Þjóðólfur - 11.09.1918, Side 3

Þjóðólfur - 11.09.1918, Side 3
ÞJOÐOLFUR 103 Yerzlunarskóli Islands verðursettur 1. október næstk. kl. 4 síðdegis. — Sérstakt náms- slieiö fyrir verzlunarmenn verður haldið ef nægilega margir umsækjendur gefa sig fram fyrir 1. okt. Upplýsingar um námsskeiðið og annað er snertir skólann, gefur skólastjóri, sem verður til viðtals í skólahúsinu við Yesturgötu kl. 2—3 daglega. Jón Sívertsen. Frá Alþiiigi. Samhandslagafrnmvarpið kom til fyrstu umræðu í Neðri-deild Alþingis, þegar 2. september kl. 4 síðdegis. Varð því að leita afbrigða frá þingsköpum til þess að málið yrði rætt. Var það leyft með öllum atkvæðum deildar- manna nema einu (Benedikts Sveinssonar), sem átaldi það all óvægilega, að máli þessu yrði flýtt svo mjög. Fann hann og frumv. ýmislegt til foráttu, vildi ræða það í góðu tómi og gera breyt- ingar á því. Var það einkum jafn- rétti danskra og íslenzkra þegna, flskiveiðar Dana hér við land og ©fþröng riftunarskilyrði samnings- ins, sem honum voru þyrnar í í augum. Varð um það þref nokk- nrt í deildinni. Helztu formælend- ur frumvarpsins voru þeir Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Arn- órsson prófessor. Önnur umrœða /ór fram 6. þ. m. Var þá útbýtt nefndaráliti frá meiri hluta sameinaðra fullveld- isnefnda efri og neðri deildar Álþingis 1918 í þessu máli. Hafði nefndin hin sameinaða klofnað, þar eð einn nefndarmanna, Magn- ns Torfason (þingm. Isfirðinga), lýsti sig ósamþykkan frumvarpinu og gaf út sérstakt nefndarálit sem kom út nokkru síðar. Réði meiri hlutinn til að samþykkja frum- varpið óbreytt. Þá var og útbýtt breytingartillögum, sem Benedikt Sveinsson bar fram við sambands- lagafrum varpið1). Mælti Ben. Sveins- son enn á móti því að málið yrði rætt; þar eð samkvæmt þingsköp- um, eiga að líða 2 nætur frá því að nefndaráliti er útbýtt og þar til málið er tekið til umræðu. Eigi tók deildin mótmæli hans til greina, heldur leyfði umræður. Urðu þó fjögur atlrvæði móti um- ræðum (Ben. Sv., síra Sig. Stef., Gísli Sveinsson og Magnús P.). Var svo frumvarpið rætt, breyt- ingartillögur Benedikts Sveinsson- ar allar feldar og málinu vísað til þriðju umræðu. Þriðja umrœðan fór fram þann 7. Jcl. 10 og frumvarpið samþykt með öllum atkvæðum gegn einu (Ben. Sv.) og afgreitt til efri deild- ar. Sama dag Jcom það bæði til fyrstu, og annarar umrœðu í Efri-deild. Var þar lagt fram nefndarálit minnihluta fullveldisnefndar (Magn. Torfason), með breytingartillögum þeim er hann bar fram á frum- varpinu. Urðu umræður all langar og lauk svo að breytingartillögur hans voru annaðhvort feldar, eða hann tók sumar aftur, og málinu síðan vísað til þriðju umræðu. Á mánudaginn 9. J>. mán. var siðan sambandslagafrumvarpið samþykt óbreytt við þriðju um- rœðu í Efri-deild og afgreitt sem lög frá Álþingi. Var það og vel farið. Hitt var óviðkunnanlegt mjög — hversu máli þessu var flýtt á 1. Breytingartillögur hr. Bonedikts Sveinssonar og Magnúsar Torfasonar verða síðar birtar í blaðinu. þinginu, — að vart fór nokkur umræða fram um málið, svo að eigi yrði að leita afbrigða frá þing- sköpum. Verður eigi séð að nokk- ur nauðsyn hafi borið til þessa og er því þessi aðferð þingsins lítt skiljanleg. Y antranstsy lirlýsin gar. Svohljóðandi „Tillögu til þings- ályktunar