Íslendingur - 31.07.1862, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA ÁR.
31. jfilí.
M 8,
Innlendar írjettir. Gnfuskipið Arcturus
kom hingað til Reykjavíkur laugardaginn 26. þ. m. mcð
ýmsa vöru til kaupmanna vorra, eins og vant er, og á
því komu margir ferðamenn, bæði landar vorir og útlendir
menn. Meðal þeirra sem komu teljum vjer þessa: Frú
Arnesen hjeðan úr Reykjavik og fröken Elinborgu Magnu-
sen frá Skarði á Skarðsströnd; dr. Dasent og Mr. Camp-
bell, er báðir komu hingað í fyrra; Lord Newry, Mr.
Clifí'orð, einn af parlamentsmönnum Stórbretalands; Mr
Bryson, Mr. Mitchel, Mr. Griolet de Geer, hann mun
vera frakkneskur; tvo aðra útlendinga höfum vjer heyrt
nefnda, en vitum eigi nöfn á þeim. Enn fremur: As-
björn Jacobsen, gullsmiðsmeistari, bróðir Sveinbjarnar
kaupmanns og búandi maður í Kaupmannahöfn; Lega-
tionsráð dr. Grímur Thomsen, kand. juris Magnús Magn-
ússon Stephensen frá Vatnsdal, kand. juris Sigurður Ei-
riksson Sverrisen, kand. medic. Magnús Pjetursson Step-
hensen frá Ólafsvöllum á Skeiðum og kand. philologiae
Ölafur llannesson Jchnsen úr Reykjavík. þessir 4 land-
ar hafa allir í júnímán. þ. á. leyst embættispróf af hendi
í Iíaupmannahöfn. Flestir af ferðamönnum þessum ætla,
eius og vant er, að ferðast til og frá út um landið, og
er það að vísu ekki lítið gleðiefni, hve inargir göfugir og
góðir menn koma nú á ári hverju til að kynna sjer hjer
land vort og lýð, enda vitum vjer fyrir víst, að landar
vorir kunna að meta það sem vert er, og sýna hinum
útlendu ferðamönnum allan veg og sóma. Margir þeirra
gefa út ferðabækur sínar bjeðan, þegar þeir koma heim
til sín, og þá er þess getið, sem gjört er; en satt er
bezt að segja, að ílestir þeirra bera oss vel söguna.
— Um eldgosið getum vjer því miður lítið frætt les-
endur vora að sinni. Vjer höfum talað við menn, sem
nýkomnir eru austan úr Múlasýslum, bæði sunnan um
land yfir Skaptafellsýslu og norðan um land yfir þingeyj-
ar- og Eyjafjarðarsýslur, og hvorugir hafa getað annað
sagt, en að eldur væri uppi inni í óbyggðum, og vart
hefur orðið. við öskuryk, einkurn í Skaptafells- og Rang-
árvallasýslu og úti í Vestmannaeyjum. INorður í land
liefur að likindum síður lagt öskuna, því að vindur hefur
því nær allt af verið á norðan, og fyrir því lagt bæði
reyk og ösku suður á loptið. Ein fregnin sagði, að eld-
ur væri uppi á tveim stöðum, og mundi annar vera í
Dyngjufjöllum hinum syðri, en annar í Trölladyngju;
hvorttveggja er í Ódáðahrauni. Er það að vísu heppilegt^
úr því eldur er uppi á annað borð, að hann er sem lengst
frá manna byggðum.
— Veðuráttin hefur um langan tíma verið mjög þur og
köld, með þokurn og svækjum nyrðra, en hjer syðra er
opt og tíðum sólskin þó vindurinn sje kaldur. Til fjalia
er sagt að frost sje á hverri nóttu. Allstaðar er gras-
brestur í mesta lagi, og út lítur fyrir að heyskapur verði
rýr um allt land; komi nú votviðrakafli þegar á líður sum-
arið, þá er skepnufellir vís. Vorharðindi og skepnufellir
er sagður úr Múlasýslum, einkum úr Vopnafirði. Vart
hefur orðið við hafís fyrir þingeyjarsýslu, en víst munu
lítil brögð að honum.
