Íslendingur - 12.04.1861, Page 1

Íslendingur - 12.04.1861, Page 1
rr ÁNNAÐ ÁR. 12. apríl. M o Um stjórnarmálefni fslands. (Framhald). Breyting sú, sem varð á stjórninni hjer álandi við það, að landið kom undir Noregskonunga, var mestmegnis í því fólgin, að goðastjórnin fjell, eður að hið umboðslega vald kom í hendur konunginum, sem nú tók að láta hirðstjóra sína og sýslumenn fara með það. j>eir fóru nú og að nefna menn í dóma, sem goðarnir fyr höfðu gjört. Alþingið hjelt á fram að vera œðsti dómstóli landsins, en í stað lögsögumannsins komu lögmenn, er optast voru 2 á landinu, annar að sunnan og austan, og liinn að norðan og vestan; þeir gjörðust þá oddvitar al- þingisins og nefndu lögrjettumennina þar í dóma, enlög- rjettumennina tóku nú sýslumenn að kjósa í hjeraði, og varð talaþeirra langtum'minni en verið hafði, meöan landið stýrði sjer sjálft. Gömlu fjórðungsdómarnir og fimmtar- dómurinn liðu undir lok, og í staðinn fvrir þá kom að eins dómurlögrjettunnar. þegar lögrjettumenn urðu ekki á eitt sáttir, gat málið komið undir úrskurð konungs, er þá átti að skera úr því, með vitrustu manna ráði, og var hann af hendi Islendinga með öllu óbundinn í því, hverja hann tœki til þess. Engin lög urðu gefin fyrir Island af hendi konungs, nema þau fyrst væru borin upp á alþinginu og ) vrðu samþykkt af því, og báru hirðstjórarnir þar upp laga- frumvörpin. þannig er svo fjarstœtt því, að hver ijettar- bót, sem kom út fyrir Noreg, yrði fyrir það lög hjer á landi, að ekki var svo mikið sem reynt til þess, að gjöra allar þær rjettarbœtur lijer að lögum, auk heldur þá, að alþingið samþykkti þær allar. Á hinn bóginn gat alþingi upp á sitt eindœmi gjört laganýmæli eöur gefið ný lög, án þess konungur samþykkti þau, þar sem eldri lög vontuðu eða voru óljós, ef lögrjettumenn allir og lög- mennirnir urðu á eitt sáttir, og hafa menn ýms þess konar lagaboð eptir alþingið, er að vísu nefnast dómar, en eru þó í sjálfu sjer lög, er þeir voru gefnir í því augnamiði, að ákveða almennar reglur, en alls eigi að skera úr neinu einstöku málefni eður lagaþrætu eptir hinum gildandi lögum, sem er einkennið millum dóms og laga. Eins og nú var drepið á, var íslandi einlægt þannig stjórnað af Noregskonungum, að það hafði takmarkaða eða lögbundna konungsstjórn út af fyrir sig, er ekki stóð í neinu sambandi við stjórnarfyrirkomulagið í Noregi. Islenzka þjóðin hjelt á fram, að eiga mikinn og verulegan þátt í löggjöf sinni, og alþingið að vera œðsti dómstóll landsins, og þó hin umboðslega stjórn hætti að vera i höndum þjóðarinnar, þá fór hún þó fram í landinu sjálfu, og hafði þar hin seinustu úrslit sín, nema að því leyti sem hún þó stóð undir konungunum í Noregi. Fóru og hirðstjórarnir einlægt landa á milli, til að gjöra konungin- um grein fyrir gjörðum sínum. þó snmir Noregskon- ungar, ef til vill, á stundum og síðar meir nokkrir Dana- konungar vildu auka veldi sitt hjer á landi, eins og eðli- legt var, og draga úr þjóðfrelsi Islendinga, þá vildu þeir það og í öðrum löndum sínum, en slíkt kom að eins við sambandinu millum hinnar íslenzku þjóðar og konungdóms- ins, en snerti alls ekkert sambandið millum