um vantraustsyfirlýsing “, báru þeir fram séra Sigurður Stef- ánsson og Halldór Steinsson: „Al- þingi ályktar að lýsa vantrausti á núverandi atvinnumálaráðherra og skora á hann að beiðast þegar lausnar, svo og skora á forsætis- ráðherra að gera þegar fullnægj- andi ráðstafanir til þess að at- vinnumálaráðherrann verði leystur frá embætti." Ennfremur bar séra Sigurður Stefánsson fram „Viðauka tillögu" við þingsáiyktunartillögu þessa. Hún var svo hljóðandi: „Ennfremur að lýsa vantrausti sínu á núverandi fjármálaráðherra og skora á hann að beiðast lausn- ar þegar í stað, svo og skora á forsætisráðherrann að gera þegar fullnægjandi ráðstafanir til þess að fjármálaráðherrann verði leystur frá embætti." Voru vantraustsyflrlýsingar þess- ar ræddar í Sameinuðu þingi þ. 9. þ. mán. frá því kl. 1 e. h., þar til komið var fram yflr miðnætti. Voru þá umræðurnar, sem höfðu orðið ærið heitar uppá síðkastið þá skornar niður og málinu borgið við, með rökstuddri dagskrá frá Guðmundi Björnson landlækni, sem var samþykt moð 20 atkv. gegn 12 að viðhöfðu nafnakalli. Dagskráin var svo hljóðandi: „Þar sem vantraustsyflrlýsing sú, sem fram er komin til atvinnumála- ráðherra og fjármálaráðherra, get- ur spilt eindrægni þeirri, sem nauð- synleg var og er fyrir framgang aðal-máls þings og þjóðar — sam- bandsmálsins, — sem enn er ekki útkljáð að fullu, þá þykir þinginu ekki hlýða, að bera hana undir atkvæði og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Svo lauk því í það sinn. Verður ef til vill eitthvað skýrt. frá umræðum á þinginu um þetta mál, síðar í Þjóðólfl. TTiit og þetta úr útlendum blöðum. Veiðibrellnr. Bretar neyta ýmsra bragða til að koma kafbátum Þjóðverja fyrir kattarnef. Fæst af úrræðum þeirra hafa verið gerð heyrum kunn. En þeir þykjast hafa í öllum þumlum við kafbátana nú uppá síðkastið. Það er ein af eldri veiðibrellum þeirra, sem hér skal sagt nokhuð frá. Það var í byrjun síðasta mán- aðar, að sir Eric Geddes flotafor- ingi Breta hélt ræðu í London, þar sem saman komnir voru ýms- ir herforingjar úr liði Bandamanna. Sagði hann þeim ýmislegt um við- ureignina við kafbátana, sem áð- ur hefir eigi mátt birtast, en nú vissu Þjóðverjar um þá hluti og væri því eigi ástæða til að leyna þeim. Meðal annars sagði hann að í flota Breta og Ameríkumanna hefði alt fram að þessu verið til skip, sem almenningur heflr eigi mátt fá neina vitneskju um hvern veg væri úr garði ger, eða til hvers þau væri höfð. Þau voru kölluð „Q“ skip. Það voru allrahanda skip, — gamlir „fragt“-dallar, gömul seglskip eða gamlir gufu- „sleðar", en þau voru líka annað meira — það mátti sem sé á svip- stundu breyta þeim í herskip, eða þau voru öllu heldur dularbúin herskip. Til dæmis sagði aðmír- állinn þeim sögu af einu þessara skipa — Q„ 50“; það var gamalt kolaskip, og leit út eins og hvert annað vöruflutningaskip fljótt á að líta. Skipshöfnin leit og út eins og vant er að vera um sjómenn á svona skipum, — all óhermann- legir meðan það lá í höfn. Skip- stjórinn fær svo látandi skipun: „Kafbátar sökkva brezkum og Amerískum skipum á þessum slóð- um: (staðurinn ekki tilgreindur hér). Farið þangað tafarlaust“. Kl. 11 að morgni er Q„ 50“ kom- ið út í Atlantshaf. Kafbátur sézt í nágrenninu og Q„ 50“ leggur á „flótta". Átta mílur á „vöku“ er það mesta sem skipið kemst, en skipstjórinn lætur ferðina eigi vera meiri en sem svarar 5—6 mílum, en lætur kynda afskaplega undir katlinum svo það líti út eins og þeir fari fylstu ferð, eftir reyknum að dæma, sem leggur upp úr reyk- háfnum. Kafbáturinn nær þeim óðar og sprengikúlu lýstur niður á þilfarið, sem særir eða drepur nokkra menn. Q„ 50“ hægir ekki meir á ferðinni, en sendir frá sér merkjaskeyti um að kafbátur elti það með skothríð og biður um hjálp; Skipshöfnin ætli að fara að fara í bátana og yfirgefa skipið. Kafbáturinn nær skeytunum og eltir sem ákafast. Sprengikúla frá kafbátnum eyðileggur eina af þrem- ur fallbyssum, sem er á „Q 50“, þótt þær sjáist ekki frá kafbátn- um; hefði hann komið nokkru nær, mundi hann hafa fengið að kynnast þeim. Kafbáturinn sendir hvert tundurskeytið á fætur öðru og til þess að blekkja Þjóðverjann enn meir, . skipar skipstjórinn á „Q 50“ nokkrum af skipshöfninni að yfirgefa skipið og fara í bátana, en aðrir hlaupa fyrir borð. Sjálfur bíður hann í felum á skipinu ásamt með einum eða tveiœur sjóliðs- foringjum og mönnum þeim, sem eiga að þjóna fallbyssunum. Hleypa þeir mikilli gufu út úr vélinni, svo það líti út eins og hún hafl lask- ast af skothríðinni frá kafbátnum. Þetta varast kafbáturinn ekki og kemur upp all nærri. Kastar þá „Q 50“ grímunni og lætur rigna sprengikúlum á kafbátinn, sem kemua ekki vörn fyrir sig og sekkur, enda er þá og komið her- skip til sögunnar, sem „Q 50“ hafði kallað á til hjálpar. Hafði viðureign þessi staðið frá því fyrir hádegi og þar til kl. var orðin 4 e. h. (Frh. siðar.) Úr greÍDÍnni um mjaltavél- ina „Succe88“ hefir af vangá fall- ið niður hálf þessi setning: „einn- ig má nota rafmagn til að knýja mjólkurvélina og þarf þá til þess xj2—3/4 Jiestafia rafJireifi,vélu. Eru menn beðnir að athuga þetta. Breytisgartilligir við frumvarp til dansk-íslenzkra sambandslaga. — Flm. Benedikt Sveinsson. 1. Við 6. gr. Greinin orðist svo: íslenzkir ríkisborgarar og danskir ríkisboigarar skulu að engu leyti sæta óhagkvæmari kjörum hverir í annars ríki en ríkisborgurum nokkurs annars lands eru þar veitt. Slíkt hið sama gildir um af- urðir og afrakstur beggja ríkjanna. Ríkisborgarar hvors lands eru að sjálfsögðu undanskildir her- skyldu í hinu. 2. Við 7. gr. Greinin orðist svo: Danmörk fer með utanrikismál íslands í umboði þess þar til ís- land tekur þau sjálf til meðferðar eða gerir um þau aðra skipan. Þar til ísland gerir aðra skipan má ísleDzka stjórnin skipa trún- aðarmann í utanríkisráðuneyti Dana til þess að starfa að íslenzk- um málum. Nú eiga Danir einhversstaðar engan sendiherra eða sendiræðis- mann, og skal þá skipa hann, ef ísleuzka stjórnin óskar og sam- kvæmt hennar tilnefningu, enda greiði ísland kostnaðinn. Með sömu skilyrðum skal skipa ráðunauta með þekkingu á íslenzkum högum við sendisveitir og ræðismanna- embætti þau, sem Danir hafa nú. Ef stjórn íslands kýs að senda úr laudi sendimenn á sinn kostnað til þess að semja um sérstök ís- lenzk málefni, má hún framkvæma það og þá jafnframt kunngera utanríkisráðuneyti Dana slíkar ráðstafanir. Frh. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ________Magniís Björnsson._______ Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.