Iljer eru um þessar inundir mörg skip í Reykjavík,
bæði Frakkar á tveimur herskipum; Norðmenn tveir með
viðarfarma; enskir hrossakaupmenn víst á tveim skipum;
enskt listiskip með ferðamenn; gufuskipið, sem áður er
nefnt, og nokkur kaupför. það er sagt, að um þessar
mundir verði fluttir utan, bæði á gufuskipinu og á hinum
skipurmm sumum, allt að 400 hesta; sje nú hver hestur
til jafnaðar seldur fyrir 10 spesíur, þá verður andvirði
þeirra, sem inn í landið berst, 4000 spesíur, og kemur
það sjer vel á þessum árum, þegar annar vöruafli er held-
ur í ininna lagi eptir hörðu árin. J>ó verður því eigi neit-
að, að miklu meiri vara keinur nú í sumar til kaupstaða
en tvö undanfarin ár, en ga:ta má þess á hinn bóginn,
að skuldir hafa aukizt mjög mikið árið sem leið, eins og
við er að búast, því lengur sem harðindin standa; svo að
þegar öllu er á botninn hvolft, er víða í sveitum ástandið
lítið betra í ár en í fyrra.
— íslendingar hafa aldrei getað mælt sig við aðrar
þjóðir í ríkidæmi, og þeir munu seint geta það, eru og
margar orsakir til þess; þar á móti hafa þeir fyllilega
staðið ýmsum þjóðum jafnfætis i andlegri mentun, þetta
votta sögurnar, lög þau, er þeir settu sjer sjálfir í fyrnd-
inni, og );mislegt fleira. f>að hefði nú verið hið eðlileg-
asta, að þjóð vor hefði haldið áfram að ganga í þessa
stefnuna, og reynt til að ná sem mestum andlegum þroska,
því bæði var þessi stefnan hægri og eðlilegri fyrir liana,
og líka er í raun réttri enginn ríkdómurinn meiri eður
fegri, en að sála mannsins sje prýdd andlegum auðæfum
guðsótta, vizku, kurteysi, og allskonar mentun; hið ann-
að, er meðþarf til lífsins viðurværis og yndis kemur þá
og af sjálfu sjer, og meira þurfa menn ekki af verald-
legum auðæfum. En það er hörmung til þess að vita,
að það virðist sem þjóð vor sje nú farin að breyta mjög
stefnu sinni í þessu; menntunin sýnist nú almennt litils
metin hjer á landi, en að geta nælt og nurlað einhverju
saman, meðan maður lifir, það þykir mörgum nú hið
mesta ágæti; þessi hugsunarháttur er mjög Ijótur í sjálfu
sjer, og verður hverri þjóð að illu einu og sú þjóð, sem
ekki stundar eptir andlegum þroska, verður aldrei bær að
ráða sjálfri sjer, því hún hefir ekki vit á, að efla með
sjer hið góða, sanna og fagra. |>að er því skylda hvers
manns, sem vill þjóð vorri vel, að niðurbrjóta slíkan hugs-
unar hátt, að því leyti honum er unnt, og hvetja þjóðina
að afla sjer þekkingar og mentunar, ogeinkum ættu þeir,
sem settir eru til að hafa yfirumsjón yfir mentuninni hjer
á landi, aðlátasjer þettavera hugfast; þeir ættu að stunda
af alefli, að foreldrar ljetu efnilega sonu sína í skólan til
að læra, og það því heldur, sem þetta ersú eina menta-
stofnunin, sem hjer á landi nú er, og ágjætlega setin að
kennurum, svo í annan tíma eigi mun betur lmfa verið,
og sem ekki að eins láta sjer annt um það, að lærisveinar
sínir efiist í þekkingu heldur og góðum siðum. Yjer
fáum því eigi skilið, hvernig á því stendur, ef satt er, að
/
57