Þjóðólfur - 07.05.1918, Síða 3

Þjóðólfur - 07.05.1918, Síða 3
ÞJÓÐÓLFUR 27 bilunar eða eítir læknis ráði. Nú er það vonandi, að þeir fjölgi á voru landi, er vel gegna opinber- um stöðum, eítir því sem oss vex menning og þroski og hert verð- ur á eftirliti með starfsmönnum um vors litla ríkis. Sökuro „sam- ræmis“ geta eftirlaun eða heið- urslaun hr. B. Kr. því orðið land- inu harla dýr, sennilega miklu dýrari en flestum flutningsmönn- um framanprentaðs launafrumvarps þykir æskilegt. Og eg harma það 1 sjálfu sér ekki. í grein þessari leitast eg aðeins við að sýna af- leiðingar frv., ef þingið samþykkir það, og „samræmi" sumra „sam- ræmi“-unnandi flutningsmanna þess við sjálfa sig. Eg tek dæmi máli mínu til skýringar. Þingið hefir nú ný- verið afnumið ráðherraeftirlaun. Enginn vafl leikur á því, að ráð- herraembætti er ein hin mesta trúnaðarstaða með þjóð vorri, eins og flutningsmenn kalla forstöðu Landsbankans. Gerum ráð fyrir, að hr. Sigurður Jónsson gegni em- bætti álíka lengi og hr. Björn Kristjánsson skipar bankastjóra- stöðu. Á hann þá að fara slitinn og slyppur norður að Yzta-Felli, er hann leggur niður völd? Myndu styrktarmenn hans, t. d. hr. Sveinn Ólafsson og hr. Þorleifur Jónsson, ekki kalla, að hann stæði „prýði- lega“ í stöðu sinni? Það er sann- ast að segja óverjandi á þessum tímum, að styrkja aðra til stjórn- ar atvinnumála vorra en þá, er stýra þeim „prýðilega", nema ef menn játa, að þeir verði ekki fundnir hér á landi, er slíkt geti. Það er og áreiðanlega ekki „deilt* meira um stjómarframkvæmdir hr. S. J. en bankastjórn hr. B. Kr. Og varla verður efað, að nú- verandi atvinnumálaráðherra hefir verið þjóðnytjamaður, ekki minni en hr. B. Kr., þótt hr. S. J. hafi ekki setið eins lengi á alþingi. Hvað svo sem segja má um stjórnmála- stefnu „Tímans", hefir hr. S. J. vafalaust unnið gagn góðu máli í langri baráttu fyrir kaupfélagsskap og samvinnu. Sóma síns og „sam- ræmis" vegna gæti þingið ekki gerzt bert að þvi að veita honum minna en */s hluta embættislauna sinna í eftirlaun. Og sömu hlunn- inda yrðu síðan aðrir ráðherrar að njóta. Slík dæmi mætti lengi télja. Eftirlaunamáli voru horflr nú þannig við, að eftirlaun eru að sumu leyti með öllu afnumin, þar sem ákvæði um ráðherra-eftirlaun hefir verið kipt úr lögum og fjðl- mörg ný embætti stofnuð án eft- irlaunaréttar, að sumu leyti eru þau lækkuð niður úr öllu valdi. En hins vegar samþykkir þingið lög um há eftirlaun handa hálaún- uðum einstökum mönnum — hér er gert ráð fyrir, að eftirlaunafrv. hr. B. Kr. verði að lögum — og veitir þau uppgjafamönnum og ekkjum í fjárlögum. Við þetta fyrirkomulag er ekki með nokkru móti unandi. Smáræði tel eg það, að ekki lítill hluti þingtímans fer í þras og þref um, hverjum veita beri eftirlaun. Núverandi eftirlauna- tízka þjáist af miklu alvarlegri meinsemd. Það er auðsætt, að hún hefir í för með sér hið hraparlegasta mis- rétti. Áður eru leidd rök að því, að í mörgum dæmum hljóti lög- gjafarfulltrúa landsins að skorta kunnáttu til að meta verðleika þeirra starfsmanna, er eftirlauna beiðast og lausnar úr stöðum sín- um. Þeir myndu því bera.drýgst- an skamt frá borði, er framastir væri, bæri sig