Ingólfur - 29.01.1853, Blaðsíða 3
7
stöðunum sunnan lands; á öllum innnesjum hernr lítið
um hann verið, og þvi hafa nokkur skip þaðan róið suð-
ur og sókt afla. Sagt er nú að allfiskilega líti út í Höí'n-
unum syðra.
— Póstskipið kom til bæjarins 23 d. þ. m. eptir 15.
daga útivist; hafði það þá legið viku undir landi, er
hörkurnar voru mestar. það færir oss góðar frjetiir,
að því leyti sem vetur hefur ytra verið afbragðsgóður,
íslenzkar vörur selzt vel, og það í vændum, að frum-
varp til frjálsrar verzlunar hjer á landi verði þegar Iagt
fyrir þjóðþing Dana.
— Kú er Luðvík Napóleon orðinn keysari Frakka, og
heitir Napoleon hinn þriðji; cr Bonaparte sjálfur talinn
hinn 1, sonur hans, sem dó ungur, hinn 2. og þessi
hinn 3. llann býr nú um sig í keysara sessinum með
hinu mesta skrauti. Ekki liðu nema 2 klukkustundir
frá því hann var kjörinn keysari í Parisarborg, til þess er
frjettaflegirinn sagði þau tíðindi í Xjnarborg.
— í vetur hafa nokkrar merkiskonur á Englandi
átt fund með sjer, undir forgöngu hertogafrúarinnar af
Southerland; þar rjeðu þær það af að rita, undir nafni
sínu og fjölda annara merkiskvenna á Englandi, brjef
eitt systrum sínum og sómakonum öllum í Sambands-
ríkjunum í Vesturheimi, þess efnis, að biðja þær að
skerast í leikinn með hægð og spekt, og styðja að því
við bændur þeirra, að þeir þegar láti af mannsali og
þrælkun Svertingja. — Hver sá mannvinur, sem þekkir
nokkuð til þess, með hvílíkri grimmd og harðneskju á
allar lundir, mannsal og þrælkun Svertingja hefur nú
fram farið í meir enn 300 ár, og hversu hinar siðuðu
þjóðir Norðurálfunnar hafa með þeirri miskunarlausu
aðferð, meir enn með nokkurri annari óhæfu, sem þær
hafa gjört sig sekar í, svivirt sjálfar sig og safnað glóð-
um elds yfir höfuð sjer, — hann mun finna sjer skylt að
þakka guðlegri forsjón fyrir þá tilraun, sem hún eun nú
lætur góðkvendí Englcndinga gjöra Svertingjum til frið-
unar og frelsis.
Fyrir lOOárum sökk spánskt skip nálægt
lantli í Vesturheimi með 9 milljónum dollars
(lijer um bil 18 milljónum rbd.). Voru það
málapeningar frá spönsku stjórninni, ersend-
ir voru hermönnum hennar í Vesturheimi.
Nýlega hafa tveir menn fundið á mararbotni
skip þetta, og þegar fiskað upp 25,000 dollars.
En nú hafa þeir fengið fleiri i líð með sjer,
og búa sig út rneð öllu móti, til að ná skip-
skrokknum upp með öllu saman.
Jað má heita að gullöldin sje aptur kom-
iu á jarðríki, því eptir þeim sögum, sem enn
berast bæði frá Vesturheimi og Eyjaálfunni,
sýnast engin þrot ætla að verða á óvenjuleg-
um uppgripum gulls. Tunnurnar standa full-
ar við námurnar í Eyjaálfunni, því menn hafa
ekki lengur við taka gullið undan.
Enn er talað um ferð Vesturheimsmanna
til Japansmanna í Austurheimi; kvað hinir
ætla að hafa með sjer gufuvagna og spangir í
járnbrautir yfir 3 milur, líka efni allt og und-
irbúning í frjettaflegir.
Enn þá tala útlend frjettahlöð um hug-
mynd Englendinga, að leggja frjettaflegirinn
yfir Færeyjar og ísland til Grænlands, og svo
þaðan vestur á við til Sambandsríkjanna.
Tveir af embættismönnum vorum hjer í
bænum hafa verið heiðri sæmdir af konungi
vorum. Professor lierra P. Pjetursson er orðinn
Riddari af Dannebroge, og Assessor herra
Th. Jónassen Justitsráð.
Arnarhreibrið.
Á eyjunni Snrdiaiu í Miðjarðarhafi er það
atvinnuvegur fátækra bænda. að veiða arnir og aðra
hræfugla: og verða þeir opt við það að stofna sjer í
binn mesta lífsháska.
l>að er ekki langt síðan, að þrír bræður n eyju
þessari fundu þar arnarhreiður í óvenjulega djúpri
klettaskoru. Var hamarinn heggja megin svo þver-
hnýptur, að engin ráð voru til að komast að hreiðrinu
nema í sígi. Bræðurnir hriigðu því böndum utan um
eikarstofn, sem stóð jarðfastur upp á klettinum, og
högiiðu svo til, að þeir gátu bæði hleypt bönduiiuui
niður og dregið þau upp aptur, eptir þvx sem sá sagði
fyrir, er í síginu var. Sá af bræðrunum, er fyrir því
varð að fara þessa glæfraferð, tók með sjer sveðju
til að verja sig fyrir óvinum þeim, er hann nú ætlaði
að heimsækja. Báðir hinir bræðurnir hjeldu á nicðan
í böndin.
Bróðirinn, sem í sígið fór, var rúmlega tvitngur
að aldri, hugmaður mikill og ákaflega hraustur. Hann
brá böndunum utan um mitli sjer og seig svo niður r'
skoruna æ dýpra og dýpra, unz liann kom að hreiðr-
inu. Hann tók það þegar liöndum, og kallaði svo til
bræðra sinna að draga hann upp aptur.
En þetta kall rak á fætur óvini hans. Tveir gamm-
ar, er hreiðrið áttu, sem hann hjeltá í höndinni, söktu
ólmir að honum, og allt af bættust við lleiri vargar,
er vildu eins og lijálpa foreldrunum. Hann brá þá
sveðjunni; en urmullinn utan um liann varð æ þjettari,
og ætlaði að æra hann í óliljóðiim; sjálfur hafði hanii
fullt t fangi að verja sig fyrir ásókn varga þessara,
með þvi að veifa sveðjanni si og æ hringinn í kring-
um sig.
Allt í einu fannst lionum eins og kippt væri snöggt
í handið, og sá liann þá, að hann liatði snert það með
sveðjunni, og höggvið það sundur meir enn til hálfs.
Með dauðans skelíingu sá liann nú, að líf sitt lijekk á
mjög veikum þræðl, því þó lionum miðnði óðum upp
eptir, þá var þó enn góður spölur upp á hamarinn.
Hann sá að lijer varð ckki við gjört, og beið þess sem
verða vildi.