Íslendingur - 07.04.1862, Blaðsíða 1
ANNAÐ ÁR.
M. 7' aPr(1' Framhald af M M.
Frá Faereyjum
(rita% í mibjum márzmíuuí)! 1862).
Veturinn 1860—61 var hjer á eyjunum afbragðs-góð-
ur; gekk því fjenaður allur fram í góðu standi. Allt vorið
og sumariö var einstök veðurblíða — betra sumar man
bjer enginn — og þess vegna gekk öll voryrkja vel og
fljótt frá hendi; grasvöxtur varð góður, nýting hin bezta á
heyi, korni og kartöplum. Ilins vegar var fiskiafli fremur
lítill því nær allt sumarið, og eigna menn það hinum út-
lendu fiskiskipum, sem liggja hjer umhverfis eyjarnar nú
á síðari árum; koinu þau hingað eins og árin áður í
sumar, og gekk heldur tregt aflinn; fóru því flest þeirra
norður undir ísland, en sagan segjr, að þeim hafi gengið
þar litlu betur. Af því vorveðráttan var svo góð, heppn-
aðist sauðburður í betra lagi, og í haust skarst sauðfje
afbragðs-vel. Éptir skýrslum embættismanna voru í öll-
um sýslum (6) eyjanna skornar 37,285 kindur, gamlar og
ungar, og þar að auki hjer um bil 3000 fjár á hinu bene-
ficeraða gózi. Hnýðinga- eður marsvína-veiðin varð rýr;
það fengust að eins 343 fiskar. Auk þe*s hafa menn náð
12 döglingum og 3 boghvituhvölumÉ Heiisufar manna
hefur verið gott; að eins hefur barnaveikin stungið sjer
niður hjer og hvar. Vörubyrgðir lijá kaupmönnum vorum
Iiafa verið allgóðar, og þegar á allt er litið, hefur hagur
eyjamanna verið í góðu lagi. Veturinn 1861—62 hefur
verið góður, ef ekki betri en sá í fyrra. Fyrsta vikan af
nóvembermánuði 1861 var köld og snjókoma nokkur, en
það hret batnaði bráðum, og síðan hefur gott gengið til
marzmánaðar; gjörði þá austnorðan-garð nokkra daga
með frosti og fjúki, en því er nú af Ijett og komið aptur
gott veður. Á kúm og kindum eru beztu höld. Fiskiafli
hefur verið heldur lítill, þó veiddist í febrúarmánuði og
það sem af er þessum (marz) nokkuð af ísu. Nokkrirsmá-
hvalir hafa náðst þessa daga í Fundingsfirði í Austurey.
(iðsent).
í>að hefur mikið verið talað um það á seinni tímum,
hvort stiptsyfirvöldin hefðu nú hið sama vald eins og til
forna, að skikka prestaskóla-kandídata, sem þegið hafa
opinheran styrk, til að verða presta á hinum aumustu
brauðum, sem enginn vill sœkja um. Menn hafa semsje
ekki getað rýmt því saman, að búið er að ákveða hlut-
fallið milli prestaskóla-kandídata og háskóla-kandídata, og
þó skuli hinir fyrtöldu vera skyldir til, þegar svo ber und-
ir, að verða prestar á hinum rýrustu útkjálkabrauðum.
jþannig er það ákveðið, að prestaskóla-kandídatar með bezta
vitnisburði skuli ganga til jafns við háskóla-kandídata með
næst bezta vitnisburði; en hvernig verður þessu fullnœgt,
ef háskóla-kandídatinn getur fengið eitthvert hið bezta brauð
álandinu, um leið og hinn er skikkaður á hið rýrasta brauð?