bezt eftir björg- inni, ætti sæti á alþingi, venzl- aðir væri þingmönnum, eða þeir er löggjafarnir ætti eitthvað und- ir, t. d. þingmensku. Er hægt að sanna þetta með dæmum. En margur óframur og óframfærinn myndi ekkert bera úr býtum. Þetta fyrirkomulag mun reynast happadrýgst metorðasjúkum mönn- um, er sækjast fastast eftir þeim störfum, er mest ber á, þeim, sem sífelt skifta sér og kröftum sínum, hjala hæst og gusa mest. Hins vegar er hætt við, að með slíkri eftirlaunavenju yrði gleymt mörgumhæverskum kyrlætismanni, er stundaði starf sitt og illa launað embætti óklofinn og óskiftur, t. d. mörgum góðum presti eða kenn- ara á útkjálkum lands, sem væri þó ef til vill stoð og prýði sveit- ar sinnar, lífs- og menningarfröm- uður strjálbýlla og fátækra dala. Sjá vonandi allir, hve heillavæn- legt slíkt fyrirkomulag er. Hér sjást afleiðingar þeirrar óheillastefnu ólýðhollra lýðskjalara að svifta þá hina fáu eftirlaunum, er þeirra nutu að lögum, í stað þess að reyna að korna öllum á ejtirlarm, eða tryggja það á ann- an hátt, að enginn nýtur þegn þjóðíélagsins þyrfti að kvíða fjár- þröng í elli sinni. S. 0. Fráfærur. Frá landbúnaðarnefnd efri deild- ar heflr komið svohljóðandi nefnd- arálit um fráfærufrumvarp stjórn- arinnar, er getið var í 5. tbl. Þjóðólfs: Nefndin hefir orðið sammála um, að ekki sé rétt að samþykkja frum- varp það, sem hér er um að ræða, af eftírfylgjandi ástæðum: 1. Lög, er fyrirskipuðu almennar fráfærur, mundu verða afar- óvinsæl, og tvísýnt um, að þeim yrði allstaðar hlýtt, enda sumstaðar lítt eða ekki mögu- legt. 2. Almennar fráfærur mundu leiða til þess, að heyafli bænda mink- aði víða og yfirleitt, vegna fólkseklu; og mundi þá annað- hvort verða að fækka kvikfén- aði og minka þannig bústofn- inn, eða hann yrði ver trygð- ur en ella. Hugsanlegt er að vísu, að greiða mætti fyrir því, að fólk fengist úr kaup- stöðum upp í sveitir, til að bæta úr vinnueklunni, sem af fráfærunum leiddi, en þó tæp- lega til fulls, nema helzt með óvinsælum þvingunarráðum; og væri þó vafasamt, hvort sumt af þannig fengnu fólki yrði ekki að minna gagni en svo, að svaraði köstnaði, bæði sök- um nauðungarinnar og van- kunnáttu við sveitavinnu. Margt af smærri bændum hefði og alls ekki ráð á því, af efna- hagsástæðum, að taka kaupa- fólk, þótt þess væri kostur að öðru leyti; og þeim, er fátt eiga, gera fráfærur þó tiltölu- lega mestan vinnuhnekki. — Sumstaðar hagar líka svo til, að ær verða ekki hafðar í heimahögum að sumrinu, svo að þær gangi ekki í engjum og spilli þeim. Og enn má benda á það, að þar sem víð afrétt- arlönd liggja að heimahögum og ær hafa gengið með dilka undanfarið, getur mjaltafjár- geymsla orðið lítt framkvæm- anleg og afardýr. 3. Nú er megnið af kjöti því, sem út er flutt, dilkakjöt, sem feng- ið hefir gott orð á erlendum markaði. Af almennum fráfær- urn mundi leiða, að útflutn- ingskjötið og yfirleitt alt kjöt, sem verzlað er með, yrði að- allega kjöt af lélegum haga- lömbum og mögrum kvíaám, og mundi það að líkindum leiða til stórkostlegrar spillingar á kjötmarkaði landsmanna er- lendis. 