því smærri
sem þjóðin er, því stærri þurfa
börnin hennar að vera að mann-
gildi og kostum. Annars er líf
og velferð litlu þjóðarinnar í veði.
Eg hygg, að upplagið í íslend-
ingum, hæfileikar til líkams og
sálar, séu enn þá eins og bezt ger-
ist með öðrum þjóðum. En þá
kemur til hins atriðisins: Hvernig
er uppeldið? Hvernig hlúð að hæfi-
leikunum? Hvað gert til þess að
þeir dafni sem bezt? Hvar stönd-
um við í því efni í samanburði
við aðrar þjóðir? Ef litið er á,
hvað gert er í því efni af hálfu
þjóðfélagsins, þá stöndum við þar
langt að baki allra mentaþjóða.
Þær leggja börnunum til kenslu í
skólum frá því að þau eru 6—7
ára til 14 ára, og sumar lengur.
Foreldrar eru skyldir að láta börn
sín rækja skólana allan þann tíma,
og kenslutíminn á hverju ári er
venjulega um 10 mánuði. Kenslu-
tíminn á dag er 2—5 st. Skól-
arnir taka að sér alla fræðsluna,
að kalla má. Og þar sem bezt
er, t. d. í Þýzkalandi og á Norð-
urlöndum, er ekkert til sparað
að gera skólana sem bezt úr garði,
og menta kennarana sem allra
bezt. Svona getum við ekki hlynt
að fræðslu hvers barns hér á landi!
Það væri mögulegt í kaupstöðum
og sjóþorpum, þar sem þéttbýlið
er nóg, svo að börnin geta gengið
í skólana heiman frá sér daglega,
en í strjálbýlum sveitum er þess
enginn kostur. Hér hefir samt sem
áður verið lögboðin nýlega fræðslu-
skylda, nokkurs konar ófuJlkomin
skólaskylda, en þá þorði löggjafinn
ekki að heimta meira handa sveita-
börnunum pn 8 vikna kenslu á
ári í 4 ár, fyrir utan það, sem
heimilin sjálf eiga að kenna þeim,
en kaupstaðabörn fá þrefalt meiri
tíma og þar yfir.
Þessari litlu skólaskyldu þykir
nú sumum ofaukið, finst að hún
ætti engin að vera. Bezt að láta