Íslendingur - 30.09.1861, Blaðsíða 4
84
hann komast að raun um — þótt liann hafl eigi trúað því
fyr — hver ofdrykkjumannsins laun eru.
Ó þjer játendur kristinnar trúar! verðskuldar ekki þetta
málefni meiri athygli og alvarlegri íhugun, en menn hafa
veitt því hingað til! Er það meira en »einföld skylda
kristins manns, að leggja sjálfur mestí sölurnar« (svo sem
ritstjóri Staf. amtstíð. hefur nýlega komizt að orði), ef
menn með því geta út rýmt slíkri meinsemd, sem ofdrykkju-
Iösturinn er. En hvar er kristindómur yðar í þessu tilliti?
|>jer, sem virðizt hafa styrk til að hafa hóf á nautn áfengra
drykkja, hvar er ósjerplœgni yðar og sjálfsafneitun fyrir
brœður yðar, sem vanmáttugri eru? Hvar er hjartagœzka
yðar við vesalinga og aumingja? Hvernig farið þjer með
orð hins hrifna rithöfunds: Vjer, sem erum máttugir,
eigum að vorkenna breyskleika liinna vanmáttugu, en
ekki að þóknast sjáifum oss?« Ætlið þjer að hafa þau
við að eins þar, er þau kunna að verða yður sjálfum hag-
kvæmust? að »þóknast yður sjálfum?« en daufheyrast við
þeim, þar sem þau krefja að þjer leggið eitthvað í söl-
urnar og afneitið yður sjálfum? Vera kann, að þjer nú
»þykizt standa« — hið sama hefur líklega hverjum of-
drykkjumanni einhvern tíma sýnzt, meðan hann vandi sig
við »hóflega« drykkju, svo sem þjer nú gjörið —, en upp
á hvern má eigi heimfœra hin eptirfylgjandi aðvörunar-
orð: »Gæt þess, að þú fallir eigi!« j>jer gangið sjálflr
eins og á glerhafi, á hálli braut, og þjer tælið með dœmi
yðru það barn, sem enn er laust við þennan löst, til þess
að hætta sjer útíhinn sama liáska; þjer styrkið þann, er
i hófl drekkur, í drykkjuiðkun hans og ryðjið honum þar
með braut til óliófs. Enda þótt yður væri engin hætta
búin af yðar hóflegu drykkjuiðkun (sem að vísu er næsta
ólíklegt), hvaða gagn er að því, þótt þjer hvetjið ofdrykkju-
manninn til að fylgja dœmi yðar í hófseminni? Hefur
hann ekki reynt tilþess? j>jer sjáið, hvernig honum tókst
það. Eða hvað hjálparþað, þótt þjer fýsið liann að fara
og ganga í gjörsamlega bindindi? Upphvatning yðar
mundi og þar að tiltölu verða einkis megnug, meðan þjer
hafið ekki sjálflr gengið á undan honum með góðu eptir-
dœmi. í stað þess að segja: farðu og gjörðu þetta eða
þetta, ættuð þjer sjálfir að gjöra það fyrst, og segja síð-
an: Mom og gjör það, sem eg gjöri: gakk í
albindindisfjelagið, ogsnertn ebki,brag;ð-
aðn ekki, taktu ekki, lyktaðu ekki
af nokkru Jiví, er getur gjört inaim
drukkimi, og kostum kapps um, að koma öðrum til
að gjöra hið sama, leitum samtaka við, og biðjum guð
almáttugan um varðveizlu, bjálp og blessun til þess, að
út rýma þessum andstyggilega ofdrykkjulesti — að starfa
að því, að steypa jyessum inikía alruemila
verkstað!
A. Kloster.
IJtlemlar frjettir frá miðjumjúlím. til 12. sept.
Frá Danrnörku. Vjer höfum eigi síður en blaða-
menn og aðrir í Danmörku og víðar þótzt góðrar vonar um,
að misklíðamálið með Dönum og j>jóðverjum mundi eiga
skammt til úrslitanna. Vjer höfum heyrt stjórnina aptur og
aptur endurtaka, að hún nú yrði að láta staðar nema, og
þoka eigi feti framar fyrir þjóðverjum; vjer höfum heyrt hana
tala um rjett og helgi ríkisins, konungsins og þjóðarinn-
ar, eins og þau vjebönd, er hún eigi mundi láta hrekjast
út yfir fyrir orðum einum og hótunum; vjer höfum sjeð
hana taka til herbúnaðar á sjó og landi, í fullu og öruggu
trausti þjóðarinnar, og ávinna sjer með því góð ummæli
erlendis, en skýlaus liðsyrði hjá frændþjóðum sínum á
Norðurlöndum. Vjer þóttumst því hafa mikið til tilgátu
vorrar, að stjórnin nú mundi láta til stáls sverfa og skeika
að sköpuðu; oss mátti það sízt vara, að hún ljeti leiðast
til að kaupa sig undan atförunum með nýrri tilhliðrun.
