Íslendingur - 26.11.1862, Qupperneq 1

Íslendingur - 26.11.1862, Qupperneq 1
ÞRIÐ-JA ÁR. 26. nóvemb. Framhald af M « í'r brfeíl. Jeg er alveg á samamáli, sem þú með það, að lield- ur en ekki voru þunnar fregnirnar með póstskipinu sein- ast, hvað ísland snertir og málefni þess. |>að er hvort um sig, að jeg hefi verið og er enn í þeirra manna tölu, sem finnst, að fósturjörð mín sje rjettnefnt olbogabarn hinnar dönsku stjórnar, enda er jeg hrœddur um, að jeg ætli að leggjast svo í gröf mína, aðjeg sjái enga ástœðu til að breyta þessari hjartans sannfœringu minni. Jeg veit sannarlega ekki hvað Danastjórn er að hugsa, að hún skuli láta líða svona ár eptir ár og öld eptir öld, án þess nokkuð verulegt sje gjört til þess, að hrinda í lag hög- um þessa lands, sem þó mest hafa farið aflaga undir henni. J>að er livorki mjer, stjórninni sjálfri nje oss Is- lendingum yfir höfuð nóg, að það sje til eilífðar verið að ráðgjöra og bollaleggja það og það, sem, ef það fengi framgang, gæti orðið oss að liði og reist land vort úr eymd þeirri og volæði, sem það er í. þetta er og verður þó aldrei annað, en góður ásetningur (pium desiderium), sem ekki kemur að neinu haldi, úr því engu verður framgengt, og ekkert kemst á iaggirnar. Oss er sgnd veiðin en ekki gefm hún, þó hin mest umvarðandi málefni vor gangi frá lleródes til Pílatusar í skrifum og skjölum eða rjett- ara í endalausum og óransakanlegum krókum og hring- sóli frá þingi til þings, og frá einum embættismanninum til annars innanlands og utan. IVJjer finnst þetta því lík- ast, eins og ef læknir sæti Itjá dauðvona manni, en væri svo lengi að hugsa sig um meðalið að sjúklingurinn fœri inn i eilífðina hjálparlaust, á meðan hann væri að brjóta heila sinn um það! cllegar ef faðir, sem sæi barn sitt dottið í brunn niður, Ijeti það deyja út af fyrir seinlæti sitt! Já, mjer hefur ætíð þótt það sönn og falleg hugs- un, að líkja stjórninni saman við fullkomin föður og þegn- unum við fulltíða börn, jeg segi ekki einasta fuður og biirn, heldur líka fullkorninn og fulltíða. Jeg hugsa ntjer að stjórnin bæði viti og gcti eflt hag þegna sinna, og að þegnarnir sjeu hœfilegir til þess,— að minnsta kosti ef þeim er leiðbeint sem vera ber, — að taka á móti ölluin þeim gæðum sem fljóta í skaut þeim, af hinum föðurlega gnœgta- brunni stjórnarinnar. Af því jeg held og veit með vissn, að það er ekkert oflof um oss íslendinga sem þegna, þó jeg segi að vjer sjeum, eða hefðum að minnsta kosti, mátt vera orðnir, allan þennan iitla tíma, sem vjer með þegnlegustu auðsveipni og barnsiegu hugarfari höfum hlýtt Danastjórn, fulltíða börn í þessum skilrtingi; þá mun og enginn geta láð mjer, þó jeg kenni það deyfð og vilja- leysi Danastjórnar, að allt gengur eins á leggjarhöfðunum bjer á landi eins og það óneitaniega gengur í stjórnlegu tilliti, og engu verður framgengt sem að mun í raun og rjettri vcru hrindir þessu landi og þessari þjóð í þá að- aistefnu, sem ailar menntaðar og siðaðar þjóðir hafa fyrir löngu náð. " Litum t. d. fyrst á veginn á lslandi. Allir vita, að vjer ísleudingar erum þó ekki fremur en aðrir menn fastir á öðrum endanum eins og gras, og þurfum því að fœra oss úr einum staðnum og í annan. Allir vita og, hversu Sóðir vegir og greið umferð í hverju