Þjóðólfur - 27.06.1919, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.06.1919, Blaðsíða 1
66. árgangur. Haga, 27. júní 1919. 1. tölublað. Þjcðólfur er vikublað og kostar ár- gangurinn 5 krónur, er greið- ist fyrir lok hvers árs. Afgreiðsla blaðsins verður fyrst um sinn í Haga í Sandvíkurhreppi. Auglýsingar, sem eiga að birtast í blaðinu, sendist þangað. Ávarpsorð. Þegar Þjóðólfur hefur nú göngu sína að nýju, eftir dvalann vetrar- langt og þetta fram á sumarið, þykir eiga við, að hann geri nokkra grein fyrir sér um leið og komið er á almenningsfæri, og það því frernur, er hann breytir aftur um heimilisfang og flytur austur yfir heiði, jafnframt því, sem breyting er orðin um aðstandendur hans frá því er síðast var. FleStum lesendum blaðsins mun kunnugt um, hver endurreisti blaðið 1917, flutti það austur á .Eyrarbakka og stýrði gangi þess þar; sá maður var Gestur Einars- son, bóndi frá Hæli. Hann ætlaði blaði og áhugamálum sínum og annara Sunnlendinga mikið og veglegt verkefni í framtíðinni og þótti því Þjóðólfsnafnið betur hæfa, er leita skyldi áheyrnar hjá alþjóð manna, en nafn héraðsblaðsins, Suðurlands, er fyrir var og Gestur hafði einnig veitt forstöðu síðasca áfanga þess blaðs. fegar í’jóðólfur síðan var fluttur til Reykjavíkur og geíinn út þar, mun hið sama hafa ráðið og gerði Suðurland að f’jóðólíi: Með þeirri breytingu þótti betri aðstaða til að koma áhuga- málunum fyrir eyru almennings víðsvegar um landið, auk þess sem einangruð blaðútgáfa, eins og t. d. á héraðsblaði hér austan- fjalls, er margskonar erfiðleikum bundin, samanborin við útkomustað í Reykjavík. En áður en búið væri að gera r’jóðólf að svo stóru og áhrifamiklu blaði, sem ætlað var, kom það fyrir, er hnekti þessum fyrirætlunum. Fullhuginn, senji beittist, fyrir blaðinu og ætlaði að hefja það til gagns og gengis, lést áður en framtíðarvonirnar rættust. Manndáð og framkvæmdamál Sunnlendinga voru höfuðáhugamál Gests, er hann vildi glæða og rit- aði um í Suðuilandi og Þjóðólfi. Þessi sömu málefni kveðja f’jóðóli nú aftur til starfs. Árnesingar þeir, sem gangast fyrir því, að blaðið fer nú að koma út hér austan- fjalls, vilja með því sýna, að þeir geri sitt til þess, að þetta hérað, sem er framtiðarlandið, verði ekki fulltrúalaust á blaðaþingi þjóðar- innar og ætla þeir Þjóðólfi, sem heiman að sendum fulltrúa, að tala þar af eigin reynslu um sín eigin mál. Nú er aðstaða fijóðólfs að því leyti betri en áður var, að í þetta sinn hafa margir góðir menn heitið blaðinu liðveislu sinni, en áður mátti kalla að einn bóndi, sá sem hér hefir verið nefndur, yrði að standa straum af því, en hins vegar er á það að líta, að nú er engum slíkum á að skipa til að beitast fyrir nauðsynjamálum vorum, og er því brýnni þörf, að margir leggi gott til málanna, og við, sem erum að koma blaðinu á kreilc, viljum gera það sem í okkar valdi stendur, til þess að það megi að gagni verða og eigi enn fyrir höndum langt líf hér í landi feðra vorra. Þjóðólfur ev of gamall og ver- aldarvanur til þess að fara að birta marglitaða stefnuskrá eða laga- boðorð um fyrirætlanir sínar, enda j gerist þess síður þörf, er hann vill í halda þar áfram, er horfið var frá, eins og vikið hefir verið að. Að öðru leyti verður stefnuskrá blaðs- ins fólgin í þeim tillögum, sem það gerir um mikilsvarðandi mál jafnóðum og íram vindur. Starf sitt vill Þjóðólfur helga heill og sóma Suðurlands. En til þess telur hann héruð þess þurfa hins sama við og heimili sem gott á að vera: Samheldni og eindrægni inn á við. Starf, atorku og ráðdeild, svo að jörðin verði prýdd en ekki nídd. Víðsýna og þjóðlega mentun fyrir æskulýðinn, og væna girðingu um- hverfis landareignina, til þess að alt étist ekki upp og iíka til að tryggja frið og gott samkomulag við nágrannana, sem er mikils virði. — Því er treyst, að þeim fari óðum fjölgandi, er sjá hve margs er að gæta fyrir ‘þessai sveitir, ef eigi á að „fljóta sofandi að feigðar ósi“ og almenningi verði því auðsæ nauðsyn á góðu héraðs- blaði, er geri sitt til þess að sam- eina hina dreifðu um þau mál, er næst liggja og mestu varða í hvert sinn, og nú eru einmitt fyrir dyrum mörg og mikilsvarðandi málefni, sem hljóta að verða þýð- ingarmikil fyrir Suðurland og skapa framtíðarörlög vor góð eða ill eftir því, hvort vér berum gæfu til að ráða þeim skynsamlega til lykta. En að taka enga afstöðu, bíða og sjá hvað gert verður við sveitirnar eg okkur sjálfa, án þess að hafa þar sjál/ur áhrif á, að treysta öðrum en ekki sjálfum sér, slíkt dæmir sig sjálft og afleið- ingarnar yrðu tvímælalaust þær, að sveitir Suðurlands yrðu smám saman nokkurskonar bjáleiga eða