Þjóðólfur


Þjóðólfur - 07.05.1918, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 07.05.1918, Qupperneq 4
28 ÞJÓÐÓLFUR Friðrik Bergmann og Stephan G, Stephansson. Eg geri ráð fyrir, að ekki fáir lesendur blaðs þessa kannist við hinn ágæta kvæðabálk Stephans G. Stephanssonar, „A ferð og flugi", er Jón heitinn Ólafsson gaf út kringum seinustu aldamót og endurprentaður er í „Andvökum", 3. bindi. Sá Ijóðbálkur vakti mikla eftirtekt, er hann kom út. £g held, að pá hafi hérlandsmönnum mörg- um fyrst orðið ijóst, hvílíkan and- ans mann vér áttum, þar sem Stephan G. Stephansson var. Þar er lýsing á presti einum, er mörg- um þótti gaman að, enda er hún einkennilega mergjuð og ber vitni um glöggva mannþekking og þá skygni, er sá gegnum ljúfmann- legt viðmót og fagnaðarmál, greindi, hvað innar bjó, Lýsingin byrjar svona: Sem húskampar bunguðu enn. brúnir bans fram, og burstin á enninu bá með innsigndum vindskeiðum var eins og fyrr, og valsaugun skjáblámagrá. Og stoltið jafn laundrjúgt i Ijúfmensku hans og lundernið dulrátt og framt. Eins þræsingslegt bros, sem forðum mér fanst — en framkoman prúðmannleg samt. * ' * * Af bragðvísri hagfræði blendingur var og bókviti bugsun hans hver. Langlíf og víðkunn verða þessi vísuorð, einkum tvö hin seinustu: »/ dómnum hans milda um eðlið mitt alt var óknytta getsökum lætt, i sérhverri afsökun ásökun var sem eitri í kaleikinn bættK. Þá er „Á íerð og flugi“ kom út, skildu menn þetta svo, sem hér væri síra Friðrik Bergmann hafður í huga, enda segir Stephan, að presturinn, er svo er lýst, hafi verið íslendingur (sbr.: „eg rak mig þar öldungis óvænt á prest og Islending rétt eins og mig"). En þessu neitaði skáldið mjög fastlega, er hann var spurður um það hér heima. Mig minnir, að hann segði, að þar væri átt við skozkan prest eða írskan), er hann hefði verið kunnugur. Eg hefi leiðrétt þessa heimfærslu upp á síra Friðrik, svo að hún væri ekki síðar tekin hugsunar- laust í bókmentasögur og fræðirit. S. G. r XJ tlendar íréttir. Sókn á vesturvígstöðvum virð- ist nú hafa hjaðnað, að minsta kosti í bili, að því er ráða má af seinustu símskeytum. Örskömmu áður var og símað, að Þjóðverjar hefðu gert árangurslaus áhlaup í Fiandern. Og í seinustu skeytum er ekki minst á orustur á vest- urvígstöðvunum. Friðarlega blæs ekki enn þá fremur en fyrr. Bretum er ekki hugur á að gefast upp, þó að illa gangi þeim í bili. Þar sýna þeir í því ,enn sem fyrr seiglu sína og viljaþrek. í Morgunblaðinu er birt símskeyti til danska blaðsins „Politiken" frá fréttaritara þess í Lundúnum. Þar segir svo: „En hvernig sem alt fer, þá er eigi að tala um það að friður verði saminn. Bretar eru eigi sigr- aðir þótt her þeirra í Frakklandi sé gersigraður. Þeir hafa flota sinn eftir og geta með honum varnað Þjóðverjum þess, að setja her á land í Englandi. Auk þess hafa þeir mikinn her heima fyrir. Þá fyrst mundu og Bretar leggja fult kapp á það að efla og bæta flot- ann, ef þeir yrðu að hætta ófriðn- um á landi. Auk þess eiga þeir Bandaríkin að bakhjarli og þau auka stöðugt her sinn og flota. Og þótt Bandaríkin komi of seint núna, þá koma þau ekki of seint næst. Frá Þýzkalandi er það merki- legt að frétta, að í Prússlandi hefir verið glímt við að rýmka ko3n- ingarréttinn. Var símað, að ríkis- kanzlarinn hefði heitið því, að al- mennur og jafn kosningarréttur yrði lögleiddur þar. Enn barst hingað símfregn um, að ákafar deilur hefði orðið á þingi Rússa um þetta merkilega nýmæli, og að stjórnin hefði lýst yfir því, að hún ætlaði að neita allra stjórn- skipulegra ráða til að koma kosn- ingaumbótum fram. Loks kom skeyti á laugardaginn, að fulltrúa- deild prússneska þingsins hefði felt kosningalagafrumvarp stjórnarinn- ar við aðra umræðu. Ritstjóri: Sigurðnr Guðmuudsson. Sími 709. Prentsmiðjan Gutenberg. 