Þjóðólfur - 21.07.1919, Page 3
'P JOÐ OL PUR
Vinnuvélar.
Á Lagarfossi komu frá Ameríku
nokkrar vinnuvélar, sem Geir
Zoega vegamálastjóri keypti í vor
í Ameríkuför sinni: Skurdgrafa til
Skeiöa og Flóa áveitanna, heljar-
mikið bákn, sem Þjóðólfur heflr
áður getið um. Dráttvélar (traktorar)
tvær, með 20 hesta afli. Orjótkvörn
á hjólum til vegagerðar, þjappa,
til þess að þjappa mulningnum ofan
í veginn, og lifreið, til þess gerð
að flytja möi.
Mestur hluti skurðgröfunnar er nú
kominn austur á Eyrarbakka, öll
sundurtekin; var það af henni.
sem þangað var flut.t, urn 27®tonu
(27000 kgr.). Nokkur stykki eru
enn í Reykjavík, sem flytjast eiga
landveg austur, af því að hæpið
þótti að þeim yrði komið á
land á Eyrarbakka. Er nú verið
að útbúa vagna undir þau aust.ur
og eiga dráttvélarnar að draga þá.
Má hamingjan vita hvernig það
gengur niður Kamba. Bagalegt er
hvað skuvðgráfan kom seint, því
skurðgreftinum, sem eftir er, hefði
þurft að ijúka í sumar, svo að
áveitan hefði getað komist í fram-
kvæmd næsta vor. Allmikinn tima
hlýtur það að taka, að koma vél-
inni efst upp á Skeið og setja hana
saman.
Önnur dráttvólin var reynd hér
í Vatnsmýrinni í gær við plæningu;
var hún látin draga tvísettan pióg,
sem kom með henni frá Ameriku.
Vélin öslaði yflr kargaþýfi, en illa
gekk að plægja; plógurinn ófær til
þess, að plægja með honum þýfi,
en enginn greiðfær blettur' var
fáanlegur nú, til þess að reyna
hann á. Vélin litur út fyrir að
geta orðið að góðum noturn til
jarðyrkjustaifa, ef henni verða
fengm hentug tæki til að vinna
með.
P. t. Rvík, 11. júlí 1919.
i. H.
Bifreiðaskattur og vegaviðhald
Á þinginu kvað vera í uppsigl-
ingu frunrvarp frá fjárhagsnefnd^
er leggur það til, að bifreiðar ver ði
skattaðar landssjóði til tekna, og
mun sú skattskylda helst vera
réttlætt rneð því, hver áníðsla
bifreiðarnar séu fyrir vegina, þar
sem þeim er mest beitt.
Verði þetta að lögurn, ætti
löggjöfunum að fara að skiljast,
hvort sanngjarnara er og réttara,
að láta viðhaldskostnað flutninga
brautanna hér austanfjalls hvíla á
sýslufólögum, sem ekki geta rönd
við reist, eða á landssjóði, sem
tlioinkar sér tekjuliði vegna notk
nnar flutningabrautanna' og til
endurgjalds fyrir slit, som bílarnir
valda þar. En varla verða vegirnir
nnarsstaöar meir fyrir barðinu
á bifroiðunum, utan Reykjavík
ur — Hafnarfjarðar, en einmitt á
flutningabrautunum hér eystra.
Ættu þingmenn Árnesinga m. n.
að not.a þetta tækifæri til þess að
sannfæra þingið um, og fá þvi til
leiðar komið, að flutningabrautin
komist á landssjóð á sama tíma
og bifreiðarnar.
Syslunefiid lrnes#j'Slu.
Á m*nntalsþingum í vor fór
fram kosning á sýslunefndarmönn
um í öllum hreppum sýslunnar,
sem alls eru 16. Það er alkunnugt,
og orðið að blaðamáli, hvernig
stóð á þvi, að alstaðar var autt
sæti. Sýslunefndin sagði einróma
af sér í lok fundar síns í vor og
vildi með því mótmæla þeirri
lausung, sem verið hefir á rekstri
sýslumannsembættisins, en sú
óskipun var þá í almætti sínu.
Við hinar nýju kosningar voru
flestir nefndarmennirnir endurkosn
ir, og þar sem breytt var um
fulltrúa, í 4 eða 5 hreppnm, var
ástæðan sumstaðar sú, að sá sem
fyrir var flytur burt úr sveit sinni
eða gaf ekki kost á sér til endur-
kosningar.