íslendinga og annara þegna konungsins innbyrðis. |>egar Noregur síðar kom undir sama konung og Dan- mörk, og einn varð konungur yfir báðum þessum ríkjum, komst ísland einnig undir sömu konunga, er þeir voru hylltir hjer á sama hátt og í Noregi og í Danmörku, og þó smábreytingar yrðu á hinni innri stjórn landsins, breytt- ist samt sem áður ekki staða þess í stjórnlegu tilliti yfir liöfuð að tala, er konungarnir hjeldu á fram að stjórna landinu sjerskilt, og alþingíð hafði hið sama vald í lög- gjafar- og dóms-málum sem fyrri. J>ó lög kœmu út, er gilda áttu annaðhvort fyrir konungsríkið Danmörk, eða konungsríkið Noreg, eða þá fyrir bæði konungsríkin, kom án efa engum til hugar, aö þau þarfyrir væru gefm fyrir ísland. Hitt skipti allt öðru máli, að lög þau, er gefin voru fyrir konungsins ríki og lönd, voru gefin fyrir ís- land, og náðu þar fullu lagagildi, þegar alþingið sam- þykkti þau. þannig hafði landið sína sjerskildu stjórnarskipun, uns konungurinn varð hjer einvaldur, og íslendingar sóru 17 Ósannsöglin. (Snúií) úr enskii). (Framhald). það var frá konu þeirri, er faðir minn hafði beðið að móður minni liðinni; hafði frændi hennar flutt hana nauðuga til Yesturheims. Faðir minn hafði heimulega kvænzt henni, áður en hún var komin til lög- aldurs, og var Eliza dóttir þeirra. Hún sagði í brjefinu, að föðurbróðir sinn hefði haldið sjer um mörg ár í hin- um afskekktasta hluta fylkisins Lovisiana, og hefði viljað gipta sig þar auðugum jarðeiganda einum, en því hefði hann eigi getað til leiðar komið; nú væri þessi hinn hefnigjarni frændisinn nýdáinn, og hefði hún þannig að síðustu náð aptur frelsi, og væri það sín innileg ósk, að hverfa aptur til norðurálfu, og eyða því, sem húnætti enn eptir ólifað lífdaganna, hjá bónda sínum og dóttur, sem hún vnni heitt. það var þannig komið á fremsta hlunn, að þessi skilgetin dóttir föður míns og systir mín vrði konan mín. það er auðvitað, að ekkert varð úr hjónabandinu. Jeg hafði styrk í mjer til að láta undan 18 þessari hinni ógurlegu nauðsyn; en veslings Eliza, hún bar það eigi af. Hún varð örvingluð, og hin huglitla samvizka hennar veitti henni átölur fyrir það, að hún skyldi hafa verið komin svo á fremsta hlunn með, að drýgja stóran glœp, þótt óvitandi; hún stóðst það eigi og varð vitstola. Hún fjekk mikil œðiköst, og linntiþeim að eins, þegar jeg var hjá henni. En liún þekkti mig ei lengur, og hefur aldrei þekkt mig síðan. En með því að návist mín ein getur friðað liana, hef jeg einsettmjer, að vera hjer hjá henni í þessum eymda-bústað. Jeg get eigi gjört henni annað gott, og jeg ætla að gjöra það, uns drottni þóknast að kalla annaðhvort okkar úr þessum táradal. það er bráðum von á móður hennar. Hvílík eymdasjón verður það eigi, þegar hún kemur! Jeg vildi óska, að hrakmennið, sem af Ijettúð sinni steypti oss í þessa ofur-harma, sæi sjálfur eymdir þær, sem hann er valdur að«. þegar Edward lieyrði þessi orð, hrökk hann nokk- ur fet aptur á bak, og fjell þar í ómegin. þegar hann raknaði við aptur, var hann kominn í rúm í gestahúsinu, en liann þekkti engan, sem til lians kom. Um kveldið

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.