Íslendingur - 30.03.1865, Blaðsíða 1

Íslendingur - 30.03.1865, Blaðsíða 1
FJÓRÐA ÁR. 1865. 30. marz. Nr. 10. í seinasta blaði íslendings í greininni um skýli á þingvöllum á bls. 70 eptir orðin nævarandi minnis- varði áþingvelli við Öxará?» hefir fallið í burtu neðan- málsgrein þannig hljóðandi: »í þessu efni ætti það að vera góð hugvekja fyrir íslendinga, að landi vor í Kaupmannahöfn skjalavörður og alþingismaður Jón Sigurðsson R. af Dbr. gaf þegar árið 1852 (sbr. þjóðólf 5. ár 20. des. s. á., bls. 23) lOOrd. til skýlisbyggingar á þingvöllum, er auk vaxta samsvara 100 dagsverkum, og er það þó sannast sagt um þenna ágætismann vorn, að hann bæði fyr og síðar hefir unnið oss og íslandi margt eitt dagsverkið kaup- laust fyrir utan þessa höfðingsgjöf sína». í sömu grein bls. 67 er auðsjáanleg prentvilla 25 fyrir 254, og eins í greininni »vaktið yðnretc.» Uls. 70, 4.línu að neðan *vehja» í staðinn fyrir: veikja. Bls. 65: kap. 55 les: kap. 53. IÍAFL.4R IJR 2 BRJEFUM frá merkum mönnum úr Vestur-Skaptafellssýslu, dags. 2. febr. þ. á. þegar við komum heim úr lestunum, allir drekk- hlaðnir af Reykjavíkurkramvörunni í sumar a: b. kvef- inu, og fluttum það heim í sveit, lögðust allflcstir og lágu nálægt viku almennt, svo að ekki varð af alvöru tekið til sláttar hjer fyr en í 14. viku sumars, enda var jörð, helzt vallendi, ekki nærri sprottið, og yíir höfuð varð grasvöxtur í minna iagi; hjer um sveitir kölluðu menn ekki meðalgrasvöxt; aptur á móti var tíðin æskileg allt sumarið út, svo enginn hjer við fjall þurfti að hirða votan bagga, enda cru öll hey mjög vel fengin hjá al- inenningi, og verður heysknpur að því leyti í góðu með- allagi. Ilaustveðráttan var einnig afbragðsgóð, þíðveðra- söm, en þó ekki stórkosfiegar rigningar, og kom aldrei að kalla slæmt veður frá Mikaelsmessu til 15. nóv., að undanteknum 18.—21 okt.; þá daga gjörði hjer kólgu- kast mikið með talsverðri snjókomu í Meðallandi og Skaptártungu og Veri, en blíðkaði aptur 21. okt. með sólskini og þíðveðrisblíðu. En frá 15. nóvember til jóla urðu og rigningar nokkuð meiri, og tíðin umhleypinga- söm, en snjóalaus og opt talsverð úrferð með vindi og stundum skruggum, helzt 17. nóv. Á annan dag jóla brá til snjókornu og hefir það haldizt síðan, svo síðan nýár hefir víðast hvar verið gefið fullorðnu fje og hross- um, nema hjer í Fljótshverfi hafa allt af verið beztu hagar, svo sumir eru enn |>á ekki farnir að heyja lömb, og hafa mest hjálpað hjer sífelldir landnyrðingsstormar, svo snjó hefir feykt af. Sömu harðindi eru einnig aust- ur í Öræfum; lengra að hefi jeg ekki frjett. Fjenaðar- höld eru hjer góð, þar sem jeg hefi frjett, nema á 3 bæjum hafa nýverið hrakið og fennt sauðir; í Skál á Síðu hafa fennt 30 sauðir, en nálægtlOá Flögu í Skapt- ártungu, og 9—10 á Hólmi í Landbroti. Skurðartíð var hjer fremur rýr í haust, og kenndu menn því um, að fjenaður gekk svo illa undan i vor, eð leið; sauðir gjörðu að jafnaði ekki meira en 10 pund mörs og liðugt hálf- vættar fall, og er það litið í góðum sauðplássum. — Tíð- arfarið frá veturnóttum lil jóla var hið allraæskilegasta, sem eg til man. Frá jólum til nýárs fór að brydda á stirðari tíð. |>aðan frá til þrettánda dró til bjargleysu yfir alla Skaptafellssýslu, svo í þeim báðum er albjarg- arlaust, nema á stöku bæjum í Fljótshverfi, tveim bæj- um í Öræfum, og á fáum bæjum í Norður-Skaptártungu eru notaðir vesalir grandar, sem þó munu vart brúk- andi nema til að draga fjenað upp í hor og hungur von bráðara, eptir því sem jeg hefi heyrt. Austurpóstur segir, að því fyr hafi hörkurnar byrj- að, sem austur dró lengur, og var það Ijós vottur, að maður varð úti á 4. íjólumí Suður-Múlasýslu, og annan kól þar til stórskemmda í byggðinni, og þá voru engar hörkur hjer komnar. Norðanpóstur og Sunnanpóstur komu á sömu eykt á Eskifjörð, og hafði Norðanpóstur sagt lakari tíð, það semafþessnm vetri var orðið, held- ur en í fyrra um sama tímabil. Frá Langanesi og suð- ur á Djúpavog hafa borizt að landi 20 hvalir flestir eða allir drepnir af Ameriku hvalveiðamönnum, sumir al- heilir með höfði og liala og öllu spiki, og hafa þeir sloppið hálfdauðir úr liöndum þeirra, líklega fyrir verk- færaleysi. Franskar jagtir trúi jeg að hafi róið suma þeirra að landi. þetta er ekki alllítill afli fyrir lands- búana þar í grennd. Hjer um sveit bryddir á megnri óörtun í lömbum og sýking stingur sjer niður, en ekki 73

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.