Þjóðólfur - 21.07.1919, Síða 1

Þjóðólfur - 21.07.1919, Síða 1
66. árgaugur. Haga, 21. júlí 1919. 3. tölulblað. Hvað leggur stjórnin til málanna? Stjórnarfrumrörpin. Þau munu vera eitthvað yfir þrjátíu, lagafrumvörpin, sem stjórn- in hefir lagt fyrir alþingi í þetta sinn, að meðtöldum hinum venju- legu fjárlaga- og fjáraukalagafrum- vörpum og landsreikningasamþ. í þessum stjórnarfrumvarpaflokki kennir margra grasa 'og sumra nýstárlegra. Má þar fyrst nefna stjórnarskrána sjálfa, með þeim breytingum, sem frumvarpinu fylgja frá gildandi stjórnskipunar- lögum og standa að ýmsu leyti í sambandi við hið nýja ríkisskipu- lag, sem samið hefur verið um við Dani. En sitthvað er þar og af öðru tagi, sem breytir gildandi skipu- lagi, svo sem það, að kjörtími tii alþingis er styttur í 4 ár, óhlut- bundið, og 8 ár tii landskosninga. Kosningarréttur kvenna miðast nú þegar við sama aldur sem karla, 25 ár. Hið nýja frumvaip bindur kosningarréttinn við ísi. ríkisborg- ararétt, — var áður bundið við fæðing hór á landi eða lögheimili 5 síðustn árin. — Veitir ekki af að þar sé vel buið utn hnútana. — Annars áskilur frumv. Jög til þess, að útlendingi verði veittur rtkis- borgararéttur. Fleiri breytingar mætti nefna og margt. segja unt ýms atriði stjórnarskrárfrumvarps- ins, en verður látið bíða að svo komnu. Fá má næst minnast á frumv. um hæstarétt i landinu sjálfu, sem einhverntima hefði þótt merki- legt að eiga vísan sigur fyrir, gengið í gegn um þingið. Eu nú er eins og þessi rikisglundroði og truflun, sem á sér stað í öllum efnunt, geri málið ógiæsilegra en vera mætt.i, enda mælir hvorki fjárhagur landsins í sjálfu sér nó launalðggjöfin, eins og hún er hér nú, með hinu nýja skipulagi, því að hæstaréttardómarar ættu helst ekki að leita aukatekna moð bjtl* ingum, annarlegum ívilnunum eða vinnubrögðum, sem eru ósamboðin dómstörfum þeirra. En þrátt fyrir þetta og þótt ástæða sé til að óttast það, sem margir nefna, að sumir lögfræðingarnir séu um of vaxnir og flæktir inn í þau mál- efni, sem miklu getur skift uin að fá réttlátan úrskurð á fyrir hæsta- rétti, þá verðum við að bera það traust til sjálfra okkar og þjóðar- innar, að eigi sæmi annað en taka í eigin hendur hið æðsta dómsvald, úr því þess er kostur, og treysta þvi að vel muni gefast, ef vandað verður til dómaranna. Gagnstæð ályktun og niðurstaða væri þjóðar- óvirðing. — Það er aftur vafamál, hvort, eigi hefði verið heppilegra að bíða með máiið á þessu þingi og hrinda hæstaréttarheimiidinni i framkvæmd við fyrstu hontug- ieika, er betur árar, jafnframt því, sem dómsmðlaskipun í landinu yrði og að öðru leyti tekin til i rækilegrar endurskoðunar, sera hlýtur að reka að að gert verði. Nokkur stjórnarfrumvatpanna er etrdursamning á lagareglum, sem menn hafa átt við að búa, án st.