Þjóðólfur - 21.07.1919, Side 2

Þjóðólfur - 21.07.1919, Side 2
10 > J 0 Ð 0 L F U’R Hugleiðing um skólamálið eftir Freystein Ounnarsson. IV. ?á var hitt atriðið, að skjótar framkvæmdir í skólamálinu gætu orðið til undirbúnings þjóðinni íyrir stórbreytingar þær, sem bér kunna að verða áður en langt um líður. Pví er þegar að nokkru leyti svarað með því, að með aukinni mentun læiist mönnum betur að hagnýta sér þau gæði, sem aukin efni og framfarir veita. En þar með- er ekki alt upp taiið. Það verður fleira en auður og alls nægtir, sem stóriðnaðurinn hefir í för með sér. Hugsum oss að málið kæmist til framkvæmda. Verksmiðjum og vélaiðnaði fyigir aðstreymi mikið af fólki, bæði innlendu og útlendu. Ný þorp, nýjar samgöngur og nýir siðir myndast. Útlend áhrif, bæði ill og góð, flæða yflr landið. Án efa verður margt, gott og gagnlegt af þessu að læra. En engum getur dulist, að allskonar skaðsemi, spilling og ill áhrif fylgja með og það í ríkum mæii. En hverjar verða viðtökur þjóð arinnar við þessum nýungum? Undirbúningslaust get eg hugsað mér þær með þrennu móti. í fvrsta lagi tel eg þá menn, er gína við þeim öllum og gleypa þær ómeltar. Pað, sem knýr þá til þess, getur verið eitt af þrenmi: Nýungagirni, framhleypni eða fjár- græðgi. Eg skal ekki segja um, hve fjölmennur sá flokkur yrði, en afdrif hans eru fyrirsjáanleg. — í’jóðernið glatast og ómentaður skríll berst um illa fenginn auð. í öðru lagi tei eg þá menn, sem berjast með hnúum og hnef- um móti öllum nýungunum og tileinka sér ekki neitt af þeim. fað, sem knýr þá til þess, getur verið eitt af tvennu: Misskilin þjóðræknistilflnning eða gamaldags þumbaraskapur, sem aldrei getur litið neina nýbieytni réttu auga. Afdrif þessa ^lokks eru einnig fyrirsjáanleg. Peir, sem hann fylla, standa eftir eins og nátttröll, þegar nýi tíminn fleygir öðrum áfram. Eftir nokkurt viðnám verða þeir troðnir undir og detta úr sögunni. í þriðja lagi tel eg loks þá menn, sem tileinka sér og hagnýta alt það, sem gott er og gagnlegt í nýungum þessum, en berjast móti öllu því, sem ilt er og skaðlegt. Það, sem knýr þá til þess, er að eins eitt. f*að er sönn mentun, sem fólgin er í siðmenningu og þroskun allra krafta og hæfileika mannsins. Og það verður hlutskifti þessa flokks, að vernda þjóðernið, lifa og starfa í landinu og efla gæfu þess og gengi. Þennan flokk þarf því að efla og styrkja, auka hann að mönnum og styðja með ráðum og dáð. fað er Iífsnauðsyn fyrir héraðið og þjóðina í hoild sinrii. Ef vel á að fara, þarf beinlínis að ala upp slíka merm, ei séu þelm vanda vaxnir, að taka rétti lega á móti þeim byltingum og breytingum, sem framtíðin kann að bera í skauti sínu, raenn, sem hafa bæði vit og þrek og vilja til að standa á verði og vernda þjóð- erni sitt og velf®rð, andlega og efnalega, þegar byltingaraldan flæðir yfir. Og eg hefl þá tröllatrú, að það megi takast. Og eg er ekki í neinum vafa um besta ráðið t,il þess. — Góður lýðskóli, svo fljótt sem unt ®r. Pað er besti við búnaðurinn. Y. Ilér skal ekki nákvæmlega farið út í fyrirkomulag þessa skóla. Um það mun verða úr mörgum tillög- um að velja, þegar málið er komið á þann rekspöl, að almennur áhugi er vaknaður og menn bíða þess að fá eitthvað aðhafst. Þó skal hér minst á örfá almer.n atriði, sem leggja verður til grundvallar við athugun málsins. Fyrirkomulagið verður að miðast við þær