Lanztíðindi - 31.01.1850, Síða 1
LAINfZTIÐINDI.
1§50»
31. Janúar.
ÍO.
1. Ár.
Snmlnrlansar liug'myndir,
um stjórnarskipun hjer á landi eptirleiöis.
III.
Vjer ætlum að byrja þessa grein með því
fororði, að eins og það hefur ekki verið á-
setníngur vor með hugmyndum þessum, að
reyna til að hitta vilja stjórnarinnar i þessu
efni — og um það vonuin vjer, að lesendur
Lanztíðindanna sjeu þegar orðnir saunfærðir
af því sem komið er— eins getur oss ekki
komið til hugar að vilja ala rángar huginynd-
ir almenníngs, þar eð vjer jhölduin, að sjer-
hver eigi að tala eptir sannfæríngu sinni, hver
sem í lilut á og vjer álítum livorttveggja eins
fyrirlitníngarvert, að vilja smjaðra fyrir rík-
isstjórninni og fyrir alþýðu, og því syndsam-
legra er það að vilja leiða alþýðu með útlits-
fögrum uppástúngum, sem það optast nær að
lokunum kemur fyrir hana að borga þess-
háttar uppástúngur. Annað mál er það, þó
einhver vilji reyna til að samþýða vilja stjórn-
arinnar og þjóðarinnar, þegar þvi verður við
komið án þess að spilla hinu góða málefni.
En hitt er skylda hvers manns, sem vlll leiða
sannleikann í Ijós og koma einhverju góðu
til leiðar, að draga ekki dulur yfir erviðleika
þá, sem kunna að vera framkvæmdunum til
fyrirstöðu, því fyrr eða síðar kemst almenn-
íngur að þessum erviðleikum og sjer þá, að
ofauá þá hefur verið breiðt :og þannig viltar
sjónir fyrir sjer. jiess vegna er það jafnan
bezt i tíma að skoða málefnin svo vel sein
faung eru á og ekki einúngis sýna kosti
þeirra, liehlur og einnig vekja athygli manna
á erviðleikunum, svo þeir komi ekki flatt uppá
neinn og menn fái ráðrúm til að hugsa um,
hvernig bezt og haganlegast verði úr þeim
greiðt.
Vjer höfum áður getið þess, að oss þætti
fjelagstjórn liafa talsverða ókosti í för með
sjer; en þó verður hitt heldur ekki varið, að
það yrði erviðleikum bundið að koma lijer á
innanlanz stjórn með því að láta sinn liafa
hverja stjórnargrein á hendi, bæði vegna þess,
að eðli málefnanna er þannig varið, að þegar
stjórnarathöfninni væri skipt eptir því, þá
feingi einn stjórnenda lángtum meir að starfa
en annar og líka kæmust meiiii i nokkur vand-
ræði með kyrkjulegu inálin, sem sumpart
eru andlegs, sumpart veraldlegs eðlis, en
það væri eins dæmi að láta biskup hjer
standa veraldlegu þingi reikníngskap afgjörð-
um sínum í andlegum efnuin og þó á hinn
bóginn ekki tilvinnandi hjer, þar sem um svo
litiö er að gjöra, að búa til embætti sjerílagi
fyrir umsjón kyrkju og skóla. Verðinúsaint
sem áður þetta stjórnarform ofaná, treystum
vjer því, að þjóðfundurinn muni verða skip-
aður svo góðum og djúphyggnum mönnum,
að honum takist að leysa þessa og aðra því
um líka smá hnúta, einkanlega þegar bent er
á þá í tíma. Hitt óttumst vjer öllu meir, að
fundarmöiinum kunni, ef til vill, að vaxa í
augum kostnaöarauki sá, sem af innanlanz
stjórn leiðir fyrir landið, þó þetta sje að nokkru
leiti undir því komið, að hve miklu leiti og
hvernig fjárhagur lanzins verður aðskilinn frá
fjárhag Danmerkur ríkis. Svo mikið geta
menn nú þegar sjeð, að hjer þyrfti bæði að
stofna nýa skrifstofu til að gagnskoða alla
reiknínga yfir tekjur og útgjöld lanzins áður
en þeir væru iagðir fyrir alþingi, því að án
þessa yrði þínginu ómögulegt að hafa tilhlýði-
lega umsjónmeð embættisfærslustjórnendanna,
þar eð einginn má ætlast til þess, að það feingi
tíma til að yfir fara reikníngana. Sömuleið-
is yrði hjer þá að minnsta kosti að komastá
kostnaðarmeiri lögreglustjórn en nú er, til