Þjóðólfur


Þjóðólfur - 07.09.1918, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 07.09.1918, Qupperneq 2
98 ÞJÓÐOLFUR Sæþörung’ar. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að grasspretta hefur verið mjög léleg í sumar víðast hvar á landi hér. Er því auðsætt, að heyjaforði muni verða lítill i haust. Útlitið er ískyggilegt og sjálfsagt er að reyna alt sem mögulegt er til þess, að bústofn bænda verði ekki settur á gaddinri, en minki þó sem minst. Nú er svo komið, að taka verður á því sem til er, og nota margt, sem ekki er litið við í góðu árunum. — Á eg þar einkum við hina miklu gnægð þörunga við strendur lands vors. Þegar svona stendur á, er al- mennur fóðurskortur voíir yfir, er sjálfsagt að nota sér þessi auðæfi hafsins eftir því sem hver hefur dug til. Áður hef eg ritað um þetta efni í Búnaðarritinu. Var sú ritgerð sérprentuð og send í flestar sveitir á landinu. Að þessu sinni skal eg sérstaklega benda á, hvernig þörunganna skal aflað og hvernig bezt er að geyma þá. Börunga er aflað á tvennan hátt. — Annað hvort eru þeir teknir á vaxtarstaðnum, eða þeir eru teknir úr hrönnum (brúkum). Þegar þörungar eru teknir á vaxtarstaðnum, er lang-bezt að skera þá um stórstraumsfjöru. — Þar sem ströndum hallar lítið og útfiri er mikið má auðveldlega'kkera þarann efst í þarabeltinu. Einnig má taka þarann þótt dýpra sé, en til þess þarf þá kaðal nokkurra faðma langan og króka eða nokk- urskonar öngla. í þéttu þarabelti eru krókarnir ágætt veiðarfæri. Þar sem útfiri er mikið, má taka sölin á þuru um stórstraumsfjöru. Sölvareitirriir eru neðan við þang- beltið. Þar sem strendur eru sæ- brattar, eins og t. a. m. víða á Austfjörðum, er erfiða viðfangs að ná í þörungana. Þó má slæða þá upp um stórstraumsfjöru, en sölva- tekja í stórum stíl er erfið, þar sem aðdjúpt er. Þá er hin aðferðin, sem öllum er tamast að viðhafa, að taka þörungana úr hrönnunum (brúk- unum). Ef menn vilja þá aðferð- ina, þá er ekki um annað að gera en að taka það, sem öldur hafsins bera á land. Þó ber þess að gæta, að hollara er fyrir skepnurnar að taka úr hrönnum í klettafjöru eða stórgrýttri Qöru, en að taka úr sandorpnum hrönnum. Þá hef eg bent á þessar tvær aðferðir til þess að ná í þörung- ana, er þá eftir að tala um verk- unina. Er er um tvent að ræða eins og heyverkun, sem sé: að þurka og súrsa. Bezt er að þurka þörungana fyrir kýr. Ef þörungar eru teknir nýir er ágætt að þeir rigni eða sé þvegnir, og síðan þurkaðir á ein- hverjum góðum þurkvelli. — Þegar þeir eru þurrir orðnir eru þeir geymdir eins og hvert annað þurt hey. Sé þarinn stórvaxinn eins og t. a. m. Maríukjarni og Beltisþari, er bezt að brytja hann nokkuð smátt áður en gefið er. Þurkaða þörunga á að afvatna áður en gefið er og hella niður vatninu sem þeir hafa legið í. Þá er súrsun þörunga ágæt verkunar-aðferð. Daníel Jónsson bóndi á Eiði á Langanesi viðhafði fyrstur manna þessa aðferð, og er það mesta furða, hve fáir af ná- búum hans hafa tekið það eflir honum. — Asgeir í Knararnesi hefur tekið aðferðina upp að dæmi