En svo verður að segja hverja sögu, sem hún gengur.
Bretar hafa (eins og vjer áður höfum um getið) lagt mest
kapp á miðlun í málinu; en er Prússar sáu, að þeim lá
það í svo miklu rúmi að hep'ta styrjöldina, bjuggu þeir til
skilmála og báðu þá að halda þeim að Dönum. Kaupin
voruþessi: af hálfu þjóðverja, atförunum frestað; af hálfu
Dana, dregið frá skattkvöðunum til Holtseta fyrir árið,
sem er að líða, svo mikið fje sem því nemur, er um
fram er hinn fasta gjaldabáik (frá 1856); en það eru hjer
um bil 500 þús. ríkisdala. Enn fremur skulu engar til-
skipanir löggildar um samþykktir fram af hálfu þingsins
í Izehoe, frá 7. febr. í vetur og þar til málinu er til lykta
komið. Ókauplegirkostir! en fyrir meðmælingar svo kaup-
fimra manna, sem Bretar eru, skrifaði Ilall undir þá 29.
dag júlím. »Hvar skal staðar nema, herra?« segja mót-
mælendur stjórnarinnar við Ilall; »þú sagðir það veramóti
rjetti konungs og ríkisins, að leyfa Holtsetum atkvæðium
alríkisgjöld; þjóðverjar mótmæltu, og þú þagnaðir; þú
kvaðst það móti rjetti og ráðhelgi konungs að leggja til
umrœðu áþingi Holtseta gjaldaskrána fyrir 1860—62, lög-
gilda fyrir löngu síðan með undirskript konungs; |>jóð-
verjar lieimta liana framlagða, og þú hlýddir þeim, — en
að því sumir kváðu, með undanherkjan og refjum. En
nú kastar tólfunum! Eptir að Holtsetar hafa neitað öll-
um kostaboðum og hafa heimtað sambandið við Sljesvík
endurreist; eptir að þú hefur sagt oss, að nú sje loku
fyrir skotið um undanlát og tilhliðrun, utan til ávinnings
sje, eptir að milíónuin er varið til herbúnaðar, eptir allt
þetta lætur þú draga úr greipum þjer 500 þús. ríkisdala,
og kippa af þjer í snöggu bragði þeim rjetti, erþjerhef-
ur þótt svo miklu skipta, en liefur eigi annað úr býtum
borið en frestun atfaranna; en vera má, að þær að eius
bíði þess tíma, er fjendur vorir standa betur að vígi«.
Hjer til svara fylgismenn stjórnarinnar: »Hjer er bót i
tafli, peningunum má ná aptur, er málum er sett og til
vorra kasta kemur að kveðja gjaldanna að nýju; vjerhöf-
um sýnt vinum vorum þá ráðþægni, að vonandi er, að
þeir nú fylgi oss fastar í samningunum við þjóðverja; nú
er málinu komið í það horf, að konungur vor eigi semur
við þjóðverja sem þýzkur sambandshöfðingi, heldur sem
frjáls þjóðkonungur; það er eigi lengur eingöngu þýzkt
sambandsmál, heldur þjóðarmál, ríkismál, er eigi verður til
lykta fœrt, utan eptir almennum þjóðarjetti norðurálfunn-
ar, en að tilhlutun þeirra, er til lians gæta (stórveldanna).
Vjer erum því vonbetri um, að það mið sœkistað lokum,
er lengi hefur verið til stefnt, sumsje að losa svo um
böndin milli Holtsetalands og hinna parta ríkisins (Danm.
og Sljesv.), að þeir verði óháðir afskiptuin ;þjóðverja«.
Oss þykir, sem mótmælamenn stjórnarinnar hafi fullsann-
að, að fjáruppbótin sje ekki annað en hugarburður einn,
þar lloltsetar ávallt geti skotið máli sínu til sambands-
þingsins, ef þeim þykir þröngvað sínum kosti í fjárkvöð-
um eður öðru. En þar er til hins kemur, þá játum vjer,
að stjórninni má vera betur kunnugt en öðrum um það,
hverjar líkur eru til liðsinnis frá öðrum þjóðum, og í
liverja stefnu málinu er vikið. En vjer verðum þó að
geta þess, að þýzk blöð líta eigi þann veg á, og orð
Schleiniz í brjefi til prússneskra sendiboða benda sízt til
þess, að samningarnir eptirleiðis komist í annað horf en
áður, og hitt þykir oss saganhafa sýnt til hlítar umund-
anfarin ár, að þeir einir mega vænta sjer aðstoðar hjá
öðrum þjóðum, er sýna á sjer minnstan bilbug, jafn-