Þjóðólfur - 30.07.1918, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 30.07.1918, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 79 Athugasemdir við framanskráð frumvarp. Um frumvarpið alment láta dönsku nefndarmennirnir þessa getið: Dansk-íslenzka nefndin frá 1907 segir í áliti sínu, dagsettu 14. mai 1908, að með samþykt þeirrar stjórnarskipunar, sem nefndin stakk upp á, mundi ríkisréttarsamband Danmerkur og íslands verða alger- lega annað en lögin frá 2. janúar 1871 gera ráð fyrir: »í stað þess að skipað var fyrir um það einhliða með dönskum lögum að eins, þá verður sambandið framvegis bygt á samhljóða lögum, sem sett eru eftir samningi beggja aðilja og samþykt af löggjafarvöldum beggja landa«. ísland mundi samkvæmt þessu vera frjálst og sjálfstætt land, er. eigi yrði af hendi látið, í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og um þau mál, er talin eru sameiginleg í frumvarpi nefndarinnar, og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum, nema að því leyti sem beint er ákveðið, að þau skuli sameiginleg. Sameiginleg mál skyldu vera þessi: Konungsmata og gjöld til kon- ungsættar, utanríkismálefni, hervarnir ásamt gunnfána, gæzla fiski- veiðaréttar, fæðingjaréttur, peningaslátta, hæstiréttur, kaupfáninn út á við. Að 25 árum liðnum gátu ríkisþing og alþingi krafist endurskoð- unar. Ef hún yrði árangurslaus, gat hvor aðili krafist, að sambandinu yrði slitið um öll þau mál, er að framan greinir, að undanskildum þrem hinum fyrstnefndu. Frumvarp það sem hér liggur fyrir fer í sömu stefnu sem ætlast var til samkvæmt því, er að framan greinir, að frumvarpið frá 1908 færi, og leitast við að marka hana enn skýrar til þess að koma í veg fyrir nokkurt tilefni til ágreinings framvegis. Samkvæmt þessu frum- varpi eru Danmörk og Island jafn rétthá, frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samning gerðan af frjáls- um vilja beggja. Þessi samningur fjallar um sömu mál sem frumvarpið frá 1908 með þessum undantekningum: Greiðslur og ríkisfé til konungs og ætt- manna hans ákveður hvort ríkið fyrir sig (5. gr.); ísland hefir eiginn kaupfána, einnig út á við; umtal um sameiginleg hermál er fallið burt, með því að ísland hefir engin hermál og ekki heldur gunn- fána (19. gr.) Að því er snertir endurskoðun samningsins og uppsögn, ef til kem- ur, eru settir nokkru styttri frestir heldur en í frumvarpinu frá 1908, en jafnframt eru þau skilyrði sett fyrir samningsslitum, að ályktun um það sé samþykt í öðru hvoru landinu með tilteknum meiri hluta atkvæða bæði af löggjafarþinginu og við atkvæðagreiðslu meðal kjós- enda (18. gr.). íslenzku nefndarmennirnir óska að taka fram það, er hér segir: f upphafi var það uppástunga íslenzku nefndarmannanna, að gerð- ur væri sérstakur sáttmáli um konungssambandið og önnur grund- vallaratriði um samband landanna, íslands og Danmerkur. En síðan skyldi annar samningur gerður um önnur mál, er sæta kynnu sam- eiginlegri meðferð eða varða kynnu ríkin bæði á annan hátt. Dönsku nefndarmennirnir töldu ríkisþing Dana eigi geta haft aðra aðferð, er það samþykti ákvæðin um samband landanna en þá, er lög væru samþykt. Það var allri nefndinni ljóst, að það væri aukaatriði, hvaða aðferð höfð væri um samþykt sambandsákvæðanna. Hvor aðili færi með það eftir ákvæðum sinna stjórnskipunarlaga og þingskapa. Svo var og báðum nefndunum ljóst, að það væri einnig aukaatriði, í hvaða form sambandsákvæðin væru búin, hvort þau væru heldur í einu eða tvennu lagi, því að form ríkjasamninga er hvergi föstum reglum bundið. Alt veltur á efninu. Á því telja nefndirnar engan vafa vera. Sambandsákvæði þau, er hér greinir, verða til fyrir samkomu- lag, þar sem tveir jafnréttháir aðiljar semja um ákveðið samband sín á meðal og báðir binda sig aðeins samkvæmt sjálfs sín vilja og eru af engu öðru valdi til þess knúðir. Samkvæmt þessu hafa íslenzku nefndarmennirnir eigi heldur talið það máli skifta, þó að sambandsákvæðin væru nefnd »SambandsIög« á íslenzku og »Forbundslov« á dönsku, enda þar fyrir auðsætt, að efni þeirra, að undanteknu konungssambandinu, byggist á samningi, sem og er viðurkent í 1. og 18. gr. Nefndirnar báðar láta það um mælt, er hjer segir, um einstök at- riði frumvarpsins: Um 6. gr. — Sjálfstæði landanna hefir í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt. Þess vegna er af Dana hálfu lögð áherzla á, að ský- laust sé ákveðið, að öll ríkisborgararéttindi séu algerlega gagnkvæm án nokkurs fyrirvara eða afdráttar. Af þessari gagnkvæmni leiðir það, að afnema verður allar þær takmarkanir, sem nú eiga sér stað á fullu gagnkvæmu jafnrétti (svo sem mismun þann á kostningarrétti, sem kemur fram í 10. gr. stjórnarskipunarlaga íslands frá 19. júní 1915). Með því að hvort landið fyrir sig veitir ríkisborgararétt (fæðingja- reft), sem einnig hefir verkanir í hinu