Þjóðólfur


Þjóðólfur - 30.04.1918, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 30.04.1918, Qupperneq 4
I 24 ÞJÓÐÓLFUR Reglugjörð I um ráðstafanir til að tryggja verslun landsins. Samkvæmt heimild í lögum nr. 6, 8. febrúar 1917, um heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til landsins, eru hér með sett eftirfarandi fyrirmæli. 1. gr. Meðan samningar standa nú yfir milli Bretastjórnar og sendi- manna landsstjórnarinnar ísienzku um verðlag á íslenzkum afurðum árið 1918, er bannað að selja til útlanda eða gera samninga um sölu til útlanda á íslenzkum afurðum, sem framleiddar hafa verið eða fram- leiddar verða á yfirstandandi ári. 2. gr. Brot gegri ákvæðum 1. gr. reglugjörðar þessarrar varða sektum alt að 500,000 krónum. Bæði sá, sem seiur eða lofar að selja vörur þær, sem greindar eru í 1. gr. og á þann hátt, er þar greinir, og sá, sem kaupir eða lofar að kaupa þær, skal sekur talinn við ákvæði þessarrar reglugerðar. Hið selda eða umsamda er sð veði fyrir sektunum. 3- gr- Með mál út af brotum gegn reglugerð þessarri ska! fara sem almenn lögreglumál. Áður en dómari úrskurði sektir, án þess að mál fari fyrir dóm, skal málið borið undir stjórnarráðið. 4- gr. Reglugjörð þessi öðíast gildi þegar í stað. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, er hlut eiga að máli. í stjórnarráði íslands, 22. apríl 1918. Sigurður Jönsson. Oddur Hermannsson. Auglýsing. í sambandi við reglugerð þá um ráðstafanir til að tryggja verzl- un landsins, sem gefin hefur verið út í dag, auglýsist hérmeð, að landsstjórnin vegna laadssjóðs getur ekki tekið neina ábyrgð á afleið- ingum af ráðstöfunum eða söiusamningum rnanna á miiii hér á iandi um íslenzkar afurðir til útflutnings, sem framleiddar hafa verið eða framleiddar verða á yfirstandandi ári. í stjórnarráði íslands 22. apríl 1918. Sigurður Jönsson. Oddur Hermannsson. FERÐAMENN! f*egar þið komið til Iteykjavíkur og; ykkur yanhagar iim iatnað 09 vefnaðarvörur þá skuliið þið athuga verð og gæði á þessum vörum í AllSturstr. 1 Asg. G. Gunnlaugss. & Go. Austurstrœti 1. Jörðin Stakkavik, ásamt eyðijörðinni Hlíð í Selvogs- hreppi, er laus til ábúðar í næstu fardög- um. — Semja ber við umráðamann jarðarinnar Pál Grimsson í Nesi. 95 Ingiríður roðnaði við og sagði: „Það verður of einmana- legt fyrir þig að vera uppi í seli, því að þú ert gefin fyrir að vera í margmenni. Eg held það sé bezt, að þú verðir kyrr heima, en eg láti einhverja roskna stúlku fara upp eftir“. „Það held eg líka“, sagði Sigríður. „Það ætti ekki að láta Míru fara þangað". „Og því þá ekki, ef hana langar til þess“? sagði Þorleifur og leit upp. Sigríður vissi ekki, hverju hún átti að svara. Það greip hana ótti, þegar hún hugsaði til þess, að Míra færi burtu og hún gæti ekki haft gætur á framferði hennar. Hún varð því að láta sér þetta lynda, en hét því að vera við engu varbúin. Daginn eftir fór Míra upp í sel, og enginn maður á heimil- inu nefndi hana á nafn framar. Þorleifur var iðinn við vinnu sína þann dag, og kom ekki heim fyr en orðið var áliðið dags. Þá hófst Hans upp úr eins manns hljóði og sagði: „En hvað hún Míra blæs vel í smala- lúðurinn. Það getur komið út á manni tárunum að hlusta á það. Komdu með mér hérna upp fyrir, Þorleifur, og heyrðu sjálfur, hvort eg segi ekki satt“. Þorleifur gekk út á eftir honum í hægðum sínum, og kom ekki aftur heim fyr en seint um kvöldið; og kvöldið eftir, um sama leytið, fór hann aftur burtu. Þótt Sigríður vissi vel, hvar Þorleifs var að leita, læddist hún þó út á eftir honum, og það fór eins og hana grunaði; Þorleifur sat uppi í fjallshlíð og hlustaði niðurlútur og angurvær á hljóminn úr lúðrinum hennar Míru. Nú sá Sigríður, að hún var að missa aftur tökin, sem hún hafði náð á Þorleifi. Sökn- uðurinn eftir Míru var að yfirbuga hann, og hvernig sem hún reyndi að telja um fyrir honum, fann hún, að hann veitti því 94 Hann fór að ná aftur sínu rétta eðli. Honum fanst sjálfum eins og einhver önnur og ókunn sál hefði búið í sér síðan Míra kom á bs^inn, en nú þóttist hann vera búinn að ná tökum á sjálfum sér, og það skyldi enginn leika sér að því aftur, að leiða hann í tjóðurbandi, hugsaði hann, hrokaíullur að vanda. En Sigríður var svo skarpskygn, að hún gat lesið í hug hans, hverju þar fór fram, og enginn í allri sveitinni skildi bet- ur skapsmuni Þorleifs en hún. Gjarna hefði hún viljað lækka ofurlítið í honum drambið, en henni var það Ijóst, að ef henni átti að takast að sannfæra hann um, að hann væri ekki eins alfullkominn og honum sjálíum fanst hann vera, varð hún að koma þvi til leiðar, að hann yrði að játa, að einhver annar eða aðrir hefðu yfirburði yfir hann og væri honum fremri. En eins og nú stóð á, sá hún, að Þorleifur þurfti á öllu sínu sálarþreki og stórmensku að halda, og hún mátti því fyrir engan mun rýra trú hans og traust á því, að hann væri óskeikull og stæði skör hærra en aðrir menn, því að misti hann trúna á það, yrði hon- um aldrei bjargað úr klóm Míru, því að Þorleifi var svo varið, að ef Míru hefði tekizt að leiða hann í hrösun, mundi það hafa hvílt svo þungt á samvizku hans, að það hefði riðið honum að fullu. Þá bar það við eitt.kveld, að Hans kom heim og hafði orð á því, að stúlkunni, sem var uppi í seli, færist illa úr hendi að gæta búsmalans, og brýn þörf væri á að senda aðra stúlku þang- að upp eftir. Míra stóð óðara upp og sagði ofur-spaklát við Ingiríði: „Ætli það sé ekki bezt, að eg fari upp í sel í staðinn fyrir hana Önnu? Fólkinu hérna er, hvort sem er, ekki um mig gefið síðan hún Sigríður kom, en eg hugsa, að enginn fari að öfunda mig af því að vera þar upp frá“.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.