Lanztíðindi - 10.12.1850, Blaðsíða 1

Lanztíðindi - 10.12.1850, Blaðsíða 1
LAFÍZTIÐINDI. 185«. *‘í. Ár ÍO. Ilesember. 32. og 33. Reg'lng'j örð um kennsluna o// lœrdómsprófin í hinum lœröa skóla í Reykjavík. 13. grein. (Framhald). Sjerhver skólalærisveinn á lieimting á, að mega ganga undir fyrri hluta hurtfararprófsins, þá er hann hefur verið tvo vetur í þriðja bekk, og undir síðari lilutann, þá er hann hefurverið tvoveturi fjórða bekk, og getur skólastjóri eigi synjað honum þess. ^eir lærisveinar, sem reyndust svo vel við inntökupróf nýsveina, að þeir þóttu að öllu leyti hœíir til, að setjast í fjórða bekk, þeir eiga sömu heiinting á, að flytjast upp i 4. bekk eptir einn vetur í 3. bekk, (sbr. 3. gr. 3). Fyrri hluti burtfararprófsins skal og vera fyr- ir þá, sem undir hann ganga, einn hluti að- alprófs lærisveina í 3. bekk það ár; skal því eigi reyna þá pilta tvívegis í hinum sömu vísindagreinum. Yirðist skólakennurum ein- hver lærisveinn eigi hœfur til, að flytjast upp í 4. bekk, eptir því, sein honuin liefur geng- ið í aðalprófinu, þá situr liann kyrr í 3bekk, og nýtur allrar sömu tilsagnar þar, og aðrir lærisveinar, sem i þeim bekk eru, og gengur. þá undir fyrri hluta burtfararprófsins næsta vor. En fari hann úr skóla, og fái sjer til- sögn utanskóla, og búi sig á þann háttund- ir burtfararprófið, þá skal svo á líta, sem hann liafi af lokið fyrra hluta hurtfararprófsins, og lieldur hann þá þeim einkennum, sem hann hefur fengið í skólanum við fyrri hluta þess, og þarf hann því að eins að ganga undir siðari hluta burtfararprófsins. Læri- sveinar jieir í 4. bekk, er ætla að ganga undir síðari hluta burtfararprófsins taka eng- an þátt í aðalprófi í skólanum það ár. • 14. grein. Burtfararpróf skal halda i júlímánuði svo snemma, sem verða má. Skulu kennendur skólans halda það próf; en auk þeirra skulu og tveir prófsfulltrúar vera við staddir; skulu yfirstjórnendur skólans nefna þá til með þeirra samþykki. Yið burtfararprófið skal gæta þess, er nú skal greina. 1, Yfirstjórnendur skólans skulu láta prófs- fulltrúa, eða einhverja aðra, sem um það eru fœrir, stinga upp á hinum skriflegu verkefnum handa lærisveinum, og senda síðan skólastjóra. 2, Skólastjóri skal skipa einhvern skóla- kennandanna til að hafa umsjón yfir læri- sveinum, meðan þeir Ieysa hin skriílegu verkefni; en umsjónarmaður má þó eigi vera sá kennarinn, að kennt hafi þá vís- indagrein, sem verkefnið er úr. 3, Við liið munnlega próf í.hverri vísinda- grein, skulu tveir prófdómendur vera við staddir auk þess kennarans, sem reynir; skulu prófdómendur annaðhvort vera tveir af skólakennendunum, eða þá líka einn af kennurunum og annar af prófsfulltrúum : skal annar prófdómanda taka til greinir þær í rithöfundum og þau atriði í öðrum vísindagreinum, er reyna skal lærisveina í. Annan þátt eiga prófdómendur eigi t prófinu. 4, jieir, sem taka þátt í hinu munnlega prófi í einhverri vísindagrein og dómnum um það, þeir hinir sömu skulu og dœma um hina skriflegu úrlausn í þeirri vísindagrein. Um hina íslenzku ritgjörð skulu og þrír dómendur dœma; skal einn þeirra þriggja vera sá, sem kennir íslenzku í 4. bekk. (Framhaldið síðar).

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.