Ingólfur - 29.01.1853, Blaðsíða 4

Ingólfur - 29.01.1853, Blaðsíða 4
8 Loksins komst liann þó upp á hamarinn, o" slajip svo úr öllum lifsliáska. Bræður lians heilsuðu honum með miklu fagnaðarópi, þegar þeir sáu hreiðrið í hönd- um lians, sem þeiin þókti mest um vert. En þegar þeir fóru að skoða liann betur, gátu þeir varla þekkt hann fyrir saina mann; þvi sú dauðans hræðsla, sem ylir hann hafði komið, liafði á svipstundu gjört hann snjóhvitan af hærum. Heiðruðu Ölvesingar! Jeg virði inikils, hversu þjer nú með fagurri minn- ingu, yfir Sigurð sáluga Iiinriksson að Hjalln, hafið hætt fyrir liina helköldu dauðafrjett hans í Jjjóðólfi áð- ur, sem engum er öðruiii um að kenna enn injer, er jeg eigi vildi taka langt og loflegt eptirmæli frá manni þeim, sem brjef yðar beinist að án saka; helclur Ijet jeg mjer nægja að birta lát mannsins svona hrósslaust að öllu; og játa jeg, að það hefur farizt mjer heldur ófimlega. En þar eð mjer nú þykir hinu fagra eptirmæli yðar, um Sigurð sáluga, bafa valizt iniður hæfilegur staður innan um hinar saurkenndu ritgjörðir í Jjjóðólfi núna, þá bið jeg yður leyfis, að mega láta prenta það á blaði sjer, og setja því sæmilega umgjörð. Vil jeg svo senda það konu þeirri, er jeg óviljandi kann að liafa gjört rangt, svo sem vott þess, að mjer þykir eigi minnkiin að bæta fyrir það í verki, er nijer kann að hafa yfirsjest í orði; ætlazt jeg svo til, að hún láti festa upp þetta eptirmæli yðar í tilheyrandi kirkju „austan Grindaskarða“. Jeg bíð svars frá yður. Yðar vin Útgefarinn. A ð s e n t. Hinn 1. d. júiím. í sumar sálaðíst mcrkiskonan liagnhildur Skúladóttir á Ilrappsey í Dalasýslu, eig- inkona umboðsmanns Jiorvaldar Sívertsens; hún var fædd 10. ág. 1S00, en gipt 6. d. júním. 1823, og varð móðir 5 barna, er 3 lifa; jarðarför hennar fraui fór að Dagverðarnesi 15. d. júlím. næstliðna. Ilver sá, er þekkti til þessarar konu miklu mannkosta, afbragðs- gáfna, þreklyndis og dugnaðar, hjálpfýsi og aðstoðar við alla nauðstadda, mun ásamt oss óska og voua, að minningu liennar verði á lopt haldið með verðugri æfiminningu; og vonum vjer þess verði ekki langt að bíða; og því heldur væntum vjer, úr þessu, að sjá æfiminningu hennar verðuga föðurs, — kammerráðs Skúla — sem dáinn er fyrir 15 árum — og hvers staka mannelska mun enn nú í fersku minni — og móður hennar, er sálaðist í fyrra, því bæði áttu það skilið. 1. 1. N. (Aðsent) Til Skuggageltirs í jijóðólfi. þegar jeg hafði lesið greinina í seinasta blaði þjóð- •ifs „UM GÓÐ OG ÁBATASÖM BÓKAKAUP", flaug mjer strax þctta í hug: 0G VÍST TÍNA þÓ HUNDARNIR UPP MOLA þÁ, SEM DETTA AF BORÐUM DROTTNA þEIRRA! og mjer fannst það eiga heima hjá höfundin- um. þó það fari nú annars vel, að höfundur þcssi vaki yfir þvi, sem fer í molum hjá yfirmönnum hans, þá ríður honum samt á því, þegar hann ber molana út, að leggjast ekki með þá i hræsibrekkur, og gjöra sig eigi bcran að eintómri hártogun, þar sem um orð og greinir er að gjöra, sem jafnvel sjerhver SKUGGHVERF- INGUR sjer og skilur til hlítar; því fyrir það kunna hverfismcnn sumir að hugsa um hann, að hann sje lika til með að halla rjettu máli, ef honum bjóðast til þess „góð og ábatasöm kaup“; og er það illur kvittur fyrir sjerhvern, sem standa vill að málfærzlu manna. það er og varúðarvert sjerhverjum miður góðfúsum lasara, að hann eigi láti sjer verða það, scm sv« opt hendir hin dyggu kvikindin, að gelta að skugganum í stað verunnar; því þó skuggagjamm saki ckki hið geltfúsa kvikindi, meiðir það samt sjerhvern góðfúsan lesara. X. Auglýsingar. Að spitala fiskurinn i Gullbríngu - og Kjósarsýslu, Reykjavík og Borgarfjaiðarsýslu verði boðinn upp í Reykjavík 18. marts þ. á., bæði allur í einu og í hverri verstöðu útaf fyrir sig, auglýsum vjer hjer mcð. Stiptsyfirvöld íslands. Allir þeir, sem eiga til skuldar að telja i dánarbúi bóndans Pjeturs sál. Guðmundssonar á Engey, innkall- ast hjer með til að sanna þessar kröfur sínar, fyrir tind- irskrifuðiiui settuin skiptaráðanda búinu, innan tólf vikna frá þessari auglýsingu. Kjósar- og Gullbringusýslu skiptarjetti d. 2t>. jan. 1853. Th. Jonassen. Lýsing á liesti, sem tindist frá mjer und- irskrifaðri næstliðið vor. Ilann er dökkjarpur; dekkri á fax og tagl; vel- gengur; var aljárnaður, markaður: sneiðrifað fruman hægra og bita framan vinstra; 5 eða 6 vetra. — j>ann sem kynni að linna hestinn, bið jeg að koma honuiu til mín mót sanngjarnri borgun. JNesjum á Suðurnesjum 20. d. janúarm. 1853. Ilelga Brynjólfsdóttir. Ingólfsmdl. 1. Ef þú hefnir þín, ertu að eins jafn óvini þín- um; en ef þú leiðir ójöfnuðinn hjá þjer, þá •rtn hon- um margfalt meiri. 2. Beztu rithöfundar eru optast hreinskilnustu rit- dómarar. 3. Talaðu máli þínu með hægð, því í kappræðu ýkir þú og afbakar alit. Prentaður í prentsmiðju Islands, hjá E. þórðarsyni.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.