Íslendingur - 12.04.1861, Side 2
10
honum og rjettbornum afkomendum hans ótakmarkað veldi
yflr Iandinu. Eptir þetta komst smásaman öll œðsta
stjórn til Danmerkur, og hæsti rjettur þar varð með tím-
anum einnig œðsti dómstóll íslands. Alþingi lagðistnið-
ur, og konungurinn varð einráður í að gefa landinu lög.
Yjer sjáum þá, að ísland, sem í öndverðu hafði fulla
og skipulega þjóðstjórn, gaf sig seinna fríviljuglega undir
stjórn Noregskonunga, og síðar Danmerkur, er ríki þessi
sameinuðust, en að konungarnir þó voru hjer á landi
mjög bundnir í stjórn sinni, og hún að mestu leyti öll
innlend, uns Islendingar hylltu konunginn hjer sem ein-
valdan, og að þetta leiddi til þess, að hin forna þjóðstjórn
íslands hvarf, og að öll œðsta stjórn þess dróst út úr
því til Danmerkur. Menn getanú spurt, hvort íslendingar
ekki við þessa siðustu aðalbreytingu á stjórn þeirra og
sjálfsforráðum hafi í stjórnlegu tilliti hætt að vera þjóð út
af fyrir sig, og hafl að eins orðið einn hlúti hinnar dönsku
þjóðar, og Island partur úr Danmörku? |>að er að vísu
dagsanna, að meðan tvær eða fleiri þjóðir (vjer tölum
lijer um þjóðir, sem áður hafa haft sjerskilda stjórn, og
eigi eru teknar með herskildi) standa undir einvöldum
konungi, er stjórnar þeim í einu lagi, þá ber í stjórnlegu
tilliti í sjálfu sjer álíkum mun minna á því, að þær eru
sjerskildar þjóðir, eins og það getur og við borið, að þær
við þetta blandist svo saman og verði hvor annari svo
líkar, að þær verði að einni þjóð. En eins og þctta síð-
asta ekki á sjer stað, að því er íslendinga snertir, og fvr er
á vikið, þannig hlýtur og mismunur sá, sem að öðru leyti
var á milli þjóðanna áður í stjórnlegu tilliti, en minna bar
á, meðan þær stóðu undir sameiginlegri stjórn einvalds
konungs, ellaaðkoma aptur frarn, jafnskjótt sem hið sam-
eiginlega stjórnarband slitnar, sem að getur boriðáýms-
an hátt, svo sem ef konungserfðir eru ólíkar, eða veru-
leg breyting verður á stjórn annarar þjóðarinnar. En af
þessu flýfur þá aptur, að með því íslendingar, þegar þeir
hylltu einvaldan konung, voru sjerskilin þjóð frá Dönum,
er einlægt hafði liaft stjórn sína fyrir sig og sína eigin
stjórnarsögu, allt aðra en Danir, geta þeir ekki undir einveld-
inu hafa orðið í stjórnlegu tilliti hluti af Dönum, nje ís-
land hluti úr Danmörku, heldur verður mismunur sá, sem
bæði liggur í stjórnarsögu beggja þessara þjóða og landa,
ogöllu ásigkomulagi þeirra, að koma aptur fram viö hverja
helzt verulega stjórnarbreytingu í öðruhvoru landinuí
Vjer ætlum að öðru leyti, að það liggi í augum uppi, að
konungurinn einn og rjettbornir erfingjar hans, er síðar
19
fór hann að talaóráð. Kona hans og Anthony viku aldrei
frá honum. þaö var lengi, áður en ólgusýkin rjenaði í
honum; það voru margar vikur, að óvíst var, hvort hann
mundi lifa. Að síðustu mátti þó meira œska hans
og líkamahraustleikur; honum batnaði smátt og smátt,
en friður og hugarrósemi voru með öllu rekin á braut
úr hjarta hans.
fjáttur
Grafar-Jóns og Staðar-manna.
(Eptir Gísla KonráÍ!sson).
Í. Frá Jóni og brögðum lians.
