Þjóðólfur - 30.07.1918, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.07.1918, Blaðsíða 2
78 ÞJÓÐÓLFUR Frumyarp tii dansk-íslenzkra sambandslaga. Nefndir þær, sem skipaðar hafa verið af stjórn og ríkisþingi Dan- merkur og alþingi íslands, til þess að semja um stöðu landanna sín á milli, hafa í einu hljóði orðið ásáttar um frumvarp það til dansk-ís- lenzkra sambandslaga, sem hér fer á eftir, og leggja til að stjórnir og löggjafarþing beggja landa fallist á það. Þegar frumvarpið hefir náð samþykki bæði ríkisþings Danmerkur, alþingis íslands og íslenzkra kjósenda við atkvæðagreiðslu, sem fyrir- skipuð er í 21. gr. stjórnarskipunarlaga íslands nr. 12, 19. júní 1915, og þegar frumvarpið, þannig samþykt, hefir hlotið staðfesting kon- ungs, verða lögin ásamt inngangi á þessa leið: Vér Christian hinn Tíundi o. s. frv. Gjörum kunnugt: Ríkisþing Danmerkur og alþingi íslands og.kjósendur hafa á stjórn- skipulegan hátt fallist á og Vér staðfest með allrahæstu samþykki Voru eftirfarandi Dansk-islenzk sambandslög. I. 1. gr. — Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samning þann, er felst i þessum sambandslögum. Nöfn beggja rikja eru tekin i heiti konungs. 2. gr. — Skipun konungserfða er sú, er segir í 1. og 2. gr. kon- ungserfðalaga frá 31. júlí 1853. Konungserfðum má ekki breyta, nema samþykki beggja ríkja komi til. 3. gr. — Ákvæði þau, er gilda nú í Danmörku um trúarbrögð kon- ungs og lögræði, svo og um meðferð konungsvalds þegar konungur er sjúkur, ólögráður eða staddur utan beggja ríkjanna, skulu einnig gilda á íslandi. 4. gr. — Konungur getur ekki verið þjóðhöfðingi í öðrum löndum án samþykkis ríkisþings Danmerkur og alþingis íslands. 5. gr. — Hvort ríkið fyrir sig setur ákvæði um greiðslu af ríkisfé til konungs og konungsættar. II. 6. gr. Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á ís- landi sem íslenzkir ríkisborgarar fæddir þar, og gagnkvæmt. Ríkisborgarar hvors lands eru undanþegnir herskyldu í hinu. Bæði danskir og islenzkir ríkisborgarar hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fiskveiða innan landhelgi hvors ríkis. Dönsk skip njóta á íslandi sömu réttinda og íslenzk skip og gagnkvæmt. Danskar og íslenzkar afurðir og afrek skulu gagnkvæmlega eigi að neinu leyti sæta óhagkvæmari kjörum en nokkurs annars lands. III. 7. gr. — Danmörk fer með utanríkismál íslands í umboði þess. í utanríkisstjórnarráðinu skal skipa eftir ósk íslenzku stjórnarinnar og í samráði við hana trúnaðarmann, er hafi þekking á íslenzkum högum, til þess að starfa að íslenzkum málum. Nú er einhverstaðar enginn sendiherra eða sendiræðismaður, og skal þá skipa hann eftir ósk íslenzku stjórnarinnar og í samráði við hana, enda greiði ísland kostnaðinn. Með sömu skilyrðum skal skipa ráðu- nauta með þekkingu á íslenzkum högum við sendisveitir og ræðis- mannaembætti þau, sem nú eru. Ef stjórn íslands kýs að senda úr landi sendimenn á sinn kostnað, til þess að semja um sérstök íslenzk málefni, má það verða í samráði við utanríkisráðherra. Samningar þeir, sem þegar eru gerðir millí Danmerkur og annara ríkja og birtir, og ísland varða, gilda og þar. Ríkjasamningar þeir, sem Danmörk gerir eftir að sambandslög þessi hafa náð staðfestingu, skuldbinda ekki ísland, nema samþykki réttra íslenzkra stjórnvalda komi til. 8. gr. — Danmörk hefir á hendi gæzlu fiskiveiða í íslenzkri land- helgi undir dönskum fána, þar til ísland kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur, að öllu eða nokkru leyti, á sinn kostnað. 9. gr. — Myntskipun sú, sem hingað til hefir gilt í báðum rikjum, skal vera áfram í gildi meðan myntsamband Norðurlanda helzt. Ef ísland kynni að óska að stofna eigin peningasláttu, verður að semja við Svíþjóð og Noreg um það, hvort mynt sú, sem slegin er á íslandi, skuli vera viðurkendur löglegur gjaldeyrir í þessum löndum. 10. gr. — Hæsliréttur Danmerkur hefir á hendi æðsta dómsvald í íslenzkum málum, þar til ísland kynni að ákveða að stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu. Enj þangað til skal skipa íslending í eitt dómarasæti í hæstarétti, og kemur það ákvæði til framkvæmda, þegar sæti losnar í dóminum. 