Íslendingur - 23.03.1861, Blaðsíða 8

Íslendingur - 23.03.1861, Blaðsíða 8
8 V F Frakka á að liverfa burt aptur frá Sýrlandi, en keisarinn vill lengja setuna um nokkra mánuði, uns sú skipan er á komin, að kristnum mönnum sje óhætt við ágangi og of- sóknum. Uin þetta er verið að þinga nú í Parísarborg. Ítalía. þar var sögunni komið á Italíu, er Viktor konungur var kominn suður á Púl, og bafði tekið við yfir- stjórn lierliðs síns. 2G. okt. átti hann orustu við her Frans konungs, og stökkti lionum á flótta. Daginn eptir kom Garibaldi með lið sitt til móts við konung, og varð með þeim liinn mesti fagnafundur. Herlið Frans kon- ungs leitaði sjer nú hœlis í kastalaborgunum, Capúa og Ga'eta, en nokkur hluti þess varð að hrökkva inn yfir landamæri páfaríkis, og leggja þar af sjer vopnin. Capúa varðist að eins skamma stund, en Gaeta varð erfiðari, eins og seinna mun frá sagt. Viktor konungur hjelt inu- reið sína í Napolíborg með hinni mestu dýrð, ogvarmjög fagnaðarsamlega við honum tekið. J>á höfðu Napolímenn og Sikileyingar greitt atkvæði sín um lýðskvldu við Vik- tor konung og samband við Sardiníu. Á Sikiley guldu nálega allir jákvæði við sambandinu, og á Púli meir en milíón manna, en 10 þús. á móti. Garibaldi sagði nú af sjer bæði völdum og herráðum, en ritaði ávarp til þjóðarinn- ar, og hvatti hana til eindrœgni, og til þess með alhuga og trausti áð' ganga til hlýðni og liollustu við Viktor konung, og styðja hann og stjórn hans til framkvæmdar hinu mikla áformi, er hann hefði sett sjer. Sagt er, að konungur hafl boðið Garibaldi ýms góð boð, en hann liafi hafn- að öllum utan foringjanafnbót þeirri, er Danir þýða með orðinu Armeegeneral, en jafngildir marechal hjá Frökk- um. Hann bjelt nú heim til bústaðar síns á eyju einni lítilli og ófrjósamri, er Caprera heitir, allskamt frá eyj- unni Sardiníu, milli hennar og meginlands. l>ar býr hann með dóttur sinni og nokkrum vildarvinum í skrautlausu húsi, en liáttsemi öll mjög óbreytt og viðhafnarlaus. Liðsmönnum Garibaldi þótti mikið um burtför lians, og þó konuugur byði sveitarforingjum og bershöfðingjum lians sömu stöðu í liði sínu, þá voru þeir þó allmargir, er eigi höfðu lund til að þiggja boðið. (l’ramh. síðar). — Maður nýkominn austan úr Múlasýslum segir tvo presta þarnýsálaða: sjera Hjálmar Guðmundsson á llall- ormsstað, og ’sjera Háseas Árnason á Berufirði. — Um þessar mundir cr því nær fiskilaust fyrir öllum Sunnlendingafjórðungi. Tíðarfar á landi má allt af heita gott; þó stundum þjóti upp norðanveður, dettur þaðjafn- skjótt aptur niður; snjór er lítill og fœrðin góð. — í gær (22. marz) fóru 4 skip í hákallalegu á Akra- nesi; eitt þeirra var lent í morgun með 13 liákalia. I dag er heiðríkt veður og allmikill hiti. — í>ann 19. þ. m. barst skipi á í lendingu austur í Selvogi; þar voru á 14 manns og drukknuðu aliir. For- maður var Bjarni bóndi í Nesi þar í sveit. Öll önnur skip, milli 20—30 af Eyrarbakka og Selvogi, sneru frá fyrir brimi, og náðu landi í þorlákshöfn. — Póstskipið ætlar að leggja af stað bjeðan á mánu- daginn er kemur, 25. d. þ. m., og sigla meðþví: Iíaupm. Sv. Jakobsen, P. Johnsen af Akureyri, verzlunarstjóri Chr. Möller, og til Englands kandídat 0. V. Gíslason. AiJglýsiiiífar. ]>eir, sein