kröfur, sem gerðar verða til skólans. En þær kröfur verða bæði almenns og sérstaks eðlis. Almennar kröfur tel eg það, sem heimta verður af öllum slíkum skóium. Þar til telst meðal annars góð fræðsla i þeim bóklegu grein- um, sem nauðsynlegar eru hverjum manni til lífsins, svo sem móður málið, reikningur og náttúrufræði o. fl. Líkamsmentun má ekki lieldur gleymast. í sem allra fæstum orð- um verða almennu kröfuruar þær, að þioska bæði vit og vilja n#m- endanna, starískrafta þeirra og hæfileika, bæði líkamlega og and- lega. Sérstöku kröfurnar miðast bæði við staðiun, tímann og ástandið. Pað liggur í augum uppi, að þetta þrent hlýtur alt að ráða nokkru um fyrirkomulagið. En þessar sér- stöku kröfur koma sumar hveijar ekki í Ijós fyr en skólinn er tekinn til starfa. En þess verður að krefjast, að hann sé þegar í upphafi svo vel úr garði gerður, að hann sé fær um að ála upp þá kynslóð, er taki réttilega móti breytingum og bylt. ingum framtíðarinnar. En til þess, að svo geti orðið, má ekkert til spara. Næg húsa- kynni, góðir kenslukrattar og nauð- synleg fjárframlög til bókakaupa og margs annars, eru sKilyrði, sem uppfylla verður möglunarlaust. VI. Málið þolir enga bið. Hér er full þörf bæði skjótra og góðra fram- kvæmda, því að því betri sem undirbúninguiinn er, því lengri tíma tekur hann og þvi fyr þaif að byrja. En fyrst; er að leggja á ráðin og siðan að framfylgja þeim. Og héraðsbúar sjnlfir verða að eiga frumkvæðið. fá fyrst, er þeir hafa sýnt áhuga og að þeir vilji oitthvað leggja af mörkum, «r hugsanlegt að þingið taki málið til gagnlegrar athugunar. Og eg efast ekki um árangurimi, ef Árness- Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýsla tækju höndum saman og boittust fyrir málinu. Og það er enginn ógern- ingur. Meira að segja gætu þing málafundirnir í vor komið hreyf- ingu á málið, ef þeir yrðu samtaka í því, að skora á þingið að taka það til undirbúnings og athugunar. Rað vseri fyrsta sporið og ekki of langt stigið. En meira þarf til. Rað væri engin frágangssök fyrir héraðsbúa, að halda með sér fund til að ræða málið, 1 hverri sýslunni fyrir sig. Rar mætti kjósa fulltrúa úr hverri sýaiu, er síðan héldu fund með sér og kæmu fram sameiginlega með tillögur um málið. Rær tillögur legðust síðan fyrir þingið, auk þess sem þær yrðu ræddar og athugaðar opinberlega. Og þegar svo langt er komið, þarf ekki nema atfylgi góðra manna til þess, að málið komist til fullra framkvæmda. VII. Eg er ekki í neinum vafa um það, að skólinn verður stofnaður innan skamms. En hitt tel eg vafaeamara, að hann verði svo vel úr garði gerður, sem full þörf er á. Rað verður áreiðanlega örðugasli hjallinn fyrir þá, sem að fram- kvæmdunum vinna. En það er hreinasta vafamál, hvoi t ekki væri betra að hafa engan skóla en þann, sem hrækt væri'upp af smásálar- skap og allri þeirri öfugsnúnu spar semi, sem afturhaldssemi og skainmsýui hafa jafnan á taktein um. Eg segi þetta ekki af því, að eg eflst um að Sunnlendirigar séu menn til þess að stofna góðan al þýðuskóla, or fullnægi kröfum tím ans, þar sem vel sé til alls vandað, bæði útbúnaðar, fyrirkomulags og kenslukrafta. Máttirin skyldi enginn efast um að óreyndu,. aðeins ef viljinn er vakandi. Og nú mun það sýnt, hvort þeir kjósa heldur, að sökkva niður í daðleysismók og deyfð, eða vakna til starfs og nýrra framfaia msð n^jum tíma. í