Ingólfur - 18.05.1854, Page 1

Ingólfur - 18.05.1854, Page 1
 ^itöolfur. X X <É> •> 18. d. vnaím. «21 SV©%>®<ðCa. 1§54. Kostnaðarmaður og; útgefari Svb. Hallgrímsson. t T é é -4 é ,t ® Landsyfirrjettardómur í sökinni nr. xg75í. Cand. L. Hallgrimsson skipaður sóknari gegn Skapta Sæmundarsyni frá Borgarfjarðarsýslu. Vinnumaftur á Varmalæk í Borgarfjarðar- sýslu Skapti Sæmundarson hafði haustið 1852, i fjárrjettinni jtar, hreytt fjármarki á 2 sauð- um, öðrum tvævetrum en öðrum veturgöml- um, og fært til þess fjármarks, er hann f)á sjálfur brúkaði á kinduin sínum, með því að gjöra gat í hægra eyrað. Sauðir þessir voru eign Magnúsar bónda Jórðarsonar á Heyvik í Árnessýslu, og með hans fjármarki: sneitt aptan bæði og standfjöður framan bæði, hvert fjármark ákærði einnig hafði áður brúkað á kindum sinum, en hafði seinna lagt niður fjöðr- ina á hægra eyranu, en tekið upp í staðinn gat hægra. Fyrir þetta var ákærði lögsóktur, og fjell um sökina við Borgarfjarðarsýslu auka- hjeraðsrjett svo látandi dómur, þann 2. apríl 1853. „Hinn ákærði Skapti Sæmundsson á að „straffast með 27 vandarhöggum, og vera „undir umsjón lögreglustjórnarinnar í 8 mán- „uði; einnig borga allan af sök þessari lög- „lega leiðandi kostnað, og þar á meðal til „síns fyrir rjettinum skikkaða talsmanns, „stúdents Jóns Árnasonar, 2 rbd. r. s. í máls- „færslulaun. Dóininum ber að fullnægja „undir aðför að lögum“. Ákærði skaut dómi þessum til landsyfir- rjettarins, sem ekki gat fundið til hlýtar sann- að, að ákærði hefði í þjófnaðar ásetningi breytt markinu á sauðunum, hvað heldur aldrei. var af honum játað, heldur kvaðst hann hafa ætl- að, að hann þar lagfærði mark á eigin kindum, enda bárust nokkrar, en þó næsta óljósar, líkur að þvi, að hann átt hefði sauðavon af líkum lit og aldri. jþar á móti fannst það sannað, að ákærði hefði verið ógáður af brennivíni, þegar hann breytti markinu, en er af náttúrufari, eptir vitnisburði sóknarprests- ins, sem áður liaföi verð húsbóndi hans, „fljót- fær og athugalítill í atliöfnum“. ]?ar að auki hafði ákærði, strax eptir að hann varð þess vísari að hann átti ekki sauðina, gjört ser ferð austur í Árnessýslu til sauðanria eiganda, og skýrði honum frá, að sauðir hans þessir væru fram komnir þar vestra, og keypti þá að honum við fullu verði, en þótt þessi seinna kippti kaupunum upp, þegar hann heyrði að ákærði hefði markað þá, og tæki hjá ákærða 4 rbd. 32 sk. fyrir ferð sína vestur. Lands- yfirrjetturinn dæmdi sökina 13. júní 1853 þannig: Ákærði Skapti Sæmundsson á af sóknar- ans frekari ákærum í sök þessari sýkn að vera; svo borgar hann allan af lögsókninni, fyrir báðuin rjettum, löglega leiddan kostn- að, og þar á meðal til sóknara við lands- yfirrjettinn Cand. L. Haligrímssonar, ogverj- anda Organista P. Gudjohnsens, 5 rbd. til hvers um sig, í málsfærslulaun. Dóminum að fullnægja undir aðför að lögum. Dómi þessum er af Suðuramtinu skotið til hæstarjettar. Orein tir brjeíi 31. <les. 1853. tsLítid um jarðamatid”. (Framhakl). Fyrir utan að sýnast mætti á- stæðulaus tortryggni, að rengja þá leigusanin- inga um jarðirnar, er gjörðir væru í votta nærveru, undir eiðstilboði um þeirra trúverð-

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.