Daniels, Bæði Daníel og Ásgeir hrósa súr- þaranum mjög og segja hann sé afar-gott fóður, einkum fyrir sauðfé. Á Eyrarbakka hafa menn og við- haft súrsun. Gryfjurnar hjá Daníel á Eiði eru nú 6 X 6 X ^ álnir. — Þær geta auðvitað verið dýpri, alt eftir því, hvernig hagar til. — Daníel hefur grafið gryfjurnar í malarkambinn og hlaðið þær inn- an með streng og fylt þær úr hrönnum og borið svo farg ofan á. — Súrsun þörunga verður efalaust algeng hér á landi er stundir líða. Verkaður þari er að allra dómi hollari en nýr þari og ættu menn því að afla sér forða af verkuðum þara. — En séu menn neyddir til að gefa nýjan þara, þá er um að gera að hreinsa hann sem bezt og afvatna. Eg hef áður (í Búnaðarritinu) tekið fram, að af sæþörungum eru sölin bezt til fóðurs, þar næst beltisþari, þá kemur maríukjarni (murukjarni fyrir norðan). Þang- tegundirnar, sem allsstaðar er nóg af, eru lakari og þær á ekki að taka, ef menn geta náð í góðu teg- undirnar. — — — Þar sem sölvafjörurnar eru miklar, væri hyggilegt að taka sem mest af sölvum og þurka. Nægur markaður mundi fást í nærsveit- um, þótt meira væri tekið en menn þyrftu sjálfir á að halda. Þá væri og hyggilegt að súrsa þang í þó nokkuð stórum stíl þar sem mikl- ar hausthrannir berast á land. Algengt er í sumum sveitum að menn iáta sauðfé að mestu leyli lifa á fjörubeit. Gengur féð þá í hrönnum fyrri part vetrar, en í bitfjöru seinni partinn, en víða er bitfjaran af skornum skamti síðari hluta vetrar og oft og tíðum getur alveg tekið fyrir hana. Þar sem svo hagar til er alveg sjálfsagt að súrsa svo mikið að haustinu, að nóg sé, þótt takj fyrir fjöru. Að minsta kosti ætti að vera nóg af súrþara síðari hluta vetrar þegar hrannar nýtur ekki lengur — þess utan er súrsaður þari — og gaml- ar hrannir (brúkir) — hollari en nýr. — Helgi Jónsson. (Önnur blöð eru beðin að taka þessa gr«in upp.) NB. Tvö blöð koma út af Þjóðólfi þessa viku, nr. 23 og nr. 24. Loftskeyti. París 30. ágúst. í dag hafa Frakkar haldið áfram sókn í héraðinu umhverfis Canal du-Nord, sem þeir hafa algerlega á valdi sínu, nema í nánd við Catigny og Sermais. Frakkar hafa náð á sitt vald Ouesnoy-skógi norðaustur af d’Fcu- villay og Éeaurains. Sunnar hafa orgið blóðugir bardagar. Frakkar halda Noyon, þrátt fyrir áköf áhlaup Þjóðverja og halda sókn áfram til Lisieres sunnan við Happlincourt. Frakkar hafa náð fótfestu á Tente-hæðunum suður af Simeon-fjalli, fyrir aust- an Noyon, tekið Langrimont og Morlincourt og nokkur hundruð fanga, Á milli Oise og Aisne hefir Frökkum tekikt að komast yfir Ailette-sléttuna á mörgum stöð- um fyrir sunnan Campagny hér- að, þrátt fyrir mótstöðu Þjóðverja. Guny og Pont-Saint-Mard hafa Frakkar á valdi sínu. Berlín 30. ágúst (að kvöldi). Mikil áhlaup Breta á breiðum vígvelli suðaustan við Arras hafa mistekist, Bardagar hér og hvar norðaustan við Noyon og við Ail- ette. París 31. ágúst (aðfaranóttina). I gærdag hafa Frakkar hrakið aftur á bak alt til íljótsins fyrir austan Canal du-Nord þann lið- styrk Þjóðverja, sem ennþá veitir mótstöðu. Catigny og