Hirðir - 03.04.1858, Blaðsíða 5

Hirðir - 03.04.1858, Blaðsíða 5
121 í áhrifum lyfja þessara sjeu fólgin meiri og öílugri afcalahrif, en menn enn þá almennt hyggja, og má enginn vita, ab hvílíku velgjör- andi og óbilugu sóttvarnarlyfi slík böb geta oröiö fyrir skepnuna. þaö er eptirtektavert, aö sjá útlitiö á fje því, sem læknazt hefur af kláöanum, og hafa þó Walzisku bööin enn þá veriö um hönd höfö langtum sjaldnar, en skyldi, og eigi eins almennt, og vera bæri. Vjer vitum eigi til, aö kindur þær, er læknaÖar hafa veriö af kláö- anum, hafi fengiö bráÖasótt eÖa skitnpest, og þaö mætti mikiö vera, ef veikindi þessi fœru eigi aÖ láta minna ti! sín taka, ef böÖ og aÖrar lækningar yrön almennt viö haföar. Vjer játuni reyndar, aö vjer hyggjum, aÖ rjett væri, aö gefa fjenu inn um leiö glauber- salt og lítiö eitt af brennisteini, og höfum vjer reynsluna fyrir oss í því, aö þetta flýtir fyrir lækningunum, og gjörir þær, ef til vill, enn þá óbilugri. þaö hefur eigi veriö alllítiö þvaöur hjer á landi á síöari tímum um þennan „óttalega, útlenda kláöamaur"!!! en um hina hræöilegu og í sannleika óttalegu rotnun í fjárkyni voru, sem aflar bráöapestar, skitupestar og lungnaveiki, svo aÖ fjeö drepst í stórhópum þúsundum saman, um hana talar enginn maÖur. þaö er eins og þaö eigi svona aö ganga, og sje allt meö náttúrlegum hætti, hve mjög sem veikindi þessi fara í vöxt ár frá ári. Eigi aö síöur er þaö heyrum kunnugt, aÖ ýinsir bœndur hafa oröiö og verÖa árlega aö fylla í skarö þaÖ, er veikindi þessi gjöra hjá þeim; kláö- anum aptur á rnóti hjálpa menn til, og gjöra meÖ þessari aÖferÖ sinni hundraöfalt meira aÖ verkum, til aö eyöa fjenu, en kláÖinn gæti gjört, væri skynsamlega aö fariö. þaÖ er eins og menn kæri sig ekki uin, þótt óhoilustan, óþriíin og fjárveikindin sjeu í fjenu, einungis aÖ þeim ekki slái út í hörundiÖ, því aÖ þá halda menn, aö því megni enginn mannlegur kraptur móti aö rísa. þegar veikbyggÖir menn fá útslátt, þá þykir mönnum þaö opt merki þess, aÖ þeirn muni batna innanveikin; á fjenu vilja inenn helzt, aö veikindin sjeu sem dýpst grafin í blóöinu og vökvunum, og hræöast þau þá minnst. í ársriti dýralæknaskólans í Kaupmannahöfn 1856 má lesa rit- gjörÖ eina Ianga um fjárkláÖa, er snúiö hefur veriö úr frakknesku á dönsku af herra próf. Bendz, en ritgjöröin sjálf er eptir 2 nafn- kunna frakkneska dýralækna, próf. Delafond og Bourguignon, sem í nokkur ár liafa fengizt viö fjárkláöa á Frakklandi, og fengu opin- ber verölaun fyrir framgöngu sína í því máli. í riti þessu er þess getiö, aö þeir gjöröu ýmsar tilraunir meö kláöamaurinn, og hafa þeir

x

Hirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hirðir
https://timarit.is/publication/81

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.