Þjóðólfur - 07.09.1918, Page 3

Þjóðólfur - 07.09.1918, Page 3
ÞJOÐOLFUR 69 Arni Eiríksson. [ [ Hcildsala Smásjila. 1 Talsími: 265. Pósthólf 277. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög f jönircyttiu’. i ®'S SaumaTélar með hraðhjóli. p Verksmiðju- p ábyrgð til 5 ára. || Smávörnr er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þrotta- og lireinlætisvörnr, beztar og ódýrastar. \ Gosdrykkia og aldinsafagerðin ,SANITAS‘ í Reykjavík mælir með vörum sínum. Notar að eins ný aldini og beztu efni. Alt vatn er dauðhreinsað og jafnan gætt hins mesta hreinlætis í hvívetna. Guðm. Björnson, landlæknir, er eftirlitsmaður. Spyrjist fyrir um verð og biðjið um sýnishorn. sjálfstæði að nafninu til — undir yfirumsjá Breta. Gyðingar víðsvegar um heim, hafa á síðari árum komið á hreyf- ingu nokkurri sín á meðal til að nema landið sitt forna á ný og mynda þar sjálfstætt Gyðingaríki. Virðast Bretar hessu fremur hlynt- ir, þótt þeir enn þá hafi eigi kveðið upp úr með það opinber- lega, í sambandi við það sem nú var sagt, er það og skoðað sem viðurkenning frá þeirra hálfu á kröfum Gyðinga til landsins, hversu þeir láta sér ant um að rétta við hag Gyðinga þar austur, sem eigi voru víst of vel haldnir af Tyrkj- um. Nýlega hafa Gyðingar þar, haf- ist handa til að stofna sérstakan Gyðingaháskóla í Jerúsalem. Komu þar saman sendinefndir Gyðinga úr ýmsum nálægum löndum til að vera viðstaddir þegar hyrning- arsteinarnir yrðu lagðir að háskóla- byggingunni. Gerðu Bretar sitt til að sú athöfn gæti orðið sem há- tíðlegust. Allenby yfirhershöfðingi Breta þar austur, tók þátt í há- tíðinni með þarveru sinni, ásamt fjöida háttstandandi herforingja úr liði Frakka og ítala. Voru við það tækifæri lagðir niður tólf horn- steinar og áttu þeir að tákna hinar tólf fornu kynkvíslir Gyðinga. jVaterland*1). Þýzka línuskipið „Vaterland" nota Bandaríkjamenn nú til vöru- flutninga milli Ameríku og Norð- urálfunnar. Þetta er eitt af allra stærstu skipum heimsins og gerðu Bandaríkjamenn það upptæktásamt fjölda annara skipa Þjóðverja, þeg- ar þeir sögðu sundur friði við þá. „Vaterland" flytur 12000 her- menn ásamt öllum útbúnaði þeirra í hverri ferð yfir Atlantshafið. Segjast Bandamenn jafnvel geta bætt einu þúsundi við ef þeir kærðu sig um, eða þætti nauðsynlegt. Aðeins fjóra daga tekur það að afgreiða skipið — skipa herliðinu á land, ásamt herbúnaði og taka um borð kol til næstu ferðar o. s. frv. Er það eigi svo illa áfram haldið. Þjóðverjar haida úti stórum kafbátaflota, sem hefir það eitt starf með höndum að trufla her- flutninga Bandaríkjamanna ef færi gefst, en þau hafa verið fremur fá til þess að gera og árangurinn lítill. Sérstaklega er þeim umhug- að um, að sökkva' „Vaterland" og öðrum þýzkum stórskipum, sem nú eru á valdi Bandamanna og eru nær eingöngu notuð til herflutninga. Eigi alls fyrir iöngu söktu þeir skipi sem „Justitia" hét. Réðust ■margir kafbátar að því í einu og þykjast Bretar hafa sökt þeim flestum í þeirri viðureign. En Þjóðverjar höfðu vilst á skipum og kafbátar þeir, sem heim kom- ust, þóttust hafa ráðið niðurlögum „Vaterlands". Vakti það fögnuð meðal þeirra; er sagt að þeim hafl gramist mjög er þeir urðu þess varir að „Vaterland" var enn ofansjávar. 