Lanztíðindi - 01.07.1850, Blaðsíða 8

Lanztíðindi - 01.07.1850, Blaðsíða 8
92 f>ar eru nefndir og til færðir, eru gijafir frá prestakallinu Garðií Kelduhverfi í Norðurþing- eyarsýslu. Reykjavik þann ll.júní 1850. S. Egilsson. Hiti oy kuldi, sem menn yeta polað. Maburinn er svo gjörður, að hann getur alstaðar lifað á jarðarhnettinuin og viljum vjer hjer til færa nokkur merkileg dæini þess, hvilíkan hita og kuUla menn hafa afborið án þess að skaða sig. Árið 1735 var hinn eldri Gmelín í Jeniseisk; þar kom þá svo óttalegur kuldi í janúarmánuði, að kvikasilfrið í Fahrenheits frostmæli komst niður á 126. mælistig fyrir neðan núll eða frostpúnkt. Fuglarnir duttH hel- frosnir úr lopti ofan, og alt sem úti var og frosið gat, varðaðklaka. J)ó þoldu mennirnir frost þetta, án þess þeim yrði nokkuð meint við það. llinn nafnfrægi Pallas getur þess (i ferðabók sinni um Rússland 3. bd. 118. bls.), að árið 1772, 7. dag desemberm. kom svo tnikið frost í Krasna- jarsk (sem liggur 56°. nbr. en á 110°. aust. lengdar), að kvikasilfrið í frostmælinum komst. ofan á 89°.'fyrir neðan núll. En þó varð frostið þar miklu meira, því mælirinn náði ei lengra, og kvikasitfrið fraus í kúlunni. Glöggara merki þess, hvað þetta frost varð mikið, var það, að bysna mikið af góðu, hreinu kvikasilfri, sem var látið standa úti uri’dir berum bimni, botnfraus, og mátti þá taka það upp og beygja og berja út með hamri, rjett eins og járn. En Braunsegir, að kvika- silfur frjósi ei í ininna en 140 inælistiga frosti. Líkt frost fengu líka Englendíngar í Húðsons- flóanum við Ku rkillfljótið, sern liggur á 68°. 56, n. br. Middleton segir, að vötn á landi upp, sem vóru 12 feta djúp, hafi botnfrosið öldúngis, og brenni- víni liafi ei ordið haldið þíðu ínni í húsunum. Bæði í ofnsog ljóss stað vóru þar þá hafðar 24. punda þúng- ar fallbvssukúlur, sem vóru gjörðar hvítglóandi og síðan settar á hæfilega staði i herbergjunum, og ei var unnt að hita svo húsin, að ei kæmi ís ínnan á alla veggi. Færi nokkur snögglega út, þá mátti hann vara sig, að bann kæli ekki þegar hæði á höndum og andliti. En þrátt fyrir allan þenna kulda vóru þó inn- húarnir (Eskimóar) á veiðum. Á Ný-Semblu verður frostið svo mikið, þegar kaldasterá veturna, að jafnvel bírnirnir haldast ei við og fara í skjól sín; maðurinn og hinn hvíti refur eru þar þá þau einu dýr, sem eigi Iáta kuldann buga sig. Jirátt fyrir allan þann kulda, sein í Grænlandi er, segir 'þó Cranz að Grænlendíngar gángi optast ber- liöfðaðir og herhálsaðir ogað öllu leyti ljettklæddir, og verði aldrei innkulsa, hvað mikið frost, sem er. Inni í kofum sinum sitja þeir opt í nærhrókunum eiuum. jáeir sem í köldustu löndunum búa eru lika heitari í eðli sínu, en innhúar hinna heitari landa; þvísvoheitt segir Cranz að verði í kyrkjuin Grænlendínga á vet- urna, að Norðurálfuhúar verði þar kófsveittir og geti varla dregið a.ndann. Maðurinn þolir líka eins mikin hita að sínu leyti og hann þolir kulda. Blökkumenn í Suðurálfu þola vel 120° hita á F a brenheits frostmæli. B a nk s, Sólander, Fipps og Blagden, ljetu hita herhergi eitt svo sem unnt var, og hitinn varð fyrst 150 mæli- stig svo 198 og mest 211. (Blóðhitinn í manninum er frá 98 til 110 mælistig og sjóðandi vatn er 212). Hita- mælirnir sprúngu allir ncma einn. I þessuin hita sátu þeir ofan nefndu menn i 20 mínútur; á andliti og fót- um skemmdust þeir mjög. Blagden heitaði einu- sinni herbergi sitt svo hitinn varð 224 mælistig. Ept- ir 10 minútur sló lifæðin 145 sínniim á mínútu i stað- in fyrir að hún vanalega sló 80 sinnum á mínútunni. Eggjahvita og vax bráðnaði. Seinast varð hitinn í herberginu 260 mælistig og þenna hita þoldi Blagden í 8 ininútur, en þá gat hann ei dregið andann lengur. I Rochefa uca ult á Frakklandi fundu þeir D u Uamel og Tillet stúlkur nokkrar, sem með allra mestu makindum sátu i 10 mínútur inni i bakaraofni, þar sem bæði soðnaði kjöt og jarðepli í. jjeir að- gættu liitann og fundu, að hann var 275 mælistig á F ahrenheitsmæli. Brauðaveitínyar oy frami. 14. dag maímán. þ. á. er prestinum sjera H. Árnasyni allramildilegast veitt kennara einbætti við prestaskólann. 16. dag s. m. er sýslumaður J. P. Hav- steen orðinn amtmaður í Norður- og Austur- amtinu. S. d. Th. Gudmundsen, sýslumanni í Gullbríngu og Kjósarsýslu, veitt Árnessýsla. S. d. Br. Svenzon, sýslumanni í Barða- strandar sýslu, veitt Borgarfjarfiar sýsla. S. d. Jóni Peturssyni, sýslumanni í Mýra sýslu, veitt yfirdómara embætti í enum is- lenzka lanzyfirrjetti. S. d. er M. Stephensen, sýslumaður í Rángárvalla sýslu, sæmdur virkilegs kamm- erráðs nafnbót. ---------«+i§i+W-------- Ritstjóri P. Pétursson.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.