Íslendingur - 16.01.1862, Blaðsíða 1

Íslendingur - 16.01.1862, Blaðsíða 1
ANNAÐ ÁR. 1 6. janúar. Mll Um notknn ýmlsleg’s manneldis, sem nú lfgjgnr |>ví nær ónotað lijá oss. II. Yjer getum í raun og veru með engu móti ímyndað oss annað, en að það megi koma af einberu þekkingar- leysi, þegar menn eigi nota söl og annað nœrandi mann- eldi, er hjá oss má fmna, bæði í grasa- og dýraríkinu, eins og vera ber. Reyndar hefur almenningi einnig á þessari öld opt verið bent bæði á þessar og aðrar æti- jurtir vorar, auk þess sem um það er ritað í ferðabók Bjarna Fálssonar og Eggerts Ólafssonor, eins og vjer þegar höfum sýnt', því konferenzráð Magnús heitinn Stephensen ritaði um það sjerstaka ritgjörð, er prentuð var hjer nokkru eptir aldamótin1 2. I grasnytjum Bjarnar Haldórssonar er auk þess minnzt á flestar ætijurtir, er hjá oss vaxa, en þó er þar opt farið heldur stuttlega yfir notkun þeirra, enda virðist svo, sem þessar grasnytjar haíi fremur átt að vera nokkurs konar lækningabók, heldur en matjurtabók. Menn gátu og eigi á fvrri tímum fœrt nein ljós rök fyrir því, hvers vegna söl, fjallagrös, og fjöm- grös yrðu að vera nœrandi, því hugmyndir manna um nœr- ingarkrapta fœðunnar voru á þeitn tímum eigi orðnar svo ljósar sem þær eru nú. Menn hjeldu, að sú eðasúfœð- an mundi hafaþað nœringaraíl, ogþetta hald gekk mann frá manni, og var optsinnis mörgum misskilningi undir- orpið. En það eru nú komnir þeir tímarnir (þökk sje efnafrœðinni), að vjer erum aiveg vaxnir upp úr þessu haldi, og þessum glundroða-ímyndunum, er slundum gjörðu liin hollustu nœringarefni að nokkurs konar eitri, eins og einu sinui var gjört við kalTið, eða vísuðu þcim 1) Vi?) nákvæmari samburí) á vurtbi síilvanna á fyrri óld, verbum vjer a?) álíta, a?) Bjarni Páissuu og ICggert Óiafsson liafl sett ver?) þeirra of liátt, þar þaí) aldrei murt itafa farii) fram dr því, er stendur í luia- I'igum, en þar er vættin gjiirt) á 10 álnir e?)a 20 flska. 2) D e t i 1 M e n it e s k e - F 5 <1 e b r u g o 1 i g e T a n g u r t e r v e d M. Stephensen, KJóbeuhavti 1818, og þessari ritgjór?) var þá snúib á isUnzku, og liún prentui) hjer. á hinn óœðra bekk, vegna þess mcnn voru vanir að troða þau undir fótum sjer, og virða þau svo lítils sem einkis, nema ef sulturinn rak því meir á eptir. það vorti og einu sinni þeir tímarnir, að ekkert þótti matur nemafeitt kjöt, smjör og annað því um likt, og það var hið eina, sem átti að geta komið í mann kröptunum, og með því oss íslendingum enn þá svo lítið sem ekkert hefur farið fram í þeim verulegu náttúruvísindum, þá stendur enn þá að kalla má allt við sama um hugmyndir vorar í þessu efni. Eins og vjer nú sögðum, er nœringarkraptur fœð- unnar eigi lengur nein ráðgáta, heldur er liann orðinn reikningsdœmi, sem efnafrœðingurinn getur leyst úr, án nokkurs efa eða glundroða; hann einn getur hetur en nokkur matreiðslumaður eða búkona skýrt oss frá, hversu mikil nœring sje. í hverri fœðu fyrir sig, og hvernig henni beri að hagtæra, svo hún verði sem hagkvæmust fyrir manninn, og svo nákvæm er efnafrœðin orðin í þessu, að hún getur ákveðið nœringarafl