Íslendingur - 25.08.1864, Síða 2

Íslendingur - 25.08.1864, Síða 2
18 Konunglegu Hátignar Friðrik hinn sjðundi nýjan vöxt og viðgang, er hann bæði kaliaði fulltrúa þjóðar vorrar tit að ræða um nýtt stjómarfyrirkomtilag íslands á sjerstök- um fundi, og því næst — er fnndur þessi eigi gatsök- um kringumstæðnanna ieitt mát þetta til lykta — lýsti því síðan iðulega yfir í allrahæstum auglýsingum sín- um til alþingis, að hann hefði fullan áhuga á, að skipa stjórnarfyrirkomulagi Islands. = '|>etta verk, sem fyrirrennarar Yðar Konunglegu Hátignar þannig voru byrjaðir á, en sem kringumstæð- urnar hingað til hafa hamlað að gæti náð hinni fyrir- huguðu fullkomnun, svo að stjórnarskipun landsins og stjórnarathafnir þess eru að lögum næsta óákveðnar, vonum vjer og fulltreystum, að forsjónin hafi ákvarðað Yðar Konunglegu Hátign til að fullkomna og leiða til lykta, samkvæmt þeim aðalgrundvelli, sem fyrirheitið er í allrahæstu brjefi 23. september 1848, svo að það sem fyrst og undir Yðar Iíonunglegu allramildustu og allra- vísdómsfylistu stjórn og handleiðslu megi bera ríkulega ávöxtu til blómgunar Yðar Konunglega veldisstóls og blessunar þjóðar vorrar. Almáttugur guð blessi og haldi verndarhendi sinni yfir Yðar Konunglegu Hátign og Yðar Ilátignar konung- lega húsi; hann farsæli Yður, alla ætt Yðarog niðja og láti Yðar Ilátign lengi ríkjum ráða. í nafni og umboði fundarins. Allraþegnsamlegast, E. Briem, B. Sveinsson, fundarstjóri. skrifari. Sýslumaður Jón Thoroddsen vakti máls á því, að fje hefði áður verið gefið til að koma upp skýli fyrir al- menna fundi að þingvöllum, og stakk upp á því, að farið væri að verja fje þessu og safna meira fje, og reisa fyrir það búð með tjaldi yfir; og beiddist hann skýrslu um hversu mikið fje væri fyrir hendi, og hvar það væri niður komið. Jón málaflutningsmaður Guðmundsson skýrði frá, að enginn þeirra væri viðstaddur, sem gefið hefðu fjeð, og því yrði engin ákvörðun tekin um það; en sjóðurinn ætti nú um‘ 230 rd. Jakob prestur Guð- mundsson stakk upp á nefnd til að íhuga, hversu mikið þetta skýli mundi kosta, og hvernig það ætti að vera, og var afráðið að kjósa 5 menn í nefnd til þess að í- huga það til næsta dags. Bar nefndin þá fram uppá- stungur sínar, og var það álit hennar að auka þyrfti það fje, sem fyrir hendi væri, því 12—1500 rd. mundi þurfa til að koma upp hæfdegu skýli fyrir þingvallafund. Margir fundarmanna ljetu það álit sitt í ljósi, að fje það, er væri fyrir hendi, mundi svo nærhæfis hrökkva til skýlis- byggingar, sem væri nægilegt fyrst um sinn fyrir slík fundarhöld, að næg viðbót mundi þegar fást í ár, ef skor- að væri rækilega á landsmenn, og var því eptir uppá- stungu G. Blöndals sýslumanns afráðið, að byrja bygg- inguna þegar að vori, eptir því fjármagni, sem þá væri fyrir hendi, hvort sem það yrði mikið eða lítið, en feld uppástunga Ásgeirs alþingismanns Einarssonar um að fresta byggingunni, ef 800 rd. væri eigi til að vori. Yar síðan nefnd kosin þessu máli til framkvæmdar, og voru þeir kosnir: Assessor Benidikt Sveinsson, sýslu- maður Jón Thoroddsen og Halldór Friðriksson skóla- kennari; en þeir prófastur sjera Símon Bech á þing- völlum, og Jón hreppst. Kristjánsson í Skógarkoti, lof- uðu nefndinni aðstoð sinni. Til þess að hvetja lands- menn til að sinna þessu máli með áhuga, skutu fundar- menn þá þegar saman 24 rd., og tók einn nefndarmanna Ilalldór Friðriksson við þeim. Sveinn cand. Skúlason bar upp skriflega uppástungu um hæfilega minningu þess, að fsland hefði byggt verið, að 10 árum liðnum, í 1000 ár, og rjeð til, að nefnd yrði kosin í málinu. Komu síðan fram ýmsar uppástungur um málið, en niðurstaðan varð sú, að kosin var þriggja manna nefnd til að gangast fyrir samskotum fyrst um sinn, og voru í hana kosnir: Assessor B. Sveinsson, Halldór kennari Friðriksson og Sveinn cand. Skúlason, og fal fundurinn nefndinni í fundarins nafni að skrifa sýslumönnum, próföstum og öðrum yfirvöldum landsins að gangast fyrir árlegum samskotum hverjum í sínu umdæmi. Benidikt assessor Sveinsson vakti athygli fundarins á fjárkláðamálinu; og kvað hann reynanda að fá samn- inga um fjárskipti í haust milli sjúkra og grunaðra hjer- aða og hinna hjeraðanna, er vildu fá fulla tryggingu fyrir útrýmingu kláðasýkinnar, og voru lOmenn nefndir á fundinum til að ráðgast um það mál til næsta morg- uns og bera fram uppástungur málinu til framkvæmdar. Jón í Stafholtsey og fleiri hreyfðu því líka, viðvíkj- andi kláðamálinu, að hinn aukni Skorrudalsvörður í ár verði borgaðar á sameiginlegan kostnað allra amta Iands- ins, og að fundurinn skrifi amtmönnum áskorun um það. Voru í nefnd til að semja þessa áskorun til amt- mannanna kosnir þrír menn eður 1 úr hverju umdæmi. Uppkast nefndarinnar til brjefs til amtmanna var borið fram seinnadag fundarins og samþykkt í einu hljóði, og kaus fundurinn menn til að færa amtmönnum brjefin. Að síðustu bar nefndin í fjárkláðamálinu fram uppá- stungur sínar, og voru þær samþykktar (en vjer munum síðar taka þær upp í blað vort, þegar rúmið leyfir), og umsjónarnefnd kosin til að fá framgengt þessum uppá- stungum; og voru 7 menn kosnir í liana: Benidikt ass. Sveinsson, Árni Björnsson í Hvammkoti, Jón Guðmunds- son málaflutningsmaður, Jón sýslumaður Thoroddsen, Bjarni hreppstjóri Bjarnason áEsjubergi, |>orIákurhrepp-

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.