Íslendingur - 30.09.1861, Blaðsíða 2
82
búshluta, hrossaviðhald eingöngu til fóðuraðdrátta handa
íjenaðinum, sem af ergoldið, og sjálfum þeim og matvæla-
aðdrátta úr kaupstöðum og veiðistöðum. Hrossin, er til
þessa þurfa, eru þung byrði sumar og vetur. Á sumrum
svíða þau haga til stórskaða fyrir málnytuna, en eru fóð-
urpeningur á vetrum alivíða í mörgum árum, og þó má
sveitarbóndinn greiða gjald af þeim til landsins þarfa, rjett
eins og væru þau arðberandi fjenaður, þar sem þau þó
á búi ekki geta álitizt öðruvísi en hverönnur áhöld, sem
þörf eru um sumartímann. Öllum þessum kostnaði kemst
sjávarbóndinn hjá, hann getur á 1 eða 2 dögum af Iokið
verzlunarferðum sínum og flutt nauðsvnjar sínar að sjer
á sjófari því, er hann hafði til íiskiafla á vertíðinni, þar
verzlunarstaðir hafa verið settir allt í kring um landið,
þar sem flskiverin eru eða hafnir gefast, og sem fjölga
árlega, meðan sveitabóndinn, þar sem langt er á milii hafna
og flrðir skerast inn í landið, má, af bezta kafla ársins
til jarðrœktar, allvíða eyða viku, háifum mánuði og sum-
staðar 3 vikum til að ná úr verzlunarstöðum því, er hann
þarfnast.
Loksins má þess geta, að því hefur verið hreift, að
stjórnin vilji hlynna að þessum atvinnuvegi, fiskiaflanum,
sem svo mætti arðsamur verða á landi þessu, ef lögulega
og með fylgi væri stundaður, að hann gæti áunnið land-
inu mikilla auðæfa, og hafl liún fyrir því sem minnst
viljað þyngja á þeim, sem þennan atvinnuveg stunduðu.
f»ví verður nú að vísu ekki móti mælt, að þessi atvinnu-
vegur erog má verða heilladrjúgur fyrir velmegun lands-
manna og bera upp fljótan og mikinn arð, en hitt er samt
mjög óvíst, hvort hann nokkurn tíma getur jafnazt við
jarðarrœktina, sem er fóturinn undir kvikfjárrœktinni og
henni svo samtvinnuð, að hvorug án annarar getur staðizt.
Jarðarrœktin hefur jafnan verið talin hinn fyrsti og viss-
asti stólpi undir velmegun og framförum hvers lands, og
sem sá atvinnuvegur, er allir hinir yrðu við að styðjast;
án jarðarrœktar væru engin efni til annara atvinnuvega, og
með henni hljóta menn að afla þess, er þarf til þess, að
geta stundað þá. J>að er og einnig álitið, að eptir jarð-
arrœktinni fari mannfjölgun í hverju landi, og verði hún
meiri en samsvari rœkt jarðarinnar, sýni og hafl reynslan
sýnt, að mannfækkun verðnr við drepsóttir; það sýnir sig
og berlega á þessu landi, að eptir því sem jarðrœktinni
fór að fara aptur, eptir að það hafði náð síiiu hezta gengi
á Sturlungadögum, og allt að svarladauða, þegar öll um-
hirðing umjarðirnar varð að hætta sökum fólksleysis, hef-
ur það aldrei náð aptur þeim fólksfjölda, sem menn næst
hafa komizt verið liafl 200 árum eptir landnámstíð, þegar
landið var með meira mannafla betur rœktað og minna
spillt af eldgosum og vatnaágangi, en skógar þá víðast
um það þar, sem nú eru eyður eða órœktarfen eðagras-
lausir móar. jþessi aðhlynning að þeim, sem stunda ann-
an atvinnuveginn, en þótt minna sluðlandi til landsins
sönnu heilla og framfara, en álögur á þá, sem stunda
hinn, veldur því, að allir, sem því geta við komið, flytja
að sjónum, til að stunda hinn hœgari og álöguminni at-
vinnuveginn, svo of fáir verða eptir til jarð- og kvikfjár-
rœktarinnar, sem þó er aðalfóturinn undir atvinnunni við
flskiaflann, því til sveitabóndans verður sjávarbóndinn að
sœkja ull og skinn til fatnaðar, feiti alla og fleira til við-
urværis, þar sem sveitabóndinn kemst af án þess að sœkja
til hins, og þó gefur fiskiaflinn miklu meiri arð af sjer,
en er þó kostnaðar- og fyrirhafnarminni. Sveitabóndinn
eflir árlega ekki einungis sinn hag með jarðrœktinni, held-
ur alls landsins og þeirra öldnu og óbornu, þar sem sjáv-
arbóndinn nœgast aflar fyrir sig og sína.