4. Jafníramt því, að af almenn- um fráfærum mundi leiða það, að mjög lítið yrði um gott kjöt í landinu, að minsta kosti í bili, mundi og tólgarfram- leiðsla þverra mjög mikið, og feitmetisframleiðslan yfirleitt vaxa minna en í fljótu bragði sýnist. Aðalniðurstaða nefndarinnar er því þessi: Að þótt feitmetisfram- leiðslan mundi að líkindum vaxa nokkuð við þvingaðar, almennar fráfærur, þá sé þó tvísýnt og ólík- legra, að sá munur svaraði til aukins kostnaðar, jafnvel í bili; og að hættan á þvi, að slík úrræði leiddu til þverrunar á heyafla lands manna, sem er aðal-undirstaða landbúnaðarins, og til spillingar á kjötmarkaði þeirra erlendis, sé svo stór, að slíkt örþrifaráð sé alls ekki takandi, nema ef til vill þvi að eins, að allir flutningar til landsins og útflutningar teppist gersamlega. Á hinn bóginn lítur nefndin svo á, að fráfærur geti allvíða aukist, til hagsbóta bæði fyrir íramleiðendur og aðra, ef vinnukraft vantaði ekki og verð á smjöri yrði i hlutfalli við verð á öðrum vörum. Ræður því nefndin háttvirtri deild til að afgreiða málið með svo hljóðandi RÖKSTUDDRI DAGSKRÁ: í því trausti, að landsstjórnin stuðli að því eftir föngum, að bændur geti fengið sem ódýrastan og hentugastan vinnukraft, til fram- kvæmdar fráfærum ásauðar, og gefi þeim upphvatningu til þess a annan tiltækilegan hátt, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. PrjíEJlostiir 09 faflnÉMor keyptar hæsta veröi (hvor tegund fyrir sig) í Vöruhúsinu. 97 um, fór hún á fætur til þess að geta haft auga með honum. En svo kom það fyrir einn morgun, að Sigríður svaf venju frem- ur. lengi og vaknaði ekki, fyrr en sólin skein inn um gluggann til hennar. Hún þaut upp úr ruminu og út að glugga, til þess að horfa eftir götunum, sem lágu upp að seli. Langt upp frá sá hún tvo menn ganga í hægðum sínum upp fjallið. „Hamingjan hjálpi mér“! sagði hún, „þetta eru áreiðanlega þeir Hans og Þorleifur á leið upp að seli. Það gæti íarið svo, að hann faðir hans Guðleifs míns biði þess aldrei bætur, að eg svaf svona lengi í morgun, því að ef henni Míru tekst að tæla hann út í hrösun, þá er hann svo vandur að virðingu sinni, að honum verður ofraun að rísa undir þeirri synd“. Þegar þeir Þorleifur og Hans nálguðust selið, fór Þorleifur að hægja ganginn, eins og einhver ósýnileg hönd héldi honum aftur. Hann þráði að vísu ákaft að hraða sér til selsins, en sár- langaði á hinn bóginn til þess að snúa við aftur, en Hans teymdi Tiann áfram með spaugi og glensi. Hann lýsti því fyrir honum, hvað vesalings Míra mundi verða glöð að sjá hann, og hvað hún væri búin að þola margt misjafnt hans vegna, því að ekki væri það af öðru en ást til hans, að hún hefði ekki farið burtu af heimilinu, þegar Sigríður kom þangað. Yið og við var Hans þó að líta aftur til þess að gæta að, hvort Sigríður elti þá ekki. — Míra stóð í selsdyrunum. — Þegar hún sá til þeirra, fór hún að blása í lúðurinn, og þegar raunalegi hljómurinn úr honum barst til þeirra, hvatti Hans sporið svo, að þeir, að lítilli stundu liðinni, voru komnir til selsins. Þótt Þorleifur væri svo kaldlyndur og harðgeðja, að ekkert væri vant að bíta á hann, komu þó tárin í augu hans, þegar hann sá, hvað Míra varð ofsaglöð við að sjá hann.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.