liverrar fœðu sem vera skal, eigi að eins í lóðatali, heldur og jafnvel í kvintína- tali. þessi nákvæmni efnafrœðinnar kemur af því, að menn nú út í æsar þekkja öll frumefni, eigi að eins allra dýralíkama, heldur og jurtanna, jarðarávaxtanna, og alls þess, er til fœðu er haft. Menn vita nú eigi að eins, af livaða frumefnum blóðið og kjðtið er samsett, en menn vita og samsetningu og þunga allra þeirra efna, er með þurfa, til að við halda kröptum manna, hvar sein þeir svo lifa á jarðarhnettinum. það er nú naumast það manneldi til, sem efnafrœð- ingarnir eigi hafi grannskoðað, og upp Jeyst í hin fyrstu frumefni þess, og svo er efnafrœðin sjálfri sjer samkvæm og á föstum grundvelli, að henni skjátlar hvergi í þessu. J>að stendur á sama, hvort efnafrœðingarnir eru þýzkir, frakkneskir, enskir eða danskir; þeim verður, samkvæml grundvallarreglum þeim, er efnafrœðin á vornm dögum styðst við, alstaðar að bera saman. Hinir nýjari efnafrœðingar skipta allri fœðu í tvo höf- 129 Fulltrúi minn. (Snúií) úr donsku. „F æ d r e 1 a n d e t“, 219 —220; 20.—21. d. sept. 18(51). (Framhald). En áður en þeir fóru, gekk jeg fyrir dyrnar, og baö þá, að stigja engum manni frá þessu, og láta sem ekkert hefði í skorizt, svo fremi þeir vildu eigi vera valdir að dauða föður míús. Enginn þessaramanna hafði neitt illt í hyggjn, en þeir voru of margir til þess, að þeir gætu þagað yfir því, sem eigi tók til þeirra. Jeg faðmaði föður minn, jeg kyssti liann, og hað hann ætia, að jeg mæti að vettugi vanvirðu þessa,. sem, ef til vildi, hefði verið óhœtanleg fyrir aðra; að jeg ynni honum eins eptir sem áður, og jafnvel meir, og að eng- inn fengi nokltru sinni vitneskju um, hvað hann liefði að Jiafzt. Mjer tókst seint og síðar meir, að stilla harm hans, og við skildum sem vinir, er liöfðu gagnsjeð huga hvor annars, og fundið það þar, er tengdi þá saman, meðan lífið entist. Mál þetta var mjög einfalt. Faðir minn var fjehirðir opinberrar stofnunar einnar; liafði hann tekið við allmiklu 130 fje, er stofnun þessi átti, og kvittað fyrir. Sjálfur var liann í skuld, sem jeg eigi vissi af, og átti að borga hana þá þegar; hafði liann þá verið svo ljettúðugur, aðlakalil fjár þessa til að horga skuldina með. Jeg var þá eigi heima; jeg var á ferðalagi. Ilann fullyrti, að hann lieföi annars beðið mig, að láta sig fá fjeð. En er jeg kom heim, fyrirvarð hann sig að biðja mig um fjeð, og dró það því ávallt lengur, uns það var orðið um seinan, og sljórnendum stofnunarinnar, sem optsinnis liöfðu heimt- að íjeð, þótti nauður til reka, að ganga til lians og beið- ast skýringar, hvernig á þessu stœði. f>egar allt var kom- ið í lag, og engin skuldakrafa lá framar á honum, von- aði jeg, að menn þessir mundu fyrirgefa honum ljettúð lians, og þegja yfir henni, erþeir elskuðu allir föðurminn og virtu sem vandaðan mann. Með eins konar kvíða tók jeg á móti hinum mörgu mönnum, er af hendingu heimsóttu oss einmitt næstu dagana á eptir. En jeg varð einkis áskynja, og engin hreyting vaið sjen í samsætum þeim, sem vjer lijeldum 129

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.