Óhætt mun að fuliyrða, að
sýslunefnd Árnesinga þolir eigi
mótmælalaust flsiri sýslumanns-
setningar en orðið er nú í striklotu,
heldur mun hún ganga eftir því
við landsstjórnina, ef ekki fæst af
sjálfu sér, að brátt verði látið
skríða til skarar, þannig, að nú
komi, og taki sór dvalarstað í
lögsagnarumdæminu, valdsmaður
með veítingu fyrir embæt.tinu, en
því verði ekki gegnt með fram-
haldandi setningum eða öðru enn
óheppilegra, svo sem fulltrúa, er
fjarverandi sýslumaður kynni að
vilja haía fyrir „lepp“, eins og
einu sinni var mælt að staðið
hefði til á þessu glundroðatímabili.
Hitt skiftir Árnesinga ekki máli,
hverjum þessi ómynd um skipun
embættisins er að kenna,- lands
stjóininni eða sýslumanninum eða
báðum. Sýslufélagið á heimting á
að fá leiðrótting mála sinna og
gerir þær kröfur til stjórnarráðsins.
Nýíiðar.
fað er sjaldgæfara, að kaup>
staðarbúar sæki á brekkuna og
reisi bú í sveitum, en hitt, að
sveitamenn láti undan siga og
flytji í kauptún og kaupstaði.
Hór er þó hiegt að benda á tvö
dærni hins fyrnofnda, þar sem
þeir eru Jörundur Brynjólfsson og
Sigurður Heiðdal, sem báðir eru
fluttir austur og byrjuðu búskap
í vor a jöiðum hór í Árnessýslu:
Jörundur í Múla í Biskupstungum
en Sigurður í Brattsholti í Stokks-
eyrarhreppi, Heflr Jöiundur leigt
Múlann td nokkurra ára af húsfrú
Guðbjörgu Oddsdóttur, ekkju Geirs
heitins Egilssonar óðalsbónda þar,
og sett upp stórbú með ærnum
kostnaði. Með þessum vistaskiftum
Jörundar hefir það óvanalega
einnig komið fyrir að því leyti,
að nú eiga Reykvíkingar fyrir
1. þingmann bónda austur í
Árnessýslu. En sennilega kippa
þeir að sér hendinni við fyrsta
tækifæri, hvort seiíi Árnesingum
tekst þá að manna sig svo upp
l að gjalda liku líkt. — Attur á
rnóti hefir Sigurður fest kaup á
Brattsholti og mun hann nú,
ásamt búskapnum, leita yrkisefnis-
hér á meðal vor Flóamanna. —
Óskar Pjóðólfur Jörundi þingmanni
Reykvíkinga og Sigurði sagnaskáldi
langra lifdaga hér eystra.
Sóra Þorstoinn Bricm
er nú fluttur hingað í hérað til
prestakalls síns í Grímsnesi og
sestur að á prestssetrinu, Mosfelli.
Ekkja séra Gisla Jónssonar, frú
Sigrún Kjartansdóttir á þar einnig
heima eftirleiðis. — Betur að séra
Þoisteini mætti verða suðuiferðin
til góðs.
Laxyeiðin
er í fremur góðu horfi á aðal
veiðijörðunum hér eystra, á Sel-
fossi, Helli, Sandvík og Árbæ; en
mikið þarí þó að veiðast það sem
eítir er veiðitimans, ef líkt á að
verða því sem var í fyrrasumar.
Þá var líka óvenjulega gott veiðíár.
Laxpundið mun nú kosta 90 aura
til útsölumanna.
II11 i n.
Flestir bændur munu nú vsra
búnir að þmka ull sína og koma
henni í kaupstaðinn. Hafa flestir
afhent hana kaupfólögunum og
sláturfólaginu, án þess að söluverð
væri ákveðíð. Markaðurinn daufur
og seinn á sér, en ekki talið von
laust að úr kunni að rætast og
ullin komast í viðunandi verð.