vilja ganga í þilskipafjelagið (sjá íslending 1. ár, nr. 23), geta skrifað nöfn sín, stjett, heimili og til- lög hjá eptirfylgjandi: kaupmanni Svb. Ólafssen i Keflayík, hreppst. J. Waage í Vogum, bónda 0. P. Ottesen á Ytra- hólmi, og lijá undirskrifuðum í Reykjavík. M. Smith. Frá þeim herrum, sent hjer íbœnum ljeku gleðileiki næstl. jólaleyfi, hef jeg veitt mótlöku 55 rd. — íimmlíii og fimm ríkisdölum — 90 sk. r. m., sem gjöf til prestaskóla- sjóðsins, og votta jeg bjer með gefendunum innilega þökk fyrir þessa gjöf. Ucykjavík, 4. dag febrúar 1801. P. Pjetursson. Presturinn sjera Þorsteinn Páhson á Hálsi í Fnjóska- dal hefur gelið 5 rd. til prestaskólasjóðsins, og vottum vjer lionum hjer með innilega þökk prestaskólans vegna fyrir þessa gjöf. KeykjaGk 31. des. 18B0. P. Pjctursson. S. Melsteð. II. Arnason. Útgefendur: Benidikt Sveinsson, Einar Pórðarsori, Ilattdór Friðrilesson, Jón Jónsson Iljaltalín, Jón Pjetursson. ábyrgWinaÍiur. Páil Pálsson Melstcð, Pjetur Gudjohnson. Prentailur í prentsmibjiinui í lieykjavík 18(51. Eiuar þórbarson. lá hefði mikiisvarðandi mál að segja mjer, áður en hann dœi. Jeg stje þegar á liest, og reið sem mest jeg mátti. En svo vildi til, aðjeghafði aldrei farið lieim, síðan jegkom til kaupmannsins, ogfaðirminn haföi ekið í loknðum vagni, þegar hann fór með mig þangað, og var leiðin mjer því ókunn. Jeg nam því staðar við vegamót ein, með því jeg vissi eigi, hvora leiðina jeg skyldi lialda; kom þar þá að ungur maður ríðandi, og spurði jeg hann, hvor vegurinn lægi til fœðingarbœjar míns. ]>essi hinn vesli maður kom þaðan, og mjer lá mjög á hjarta, að komast fljótt á fram, en hann vísaöi mjer af leið«. Við þessi orð varðf Edward náfölur. »Hve nær var það?« mæltihann; nhversu mörgáreru síðan?« »Fimm ár«, svaraði hinn; »markaður hafði staðið um daginn, og hefur þessi hinn ungi maður að líkindum komið frá hon- um. Jeg hjelt á fram þá leiðina, scm hann sagði mjer, svo sem flmm eða sex enskar mílur, svo að jeg spurði eigi til leíðar. Aö síðustu kom jcg að vegaslá einni, og spurði jeg þá, liversu langt jeg ætti cptir til fœðingar- bœjar míns; var mjer þá sagt, að jcg hefði farið rangan 10 veg. Jeg siieri við, en hestur minn tók þá að þreytast, og var nær miðnætti, þegar jcg komst heimtil föðurmíns. En það var um seinan. Faðir minn var nýandaður með nafn mittávörum sjer. ]>egar jeg hafði gjört útförhans, skoðaði jeg vandlega skjöl hans, en gat af þeim enga vitneskju fengið um leyndarmál það, scm lionum þótti svo áríðandi fyrir mig að vita. Jeg sá, að bezta regla var á öllu ; ímyndaði jeg mjer þá, að hann hefði gjört einhverj- um rangt til, sem hann vildi bœta, og gaf jeg því snauð- um inönnum allmikið fje. EÍiza var þá orðin fullvaxta; var hún bæði miklum kostum búin og ynnileg. Ilenni var mjög vel til mín, enda höfðum við ávallt verið samlynd. Jeg einsetti mjer þvi að ganga að eiga liana; hugsaði jeg, að verið gæti, að jeg með því fulinœgði óskum föður míns. Eliza luigs- aði hið sama. En fám dögum áður, en brúðkaupið skyldi vera, kom brjef frá Nýju-Jórvík í Vesturheimi, og gjörði það allt í einu enda á tilhlökkun okkar til unaðarins. (Framh. síðar).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.