Íslendingur - 31.07.1862, Qupperneq 2
58
stiptsyfirvöldin nú bafi ekki veitt tvær ölmusur við skólan,
heldur látið þær vera óveittar, nema ef þau hafa ætlað
sjer að bíða til hauslsins nieð að veita þær, og það hlvtur
að vera svo, ef þá kynúu einhverjir nýir að ba'tast við í
skólan, sem á þeim þyrftu að halda, en sem yrði útilok-
aðir frá að geta fengið þær nú í vetur, væru allar ölmus-
urnar veittar nú þegar, því að nota ekki í þessum tíðum
fje það, sem stjórnin hefir veitt og ákveðið mentuninni
hjer á landi til frama, væri óheyrilegt og syndsamlegt að
voru áliti.
é og je.
II1.
i-hljóðið í ljeli (og s. frv.) er eins undir
komið ogj-hljóðið í hljóp (og s. frv.): skýring á
þessu held jeg muni koma í það band, sem næst er von
á, af »Annaler for nordisk 01dkyndighed«. Enn þangað
til »þvf náir«, vísa jeg til Itasks í formálanum við »01d-
nordisk Læsdbog«, sem er prentaður 1832, og mun vera
seinastur af því, sem hann hefur ritað um íslen/.ku. í
þessum formála getur Rask þess, að elztu fornrit hafl
tómt e, enn sleppi j, og segir síðan: »þó má varla þar
»af ráða, að þetta j hafi vantað (at det — þ. e. Jefor-
»slaget — ikke har fundet sted); því hin fornu þjóðversku
»mál (Frankisk og andre oldtydske Sprog) hafa j fyrir
»framan a þar sem líkt er ástatt,, t. a. m. rjat, á nor-
»rænu rjeð, reð; tjaz á norrænu Ijet, let; einnig finnst í
»forndönsku fjal eða fjœl fyrir hið íslenzka fjell, fell; og
»í fornsænsku fjol, hjoJt., á ísl. hjelt, helt, eins og fjal,
»hjalt, á forna þjóðversku (Frankisk)«. Og þetta er nú
maðurinn, sem fyrstur setti »bakfallið« yfir e: hann var
ekki sterkari á svellinu en þetta — í þessu máli.
(Enda var ekki við að búast, að hann stæði fastara í því,
sem ekki var rjettara).
Nú að sinni bæti jeg því einu við, að í hinni fornu
þjóðversku finnst ekki einungis riat eða rjet (á ísl. rjeð),
liaz eða Ijaz (á ísl. Ijet), jkd eða fjal (á ísl. fjell), hialt
eða hjalt (á ísl. hjelt); sömuleiðis: hiaz eða lijaz (á ísl.
hjet), bliant eða bljant, (á ísl. bljett, blandaði), fiald eða
jjald (á ísl. fjelt, faldaði); heldur einnig riet eða rjet (á
ísl. rjeð), liez eða Ijez (á ísl. Ijet), fiel eða fjcl (á ísl.
fjell), hielt eða hjelt (á ísl. hjelt), hiez eða hjez (á ísl.
hjet. Kauproaniiahiifn, 10. júlí 18S2.
Konráð Gúlason.
— Viðvíkjandi þyí, sem sagt er í íslendingi, 3. ári nr.
7, að »sumir« af sálmurn mínum, »muni ekki vera frum-
kveðnir« leyfi jeg mjer að geta þess, að kvöldsálmurinn
á bls. 29. »N'h horfinn dags er ljúfur ljómi« er áður
prentaður í »Islenskri Sálmasaungs- og Messubók með
nótum eptir Pjetur Guðjónsson Kh. 1861« bls. 131 nr.
110, og er sú þýðing mín, er þar stendur, gjörð eptir
danskri útleggingu af hinum þýzka sálmi Páls Gerhards,
en í »Yikusálmakverinu« hef jeg stytt mína fyrri þýðingu
og breytt nokkru. Um síðari kvöldsálminn, bls. 31. er
það að segja, að jeg að eins hef haft nokkra hliðsjón af
hinum forna útlagða grallarasálmi »Christe I þú klári dag-
ur ert«, en honum er lijer svo breytt, að hann má ná-
lega frumkveðinn heita. Allir hinir sálmarnir eru mitt
eigið verk, án þess jeg hafi haft hinn minnsta stuðn-
ing af annar sálmum. Reykjavík 22. júií iss2.
Guðmundur G. Sigurðsson.