Eða, ef háskóla-kandídat með lökustu aðaleinkunn og presta-
skóla-kandídat með beztu aðaleinkunn sœkja báðir t. d. um
Grenjaðarstað, mundi þab þá vera sanngjarnt, eða lögum
samkvæmt, ekki einungis að láta prestaskóla-kandídatinn
Færeyjum, sama sem vjer kullum andurnefju eba
andhval. Boghvítuhvalur erlíklegaaf skjaldhvala-kyni, er SkuggsjA
hls. 124 nefnir; mega líka vera hÁhyrningarí
sitja á hakanum með þetta brauð, heldur og reka hann
út f Grímsey, af því hún er laus um sama leyti? En
þetta liggur svo í augum uppi, að það sýnist ekki þurfa
sönnunar við. Stiptsyfirvöldunum er það i sannleika ekki
láandi, þó þau á allar lundir reyni til, að bœta úr þeim
prestaskorti, sem kominn er, og sjer í lagi hlýtur það að
vera tilfinnanlegt fyrir herra biskupinn, að vita af söfnuð-
unum prestalausum og sjá brauðin standa laus, svo árum
skipti, án þess nokkur sœki um þau. En það eru litil
líkindi til, að úr þessu verði bœtt með því, þannig að
beita eintómu skikkunarvaldi, en allar líkur til hins, að
það gjöri hið illa enn verra. f>að er kvartað um það, og
það með fullum rökum, að þeir sjeu árlega aðfækkahjer
á landi, sem til bókmennta eru settir, sökum þess aukna
kostnaðar, sem skólamenntunin hefur í för með sjer, og
hið seinasta alþingi tók mál þetta til ýtarlegrar íhugunar,
og kom með ýmsar uppástungur til að bœta úr þessu;
en mun það nú fara í líka eða sömu átt, að reyna til að
láta þá meðvitund út breiðast í landinu, að sje nú einhver
loksins búinn að ljúka sjer af í skólanum og prestaskól-
anum, þá megi hann eiga von á því, að verða skikkaður
prestur á eitthvert hið aumasta útkjálkabrauð? Mun þetta
vera til að hœna menn að prestskap eða fjölga prestaefn-
um, eins og nú er ástatt? Og hvað ætla svo stiptsyíir-
völdin að gjöra, þegar þau ekki hafa neinn til að skikka
lengur? Eða ef hin lausu brauð, sem enginn sœkir um,
eru fleiri en þeir, sem árlega útskrifast úr prestaskólan-
um? Eiga þau þá að standa auð eptir sem áður? Eða
hvað ætla þau að gjöra, ef þeir, sem skikkaðir eru, fœr-
ast undan að hlýða? Á þá að lögsœkja hvern á fœtur
öðrum? Eða ef allur fjöldi þeirra, sem útskrifast, reynir
til að útvega sjer kapellánsþjónustu hjá gömlum prestum,
sem þurfa aðstoðar við? J>að er auðsjeð, að í reyndinni
verður ekki bœtt úr prestaskortinum með þessari óvinsælu
skikkunaraðfcrð, en hún verður sannarleg grýla fyrir alla
þá, sem ætla að ganga á prestaskólann, sverð, sem ein-
lægt hangir yfir höfðum þeirra; prestaskólinn þarf þá ekki
lengur að heita menntunarstofnun, heldur skikkunarpresta-
stofnun, og það sýnist liggja í augum uppi, hvílík áhrif
það hljóti að hafa á lærdómsiðkanir þeirra, sem þar ganga,
að eiga von á skikkuninni, undir eins og þeir eru útskrif-
aðir, hvaða vitnisburð sem þeir fá. það er vonandi, að
herra biskupinn, sem hefur svo vel hlynnt að prestaskól-
anum og vill hlynna að allri menntnn, muni sjá, hve eyði-
leggjandi afleiðingar það hlýtur að hafa, að ætla sjer aö
bœta úr prestaskortinum með því, að beita skikkunarvaldi,
og að sú aðferð hlýtur að nokkrum árum liðnum, að gjöra
prestaekluna langtum meiri. Prestaefnaskorturinn er bein-
h'nis afleiðing af því, hve fáir ganga skólaveginn, og þetta
mál er ekki annað en ein grein af skólamálinu og verður
því að bíða eptir því. Að ljetta skólakostnaðinn og þanuig
hvetja menn til, að ganga skólaveginn, að bœta brauðin
og gjöra þau þannig aðgengilegri, það sýnist vera hið eina
ráðið, til að bœta úr prestaskortinum, og að því ættu hin
háu stiptsyfirvöld fyrst og fremst að snúa athygfi sínu.
þessi meinsemd er búin að grafa svo djúpt um sig hjá
oss, að hún verður ekki læknuð með eintómu káki, held-
189