órvægilegra breitinga. Má þar tyrst nefna heillangan sifjabálk, þrjú eða fleiri lagafrumvörp: eit.t um stofnun og slit hjúskapar, annað um aðstöðu foreldra tii skiigetinna barna og hið þriðja um aðstöðu foreldra til óskilgetinua barna. Með frumvörpum þessum er safnað í heild ákvæðum, sem áður voru mjög á víð og dreif í löggjöfinni, auk þess, sem ætlast mun til að ýmsu verði snúið í sanngjarnara horf með lðgum þessum, en verið hefir, sérstaklega að því er snertir rétt óskilgetinna barna, þar á meðal rétt til föður- eifða, án þinglýsingar. —Einkenni- leg og óvanaleg orðatiltæki koma fyrir í þessum lagafrumvörpum, og held eg að sjrmt séu nýyrði, sem eftir er að vita, hvort nokk urn tíma verður skipað á bekk með skilgetnum orðum hinnar íslensku tungu, og er í rauninni ekki ástæðulaust að efa það um mikið af þessu nýyrðaklastii, sem kemur frá þeim sprenglærðu á síðustu tímum. Fá eru ný landamerkjalög á ferðinni, er nema úr giidi landa- merkjalögin frá 1882 og ýms önnur lagafyrirmæli, er taka til þesskonar mála. Með frumvarpinu er það lagt til, að valdsmaður . skuli, án nokkurra tilroæia frá aðiljum, kveðja menn til dómþings, : ef hann fær vitneskju um landa merkjaágreining meðal þeirra, eða ef vanrækt hefir verið að afhenda merkjaskrá til þinglýsingar. — Samkvæmt þessu nýmæli er það þannig ekki lengur 1 sjáifsvaldi hlutaðeigandi jarðeigenda eða um- ráðamanna, hvort landamerkjamál skuli höfðað. Til tryggingar góðu skipulagi og glöggum landamerkj um, skal alt komast - á hreinan grundvöll, hvort sein þeir, er að búa, óska þess eða ekki. Þá vill frumvarpið íækka meðdómsmönn- um í landamerkjamálum, kveðja 4 og ryðja 2, í st.að 8 og 4 eins og nú er. Á rneðal stjórqaifrumvarpanna eru nokkur, sein ætluð eru til breytinga og endurbóta á banka- löggjöfinni, svo langt sem þau ná. Kjarninn í þeim frumvörpum er takmörkun á seðlaútgáfurétti íslandsbanka, sem á aftur að verða til þess-að rýmka starfssvið Lands- bankans og auka honum veltufé með aukinni seðlaútgáfu. Veitir ekki af, þótt iöggjöfin rumski til meðvitundar um að bankamálun- um er ábótavant, og það er þjóðar- skömm, hve þjóðbankinn hefir, til skamms tíma, notið lítils styrks og álits v;ð hliðina á hinum út- lenda gróðabanka. En þetta færist nú smám saman í lag með nýrri og frainsækinni bankastjórn, í stað stjóranna sem Landsbankanum var áður lagt við og gerði sf.ofnuninni ómögulegt að vaxa eðlilega. Þjóð- in verður að gera miklar kröfur til hinnar þýðingarmestu stofn- unar sinnar, en þá einnig að gæta þess, að stjórn og löggjöf sjái fyrir þörfum hennar. — Verst er hve bankalöggjöfin var komin í óheppilegt horf, vegna aðgerða löggfafanna á liðuum tíma, sem voru meira en fávíslegar og ómögulegt er að réttlæta. Er því hætt við að það verði erfiðJeikum bundið, að færa þetta seðtaútgáfu- mál svo vel í lag, að við megi una. — Þá liggur 'fvrir þinginu stjórnarfrumvarp um breyting á lögum Landsbankans að því er ýmlslegt fyrirkomulag snertir inn á við. í því frumvarpi er lagt til, að laun bankastjóranna verði eitt hvað bætt, en ekki þó meira en svo, að þeir verða, eft-ir sem áður, lítt launaðir, miðað við íslands- bankastjóra, og er óheppilegt, að forstjórum þjóðbankans skuli ekki . gefinn kostur á að halda sig til jafns við hlutabankastjórana. Væri ekki betra að hafa bankastjórana heldur færri og launa þá eins vel og á sér stað við hinn bankann? Og áreiðanlega held eg að heppi- legra væri, að hækka bankastjóra- launin beinlínis um tiJgreinda upp- hæð, sem svaiar til þess hundraðs- gjalds af ársarði sem þeim er ætlað að njóta, heldur en láta laun þeirra vera svo mjög komin undir því hvort bankirm græðir eða, ekki. Vel gæti vefið, að svo mætti með réttu líta a, að bankastjórnin stýrbi bankanum vit.uilegatf