Íslendingur - 25.08.1864, Side 4

Íslendingur - 25.08.1864, Side 4
20 Fegurð þú hefur fremst sem rósir dala, ei gaum því gefur glysi trafasala; skór með skafna þvengf skreytir fót þmn Ijúfal hufuð þitt htífa. Auð fjár þú eigi átt, né glæsta salir tálið, sem teygir til sin marga hali; brjóst þitt og blíða Breta silfur-haugum betri’ er og baugum. Vænt mundi vera veldi’ að slýra Kína, i dýrmæt djásn bera, dárar á sefn blína; betra þó mér þykir' þínu að ráða hjarta, bláeyg mín bjarta I Sælir í sölum sjó'lar Austurlanda blítt og bogsvölum biunda’ á vefjum ganda; sælla það mér þykir þjer í moldarkofa, svannit hjá sofa. J. \Þ. Th. „Um Iærða skólann“'. Allflesta íslendinga mun reka minni til þess og hafa heyrt þess getið, að eitt sinn var til níu manna nefnd í Reykjavík, hún átti að ráðgastum landsinsgagn og nauðsynjar, og þar á meðal um flutning skólans frá Bessastöðum. Mörgum heíir sýnzt svo, að hún ekki ætíð hitti hin vænlegustu »ráðin». En hvað sem er um það, þá verður það ekki með sanni sagt, að nefndin þurfl lífs eða liðin að þola ámæli fyrir það, að hún hafl ráðið til þeirrar óhamingju, að latínuskóli íslands var fluttur frá Bessastöðum í Reykjavík. Allir hinir reynd- ustu embættismenn og þjóðlegustu íslendingar, er í nefnd- inni sátu, lögðu á móti því, að skólinn yrði fluttur, og urðu þeir íleiri en hinir, sem vildu það. þess hefði 1) þessi ritgjijrb er afe vísu ekki beinlírjis áframhald ritgjúrftar- innar nm sama efni í íslendingi (3. árg., nr. 23. og 24.) ab efuis^ nit)urskipuninni til, en þai á móti er hún þab, hvati atialefui?) sjálft og skotíun blaSsins yflr höfufc snertir. verið von, að afl atkvæða rjeðí úrslitum málsins. f>að varð þó ekki. Danskur ungur spjátrungur, en gæðingur konungs, var þá stiptamtmaður á íslandi. Hann var mikill vinur landa sinna þeirra er áttu heima í Reykjavík. Hanii hjelt, að þeir hefðu gagn af skólaflutningnum. Hann sýndi það í flestum sínum athöfnum, að hann þekkti ekki þjóðerni fslendinga og skeytti ekki um að þekkja það, eða virða. þá voru og nokkrir íslendingar í nefndinni, vér nefnum ekki þeirra nöfn, þeir hafa víst æpt eins og önnurbörn í íslenzku Iaugartrogi, en nú voru þeir orðnir mestu menn, og úlitu það mestu æru, að láta sannast á sér »aðalinn dingla eg aptan við, eins ogtaglá hesti.» Með þessu fylgi nokkurra nefndarmanna og óviti skóla- stjórnarinnar í Kaupmannahöfn gat Bardenfleth komið því fram, er hann vildi, að láta flytja skófann frá Bessa- stöðum til Reykjavíkur. íslendingunum, sem iöfðu aptan í honum, fórst eins og sumum Iöndum þeirra á seinni hluta 18. aldar og framan af þessari öld, að menn voru opt fljótir að kollvarpa því, sem til var í Iandinu gott og gamalt og þjóðlegt, þegar einliver missmíði eða gallar sáust á því. J>á var ekki athugað, hvort ekki væri hagan- legra og affarabetra, að umbæta og laga það, sem til var, heldur en smíða og sníða sjerhvað af nvju. J>á var lítið skeytt um það, hvort þjóðin hafði mæturá því, sem kollvarpa skyldi. f>jóðernið var gjört að hornreku, sem flallgerður forðum; því þegar höfðingjarnir, sem voru menntaðir hingað og þangað úti í heimi, höfðu sjeð ein- hvern hlut svona eða svona lagaðan einhversstaðar er- lendis, þá varð það að vera af vankunnáttu einni og fá- vizku, að forfeður vorir höfðu haft hann á annan hátt, og af því að þeir gátu ekki »fylgt tímanum» fram á þessa »upplýstu öld», og það var og satt, þar sem þeir voru löngu dauðir. J>essi var aðferðin á seinna hluta 18. aldar og á öndverðri 19 öld. Á þenna hátt hefir ísland mist marga dýrgripi sína. Ár og eindaga unnu menn hörðum höndum að því að brjóta þá, töldu sig færa um að srníða aðra betri, en brast, þegar aðfram kom, ekkert nema hagleikinn til að gjöra betur eða galla- minna. Eg held enginn þurfl löngi að leita í sögu ís- lands, til þess að finna, að þetta er satt. Allir muna eptir alþingi hinu forna, stólunum og skólunum á IIól- um og í Skálholti. J>etta voru mætar fornmenjar, sem hagar hendur höfðu um fjallað. J>að er að sönnu satt, að ekki voru gersemar þessar á 18. öld jafnfagrar og glóandi, eins og þá, er hendur hinna fornu íslendinga höfðu við þær skilið. J>að var farið að falla á þær, og svo mátti að orði kveða, að þær lægju í sorpi, en þær voru þó að öllu eðli hinar sömu, og hefðu þær verið feknar upp og fágaðar, er það víst, að hinn sami máttur mundi hafa fylgt þeim, sem lampa Aladíns; andar for- feðranna hefðu komið, og framkvæmt sjerhvað það, sem

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.