Ný tíðindi - 30.01.1852, Blaðsíða 4
16
Hvað mun heilög boða
himinferð að sverði
foldar, geislum faldins
friðar - gjafans blíða ?
Líða yfir leiðir
Ijósar bjartra rósa
kinna, hreta hrönnum
hulin tárin sáru.
Ifví mun skuggi skyggja
skraut á röðulbrautum ?
hví mun grátur geta
gumum þjakað sumum?
Veit Jiá engi, að ungum
aldurtili kaldur
nú hefur bragningi búið
banasæng und vængjum ?
Grátið mundirðu geta,
góða jökla - móðir!
böðuð legi breiðrar
báru, köldum tárum,
þegar líða af láði
leiztu, förum geystum
dauða, af bana beði ^
bezta soninn og mesta.
Hugðum vjer, að hyggðist
himindísin vísa
hjörtun helgri birtu
og hýrum anda skýra —
dró af dökkum sævi
drunga, tárum þrunginn ,
meðan geisli glæðir
grund um morgunstundu.
því ei í sögum einum ,
nje unn horfinnar gunnar
leit með geisla gliti
gólf Dellings Brynjólfur;
leit hann frelsi feta
fagurt vegu lagar,
og vitur lið nam veita,
vargur að þröngdist fargi.
Nú er ljósið Ijósa
liðið burt með friði,
marga sem að mörgum
mærast hjálp nam færa.
Víða liggja lciðir
lagar - þungra daga ,
eins þó alla gyllir
uppheims - hjólið sólar. ■
Kveðju láta lýðir
líða upp að fríðum
boga bjartra daga
bragning kætandi slingan —
lof og minning lifir
lcngi, þó dauðans engill
nú hafi Brynjólfi búið
banasæng und vængjum.
B. Gr.
Helgi Helgason (f 15. jan. 1852) var fæddur í
Vogi á Mýrum 9. d. júlímán. 1783. Foreldrar hans
voru þau Helgi Helgason hreppstjóri, sem var uppalinn
í Vogi og bjó þar. allan sinn búskap, og Elín Egils-
dóttir frá Arnarholti í Stafholtstungum. Árið 1814 gekk
Helgi að eiga Ingibjörgu, dóttur sjera Jóns aðstoðar-
prests í Hítarnesi. þau áttu saman 8 börn; þar af dóu
3 ung, en 5 lifa. Helgi tók við hreppstjórn skömmu
síðar en hann kvongaðist, og sleppti henni ekki fullu
missiri áður en hann dó. Árið 1835 gjörði konungur
hann að dannebrogsmanni fyrir vandaða skipsmíð, og
dugnað. Alþingismaður varð hann 1844.
Prestaköll.
Oveitt: Hellnaþing í Snæfellsnessýslu metin
32 rbdd. 2 mkk., augl. 18. d. janúarm. 1852. Garður
í Kelduhverfi, og Kálfafell á Síðu.
M annalát.
Brynjólfur Pjetursson, jústitsráð, forstöðu-
raaður hinnar ísl., grænl. og færeysku stjórnardeildar í
Kaupmannahöfn, dó 18. d. októberm. 1851.
Jósep Magnússon prestur í Hellnaþingum dó
9. d. nóvemberm. 1851.
Sigríður Ilelgadóttir, kona Skúla læknis Thor-
arensen á Móeyðarhvoli, dó 12. d. janúarm. 1852.
Guðrún Pálsdóttir, kona Guðmundar bónda á
Keldum í Rangárvallasýslu, dó 18. d. s. m.
Fermdir, fœddb', dánir á Islandi 1850.
Fermdir 1326 (þar af 636 piltar, 690 stúlkur).
Fæddir 2351 (þar af 1199 piltar, 1152 stúlkur).
Dánir 1509 (þar af 758 karlk., 751 kvennk.).
Eru þá 842 fleiri fæddir en dánir þetta ár.
(Af hinum dánu eru 38 drukknaðir, 12 dánir
af ýuisum öðrum slisförum, en hinir 1459 á sóttar-
sæng).
Ritstjóri: M. Grímsson.