Íslendingur - 20.11.1862, Síða 4

Íslendingur - 20.11.1862, Síða 4
108 að þeir mundu umkringja Washingtonsborg. J>ar situr Lin- coln og öll aðalstjórn norðurfvlkjanna — en eptir þá or- ustu hjeldu sunnanmenn aptur suður yflr fljótið — það er á takmörkum norðan- og sunnanmanna — þar horfast hvorirtveggja í augu. Mannfall hefur orðið ógurlegt, síð- an ófriður þessi hófst, enda berjast menn þar af hinni mestu grimmd. Eigi hafa norðurálfuþjóðir til þessa skor- izt í þennan leik, en þar kemur að líkindum, áður langt líði, að þeir Englar og Frakkar gefa sig fram, og gjöra enda á þessum ófögnuði. é og je. IV. (Sjá ísl. III. 39, 58, 79). J>að er alkunugt, að fjöldi íslenzkra sagna (verborum — lijer um 500) hefur ja að niðurlagi í nafnhætti (in- finitivo). Nú er þetta j ýmislega undir komið: j í vitja, setja, biðja og symja (þ. e. synda), eru öll misjöfn að uppruna, þó þau sjeu jöfn að hljóði (sem kunnugt er), og sömuleiðis jöfn í því, að þau eiga öll heima ekki að eins í nafnhætti (og s. frv.), heldur einnig í hluttekning núlegs tima (participio praesentis), ekki síður í fleirtölu, en í eintölu. Ilvort er nú þá rjettara að skrifa: vitjandi vitjanda, vitjendur vitjendum vitjenda; eða að skrifa: vitjandi vitjanda, vitendur vitendum vitcnda, og villa með því reglu málsins í fjölda af orðum? Jeg nota hjer tœkifœrið til að minnast á tvennt eða þrennt, sem er í nokkru sambandi við þetta mál. 1. J>að er einnig rjett að skrifa t. a. m. eggjendur, rœhj- cndur, segjendur, svíkjendur, til að slengja ekki fleir- tölu-mynd þess konar hluttekninga saman við helg- endur, vákendur, aukendur, takendur, vegendur, Og fjölda annara orða. Sbr. t. a. m. sœkjandi og vegandi sœkjanda — veganda, sœkjendur — vegendur sœkjendum — vegendum sœkjenda — vegenda. 2. í elztu fornbókum hneigist hluttekning núlegs tíma einnig í fleirtölu, þó hluttekningin sje höfð sem ein- kunn (adjectivum), en ekki sem nafn (substantivum); t. a. m. Enn þeir inn gangendr (introeuntes) litu Ijós mikit (eða þvi um líkt). 3. Fleirtölu-niðurlögin: -endur -endum -enda eru nokkurs konar óregla (ekki í rithættinum, lieldur) í málinu sjálfu, og eru sett í staðinn fyrir -andur (fyrir -andr) (-andum,) -öndum, -undum -anda, og flnnast þessar myndir á stöku stað í elztu forn- hókum. Katipmanuahnfo, 23. október 1862. K. Gíslason. Sjaldfenginn geymslustaður. Fyrir skömmu síðan fór jarðarför fram í borginni New-orleans í Norður-Ameríku. Líkmönnum þótti kistan þung og höfðu það á orði; yflrvöldin frjettu þetta og hugsuðu með sjer, að það væri þó reynandi, aðgrafakist- una upp aptur og forvitnast um, hvað í henni væri. Svo var gjört, og þá kom það fyrir, að hún var full af gulli og silfri. Eigandinn hafði hugsað, að hvergi mundi fjármun- um sínum eins óhætt eins og í kirkjugarðinum. En von- in brást honum, því yfirvöldin sögðu, að fje þetta væri fundið í jörðu og fyrir þá sök ætti hann það ekki, held- ur landstjórinn. Fólkstal í Niðurlöndunum að Luxemborg meðtalinni var seinast, þegar talið var, 3,521,416 manns, og í nýlend- unum 18,175,910; þar af voru 12,324,095 á Java, 1,646,467 á Timor, 1,560,664 á Sumatra, og 872,993 á Borneo. Fjölmennastar borgir i Niðurlöndum eru: Amsterdam með 248,775, Rotterdam með 105,984, Haag með 78,650 og Utrecht með 53,000 íbúa. Aiiglýsinj^ar. — Yilji nokkur selja 6. og 12. bindi af fornmanna- sögum, býðst jeg til að kaupa þær við sanngjörnu verði. Kejkjavík 10. nóv. 1862. Fcíll Melsteð jflrrjettar-procurator. Iljer með leyfi jeg mjer, að biðja alla útsölumenn og kaupendur blaðsins »Islendingsi', sem ekki hafa enn þá greitt andvirði 1. og 2. árg. þess, eður gjört íkilfyrir því, er þeim hefur verið sent, að gjöra það með fyrstu ferðlim. Rejkjavík, 19. nóvember 1862. G. Guðbrandsson. J>eir ferðamenn, sem koma híngað til bœjarins, og sem geta gjört kost á að taka blöð og brjef til fjærliggj- andi hjeraða, eru vinsamlega beðnir hjer með að koma við á skrifstofu »íslendings« i húsi Odds sál. Guðjohn- sens. • G. Guðbrandsson. Undirskrifaðan vantar brúna hryssa fjögra vetra, rneð mark: tvístigað framan hœgra. Ilvern þann, sem kynni að verða var við eður finna hana, bið jeg gjöra svo vel, að hirða hana og sem fyrst láta mig vita það. Björn Bjarnarson á Reykholti í Borgarfirði. Valgrár liestur, 7 vetra, mark: sýlt vinstra, klárgeng- u’r, bustfextur, og dökkgrá hryssa, vökur, 6 vetra, rakað af öðru megin, en stýft af faxi hinu megin, með mark: biti aptan hcegra heldur en vaglskora, töpuðust frá mjer í 15. viku sumars, og bið jeg hvern, sem hittir þau, að halda þeim til skila móti sanngjarnri borgun, að Svarfhóli í Lax- árdal í Dalasýslu. Jón Jónsson. Konungur vor,hefur á afmælisdag sinn, 6. okt. þ. á., veitt herra sekretjera O.M. Stephensení Yiðey jústizráðs- nafnbót; herra hjeraðslækni Skúla Thorarensen riddara- kross dannebrogsorðunnar, en herra Asgeiri Finnbogasyni á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, 0. P. Ottesen á Ytra- Hólmi á Akranesi, Á. Pálssyni á Syðra-Holti í Eyjafjarðar- sýslu og Kr. Ebenezerssyni á Reykjarfirði í Isafjarðarsýslu dannebrogsmanna heiðursteikn. Landi vor herra etazráð riddari Oddgeir Stephensen fjekk og þann samadag heið- ursteikn dannebrogsmannanna. Ábyrgðarmaður: Benidikt Svemsson. Prentaílur í prentsmftjunni í Keylijavík 1862. Eiuar pórtiarson.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.