það árið sem gróðinn yrði minni en hitt, er ársarðurinn væii miklu rneiri. Ættu bankastjórarnir þá að gjalda slíks og vera með langtum minni laun um annað árið, er bankinn hefði Jagt í eitthvað þarfafyrirtæki, sem | ekki gefur arð til bráðabirgða? j Líkt má ségja um eftirlaunasjóð [ bankastarfsmanna, sem auðvitað | er sjálfsagður, en látinn vera háður ársarði bankans? TiJgangur þjóð- bankans er ekki fyrst og fremst að græða, holdur að verða til þjóðþrifa. Loks má nefna frumvarp um breyting á íslandsbankalögum, þar sem hinum þingkjörnu bankaráðs mönnum, með ráðherra í broddi fylkingar, 6r ætiað að detta úr sög'unni og er það litill skaði. En til þess að tryggilegt væri, ætti að banna aJþingismönnum að taka sæti í fulltrúaráði bankans eða binda bankann því skilyrði að velja ekki alþingis [ menn til þeirra bitlinganota. J Eru nógar freistíngar á vegum þeirra manna, sumra liverra, þótt byrgt væri fyrir þarna. Engin imbótalög fyrir lan&búnað- inn, svo að teJjar.di sé, leggur stjórnin fyrir þingið. Prófessorarnir fengnir til þess, að færa Jöggjöf þeirra mála í viðunandi form, smám saman, svo sem með írumv. um landamerki o. fl., senr nefnt hefir verið, en það er ekki nema formið eitt. Framkyæmdamál Jand- búnaðarins liggja í þagnargildi af hálfu jiings og stjórnar og svo hefir það verið frá einni stjórn til annarar. — Samkværnt frumvarpi, er nú liggur fyrir þinginu, er Jagt til að ábúðarskattur jarða verði hækkaður um helming — til jafn- vægis við skattgjöld sjávarútvegs- ins. En í þessu sambandi væri best að nefna ekki jafnvægi, því að aldrei hefir landbúnaðurinn staðið hallari fæt.i í þeirri sam- kepni en einmitt nú og ætti lög- gjafinn að taka fult tillit til þess og höggva ekki þar sem hlífa skyldi. Úr því farið var að minnast á lagafrumvörp stjórnarinnar, eða þau helstu þeirra, vill Fjóðólfur ekki láta líta svo út, að hann hafi gleymt að minnast á embættis- launafrumvarpið. Er þar farið fram á, að bætt verði úr launalöggjöf opinberra staifsmanna lanasins að drjúgum mun. Nær það til allra flokka embættismanna. En hér er hvorki rúm né tækifæri til að faia nákvæmlega út í þær tillögur. Yfir hinu er óþarft að þegja, að hvað sem samræminu milli launa ýmsra embættismanna llður, og hvað sem segja má um fjárhag landsins, rekstur sumra embætta, nauðsyn annara embætta. og stofn- un nýrra embætta, sem allir ættu að fordæmu, að því er snertir bitlmgaembætti til framfærslu ein- stökum mönnum og sem dæmin sanrta að stofnuð hafa vetið, þá eru launalögin, sem opinberir starfs- menn eiga nú' við að búa óvið- unandi, og er betra að ha.fa embæt.tin mun færri eða óskipað í þau, en að svelta þá sem gegna þeim, svo að þeir veiði þróttlausir aumingjar eða gefi sig kannské við umboðssölu í stað embættisrekst- urs. En ef ætti að íara að læða þetta mál frá rótum, kæmi margt til greina, sem hér er ekki rúm fyrir, því að frá embæt.tislöggjöflnni og Jaunalögum liggja þræðir í aJJar áttir þjóðlífsins. Vill Fjóðólfur svo biða átekta og sjá hveiju fram vindur um þessi og önmir framvöip st.jórnar- innar, þar á maðal ýmsra greina fjárlaganna, senr hér hefir ekkert verið minst á., en blaðifr ætlar að einhverju leyti að taka til athug’ unar, þó síðar verði.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.