Ný tíðindi - 30.01.1852, Blaðsíða 1

Ný tíðindi - 30.01.1852, Blaðsíða 1
4. bl. 1853. NY TIÐINDI. 30, d. jani'iarmánaðar Iieiðrj ettingar: 9. bls. 2. 1. a. o. 1851 les: 1853. í augl. J. Árnasonar á 12. bls. 11. 1. a. n. i 2. dálki stendur í sumum blöð- unum júlímánaðar fyrir júnímánaðar. F r j e t t i r. Daiimörk. Með póstskipinu höfum vjer nú fengið fregnir og blöð frá Danmörku fram undir jól, og er þaðan yfir höfuð ekkert að heyra, nema frið og spekt á öllu. Barden- fleth, sem fór frá ráðgjafaembættinu og tók við umsjón á Suðurjótlandi, hefur tekið holl- ustueið af Holtsetalandsinönnum, og fór það allt friðsamlega fram. Vjer höfum og ekki heyrt annað, en að hertogadæmin v*ru ánægð með stjórn hans og umráð. Prófessor Madvig befur fengið ailranáð- ugasta lausn frá ráðherraeinbættinu, oger etats- ráð P. G. Bang settur fyrst um sinn í stað hans. Ekki höfum vjer heyrt annars getið, en að rikisþing Dana (Rigsdagen) hah tálmun- arlaust haldið á fram störfum sínum. Kon- ungur hafði raunar látið þá von sina i ljósi, þegar hann setti þiugið, að í þetta sinni myndi ekki þurfa að lengja þingtímann, en þó hefur hann nú, að bón þess, leyft því að sitja lengur, en liina ákveðnu 2 inánuði; þar eð þingið þurfti þess með vegna málefna þeirra, sem þar áttu að verða rædd. Við víkjandi Islandi hefur þar fátt verið rætt, en þó skulum vjer geta þess, sem vjer höfum sjeð um það í Berlingatíðindum. Nefndin, sem sett var til þess að end- urskoða reikningsáætlun ríkisins, sem innan- ríkisráðherrann hafði búið til, stakk upp á ýmsum breytingum í henni, svoað aðalsamtala útgjaldanna, sem í áætlaninni var 1,046,128 rbdd., varð hjá henni hjer um bil 62,000 rbdd. minni. Víð víkjandi íslandi liafði innanríkis- ráðherrann meðal annars farið því á flot, að foringja hinnar íslenzku stjórnardeildar (De- partementschef) væri veitt 400 rbdd. launa- viðbót, en nefndin fór því fram, að stjórnar- deild þessi yrði afmáð með öllu, svo að þar með yrðu sparaðir 2400 rbdd., sem áætlanin reikn- aði deild þessari. Um þetta urðu ætlanir manna á þinginu tvískiptar, og þegar at- kvæði voru greidd (sem gjört var með nafna- kalli), þá ui'ðu 43 atkvæði með uppástungu nefndarinnar, en 39 móti. Innanríkisráðlierr- ann hafði raunar tekið það skýlaust fram, að þessi stjórnardeild mætti alls ekki missast, afgreiðslu málefnanna hlyti að seinka ef henn- ar missti við, og einkum yrði hin íslenzka stjórnardeild fyrir halla, ef ekki væri dug- andis maður foringi hennar. Hann liefur og tekiö það fram, að þetta væri harla ísjárvert, par sem að þau málefni keemu opt til pess- arar stjórnardeildar, sem ráðherranti bæri sjálfur ekki nœgilegt skgn á, og að ef uppá- stunga nefridarinnar fengi framgang, pá gœti liann ekki ábyrgzt að afgreiðsla málefnanna geti gengið jafn fljótt eða jafn vel og ella. B. Christensen hjelt að þegar búið væri að koma á góðri hjeraðsstjórn á Islandi, þá myndi afgreiðslu málefnanna verða borgið. — Krieger sagðist vera sannfærður um, að það væri „óforsvaranlegt*, að taka hinaisl. stjórnar- deild af. Hann játar raunar, að þegar hin innlenda stjórn á Islandi sje komin i betra horf, þá kunni deild þessi, að verða miður áríðandi, en eins og nú er ástatt, þykir bo»- um slik bót ekki sjen, þar sem hin síðasta tilraun til hennar hafi mistekizt, eins og þeir viti allir. — Að lyktum ámálgaði innanríkis- ráðherrann það fyrir þinginu, að það væri mjög áriðandi, að búa ráðgjafana svo að laun- um og aðstoðarmönnum, að þeir gætu gjört

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.