Sermais eru nú á valdi þeirra. Sækja Frakkar fast fram; hafa farið yfir skurð- inn andspænis Catigny og Beau- rains, tekið Chevilly og 89. hæð- ina og vaðið inn í Genory. Nokkru sunnar hafa blóðugir bardagar stað- ið í héraðinu fyrir norðan og aust- an Noyon. Frakkar halda Happlin- court og Mont st. Siméon. í þessum bardögum hafa þeir tekið fanga hundruðum saman. Milli Oise og Aisne hefir ekki minna gengið á með bardaga. Við fljótið fyrir norðan Ailette hafa Frakkar tekið Champs-þorpið og fyrir norðan Soissons hafa þeir náð á sitt vald Chavigny og er nú herlína þeirra um Lisiéres fýrir vestan Crouy. París 31. ágúst. Aðstaðan á vígstöðvum Frakka er sem hér segir: í nótt voru á- kafar stórskotaliðsorustur umhverf- is Canal-du-Nord, norður af Noy- on milli Ailette og Aisne. Gagnáhlaup Þjóðverja í Cham- pagne hafa verið árangurslaus. París 1. september. í dag hafa æðisgengnar orustur haldið áfram í héraðinu umhverf- is Canal-du-Nord og fyrir norðan Soissons. Þrátt fyrir ákafa mót- stöðu Þjóðverja, hafa Frakkar fram- gang fyrir norðan Soissons, og einnig í 'Champagne á árbakkan- um fyrir austan Canal-du-Nord. Tilraunir Þjóðverja að hefta framgang Frakka í Chevilly hafa engan árangur borið og er hérað- ið á valdi Frakka eftir að Þjóð- verjar höfðu tekið það tvisvar. Frakkar hafa tekið 2000 fanga. Frakkar hafa lengt sóknarlínu sína fyrir norðan Happlincourt og Mor- lincourt, norður af Soissons. í áköfum orustum hafa Frakk- ar tekið Juvigny, Crouy og ráðist á Lisieres fyrir vestan Leury. Berlín 31. ágúst (um kvöldið). Sunnan við Arras hefir áhlaup- um Br9ta verið hnekt. Barist fyr- ir norðun Somme. Beggja megin við Noyon og milli Oise og Aisne hafa Frakkar hafið áhlaup eftir hina grimmustu stórskotahrið. Wien 31. ágúst. Frá ítölsku vígstöðvunum: í Judicarien hafa njósnarliðssveitir vorar unnið vel á. Monte Majo austan vert við Pásubio, komst í gær um stund í óvina hendur. Meir en tveggja stunda stórskota- hríð og skotgrafaeldur, neyddi oss til undanhalds og komust þá ítalir í skotgrafir vorar. Kom oss bráð- lega liðstyrkur nokkur og rákum vér þá óvinina af höndum oss eftir harða viðureign. ítalir mistu þar 200 fallinna manna, en um 100 voru handteknir. Grydingaland. Bretar hafa nú mestan hluta Gyðingalands á valdi sínu. Lítur út fyrir að það sé föst ákvörðun þeirra að láta það eigi af hendi aftur við Tyrkji, að loknum ófriðn- um. Kveðast Bretar vera tilneyddir að hafa þar tögl og halgdir í stjórn þessa lands; annars geti þeir aldrei verið óhultir um Suezskurðinn, sem er ein af lífæðum brezka rík- isins, eða trygt yfirráð sín í Egyptalandi. Geti þeim stafað mikil hætta af því, ef óvinveittar þjóðir eflist til valda í Palestínu, eins og þegar hafi sýnt sig í þessum ófriði. En hvað þeir ætla sér að gera við Gyðingaland eftirleiðis er ekki fullráðið enn sem komið er, eftir þeim útlendum blöðum að dæma, sem hingað hafa borist. Hvort það verður gert að brezkri nýlendu eða því veitt eitthvert Þiúðolfnr nr itlreiiiasta Tifnil

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.