98 „Yeslingurinn0! hugsaði hann, „en hvað henni hefir fundist hún vera einmana. Tatarar þola ekki einveruna eins og við bænd- urnir; þeir vilja vera margir í hóp saman eins og dýrin". Míra gerði hvorttveggja, að gráta og hlæja. Aðra stundina dansaði hún umhverfis Þorleif, en hina stundina fleygði hún sér með grátekka að brjósti hans. Þorieifur ætlaði að hrinda henni frá sér, en hafði ekki þrek í sér til þess; hann stóð eins og töfraður og gat ekki hreyft sig úr sporunum, og áður en hann gat áttað sig, var Hans horfinn út úr selinu. „Eg skil hvorki í sjálfum mér eða þér, stúlka“, sagði Þor- leifur, „eg hefi aldrei hræðst úlfa né birni um dagana, en við þig er eg hræddur, og þó þrái eg að vera hjá þér“. Þá horfði hún á hann brosandi með tárin í augunum og sagði: „En eg skil okkur bæði. Mér lízt betur á þig en nokkum annan mann. Eg get ekki farið burtu héðan, nema þú farir með mér, og þú — þú getur ekki án mín lifað, og verður að aum- ingja eða deyr, þegar eg er farinn frá þér“. Svo grátbændi hún hann og reyndi á allar lundir að telja um fyrir honum, og lýsti því með töfrandi orðum, hvaða sælu- líf biði þeirra, ef hann færi burtu með henni. Þorleifur hlýddi á fortölur Míru eins og barn, sem sögð er æflntýrasaga. Og Míra hló og réð sér ekki fyrir fögnuði, því að hún hélt að björninn væri unninn. „Jörðina þína getum við ekki tekið með okkur“, sagði Míra, ,,en hún verður þó altaf þín eign, ef þú vilt fara heim aftur. Peninga þarftu heldur enga, ef þú fylgist með mér og þjóðflokki mínum. Þar er frelsi og jöfnuður, og heimkynni okkar er hvar sem vill um víða veröld. Reglugjörð um viðauka við reglugjörð 23. janúar 1918 um sölu og úthlutun kornvöru, sykurs o. fl. Samkvæmt lögum 1. febrúar 1917, um heimild fyrir lands- stjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálíuófriðnum, eru hjer- með sett eftirfarandi ákvæði. Skylt er heildsölum, kaupmönnum, kaupQelögum, brauð- gjörðarhúsum svo og einstökum mönnum að gefa bjargráða- nefndum þær upplýsingar um birgðir sínar af kornvörum, sykri, smjörlíki og steinolíu, sem neíndirnar æskja. Reglugjörð þessi öðlast þegar gildi. Þetla er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. í stjórnamðl íilandi, 29. april 1918. Sigurður *3ónsson. Oddur Hermannsson. Vatnsaflið vinnur fyrir Sími 404. bændur landsins. Símnefni: Álafoss. Klæða verksmið j an „Álafoss“ hefir þá ánægju að geta tilkynt sinum heiðruðu viðskiftavinum, að hún heldur áfram að vinna ■ fullum gangl, og getur tekið á móti afskaplega miklu af ull til vinnu í lopa, plötvi og band, fyrir 1 æ g r i vinnulaun en tiltölulega nokkur önnur vinna fæst unnin hér á landi. Bændur! Það borgar sig eigi að nota handaflið til að kemba. Látið Álafoss gera það — þér sparið stórfé með því. . Allar upplýsingar viðvikjandi flutningum o. fl. fást hjá umboðs- mönnum vorum. Sendið því ull yðar strax til Afgreiðilu vcrkimiöfunnar á Laugaveg 34, Reykjavík. Klæðaverksmiðjan „Álafoss", Rvík.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.