landinu — en sú skipun er svipuð því, sem nefndarfrumvarpið frá 1908 kveður á um í því efni er gert ráð fyrir, að fyrirmælin um það, hvernig menn öðlast og missa ríkisborgararétt, verði sem áður innbyrðis samræm í báðum löndunum. Að því er sérstaklega snertir hinn gagnkvæma rétt til fiskiveiða í landhelgi, hefir því verið haldið fram af hálfu íslendinga, að eins og ástatt er, sé þessi réttur meira virði fyrir Dani en íslendinga. Það hefir því komið fram ósk um, að íslendingum veitist kostur á að stunda fiskiveiðar í landhelgi Grænlands. Þetta getur ekki orðið með- an stjórn Grænlands er með þeim hætti sem nú, en það er einsætt, að ef dönskum ríkisborgurum verður að meira eða minna leyti veitt- ur kostur á að stunda fiskiveiðar í landhelgi Grænlands, þá munu íslenzkir ríkisborgarar einnig verða sama réttar aðnjótandi. Um 7. gr. — Enda þótt danska utanríkisstjórnin, sem fer með ut- anríkismál íslands í þess umboði, hljóti að vera ein, undir einni yfir- stjórn, til þess að girða fyrir gagnstæðar ályktanir og framkvæmdir, hafa þó verið sett ákvæði til þess að tryggja það, að utanríkisstjórnin eigi við meðferð íslenzkra mála kost á nægilegri sérþekkingu bæði í utanríkisstjórnarráðinu og við sendisveitirnar og ræðismannaembættin. Til þess að þessi ákvæði geti komist í fulla framkvæmd er þess að vænta, að íslendingar, frekar en verið hefir að undanförnu, sæki um og fái stöður í utanríkisstjórnarráðinu til þess að afla sér þeirrar fullkomnunar, sem þörf er á. Þar sem í frumvarpinu segir, að íslenska stjórnin geti eftir nánara samkomulagi við utanríkisráðherrann sent sendimenn úr landi til þess að semja um málefni, sem sérstaklega varða ísland, er þetta ákvæði ekki því til fyrirstöðu, að þegar sérstaklega brýna nauðsyn ber til, og ekki æfinlega er unt að ná til utanríkisráðherrans áður, geti íslenzka stjórnin eigi að siður neyðst til að gera ráðstafanir, eins og þegar hefir átt sér stað á tímum heimsstyrjaldarinnar. Það er gengið að því vísu, að utanríkisráðherranum verði skýrt frá hverri slíkri ráðstöfun svo fljótt sem því verður við komið. Það leiðir af sjálfstæði landanna, að ekki verður gerður nokkur samningur, er skuldbindi ísland, nema samþykki réttra íslenzkra stjórnvalda komi til, og má eftir ástæðuin veita það samþykki ann- aðhvort áður eða eftir að samningurinn er gerður. Um 8. gr. — Danmörk ber kostnaðinn af þeirri fiskiveiðagæzlu, sem hún hefir á hendi. Danmörku ber eigi skylda til að auka hana frá því, sem verið hefir. Um 10. gr. — Á meðan hæstiréttur hefir á hendi æðsta dómsvald í íslenzkum málum, skal skipa í eitt dómarasæti íslending með sér- þekking á íslenzkum lögum og kunnan íslenzkum högum, sem auk þess verður að fullnægja hinum almennu skilyrðum til þess að geta orðið dómari í hæstarétti. Það getur því orðið þörf á að breyta 43. gr. í hinum dönsku lögum um dómgæzlu. Um 12. gr. — Meðal þeirra málefna, er við koma dómgæzlunni og æskilegt væri að gera nánari samninga um, hefir af hálfu íslendinga meðal annars verið bent á aðfararhæfi dóma. Um 13. og 14. gr. — Samkomulag er um það, að öll skuldaskifti milli Danmerkur og íslands, sem menn hefir greint á um, hvernig væru til komin, eigi að vera á enda kljáð, eins og líka var tilætlunin í nefndarfrumvarpinu frá 1908, og því er lagt til, að fjárhæð sú, að upphæð 60,000 kr., sem ríkissjóður Danmerkur hefir undanfarið ár- lega greitt, skuli falla niður. Sömuleiðis fellur niður kostnaður Danmerkur af skrifstofu stjórnar- ráðs íslands í Kauþmannahöfn og forréttindi íslenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupmannahafnarháskóla. Jafnframt er lagt tíl að Danmörk greiði 2 miljónir króna, er verja skal til að efla andlega samvinnu milli landanna, styðja íslenzkar vís- indarannsóknir og aðra vísindastarfsemi og styrkja íslenzka námsmenn. | Um 15. gr, — Það er nauðsynlegt, að hvort landið um sig hafi í hinu landinu málsvara — í líkingu við núverandi skrifstofu stjórnar- ráðs íslands í Kaupmannahöfn, — sem hafi það hlutverk að tryggja samvinnu milli stjórnanna og gæta hagsmuna borgara síns Iands. En hvort land er látið sjálfrátt um að ákveða, hvernig það kynni að vilja haga þessu fyrirsvari. Um 16. og 17. gr. — Það hefir náðst fullkomið samkomulag um stofnun og skipun tveggja nefnda, annarar ráðgjafarnefndar, sem hefir það hlutverk að eíla samvinnu milli landanna, stuðla að samræmi í löggjöf þeirra og hafa gætur á því, að engar ráðstafanir séu gerðar af öðru landinu, sem geti orðið til tjóns fyrir hitt landið, — hinnar gerð- ardómsnefndar til þess að skera úr ágreiningi, er rísa kynni um skiln- ing sambandslaganna. Um 19. gr. — Yfirlýsing íslands um ævarandi hlutleysi hvilir á því, að samkvæmt eðli þessara sambandslaga getur annað ríkið verið hlutlaust, þó að hitt lendi í ófriði.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.