ítak og menning Sunnlendinga, eins og henni er nú varið með kostum og göllum, héraðshættir og sjálft bændaliðið mundi smám saman eða ef til vill fijótlega dreifast og týnast út á peninga- landshornagaleiðuna, sem alstaðar blasir við. En til þess að Þjóðólfur geti á nokkurn hátt spornað á móti slíku, en hjálpað til að skapa þessum bygðarlö’gumj framtíðar- gengi, heitir hann á,' alla, sem rennur blóðið til skyldunnar, að styðja sig að góðum málum, þá ritfæru með því að senda honum stuttar og gagnorðar greinar um nytsamleg mál og allan almenning með því að afla blaðinu útbreiðslu, margra kaupenda og lesenda. Undir því er framtíð Þjóðólfs að mestu leyti komin. YiII Þjóðólfur svo, án lengri formála, snúa sér í þessu blaði og hinum næstu, að hinum sér- stöku málum, sem næst liggja. Fossamálin. Sú var tíðin, og það ekki fyrir svo löngu, að þeir þóttu hinir mestu loftkastalamenn, er héldu því fram, að koma mundi að því á nálægum tíroa, að fossarnir í íslenskum stórám yrðu beislaðir og teknir í þjónustu stóriðnaðar, látnir lýsa og hita á heimilunum um breiðar bygðír o. s. frv. En almenningur hefir nú breytt skoðun sinni um þessi mál. í stað van- trúar á starfrækslu fossanna, munu nú flestir fulltrúa um, að þar muni koma á nálægum tíma, að byrjað verði á þessum tröllauknu fyrirtækjum. Alvara sú, er félög stóreignamanna hafa sýnt við að afla sér vatnsréttinda hér á landi, og þær fyrirætlanir, sem þau félög hafa í sambandi við vatnsaflið, sem þau hafa yfir að ráða, veldur mestu um svona fljót skoðanaskifti almennings um fossamálin. Rás viðburðanna að öðru leyti, svo sem aukinn kunnugleiki um fossa- iðnað í Noregi, og starf það, sem einnig er háð hér á landi til þess, að notfæra sér vatnsaflið til smærri raflýsinga, hefir og átt sinn þátt í að breyta sjónarmiði fólksins um hvert stefndi hér í þessum efnum. Fyr en varir eru fossamálin nú orðin ein hin vandamestu og stærstu mál á dagskrá þings og stjórnar. Fossanefndin, er setið hefir á rökstólum þessi síðustu missiri, var skipuð til þess að afla sem bestra upplýsinga um vatnafl í landinu, meðferð annara fossa- þjóða á vatnsafli sínu, til saman- burðar við vorar eigin þarfir og ástæður, o. s. frv. Hér var alt svo órannsakað og óhugsað, að nauðsyn þótti á slíkum undirbúningi og fræðsiu, áður en tekin væri ákvörð- un um, hvert, stefna skyldi og hverju svara þeim, er báðu um leyfi til að mega starfrækja fossa hér á landi. Þessi ráðstöfun, að skipa fossanefndina, var því í sjálfu 1 1 j 1 > cJfíe ^Daiítf cMail Over Seas (Weekly) Edition c£fíe cJ i m a s Weekly Edition útvegar VIÐSKIFTAFÉLAGIÐ Rcj kj arí k. sér ekki einungis eðlileg, heldur sjálfsögð og nauðsynleg. Nú er svo langt síðan þessi fossanefnd var skipuð og tók til starfa, að ekki er ástæðulaust þótt spurt sé hvað hún hafi aðhafst og hvað hún leggi til málanna, eða hvort þar muni allir á eitt sáttir og hvað beri á milli ef svo sé eigi. Svörin víð sumum þessara spurninga eru á almennings vitorði, en annað myrkrum hulið, enn sem komið er. Og flest af því, sem almenningur veit um aðgerðir þessarar nefndar, er neikvætt: Nefndin hefir enn eigi lokið störf- um sínum, að minsta kosti ekki á þann hátt, að hún hafi gert, heyrin- kunnar skýrslur sínar og tillögur. Svo er og kunnugt, að nefndin hefir klofnað og liðast í sundur mjög fáránlega, meðan á störfum hennar stóð. Hvernig hún hafi annars hagað störfum sínum og hvað hún leggi til að gert verði í fossamálum vorum, verður hins vegar ekkert sagt með sanni enn þá, nema að því er snertir álit eins nefndarmannanna, hr. Sveins Ólafssonar, er reynst hefir þeirra fljótvirkastur og lagt fram álit sitt. Skal hér enginn dómur lagður á tillögur hans, því að í*jóðólfur telur slíkt ekki gerlegt fyr en allir nefndarmennirnir hafa sagt sitt álit og hægt er að taka það til samanburðar hvað við annað, er þeir hafa frarn að færa. Þess verður tæplega vænst, að fossanefnd þessi og starf hennar muni koma að þeim notum, sem mátti gera sér vonir um, áður en séð varð, hverjir völdust í hana. f’jóðin er hrekkjuð að því er snertir störf milliþinganefnda, sem setið hafa á rökstólum síðustu árin. Þær hafa illa viljað svara kostnaði. Þær hafa ekki horið gæfu til að leysa verk sín af höndum með þeim einhuga, alvöru og hyggindum, að þau hafi getað orðið að nokkrum verulegum not- um og lögð til grundvallar eins og átti að vera, er koma skyldi nýju skipulagi á eittbvert velferða’; mál þjóðarinnar. Það sem kvisast hefir um aðgerðir fossanefndarinnar bendir eindregið í þá átt, að hið sama muni rætast á henni. Það spáir ekki góðum árangri af störfum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.