júnímánuði 1919. Frá Búnaðarþinginu. Einn þeirra, er sátu þing þetfa, heflr eítirlátið hjóðólfl svofelda skýrsiu: Búnaðarþingið var sett 1. júlí ®g stóð yflr í 9 daga. Par áttu sæti þessir fulltrúar: Ágúst Helga son, Asgeir Bjarnason, Eggert Btiem.frá Viðey, Guðjón Guðlaugs- son, Guðmundur Helgason, Guð- mundur Rorbjarnarson, Jón II, Roibergsson, Metusalem Stefánsson, Sigurður Sigurðsson skólastjóri, Stefán Stefánsson, Tryggvi Rór hallsson, Þórarinn Benediktsson. Starfað var af miklu kapp', Nefndir skipaðar í miklsverðustu málin. Allir einhuga í því, að reyna nú að finna einhver ráð, sem dygðu til umbóta búnaðinum. Búnaðarfélagið þyifti að gera ítar legar tilraunir með eitt og annað tii þess að hægt væri að vísa mönnum leiðirnar, hvert stefna ætti. Nú mætti ekkert til spara. Eldri bændurnir voru að engu eftirbátar hinna yngri, allir fullir af eldmóði og áhuga. Helstu málin, er tekin voru til meðferðar, voru: 1. Að útvega betri verkfæri og vélar til bústarfa. Senda þyrfti menn til útlanda, til að rannsaka þetta nákvæmlega. Láta kaupa og reyna hér öll verkfæri, sem líklegt væri að hér gætu að gagni komið. Koma á landssýningu á verkfærum og styðja menn, sem gerðu til raunir með að umbæta verkfæri og búa til ný. 2. Nauðsyn þótti t.il bera, að ráða mann til að standa fyrir áveitufyrirtækjum og leiðbeina í þeim efnuin og veita horium alla þá aðstoð, sem nauðsyn bæri til. 3. Akv,eðið var, að ráða sérstak- an mann til að sjá um tilraunir með fóðuijurtir, áburð o. fl. 4. H er sérstökum manni ætlað að sjá um allar garðyrkjutilraunir og tilraunir með kynbætur á jurt- um og frærækt. 5. Ætlast er til að þrir ráðu- nautar starfi fyrir búfjárræktina, sinn fyrir hverja búfjártegund. Auk þess er ætlast til, að styrktar verði sýningar og allur félagsskap- ur, sem miðar til umbóta í þeini grein. 6. Til eínarannsókna á að verja töluverðu fé; er þá sérstaklega átt við jarðveg, áburð og vatn til áveitu, íóðurefni o. fl. 7. Til búnaðarrita á að verja meiru en að undanförnu. Stækka Búnaðarritið og gefa út leiðbeinandi ritgerðir. 8. Búnaðarsamböndin á að styrkja meir en að undanförnu, svo þau geti starfað meira að leiðbeiningum og tilraunum og fleiru þarflegu. 9. Til utanfara er ætlaður auk- inn styrkur. Senda unga og efni- lega menn í allar áttir, er saína ýmislogum fróðleik, er getur orðið ættjörðinni til gagns og sóma. 10. Til búnaðarfræðslu er einnig ætlað meira fé, fil eftirlitskenslu og bændanámskeiða. 11. Haldið verður áfram að veita vinnuhjúaverðlaun o. fl. o: fl. Allar þessar umbætur kosta meiri fjárframlög og var talið, að fyrra ár fjárhagstímabilsins þyrfti Búnaðaríélagið að fá 235,400 kr. styrk úr landssjóði og síðara árið 240,500 kr. til þess að flestu því yiði komið í framkvæmd, sem brýn nauðsyn þótti til bera, og talið er víst, að Alþing muni veita þessa fjárupphæð. Búnaðinn verður að efla og landið þarf að rækta og klæða á ný. í lok búnaðarþingsins var kosin stjórn og hlutu kosningu: Forseti Sigurður Sigurðsson skólastjóri, meðsljórnendur Hallgrímur Kiist insson landsverslunarforstjóri og Guðjón Guðlaugsson alþingismaður. Stjórnarnefndarmenn þeir, er áður voru, beiddust undan endurkosn- ingu. Varaforseti Einar Helgason garðyikjum. Varastjórnarnefndar- menn Guðmundur Finnliogason prófessor og Vigfús Guðmundsson frá Engoy.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.