1) J u r t i t i a var eign White Star línuunar og bar 32,000 ton. Var öllum farþegum bjargað þegar því var sökt, en 11 manns af skipsböfninni fórust. Stóð orustan við kafbátana yfií í heil- an sólarhring og eittlivað um 11—12 tundurskeytum var skotið á það áður en það sökk. Bretar handtóku þar einn kafbát þýzkan í þeirri viðureign ásamt áhöfn. Vaterland eða Leviathan, eins og það heitir nú, er 54,000 ton að stcerð. Alment bera menn sig illa út af grasleys- inu, þó eru undantekningar frá því, eins og vísa þessi ber vott um, sem bóndi einn hér úr ná- grenninu stakk aö Þjóðólfi um daginn. Held eg réttu höfði enn — huga létt kann stilla —, þó að glettist guð við menn og grasið spretti illa. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Magnús Björnsson. Prentsmiðjan Gutenberg. 10 7 Nú brá fyrir í augum hans sama glampa, sem áður hafði verið í augum hennar, — svipnum, sem hafði sigrað hann. Eldhafið, sem veltist æ nær þeim, var eigi bjartara eða heitara en þessi glampi. „Áfram þá, vina mín, hvað sem við tekur", mælti hann, og þau keyrðu hestana áfram — áfram. Langt að baki, á rinda nokkrum, höfðu eltingarmennirnir frá Guidon Hill numið staðar um augnablik. Þeir horfðu þögulir með ótta og undrun á mann og konu, er riðu mikinn út í ið- andi eldhafið, til að sjá sem dökkar, ægilegar, vofur, er bar hátt við bjarmann, er sléttueldurinn varp á dimman næturhimininn. „Eg má til að fara einn þangað, sem eg kann að verða að fara". Nú gat hann ekki horft í augu henni, og leit undan. Hann vonaði svona hálfvegis, að hún hefði ekki skilið sig. „Seztu“, bætti hann við. „Eg ætla að segja þér ævisögu mína“. Hann hélt, að ef hann segbi henni söguna, eins og hann hefði einsett sér að segja hana þá mundi liún verða þrumulostin af skeifingu, og ástareldurinn mundi slokna í augum hennar. Hvorugt vissi, hve lengi þau sátu þarna, meðan hann sagði með hlífðarlausri nákvæmni frá því, hve illu lífi hann hefði lifað. Hún sat og spenti greipar, og einu sinni eða tvisvar fór hrollur um hana, svo að hann þagnaði; en hún bað hann í ákveðnum róm að halda áfram. Þegar sagan var á enda, stóö hann upp. Hann gat ekki séð framan í hana, en hann heyrði hana segja: „Þú hefir gleymt mörgu, sem ekki var ljótt. Lofaðu mér að segja frá því". Hún nefndi ýmislegt, er til sæmdar hefði verið betra manni en honum. Hann stóð þannig, að tunglsljósið skein á hann inn um gluggann. Hún gekk til hans; hendur henn- ar skulfu nokkuð, er hún rétti þær fram í móti honum: „Ó, Pierre*, sagði hún. „Eg veit, hvers vegna þú hefir sagt mér alt þetta; en það er alveg — alveg gagnslaust. Eg skal koma með þór, hvert sem þú f«rð“. Hann greip um hendur henni. Nú var hún sterkari en hann. Augnaráð hennar sigraði hann. Hann rak upp lágt hljóð og greip hana í faðm sér," nærri því ofsalega. „Pierre, Pierre", var hið eina, er hún sagði. Hann kysti hana á munninn hvað eftir annað. En meðan hann var að því, heyrði hann úti fyrir fótatak og hljóðskraf.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.