Íslendingur - 25.08.1864, Side 8
24
Jón, um leið og þeir sjálfir játuðu brot sitt, hafa stöð-
ugt og fastlega borið, að svo hafi verið, getur hann að
eins dæmzt frí fyrir rjettvísinnar frekari ákærum.^ Svo
ber þeim ákærðu öllum fyrir einn, og einum fyrir alla,
að lúka allan af þessu máli og áfrýjun þess löglega leið-
anda kóstnað, og þar á meðal þau ákveðnu laun til
hinna settu svaramanna í hjeraði, er að öðru leyti sam-
þykkjast, samt til sóknara og verjanda hjer við rjettinn
8 rd. til hvors um sig. Meðferð og rekstur málsins í
hjeraði hefir verið vítalaus og sókn og vörn þess hjer
við rjettinn lögmæt.
j>ví dæmist rjett að vera:
Undirrjettariw dómur á, að því leyti hegningu Ó-
lafs Pórðarsonar áhrœrir, óraslcaður að standa; hinn
ákœrði Ólafur Olafsson á að sceta 15, en Jón Ólafs-
son 10 vandarhöggvarefsingu. Ákcerði Ólafur Magn-
ússon á fyrir sólcnaram frelcari álcœrum frí að
vera. Svo greiði og hinir áltœrðu, einn fyrir álla,
og állir fyrir einn, allan af máli þessu löglega leið-
anda kostnað, og par á meðal laun til sóknara hjer
við rjettinn, málsfœrslumanns Jóns Guðmundssonar,
og verjanda, málsfcerslumanns P. Melsteðs, 8 rd. til
hvors um sig. Hina ídœmdu sekt að greiða innan 8
vikna frá löghirlingu dóms þessa, og honum að öðru
leyti að fullnœgja undir aðför að lögum.
Mannalát.
Hinn 8. júlí þ. á. andaðist eptir stutta legp, en lánga
brjóstveiki, 6Ómabóndinn Sigurður Bjarnason á Auðs-
stöðum í Hálsasveit, 68 ára gamall. Hann var efna-
maður og lánsmaður, hann styrkti og stoðaði sveitar-
fjelag sitt heiðarlega; hann var í lijónabandi 36 ár, og
átti með konu sinni, sem enn er á lífi, 6 börn, og lifa 4
þeirra og eru 3 gipt.
Ekki fyrir löngu síðan er og dáin Ásta kona Pjet-
urs kaupmanns Dús í Keflavík, var hún að sögn mjög
dugleg kona og kvennskörungur. Faðir hennar var Tómas
söðlasmiðurBekk í Sjávarhólum á Kjalarnesi, bróðir þórð-
ar kannsellíráðs í Garði í Aðalreykjadal; faðir þeirra
þórðar og Tómasar, var Björn sýslumaður í þingeyjar-
þingi, Tómasson frá Lundabrekku Flóventssonar, Björns-
sonar frá Stóruvöllum Kolbeinssonar, Eiríkssonar á
Lundabrekku, þorvaldssonar, Tómassonar, Jónssonar I-
varssonar hins fundna, er fæddur var í enda 15 aldar.
Móðir Ástu var Guðrún Davíðsdóttir frá Hlíðarhúsum,
Guðmundssonar, er þar bjó og, Davíðssonar Erlendssonar
prests á Tjörn á Vatnsnesi, Iliugasonar, er þar var og
prestur, Ingjaldssonar lögrjettumanns á Reykjum í Mið-
firði, Illugasonar prests í Múla Guðmundssonar; sjera
Illugi í Múla var þar prestur á dögum Ólafs biskups
Iljaltasonar og fram yfir það. Móðir Guðrúnar Davíðs-
dóttur var Ásta systir þórðar föður Ólafs kaupmanns
Thorlacíusar. þau Pjetur kaupmaður Dús og Ásta eiga
tvö börn á lífi, einn son, sem er við verzlun hjá föður
sínum í Keflavík, og eina dóttur, er Anna lieitir oggipt
er Daníel verzlunarmanni á fsafirði, Arasyni Johnsen.
Útskrifaðir úr Reykjavíkur lærða skóla sumarið
1864.
1. Tómas Hallgrímsson, sonur Hallgríms prófasts á
Hólmum í Reyðarfirði Jónssonar.
2. Jens Vigfússon Hjaltalín, sonur Vigfúsar Iljaltalíns,
bónda í Brokey á Breiðafirði, Jónssonar.
3. Lárus Bcnidiktsson, sonur Benidikts prests í Selár-
dal í Barðastrandarsýslu þórðarsonar.
4. þorlákur Ólafsson Thorarensen, sonur Ólafs Thorar-
ensens læknis á Ilofi í Möðruvallasókn i Eyjafirði,
Stefánssonar.
5. Eiríkur Eggertsson Briem, sonur Eggerts Briems
sýslumanns í Skagafirði Gunnlaugssonar; hann hafði
ekki seinasta árið verið í skólanum.
þessir allir fengu aðra einkunn.
*
Við lærða 6kólann hafa nú 6 piltar tekið inntöku-
próf:
1. Björn Stefánsson frá Árnanesi í Hornaíirði.
2. Kristján Jónsson úr þingeyjarsýslu.
3. Oddgeir þórðarson frá Litla-Hrauni í Árnessýslu.
4. Snæbjörn þorvaldsson frá Stað í Grindavík.
5. Stefán llalldórsson frá Eyjólfsstöðum í Suður-Múla-
sýslu.
6. þorvaldur Björnsson frá Holti undir Eyjafjöllum.
Prestakall.
Veitt Reynistaðarklaustur candid. theol. ísleifi Ein-
arssyni í Reykjavík.
Útgefendur og ábyrgðarmenn: Benidikt Sveinsson, Jón Pjetursson, Jón Pórðarson Thoroddsen.
rrentaíiur í prentsiaiíiju íslands, 1864. Einar pórtíarsun.