Jón hjet maður, og var Bjarnason, en ei verðurhjer
talin ætt, hans, þó menn segi hann helzt kynjaðan úr
Ilegranesþingi; er það fyrst frá lionum ungum að segja,
að hann var á vist á lleiði í Lönguskörðum; er það sagt,
að liann væri ali-knálegur maður og harðgjör, en œrið
ófyrirleitinn og ósvinnur um hendur. Iíær var liann að
góðum hestum og þegar reiðmaður mikill. Er sagt, að
þá væri hann enn ungur, er hann stæli tryppi einu góð-
komu eða koma til ríkis, hafi fengið vald yfir íslandi, er
íslendingar hylltu hann sem einvaldan, en ekki undirsátar
hans í Danmörku, samþegnar vorir, jafnvel þó að konung-
urinn hafi gefið dönskum þegnum sínum öðrum fremur em-
bættisvald í islenzkum málum, og falið þeim á hendur stjórn
yfir íslandi á sama hátt og yfir öðrum löndum sínum, því
það er einungis frá konunginum og í skjóli hans veldis,
að danskir menn eða aðrir geta haft embætti yfir land-
inu, en alls ekki frá dönsku þjóðinni. Embættismaður sá,
sem er íslendingur og hefur embætti á hendi í Danmörku
eða íslandi, hefur þó ekki vald sitt frá Dönum eða íslend-
ingum, heldur frá konunginum. Konunginum, sem einvöld-
um, stóð og stendur það frjálst fyrirí sjálfu sjer, hverjum hann
felur embætti þau á hendur yfir landinu, sem nauðsynleg
eru til þess, að stjórna því og stýra, og hvar hann lætur
œðstu stjórn þess vera, hvort heldur í Danmörku eða
hjerá landi; en þetta verður að fara eptir því, sem bæði
bezt gegnir og hann álítur að bezt gegni fyrir land og
lýð; en það, hvernig hann hagar þessu, getur ekki gefið
þegnum hans, þar sem stjórnin fer fram, nokkra heimt-
ingu á því, að hann ekki megi breyta þessu eptir vild sinni,
og því er bezt gegnir, og því síður geta þeir þó öðlazt
nein yfirráð yfir landinu frekar, en embættisvald hvers ein-
staks þeirra nær. þannig virðist oss, að því sje ekki svör
gefandi, að, þó hin œðsta stjórn íslands hafi verið í Dan-
mörku, síðan konungurinn varð einvaldur yfir landinu, hafi
danska þjóðin liefðað sjer nokkuð af því valdi yfir íslandi,
er konunginum einum bar. Vjer höfum að vísu heyrt
einstöku menn fara því fram, að hin nýju grundvallarlög
Dana einnig nái til íslands, þó fflunu að líkindum engir
menntaðir menn álíta, að þau gildi fyrir ísland, en að
eins, að þau hafi verið ætluð til að gilda lijer á landi,
og þess vegna geti löggjafarvaldið í Danmörku með ein-
földu lagaboði gjört þau gildandi hjer á landi; en þetta
virðist oss vera með öliu fráleit skoðun, því lmn hlýtur
meðal annars að styðjast við það, að það hafi legið í ein-
veldi konungs vors yfir íslandi og hans landsföðurlega og
mildilega vilja, að þau stjórnarlög, sem urðu til við sam-
komulag konungsins ogdönsku þjóðarinnar, ogsemliljóða
áttu um það, hvernig hún skyldi verða hluttakandi íhinu
œðsta valdi ásamt með honum, skyldi og innibinda að
minnsta kosti grundvallar-ákvarðanirnar um það, hvernig
vor allramildasti konungur vildi gjöra hina íslenzku þjóð
aðnjótandi álíka þjóðfrelsis og Dani; en það er þó auð-
sjeð, að slík skoðun er í berustu mótsögn við sjálfa sig,
20
gengu, með þeim hætti, að hann ól það árlangt niðri í
jarðfalli, þar til sá, er misst hafði, var því afhuga; torkenndi
Jón það síðan, og átti að reiðhesti. Jón fjekk konu
þeirrar, er Snjálaug hjet, en ei vitum vje.r, hverrar ættar
lnin var; er sagt hann byggi fyrst að Heiði í Gönguskörð-
um, þar hann væri uppalinn. Maður hjet þorvaldur [>or-
steinsson, er bjó að Skíðastöðum í Laxárdal. þá Jón bjó
að Heiði, hvarf þorvaldi eitt sinnhesturaf Laxárdalsheiði;
liggur hún milli Heiðar og Skíðastaða; en síðan, er þor-
valdur sendi vestur undir Jökul til fiskikaupa, kenndihús-
karl þorvaldar, er lestaferðina fór, hestþorvaldar vestra og
tók hann, því lagsmenn hans báru með honum, að eign væri
hann þorvaldar; spurðu þeir þar, að Jón bóndi Bjarnason
frá Heiði í Gönguskörðum hefði selt þar þannhest. Fór
húskarlinn með hann norður til Skíðastaða, og var hon-
um sleppt með öðrum hestum fram fyrir bœinn á eyði-
hjáleigu þeirri, er Grímshús heita, og sást hann aldrei
síðan. Ætlaði þorvaldur, að ákæra Jón um áburð á liann
vestra um sölu á hestinum, en mátti því ei fram fara,
er hestur sá var týndur, er sagt var að Jón hefði selt.