landi eru alveg 0- missandi. En berum þá vegina á íslandi saman viðveg- ina í öðrum löndum, og það í þeim löndum, sem líkfe landslag hafa. Hver skyldi munurinn vera? pað er ekki margt í mannlegum efnum, sem menn hJjóta að vera al- veg samdóma um. En jeg lield, að enginn þyrfti að setja upp gleraugu til þess, að sjá það fljótt að sá er munur- inn; að í öllum siðuðum löndum eru vegir að minnsta kosti aðalvegir, sem menn eigi að eins geta gengið og riðið um greiðlega á hestum, heldur einuig ekið með vögnum á. En þá á íslandi? f>ar eru engir vegir. Nei, ekki einu sinni svo vel, þar er verra en engirvegir! J>ar eru að vísu troðningar og götur eptir menn og skepnur, já sumstaðar svo djúpar grafir eður greptir eptir menn og skepnur, að við sjálft liggur, að hvorutveggi gæti drukknað í þeim ! J>elta er engin furða, því fyrst hefur nú verið lögð lítil rœkt við vegina hjer á landi, og svo hefur grundvallarreglan með vegagjörðina verið hjer ein- mitt gegnstœð því sem hún er annarslaðar. Hleypum veginum upp, segja siðaðar þjóðir, og tínum steina etc. upp í vegina, en hjer á landi segja menn: Gröfum veg- ina niður, köstum steinum etc upp úr veginum. Má jeg nú spyrja: er það Islands ásigkornulag, sern rjettlœtir þetta? Nei þvertámóti! Ásigkomulag landsins fordœmir það. ísland er víðlent og strjálbygt, einmitt þess vegna þarf góða og greiða vegi svo eindregin stjórn, samgöng- ur og fjelagslíf geti átt sjer þar stað. Atvinnuvegir Is- lands landbúnaðttr og sjávarafii þurfa að styðja hver annan. f>ar af fiýtur nauðsyn iunlendrar verzlunar. Og hún út- heimtir aptur góða vegi. ísland er fátœkt land og hefur ætíð verið það. En ein aðalorsökin til þessarar fátœktar er einmitt vegaleysið, úr því það dregur merginn úr stjórn, samgöngum, fjelagslífi og atvinnuvegum þess. Fátœktar- innar vegna þarf það þá og einmitt góða vegi. En dœmum eigi hart, svo vjer eigi verðum sjálfir dœmdir. Er stjórninni að kenna vegaleysið hjer á landi? Kemur það heuni við, og getur hún ráðið bót á því? Já vissulega! Að vegalög eru í öllum löndum, og að stjórn hvers lands lætur og hefur látið sjer mjög svo um hugað um það, að rninnsta kosti aðalvegir væri hvervetna sem beztir, sýuir það nógsamlega, að vegamálefnið er stjórn- armálefni, eins og allt það, sem hefur svo djúp og mikil álirif á almennt ásigkomulag og hagi hvers lands, eins og jeg hef bent á, að vegirnir hefðu. En hvað líður þá hinu? afli þeirra hluta sem gjöra skal, getur sjórnin látið í tje peninga til vegagjörðanna, o. s. frv.? Eins og ekki neitt. J>að er stjórnarinnar eðli, að hún hlýtur að geta fram- kvæmt allt sem útheimtist til þess, er hún ekki má láta sig eður þegna sína án vera, og sjálft borgar sig eins og vegirnir gjöra. En nýju vegalögin, eru þau ekki bót allra meina í þessu efni? Eru þar ekki ráðgjörðir rjett til- búnir vegir, og eru þau ekki uppspretta til peninganna, sem með þurfa? Jeg kveð nei við þessu hvorutveggju. Meðal ótal annara galla á lögum þessum er ákvörðunin um, að búa skuli til ræsi út úr veginum, þar sem vatn gæti staðið í honum, nógsamlegur vottur þess, að gamla súrdegið er upp ýngt í þessum biessuðum nýju lögum. jþá er líka sú hugsun laganna, hvaðan taka skuli fje til

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.