Þarf það, ef vel væri, að verða
rniklu hærra en í fyrra, því að
alt hefir snúist bændum til erfið-
leika síðan, að kalla má, og dugir
í því sambandi að nefua hverjum
kostum þeir verða að sæta með
kaupafólk í sumar. Sumir hafa
kosið að vinna heldur einyrkjar
en taka kaupafólk, búið framleiði
ekkert móts við það sem þyrfti að
borga.
Siglhigaleysi.
Engin sigling enn til Eyrarbakka
eða Stokkseyrar. Allar vónir um
hafskip þangað hafa brugðist eða
svikið. Lestaferðir nú að miklu
leyti um garð gengnar og er mjög
óheppilegt fyrir alla hlutaðeigendur
hvað þetta hefir gengið slysalega.
En best er að vera vongóður og
bíða þess að betur gangi næst.
Yerslunin austanfjalls hefir þannig
í þetta sinn öll orðið Reykjavíkur-
verslun, en allir vita hverjum
annmörkum slíkt er bundið, meðan
samgö'igurnar eru ekki betri en
nú á sér stað. En þótt það batni
bráðum, sem vonandi er, og járn-
braut komi sunnan að, hlýtur
takmark okkar, sem hér búum,
altaf að verða gteið skipaleið og
höfn hór austanfjalls. Þá fær
héraðið fyrst milliliðalausa og
hagfelda verslun, ef menn hafa
vit á að standa saman.
11
Byrjun sláttar.
Hér um slóðir er slát.tur viðast-
hvar að byrja nálægt þessu, þó á
einstöku heyskaparjörð, svo sem
í Kaldaðarnosi, mikið orðið laust..
Grasspretta misjöfn, ekki síet á
túnum, og munu þau víðast
fremur snögg í þessum sveitum.
Áveituengi, svo sem Miklavatns-
mýri, kvað vera sæmilega sprottin,
en þar, sem viðar er vatn bagar,
veiða úrslit.in mest komín unatr
nýtingunni, og þætti mörgum
mikilsvert áð fá þurk og hlýindi
upp úr langvinnum hretum, sem
nú hafa staðið. — Misjafnlega er
latið af afióttarlöndum; viðunandi
og skemdalítil af ösku utan Ejórs-
ár, en Landamannaafrótti er mjög
illa látið af og mun sjálfsagt líkt
vera ástatt um fleiri afréttarlönd
Rangæinga. Gróðurinn lítill fyrir
og askan svo mikil, að hún virðist,
þar sem verst er, hafa riðið honum
að fullu.
llaraldur Slgurðsson
frá Kaldaftarncsí og- frú I)ora
kona hans dvelja nú hoima hjá
foreldrum hans í Kaldaðarnesi.
Hafa þau hjón efnt til samsöngs
á Eyrarbakka og skemt fólki með
list sinni. En Ejóðólfur karl hefir
ekki söngeyra og getur því ekki
dænit um listina — en þau hjón
fá einróma lof — hann gotur baia
verið drjúgur yfir að eiga nú
slíkan nágranna sein Haraldui er,
Árnesing að ætt. Þau hjónin ætla
senn nð fara af landi burt, og
munu margir óska þeim velfarn-
aðar og þakka fyiir komuna.
I’áll ísólfsson
er einnig á ferðinni og þykir, sem
Haraldur, hinn m*sti snillingur í
ment sinni, sem or hljóðíæraslátt.ur
kirkjusöngva. Hnnn er einnig Ár
nesingur. ísóifur Pálsson faðir hans
eirm hinna mörgu bræðra frá Seli
í Stokkseyrarhreppi. Ekki hefir Páll
látið til sín heyra hér eystra enn
sem komið er, en gerir það von-
andi. Er fjóðólfi ókunnugt um hve
lengi Páll’ rnuni dvelja hér á landi,
en sennilega fer hann með haust-
inu. Hefir hann í sumar leiðbeint
mönnum í Reykjavík við kirkju-
söngspil og er það þakkarvert, og
má vænta að sú t.ilsögn festi
einhversstaðar rætur.
Árncssýsla B læknishéruft.
Tillaga sýslunefndar Árnesinga
um að gera sýsluna þrjú læknis-
hóruð er nú borin fram á alþingi
sem lagafrumvaip. *
&apasf
hofir gulur hundur, stór, með
snögga rófu. Sá, sem kynni að
finna hund þenna, er beðinn að
gera aðvait
P á 1 i Á r n a s y n i
Litlu Reykjum,