11. gr. — Að því leyti, sem ekki er ákveðið að framan um hlut- deild íslands í kostnaði þeim, sem leiðir af meðferð mála þeirra, sem ræðir um i þessum kafia, skal hún ákveðin eftir samningi milli stjórna beggja landa. IV. 12. gr. — Öðrum málum en þeim, sem að íraman eru nefnd, en varða bæði Danmörk og ísland, svo sem samgöngumálum, verzlunar- og loftskeytasambandi, dómgæzlu, máli og vigt og fjárhagsmálum, skal skipa með samningum, gerðum af þar til bærum stjórnvöldum beggja ríkja. 13. gr. — Fjárhæð sú, að upphæð 60,000 kr., sem ríkissjóður Dan- merkur hefir undanfarið árlega greitt íslandi, og kostnaður ríkissjóðs Danmerkur af skrifstofu stjórnarráðs íslands í Kaupmannahöfn, fellur niður. Sömuleiðis eru afnumin forréttindi íslenzkra námsmanna til hlunn- inda við Kaupmannahafnar háskóla. 14. gr. — Ríkissjóður Danmerkur greiðir 2 miljónir króna, og skal stofna af þeim tvo sjóði, hvorn að upphæð 1 miljón króna, í því skyni að efla andlegt samband milli Danmerkur og íslands, styðja ís- lenzkar vísindarannsóknir og aðra vísindastarfsemi og styrkja íslenzka námsmenn. Annar þessara sjóða er lagður til háskólans í Reykjavík, en hinn til háskólans í Kaupmannahöfn. Nánari fyrirmæli um stjórn og starfsemi sjóðanna setur konungur eftir tillögum stjórnar hvors lands, að fengnu áliti háskóla þess. 15. gr. — Hvort land fyrir sig ákveður, hvernig hagsmuna þess sjálfs og þegna þess skuli nánar gætt í hinu landinu. V. 16. gr. — Stofna skal dansk-íslenzka ráðgjafar nefnd, sem í eru að minsta kosti 6 menn, annar helmingur kosinn af rikisþingi Danmerkur og hinn helmingurinn af alþingi íslands. Sérhvert lagafrumvarp, sem varðar nánari meðferð mála þeirra, er um ræðir í sambandslögum þessum, og lagafrumvörp um sérmál annarshvors ríkisins, sem einnig varða hitt ríkið og stöðu og réttindi þegna þess, skal hiutaðeigandi stjórnarráð leggja fyrir nefndina til álita, áður en þau eru lögð fyrir ríkisþing eða alþingi, nema það sé sérstaklega miklum vandkvæðum bundið. Nefndinni ber að gera tillög- ur um breytingar á þeim frumvarpsákvæðum, sem hún telur koma í bága við hagsmuni annarshvors ríkisins eða þegna þess. Nefndin hefir enn fremur það hlutverk, annaðhvort eftir tilmælum stjórnanna eða af eigin hvötum, að undirbúa samning lagafrumvarpa, er miða að samvinnu milli ríkjanna og samræmi í löggjöf þeirra, og að taka þátt í samvinnu um sameiginlega löggjöf á Norðurlöndum. Nánari fyrirmæli um tilhögun og starfsemi nefndarinnar setur kon- ungur eftir tillögum frá stjórnum beggja landa. 17. gr. — Nú rís ágreiningur um skilning á ákvæðum sambandslaga þessara, sem stjórnirnar geta ekki jafnað með sér, og skal þá skjóta málinu til gerðardóms 4 manna, og kýs æðsti dómstóll hvors lands sinn helming þeirra hvor, Gerðardómur þessi sker úr ágreiningnum og ræður afl atkvæða. Ef alkvæði eru jöfn, skulu úrslitin íalin odda- manni, sem sænska og norska stjórnin á víxl eru beðnar að skipa. VI. 18. gr. — Eftir árslok 1940 getur ríkisþing og alþingi hvort fyrir sig, hvenær sem er krafist, að byrjað verði á samningum um endur- skoðun laga þessara. Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára frá því að krafan kom fram, og getur þá ríkisþingið eða alþingi hvort fyrir sig samþykt, að samningur sá, sem felst í þessum lögum, sé úr gildi feldur. Til þess að ályktun þessi sé gild, verða að minsta kosti 2/í þingmanna, annaðhvort í hvorri deild ríkisþingsins eða í sameinuðu alþingi, að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykt við at- kvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að 3/i atkvæðisbærra kjósenda að minsta kosti hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minsta kosti 3A greiddra at- kvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn hf gildi. VII. 19. gr. — Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum, að hún samkvæmt efni þessara sambandslaga hafi viðurkent ísland fullvalda ríki, og kynnir jafnframt, að ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu og það hafi engan gunnfána. 20. gr. Sambandslög þessi ganga í gildi 1. desember 1918.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.