Lanztíðindi - 06.07.1850, Qupperneq 2

Lanztíðindi - 06.07.1850, Qupperneq 2
menn kalla nákvæmni og reglulega hugsun. Hann þarf ekki aft hafa svo mikið fyrir því; þegar hann er kominn í austur, þarf hann ekki annað en snúa sjer við og segjast hverfa aptur í vestur; þegar hann í sömu andránni er búinn að tala um árritið, stiptsyfirvöldin og söluna á prentsmiðjunni, þarf hann ekki annnað en hverfa aptur til árritsins; það er svo litill útúrdúr, sem enginn mundi leyfa sjer að gjöra nema „Jeg“ sjálfur; og þó tekur hann hart á árritinu, þar sem hann á bls. 171 þykist finna útúrdúr, Bþó hann sje Iítíll*. Við skírskotum því til lesenda árritsins, hvort þeir geta fundið þar nokkurn útúrdúr, sem ekki leiðir beinlínis af frásögunni sjálfri! við getum ekki fundið hann. £ða er það nokkur „útúrdúr“, þó bænar- skránni móti innlendri verzlun sje lirundið bæði af eðli málefnisins og sögu okkar? Jað mun naumast nokkrum koma til bugar að kalla slíkt útúrdúr, nema þeim, sem sjálfur tekur sjer dúr og dottar við hverja. hugsun, af því hann hefur ekki greind í sjer til að rekja samband milli samkynja hugsana, heldur liöggur að handa liófi ofaní þær einhverstaðar. Árritið er nú annars svo heppið yfir höfuð að fá góðan vitnisburð hjá lierra „Jeg“; hann þykist með góðri samvizku geta hvatt landa sína til að taka því vel og segist sannfærður um, nað lesi menn það með athuga og eptirtekt, þá hafi menn þau not af því, sem höfundarnir ætlist til“. Nú var það tilætlun höfundanna, einsog þeir gátu um i boðsritinu, að ritgjörðirnar yrðu að notum, ekki einungis lærðum mönnum, heldur og greindum og námfúsum leikmönnum. Um ritgjörðina um sakramentin eptir Martensen er nú „Jeg“ hræddur, „að almenningur hafi hennar lítil eða enr/in not“, vegna þess alþýða hjer á landi sje óvön vísindalegum ritgjörðum og það er á honum að skilja, „að þessi ritgjörð muni vera alþýðu ofvaxin“. Við verðum að játa, að við komum þessu ekki saman og bendum almenningi á, að okkur finnst hjer hraparleg mót- sögn hjá „Jeg“, sem hann hefur rekist inní, af því hann vildi segja eitthvað, en hafði ekkert fast álit, eða áreiðanlegt skynbragð á þvi, sem hann er að skrifa um; við ráðum herra „Jeg“ heilræði! honum er nauðsynlegt að fara að læra hugsunarfræði, svo hann gjörisig ekki sekann aptur í slíkum mótsögnum. Að öðru leyti viljum við segja það herra „Jeg“, sem segist enginn guðfræðingur vera, eins og við líka þykjumst sjá, að fyrst er trúarfræði Martensens aungan- vegin ætluð eingaungu vísindamönnum, og í annan stað erum við fullvissir um, að skynsamir og guðhræddir alþýðumenn muni skilja hana miklu betur en margir, sem lærðir þykjast og svo eru kallaðir, en ráða sjer ekki fyrir hroka og sjálfbyrgingsskap. Um oröfærið á ritinu yfir höfuð, segir höfundurinn, að þaö sje „allt í veikleika“ og á útleggingunni yfir ritgjörð Marten- sens, að það sje „flókið og óviðkunnanlegt*, en til að sanna þetta, færir hann alls engin rök, þvi eitt orð, sem honum þykir illa valið, orðið „minnisvarði* sjá allir, hve lit.il ástæða er fyr- ir því, að kveða upp um ritið allt slíkann dóm, sem við að svo stöddu leyfum okkur að kalla sleggjudóm. Við ætlum ekki að fara fleirum orðum um þetta, eða dæma í egin málefni; ein- ungis getum við þess, að þeir 2 menn, sem allir munu játa um, að hjer á landi sjeu færastir í íslenzkri tungu, nl. Rektor S. Egilsson og Dr. H. Scheving munu hafa laggt vægari dóm á orð- færi árritsins helduren herra „Jeg“ í ijþjóðólfi og jafnvel kallað það gott, og verðum við að meta dóm þessara manna meir, þó höfundurinn gjöri* sjer far um að sýna stirkleika sinn í málinu með því ýmist að skrifa kaupenda, ýmist kaupanda. Jetta sýnir nógsain- lega, að höfundurinn gjörir sig sekann bæði í mótsögnum og sleggjudómuin, og hrýtur sjálfur niður með því ritgjörð sína; en þó kastar tólfunuin þegar höfundurinn fer frá bókstafnum og rjettrituninni og ætlar að tala um inntak ritsins. Við lítum einkanlega til þess, sem höfund- urinn segir um 6. atriðið í umburðarbrjefí biskupsins. 5að er furöanlegt að heyra, hversu djarfmæltir sumir geta orðið í því, sem þeir ekkert vit bafa á, og sýnir „Jeg“ það ineð dæmi sínu. Jað er auösjeð, að hann ber ekki minnsta skynbragð á eðli kyrkjulegrar eða veraldlegr-

x

Lanztíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.