1) I. grein er í Islendiugi IH, 39.
líýtt tímarit.
Eptir tilmælum landa vorra, herra alþingismanns Gísla
Brynjúlfssonar og herra kand. Eirílcs Jónssonar, látum
vjer prenta bjcr eptirfylgjandi boðsbrjrf þeirra, um nýtt
tímarit, sem þeir ætla að gefa út, í þeirri von, að landar
vorir bregðist vel við og skrifi sig fyrir því. þeir, sem
búa í nánd við Reykjavík, geta í því efni snúið sjer til
eins okkar útgefendanna, Páls Melsteðs í Reykjavík, en
hinir sem 1'jær eru, annaðhvort til höfunda boðsbrjefs-
ins, eða einhvers er þar í nánd hefur boðsbrjef þeirra í
höndum.
»Sá tími er nú liðinn, sem betur fer, að Islendingar
í Höfn þuríi að vera að vekja landsmcnn heima með blöð-
um eða tímaritum útgefnum í Danmörku. Á íslandi sjálfu
eru nú sem stendur þrjú blöð, að vjer vonum í bezta
gengi, og heldur líklegt að þess konar rilum fjölgi þar
en fækki hjeðan af. þelta er því allt í því horfi sem það
þarf að vera.
En, eins og Sighvatur skáld sagði við Ólaf konung,
þegar liann þóttist ei vilja láta kveða lofkvæði um sig
með heiðnum orðatiltækjum, að eitt skáld mætti þó kon-
ungurinn eiga — eins segjum vjer nú, að eitt tímarit
mega íslendingar þó alltjend eiga hættulaust í Danmörk.
Og með því vjer nú ei vitum hvort »Ný Fjelagsrit« muni
koma út framvegis eða eigi, þá hefir oss komið til hugar
að beitast fvrir útgáfu nýs tímarits á íslenzku hjer í Ilöfn,
ef landar vorir heima vilja að eins styrkja oss til þessa
fyrirtækis með því að kaupa ritið. Og enda hvort sem
»Ný Fjelagsrit« koma út eða eigi, munum vjer halda út
í þetta mál, ef kaupendur fást, því tilhögunin á riti voru
mun að minnsta kosti verða önnur en á »Fjelagsritunum«,
og einkum að því, að vjer höfum áformað að láta það
koma út optar en einu sinni á ári, og ef til vill á liverj-
um mánuði.
Rit þetta hefur oss dottið í hug að kalla »Suðra«,
og er í því nafni að nokkru leyti falin stefna þess, því
einn aðaltilgangurinn á einmitt að vera, að færa mönnum
á íslandi frjettir og fróðleik sunnan að; og verður það ei
varið, að menn eru í því tilliti á margan hátt betur settir
hjer suður frá en fyrir norðan lslands haf. Ritgjörðum
um stjórnarmálefni Islands og önnur þau þjóðmál, er
mestu varða land og lýð, munum vjer og veita hæfilegt
rúm í »Suðra«, og eins dómum um íslenzk ritog bók-
mentir bæði að fornu og nýju, og þykir oss svo óþarft
að fara fleirum orðum um stefnu eða tilgang tímaritsins
á þessum stað.
Af »Suðra« mun koma út 12 arkir á ári og kosta
1 ríkisdal. Ef nægir kaupendur fást munu fyrstu arkirnar
koma út í vetur, og veröa sendar til allra hafna á Islandi
með fyrstu vorskipum næsta ár. Biðjum vjer nú góða
menn að vera oss nú liðsinnandi og safna áskrifendum
bæði fljótt og vel og senda oss svo þau boðsbrjef, sem
unnt er, þegar í haust.
Kaupmannahui'n, 10. júlí 1862.
Eiríkur Jónsson. Gísli Brynjúlfsson^.
Hafísinn við JTtúlasýslnr
(sbr. ísl. I. nr. 17; II. nr. 4, 5, 15).
Eins og lesendur vorir muna, hefur dr. Hjaltalín í
1. ári ísl. nr. 17 sett fram nokkrar spurningar um hafís-
inn hjer við land,og tveir mennta- og fróðleiksvinir, ann-
ar að vestan, hinn að norðan, hafa sýnt oss og málefn-
inu þá velvild, að svara spurningum þessum, og eru rit-
gjörðir þeirra prcntaðar í blaði voru. Nú hefur hinn
þriðji, herra J. Sigfússon á Iíetilsstöðum í Múlasýslu góð-