Norðri - 31.03.1859, Blaðsíða 4

Norðri - 31.03.1859, Blaðsíða 4
bætt fjárkynib bæbi ab ull, holdum og mör. Jeg er nú ekki eins kunnugur fjármennskunni á Englandi eins og höfundurinn þykist rera, en svo mikib veit jeg, ab margir búmenn þar hafa Iagt alla alúb, sem upp hugsub varb, vib ab bæta fjárkynib, og liafa engan kostnab til þess sparab, en þö hefir þeitn ekki tekizt ab koma upp öllu holdbetri eba mör- meiri kindum en ýmsum bændum hjer á landi, sem einungis hafa Iagt alúb vib ab bæta kyn- ferbib og vanda hirbinguna sem mest, þó þeir aldrei haíi laugab fje sitt, sem heldur hefir ekki þurft. Vib ættum, eptir mínu áliti, ekki ab þurfa þess, ab klábinn kenndi okkur ab vanda fjárhirb- inguna, enda erjegviss, ab hann gjörir þab aldrei. Vib nifurskurbarmenn vitum vel, ab mögu- I legt er ab halda lífi í klábakindum, ef nóg er fyrir hendi af fóbri, og mebölum, en vib vitum líka, ab þettakostar svo mikib, ab ekki er til þess vinn- andi. Ef klábinn kemst í fjeb á annab, borb þá þarf sjálfsagt ab halda áfram vib þab lækningum þab- an af ár eptir ár og öld eptir öld, lauga þab jafnabarlega og gefa því hreinsunarmeböl eins og ensku bændurnir þurfa ab gjöra. En ekki er þó hjer meb búib. Menn hljóta líka ab fóbra fjeb inni al!an veturinn, því þab þolir ekki kuld- ann. þeita ailt álítur höfundurinn væntanlega auívelt fyrir okkur íslenzku bændurna, en í því yfirsjest honum stórlega, og þab er órækur vott- ur um þab, ab hann þekkir ekki Island eins vel og hann ímyndar sjer. Island á ekki ab fagna slíku frelsi, vebursæld og aubi sem England. I stabinn fyrir þetta er Island ánaubugt, kalt ok fátækt, og þetta gjörir gæfumuninn. — England er hjarta heimsbyggbarinnar, en Island hali veraldar- innar. Jeg skal nú reyna til ab telja upp ýmis- legt, sem af þessu leibir. Fyrst er margfalt örbugra ab fá læknisdóma hjer en á Englandi, þar eru öll vibskiptí manna og verzlun sem frjálsust ab verba má, hjer er verzlunin ánaubug. Höfundinum kynni ab þykja sem jeg færi lijer meb ósannindi, ef hann heyrbi orb mín, og mundi vísa til verzlunarlaganna sínu máli til sönnunar; en hann sýndi ekkert meb því annab en þab, ab hann ab vísu þekkti lög- in, en ekki landib og kjör þess. Lögin haida okkur ekki svo mjög í ánaub í þessu tilliti, en engu ab síbur erum við undir ánaub og kúgun_ f>ab tjáir hjer ekki aÖ skrafa og skeggræÖa um, hvort þetta kunni ab geta orbiö öbruvísi, því þörfin er hjer brábari en svo. ViÖ vitum nóg dæmi þess, ab þeir, sem hafa reynt ab lækna fje sitt á Sub- urlandi, hafa stundum ekki geta fengib mebölin til þess, þegar þeim lá 1 íf i Ö á, og sannarlega má þó svo ab orði kveba um þá, úr því þeir vöidu sjer þennan veg til ab fyrirbyggja kláb- ann. þab er ónýtt ab segja, að vib þessu mundi aldrei fraraar verba hætt, þegar víst væri, ab meböl þessi gengi út; en er það þá ekki víst p'ka, að kornvörur og aðrar Iífsnauðsynjar gangi hjer út? Og höfum við ekki nógu mörg og nógu hryllileg dæmi fyrir okkur í því, aö þær hafa verið ófáanlegar þegar lífib lá við? j>á lreld jeg enginn sanngjarn mabur geti neitað því> ab harla mikill munur sje á því, ab hirba og ! hjúkra klábasjúku fje hjer og á Englandi, þar er veturirin bæbi stuttur og hiýr, en aptur bæbi langur og kaldur hjá okkur, svo að hinn bezti vetur hjer getur ekki einu sinni jafnast vib hinn harbasta vetur á Englandi, allra sízt ab lengdinni til; hjer venjulega er vetrarvebrátta 7—8 mán- uði af árinu, og ekki væri hugsandi til, að setja 8aubfje, sem kláðinn er kominn í, á minna fób- ur en svo, að því yrbi geíið inni allan þennan tíma, því vib höfum fengið næga reynlsu fyrir því, ab fje þetta má ekki koma út í íslenzkt vetrarveður, ef það á ab lifa og þrífast bærilega. En af þessu leiðir, að vetrarbeitin verbuT alls ckki notub fyrir fjeb, og þó er hún einmitt einn bezti kostur Islands ; hún hefnr venjulega sparað land- inu á ári hverju svo mörg kindarfóbur ab skipt- ir hundruöum þúsunda, og dæmin eru deginum Ijósari, hvernig farib hefir fyrir Iandsmönnum þeg- ar hún hefur brugbizt, því ekkert hefur steypt, nje getur steypt velmegun þeirra eins hastarlega og hraparlega eins og langvinn vetrarharbindi. Jeg held þab yrÖi harla fátt, sem bændur hjer gætu haldib af sauðfje með þessu lagi, því klába- fjeb þarf líka miklu meira ab jeta en heilbrigt fje, eigi þab ekki að verða horað ; og það því fremur þegar menn nú þurfa auk þessa að verja töluverðu af hinum stutta og dýrmæta sumartíma til ab lauga kindur sínar og koma ofan í þær hreinsunarmeböl- um — því jeg vil líka ætla aÖ engan veginn mundi nægja að lauga klábafjeð hjerna í kuldanum ein- ungis tvisvar á ári, þó það megi í hlýindunum á Englandi. Höfundurinn kynni ab vilja svara því, að jeg gjöri ofmikið úr klábasýkinni þar semjeg býst vib að henni linni aldrei, en jeg held ab reynslan sje nógsamlega búin ab sýna, að ekki : tekst ab uppræta klábann meb lækningum, svo

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/78

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.