þegar þessu er nú þannig varið, sem hjer er skýrt
frá, er það sem fyr var sagt furða mikil, að öllu gjaldi
skuli jafnað á kvikfjárrœktina eina, og það svo mjög, að sá,
sem hana stundar, hlýtur að vinna öðrum þá dagana, sem
hann þyrfti til jarð- og kvikfjárrœktarinnar, ef hann á að
geta svarað því, sem honum ber að greiða, meðap af
sjávaratvinnuveginum mjög litlu er svarað í samanburði.
þar á virðist full nauðsyn, og það sýnist að horfa til
landsins sönnu heilla, að nokkru væri Ijett á sveitabónd-
anum af þeim gjöldum til landsins þarfa, sem af honum
eru krafln, en lagt á flskiaflann og þá, sem hann stunda,
sem lítið þyrfti að muna hvern einn, sem svara ætti, en
mundi þó af öllu landinu verða talsvert fje. |>ó að t. a.
m. 8 sk. væru lagðir á hvert hundrað, er fæst til hlutar
um vor- og vetrarvertíð í kringum allt landið, mundi það
ekki gjöra velmegun neins einstaks tilfinnanlegan hnekki,
en við það mundi þó til landsins nauðsynja ávinnast
mikið, og til að koma því á stofn, sem það sýnist hafa
mikla þörf fyrir, en enginn þykist vita hvaðan taka skuli.
Yrði þetta að álitum gjört, er ætlandi, að á alþingi
yrði af fulltrúum landsins fundin hin heillavænlegustu ráð,
til að þessu gæti sem lögulegast, vissast og kostnaðar-
minnst orðið framgengt, og verður þvi hjer engum orð-
um um það farið. a. b.
Samkvæmt tilmælum Norðmannsins herra Ásbjarnar
Klosters, er í sumar liefur farið hjer um land ásamt fje-
laga sínum Isaak Sharp, og prjedikað guðsorð og góða
siðu fyrir löndum vorum, tökum vjer eptirfylgjandi ritgjörð
inn í blað vort, og vonum, að landar vorir lesi hana með
athygli, því efni hennar er íhugunarvert, og óskandi, að
sem flestir leggi sjer það á hjarta, sem þar er sagt.
Ritst.
Ilinn mikli alrœmdi verkstaður, skil-
yrði fyrir viðlialdi hans, ogf hvcrnif?
ineffi steypa honum.
þegar verkstaður er nefndur, hugsa menn sjer »sam-
safn af starfliúsum, þar sem vanir verkamenn búa til fjölda
vissra vörutegunda«. J>ví stórkostlegri sem einhver hlut-
ur er og því meira sem á honum ber, því vísara er það,
að hann vekur athygli mannsins, og eigi mun bjáþvífara,
að liann veki hjá þeim, er eptir honum tekur, einhvers
konar tilfinning, annaðhvort lotning, aðdáun, furðu,
ótta, skelflng eða viðbjóð, o. s. frv., allt eptir því,
hvernig því er háttað, er menn virða fyrir sjer. Vjer
þekkjum verkstað, er með hinni geysimiklu stœrð sinni,
fjarskalegu framförum og óviðjafnanlegu heppni einkum
hefur vakið eptirtekt nær alls heims. Hann hefur fengið
mörgum miliónum manna nóg að starfa og er ávallt við
búinn að taka sjerhvern iðjuleysingja í þjónustu sína. J>að
gildir einu, þótt hann sje nokkuð óvanur í fyrstu, hann
verður þcgar í stað svo vanur, að hann getur unnið verk
sitt með mestu lagkœnsku og gengið ágætlega vel fram
i því, sem honum er ætlað að starfa. Og það er svo
fýsilegt og unaðsamlegt við þennan verkstað, að því leng-
ur sem verkmaðurinn er í þjónustunni — hvort sem hann
er undirmaður eða yfirmaður —, því betur geðjast hon-
um að henni, og það eru því eigi nema fáir af þeim,
sem í fasta þjónustu eru komnir, er vilja yfirgefa þennan
geðfellda stað. Löngunin til að vera þar kyrr og starfa
þar er svo mikil, að þótt þeir verði veikir, og það dauð-
veikir, vilja þeir þó hjálpa til með hinum venjulega trú-
leik í verki sinu og láta sjer jafnannt, sem áður, um stofn-
un þessa, og jafnvel margir skjálfandi allt fram að dauða-
stundunni (vjer tölum fyrst um sinn ekkert um, hvað mikið